Dagur - 19.09.1989, Page 13

Dagur - 19.09.1989, Page 13
Síi&f I9dmsíq93 .er i'jgfjbuíéi'T'i -- flUDACi - S? Þriðjudagur 19. september 1989 - DAGUR - 13 Skóla- dagbókin - ný dagbók fyrir krakka í skóla og frístundum Vaka-Helgafell hefur gefið út Skóladagbókirta. Hún er ætluð nemendum sem þurfa að skrá hjá sér verkefni fyrir skólann og minnispunkta um frístundir og helgaráform. Hver opna bókarinnar rúmar eina skólaviku. Gott pláss er ætl- að fyrir verkefni-hvers dags auk þess sem sérstakir dálkar eru til að skrá minnispunkta, áforin um helgina framundan og tómstund- ir. Á hverri opnu er auk þess teiknimyndabrandari með Disn- ey-fígúrum sem allir þekkja, Mikka nrús og Mínu mús, Andr- ési önd og Andrésínu, Guffa og fleirum. Auk þess eru tvær stundaskrár í bókinni og sérstak- ar blaðsíður til að skrá leyfi og frídaga, kennara, bekkjarfélaga og afmælisdaga. Auk þess eru forvitnilegar upplýsingar um jörðina okkar og ótrúleg veður- met. Hver opna er prentuð í tveimur litum. Á bókinni er glæsileg kápa með mynd af Mikka mús og Mínu. Bókin er vel innbundin og á að þola að vera í skólatösku og handa í milli heilan vetur án þess að láta á sjá. Bókin kostar 585 krónur með söluskatti og fæst í bókabúðum og stórmörkuðum. Betri framtíð! Þakkir frá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra Enn einu sinni hafa landsmenn tekið höndum saman og brugðist við kalli Sjálfsbjargar. Síðastliðin vika og helgin sýndu okkur Sjálfsbjargarfólki að þjóðin öll styður við bakið á okkur þegar þörf krefur. Þó að miklir og ákaf- lega nauðsynlegir fjármunir hafi safnast í landssöfnuninni kunn- um við Sjálfsbjargarfélagar ekki síður að meta þann almenna vel- vilja og stuðning sem við urðum svo áþreifanlega vör við í allri framkvæmd afmælisátaks okkar. Hvar sem við komum og hvar sem við leituðum liðsinnis voru menn boðnir og búnir til að vinna með okkur að framkvæmd átaks- ins. Að ætla að telja upp alla þá fjölmörgu sem þar lögðu hönd á plóg yrði til þess að gefa yrði út sérstakt aukablað sem eingöngu fjallaði um það. Sérstakar þakkir viljum við þó flytja Rás 2 og Ríkissjónvarpinu sem voru með söfnunardagskrána fyrir okkur, Bifhjólasamtökum íslenska lýð- veldisins hvers meðlimir létu sér það lynda að „sniglast" áfram á undan hjólastólaökumönnunum frá Akureyri til Reykjavíkur, Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur sem lánuðu okkur strætisvagn og ökumann í hjólastólaaksturinn, Þýsk-íslenska sem lánaði okkur bíl, bílstjóra og ógrynni af Varta rafgeymum fyrir hjólastólana, Bílaleigunni Höldur á Akureyri sem lánaði okkur bíl undir aðstoðarfólk, aðstoðarfólkinu okkar í hjólastólaakstrinum sem stóð sig með stakri prýði, gisti- heimilinu Lónsá, Húnavalla- skóla, Krútt kökuhúsi, Staðar- skála, Sæbergi, veitingaskálanum Víðigerði, Hreðavatnsskála, Bændaskólanum Hvanneyri og Western fried sem allir veittu okkur húsaskjól eða veitingar. Þá viljum við einnig flytja sérstakar þakkir til allra skemmtikraftanna sem komu fram í útvarpi og sjón- varpi okkur að kostnaðarlausu sem og stjórnmálamannanna okkar sem tóku á móti okkur á Lækjartorgi og svöruðu í símana Brynhildur Sverrisdóttir verður til við- tals á skrifstofu Fjárfestingarfélagsins á Akureyri, Ráðhústorgi 3 (Ferðaskrif- stofu Akureyrar) miðvikudaginn 20. sept. nk. frá kl. 09.00-12.00. FJÁRFESTINGASFÉLAG ÍSLANDS FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURIM Faðir minn, ÞORSTEINN STEINBERG ÁRELÍUSSON, Skarðshlíð 16, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag þriðjudaqinn 19 september kl. 13.30. Fyrir hönd annarra aðstandenda. Harpa Þorsteinsdóttir. í sjónvarpssal að ógleymdu fyrir- tækinu Miðlun sem lánaði okkur Gulu línuna sjálft söfnunarkvöld- ið og tók á móti framlögum. Vissulega gæti ég haldið svona áfram lengi enn því þetta var í sannleika sagt átak þjóðarinnar, en að endingu vil ég þó þakka sérstaklega Sjálfsbjargarfélags- deildunum um allt land og þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu okkur við að dreifa söfnunarbaukum og sáu um aðra vinnu við fram- kvæmd átaksins. Við hjá Sjálfsbjörg kunnum landsmönnum öllum hinar bestu þakkir fyrir þær sérstaklega góðu móttökur sem við fengum við framkvæmd afmælisátaksins og fyrir þá gjafmildi sem þið sýnduð í verki. Við eigum okkur þann draum að sú vakning sem við fundum fyrir meðal þjóðarinnar við framkvæmd átaksins megi verða upphafið að markvissum breytingum í samfélagi okkar, breytingum sem geri öllum þegn- um þjóðfélagsins mögulegt að njóta sín, breytingum sem tryggi jafnrétti allra þegna þjóðfélags- ins. Þá getum við með sanni sagt að „betri framtfð hafi byrjað í dag“. Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Allir þurfa að nota ENDURSKINSMERKI! IUMFEROAR RÁÐ KRISTNESSPITALI Hjúkrunarforstjóri Umsóknarfrestur um stöðu hjúkrunarfor- stjóra hefur verið framlengdur til 30. sept- ember nk. Stöðunni fylgir íbúðarhúsnæði og aðgangur að barnaheimili. Umsóknir sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Krist- nesspítala í síma 96-31100. Sjúkraþjálfari Staða sjúkraþjálfara við Kristnesspítala er laus til umsóknar. Góð vinnuaðstaða með nýjum tækjum. Komið og takið þátt í uppbyggingu nýrrar endurhæf- ingadeildar við spítalann. Starfinu fylgir aðgangur að barnaheimili spítalans. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri eða yfir- læknir í síma 96-31100. jMS Hjúkrunarfræð- ingar athugið! Sjúkra- og dvalarheimilið Hornbrekka, Ól- afsfirði, auglýsir eftir hjúkrunarforstjóra. Upplýsingar um starfið og starfskjör (húsnæði og fríðindi), veita forstöðumaður í síma 96-62480 og formaður stjórnar í síma 96-62151. Frá Glerárskóla Vegna forfalla vantar kennara í fullt starf í heimilisfræði frá 1. okt. næstkomandi til 31. mars á næsta ári. Upplýsingar hjá skólastjóra í símum (96-)21395 og (96-)21521. Skólastjóri. Heildarupphæð vinninga 16.9 var 4.939.856.- 1 hafði 5 rétta og fær hann kr. 2.279.694,- Bónusvinninginn fengu 4 og fær hver kr. 98.565.- Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 5.113.- og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 361.- Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt i Sjónvarpinu. Sími685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002 eins og þú vilt að aorir aki! ll XER0AR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.