Dagur - 01.12.1989, Page 7

Dagur - 01.12.1989, Page 7
hvað.er að gerast Föstudagur 1. desember 1989 - DAGUR - 7 r- Hús Bernörðu Alba: Síðasta sýning Vegna mikillar aðsóknar hefur Leikfélag Akureyrar ákveðið að hafa aukasýningu á leikritinu Hús Bernörðu Alba um helgina. Sýningin verður á laugardags- kvöld kl. 20.30 og er þetta allra síðasta sýning á þessu rómaða og vinsæla verki. Þeir sem hafa hing- að til stigið í annan fótinn eru því hvattir til að stíga í þá báða núna, tíminn er naumur. Næsta verkefni Leikfélags Akureyrar er barna- og fjöl- skylduleikrit systranna Iðunnar og Kristínar Steinsdætra, Eyrna- langir og annað fólk, sem frum- sýnt verður 26. desember. Styrktarfélag vangefinna: Jólabasar í Húsi aldraðra Styrktarfélag vangefinna heldur jólabasar í Húsi aldraðra á Akur- eyri laugardaginn 2. des. kl. 14. Þar verða til sölu kökur og alls kyns munir. Félagar eru beðnir að skila kökum og munum í Hús aldraðra á milli kl. 11 og 13 á laugardag. Bubbi Morthens. Bubbi í Sjallanum Bubbi Morthens kemur fram á tónleikum í Sjallanum á Akur- eyri um helgina. Fyrri tónleikar kappans verða í kvöld og þeir seinni annað kvöld. Bæði kvöldin byrjar tónaflóð Bubba kl. 21. Það er víst óþarfi að kynna meistara Bubba Morthens. Hann hefur komið fram með hvert meistaraverkið á fætur öðru á undanförnum árum og nægir þar að nefna Konu, Frelsi til sölu, Dögun og nú síðast Nóttina löngu. Sú síðastnefnda hefur nú þegar selst í rúmum 5 þúsund eintökum og það áður en sjálf jólagjafaverslunin hefst fyrir alvöru. Myndlist: Óli G. sýnir í Gamla Lundi Myndlistarmaðurinn Óli G. Jóhannsson heldur sýningu á verkum sínum í Gamla Lundi um helgina. Sýningin er opin laugar- dag og sunnudag kl. 14-23 báða dagana. Öli G. Jóhannsson á 60-70 nýleg verk í fórum sínum, stór sem smá, og mun hann sýna eins mörg og húsrúm leyfir með góðu móti. í samtali við Dag sagði Óli að efni málverkanna væri raunsætt, hann hefði lagt abstraktverk á hilluna og einbeitt sér að veruleikanum. Sýning Óla G. er sölusýning og það skal ítrekað að hún stendur aðeins yfir í tvo daga. Hún hefst kl. 14 laugardaginn 2. nóvember og henni lýkur á sunnudagskvöld kl. 23. Óli G. sýnir ný verk um helgina, Aðventukvöld í Akureyrarkirkju írski trúbadúrinn Michael Kiely. Kiely kynnir nýja plötuáUppanum Um helgina og raunar öll kvöld til 9. desember nk. skemmtir írski trúbadúrinn Michael Kiely á Uppanum á Akureyri. Hann hef- ur áður skemmt Akureyringum á Uppanum og er þekktur fyrir að ná upp mikilli og góðri stemmn- ingu. Michael Kiely mun að þessu sinni m.a. kynna nýja tveggja laga plötu sem hann hefur gefið út. Platan ber nafnið „LAND OF ICE AND FIRE“ eða „land ísa og elda“. Lög og textar eru eftir Michael Kiely. Lag á a-hlið plötunnar ber sama nafn og platan, LAND OF ICE AND FIRE. Um þetta lag hefur Kiely þau orð að á þrem mínútum spanni það íslands- söguna allt frá dögum víkinga til þess dags er ísland gekk í Nato. Opið hús í Dansstúdíói Alice Á morgun, laugardaginn 2. des., verður opið hús í Dansstúdíói Alice frá kl. 14-17. Öllum er vel- Desember- tónleikar Suzuki-defldar Hinir árlegu desembertónleikar Suzuki-deildar Tónlistarskólans á Akureyri, verða haldnir í Lóni, sunnudaginn 3. desember kl. 15.00. Sunnudaginn 3. des. er eitt ár lið- ið frá því félagið ÓLUND hóf starfsemi sína. ÓLUND hefur á starfsferii sínum rekið útvarps- stöð, gefið út blað, haldið fjölda tónleika ásamt fleiri menningar- uppákomum á Akureyri. Haldið verður uppá ársafmælið með útgáfu smásagna- og ljóða- bókar sem inniheldur verk níu ungra höfunda. Bók þessi er um 80 bls. að stærð og er gefin út í 200 tölusettum eintökum. Vakin skal athygli á því að þetta er fyrsta íslenska bókin sem prent- uð er á endurunninn pappír. í tilefni afmælisins og útgáfu bókarinnar, efnir ÓLUND til útgáfukvölds sunnudagskvöldið 3. des. í Möðruvallakjallara Menntaskólans á Akureyri. Þar munu höfundar lesa úr verkum sínum ásamt fleiri uppákomum. komið að fylgjast með danstím- um hjá börnum og unglingum eða taka þátt í leikfimitíma, sér að kostnaðarlausu. Þeim, sem eru nú þegar farnir að huga að einhvers konar hreyfingu eftir áramótin, gefst þarna tækifæri til að kanna hvað er í boði og henti þeim. Kennarar skólans verða á staðnum og svara fyrirspurnum og leiðbeina um val á tímum sé þess óskað. Video verður í gangi allan tím- ann þar sem sýnt verður frá nem- endasýningum. Kaffi og te verður á könnunni og piparkökur með. Bókin er til sölu hjá höfundum og kostar kr. 800.-. Einnig er hægt að panta bókina með því að skrifa ÓLUNDAR-félögum. Heimilisfangið er; ÓLUND póst- hólf 9 602 Akureyri. Skógræktarfélag Austurlands og Framfarafélag Fljótsdalshéraðs standa fyrir kynningarfundi um „Héraðsskóga" sunnudaginn 3. des. kl. 13.30 í Valaskjálf Egils- stöðum. Þar verða m.a. flutt erindi um bændaskóga, landgræðsluskóga, Næstkomandi sunnudagskvöld, 3. desember kl. 20.30, verður haldið árlegt aðventukvöld í Akureyrarkirkju. Ræðumaður kvöldsins verður Ólafur Hergill Oddsson, héraðslæknir. Flutt verður fjölbreytt tónlist og Sigrún Sigurðardóttir og Þóra Braga- dóttir sjá um helgistund. Fjölmargir tónlistarmenn leggja sitt af mörkum. Þar má nefna Lilju Hjaltadóttur, Waclaw Lazarz og Dorot Manzcyk. Þá syngja Kór Barnaskóla Akureyr- ar og Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sólbergs- sonar, organista kirkjunnar. Meðal annars munu kórarnir flytja saman „Guðs kristni í heimi“ og „Hátíð fer að höndum ein“, sem Jón Hlöðver Áskelsson Kaffiogköku- basar í Hlíð Kvenfélagskonur úr Kvenfélag- inu Framtíðinni ásamt hjúkrun- ar- og starfsfólki mun halda kökubasar og selja vöfflukaffi laugardaginn 2. desember kl. 15.00 í Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Ágóðinn rennur til altaris- kaupa og lagfæringa á kapellu dvalarheimilisins, en ráðgert er að altari verði tilbúið fyrir jóla- hátíðina. „Gaman væri ef flestir sæju sér fært að koma í Hlíð þennan dag. Með fyrirfram þakk- læti fyrir veittan stuðning, Kven- félagið Framtíðin og hjúkrunar- og starfsfólk Hlíðar,“ segir í fréttatilkynningu. EHB um umhverfisáhrif skógræktar og um flutning aðalskrifstofu skóg- ræktar ríkisins til Austurlands. Fyrirlesarar eru lykilmenn hver á sínu sviði. Allt áhugafólk um skógrækt er hvatt til að mæta á fundinn. hefur útsett. Aðventukvöldinu lýkur með ljósahátíð, sem notið hefur mikilla vinsælda. Kirkjugestir halda á kertum og syngja í lokin sálminn Heims um ból. Michael Kiely er nú í sinni fimmtu heimsókn á íslandi og mun að þessu sinni koma fram á Uppanum á Akureyri, Rauða Ljóninu í Reykjavík og Vitanum Sandgerði. Maharishi Maliesh Yogi Innhverf íhugun - Námskeið Kynningarfundur um Innhverfa íhugun verður haldinn í fundasal Hótel Norðurlands á morgun, laugardaginn 2. des. kl. 11.00 fyrir hádegi og er hann öllum opinn. Sjálfsþroskatækni Maharishi Mahesh Yoga losar spennu, virkjar hugann og eykur árangur. Nánari upplýsingar í síma 91-678178. íslenska íhugunarfélagið. LAUFABRAUÐ Laufabrauð Tekið á móti pöntunum í okkar sívinsæla laufabrauð í öllum kjörbúðum KEA og í Brauðgerð Verð 29 krónur stk. mn Brauðgerð, sími 21400. Kaffiveitingar. Ólund á eins árs afmæli á sunnudaginn: Afmælisins minnst með út- gáfu smásagna- og ljóðabókar - útgáfukvöld í Möðruvallakjallara á sunnudaginn Kymiingarfundur um „Héraðsskóga“ í Valaskjálf

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.