Dagur - 20.12.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. desember 1989 — DAGUR - 7
„Sanctus“ Maut 1. verðlaun í smásagna-
samkeppni Dags og Menningarsamtaka Norðlendinga
Fyrst húsið. Garðurinn fullur
af blómabeðum og í miðju lit-
hafinu metrahár trjástúfur,
sléttur í toppinn, þar sem
hann hafði verið snyrtur til,
eftir að tréð hafði fokið um
koll. Milli glitklæða garðsins
þræða sig örmjóir malarstígar
sem Ingá hefur gengið síðan
löngu áður en þú varðst til og
virðast hafa verið hannaðir
með þína léttstígu fætur í
huga.
Þú gengur inn í forstofu
með skrýtinni lykt sem þér
tekst aldrei að átta þig á.
Stígvél, skór og óhrein motta
liggja í skipulegri kös á gólf-
inu undir andrúmslofti
óheftrar lífsgleði og ofan á
frystikistunni afskipt leik-
föng. Þú ýtir á hurðina og
dyrnar inn í húsið opnast til
að hleypa hverjum þeim inn
sem hefur lagt á sig það erfiði
að ganga brattan afleggjar-
ann (framhjá litlu tjörninni)
frá þjóðveginum og þorpinu
við fjörðinn, heim á hlaðið og
í gegnum garðinn. Núna ert
það þú sem gengur inn, ryk-
ugur eftir hlaupin um stíg-
ana, þessa endalausu af-
leggjara að leiðum sem verða
jafnóðum til frammi fyrir fót-
um þínum en enda alltaf á
flatri dyrahellunni.
Tröppur upp á loft þér á
hægri hönd, því næst klósett-
ið, stofan á þá vinstri, eldhús-
ið beint af augum og þaðan
innangengt í smíðastofuna
og borðstofuna og þaðan líka
í stofuna. Það er nefnilega
hægt að ganga til stofu af
tveimur stöðum í húsinu.
í stofunni sýndi frændi
þinn þér galdur með túkalli
sem hvarf og birtist aftur á
skrýtinn hátt úr hárflókanum
á sjálfum þér. Svo hallaði
hann sér aftur í einum af
djúpu stólunum með flauelis-
áklæðinu, sökk ofan í lita-
dýrðina og hló þessum foss-
andi hlátri sem þér tekst
stundum að herma.
Síðan maðurinn: Hann kom
gangandi eftir rykbörðum
veginum, hokinn, grár og
klæddur í larfa. Þú stóðst við
trjástubbinn og horfðir upp í
snarbratta hlíðina fyrir ofan
bæinn þegar þú fannst fyrir
undarlegri kennd í bana-
kringlunni og snérir þér við.
Augu þín mættu augum
mannsins og þú vissir ekki
gjörla hvað gerðist. Sitt á
hvað horfðu augu hans í
gegnum þig og á hlíðina eða
þau klófestu þín augu og
sökktu sér í þau. Hann gekk
eftir rykslóðanum með pinkl-
ana úr þorpinu á bakinu og
inn í líf þitt og tók sér þar
bólfestu, hjúfraði þar um sig
af öryggi þess sem veit að
hann er kominn heim.
Því næst sagan. Hann situr
í horninu sínu, ekki í stofunni
heldur í horninu inni í borð-
stofu. Þú horfir á hann sofa í
Sanctus
- Höfundur Sigurður Ingólfsson
stólnum sem hann einn fékk
setið og pípan hans er jafn
sofandi honum, liggjandi á
borðinu sem er bústaður
hennar. Sem þú horfir veist
þú að svona og einmitt svona
munt þú muna hann þó aðrar
myndir af honum eyðist og
hverfi. Og jafnvel þó þær
standi óhagganlegar í huga
þínum mun þessi mynd
gnæfa yfir þær eins og í
svefni sé hann heill og allur
og þú hafir öðlast hlutdeild í
draumi hans, með því einu að
horfa á léttar viprur í augn-
lokum hans. Þig langar, en
kannt ekki við það, því þér
finnst það gæti orðið ankann-
anlegt, að ganga til hans og
krjúpa við fótskör hans,
leggja höfuðið í kjöltu hans
og sofa með honum og helst
ef hann leggur höndina sigg-
gróna yfir þig þannig að þér
finnist hann vera að blessa
þig.
Eftir dágóða stund snýrð
þú þér að tindátunum og
næst þegar þú lítur upp er
hann vaknaður. Hann treður í
pípuna sína og Capstan ilm-
urinn líður að vitum þér,
heillandi og þrúgandi í senn,
þykkur en viðkvæmur því ef
glugginn er opnaður eins og
hún Ingá gerir núna kippist
hann til (barn sem er slegið
án þess að vita hvers vegna
því er refsað) og liðast, blá-
leittir snákurinn, út í síð-
sumarið.
Löngu seinna finnst hann í
einhverju skúmaskotinu, inn-
an um gamlar bækur, gömul
föt. Þá hefur angi af honum
falið sig þar til þess að stíga
aftur upp, glettnislega og
rjúka svo út í heiminn með
viðkomu í vitum þínum.
Þessa lítillátu aftanstund
gengur hann út og skilur þig
eftir á gólfinu. Þú lítur upp frá
tindátunum, sleppir kúlunni
og hleypur út á eftir honum á
meðan kúlan rúllar gleymd
undir sófann, finnst ekki fyrr
en búslóðin yfirgefur húsið.
Þegar þú gengur út á hlað
standa tindátarnir einir eftir
og hafa glatað tilgangi sínum
— hprfa ráðþrota út í tómið —
sem er að deyja aftur og aftur
til þess að verða reistir upp
til þess að deyja á ný, ein-
hverjum sem þeir þekkja ekki
til skemmtunar. Þú eltir hann
út í grænan andvarann og
horfir á hann teygja úr sér í
kvöldroðanum sem leikur um
hann svo hann logar fyrir
augum þér. Þegar hann snýr
sér við og horfir á þig án þess
að ásaka þig eða dæma og án
þess að segja orð og án nokk-
urra svipbrigða tekur þú þá
ákvörðun að leika þér aldrei
aftur að tindátum. Þá fyrst
brosir hann þessu undir-
furðulega brosi sínu sem allt-
af fær þig til að skríkja í hug-
anum og brosa upphátt. Svo
leiðir hann þig inn í bæinn,
framhjá trjástúfnum sem sef-
ur í litskrúðugu sængurlíninu
og bærinn lykst um ykkur.
Það er svo um nóttina þeg-
ar þú liggur allur, nema haus-
inn, undir sænginni og þú
heyrir dauft þruskið neðan úr
eldhúsinu, þar sem Ingá
heldur við helgidómi sínum
(hann þvælist fyrir), að hugs-
anir þínar komast á skrið.
Ljóstýra skoppar hlæjandi
undan hurðinni og í gegnum
myrkrið og þú áttar þig á því
í svefnhöfganum, hægt en þó
aðeins næstum því, hvernig
hann beitir þig aldrei valdi
heldur kemur þú til hans
sjálfur, alltaf. Þér finnst einn-
ig á meðan ljósið dansar í
hugskoti þínu að allar vega-
lengdir og allt fólk (sem þér
finnst vera púkar) geti aldrei
nálgast þig eða komist upp á
milli þín og hans og í þeim
svifum líður þú inn í draum-
inn um leið og ljósið flögrar
endalausa leið sína um tilver-
una.
Að lokum eftirmálinn. Þú
sérð á eftir honum ofan í jörð-
ina sem ól hann og kallar
hann núna til sín, ódælt
strokubarnið, og þú ert kom-
inn í fötin hans með pípuna í
vasanum, samanlímda með
grænu einangrunarbandi. Þú
handfjatlar munnstykkið var-
færnislega í vasanum og finn-
ur fyrir hjárænulegum gest-
unum í kringum þig sem allir
fikta við sinn verndargrip í
vasa eða annars §taðar og þú
þekkir ekki nokkurn meðal
þeirra.
Urgið í köðlunum þar sem
þeir renna í gegnum hand-
föngin er varfærnislegt en
þér finnst þú greina háð und-
ir niðri. Þá gremst þér um
stund takmarkalaus aðdáun
þín, barnsins, og þú býst til
að snúa þér að mikilvægari
hugsunum. En vorsólin sem
gægist ofan í gröfina, strýkur
hræddan kransinn, leyfir þér
ekki að hverfa á braut án
minningar um annað ljós í
öðru myrkri og draum undir
sæng um kærleika sem ekki
er eigingjarn og tilætlunar-
samur og sem fyrirhittir í
óræðni draumsins bróður
sinn og þeir horfast í augu og
þekkja hjá hvor öðrum
ódauðleikann. Þú gengur frá
gapinu og gjóar augum á
nýlegan steininn yfir Ingá og
fetar þig eftir breiðum, þráð-
beinum og vandlega skipu-
lögðum malarstíg sem aðeins
liggur í eina átt, í gegnum
ókunnan garð þar sem aðrir
stúfar standa upp úr grósk-
unni, minnismerki um önnur
tré, sem hafa fallið í öðrum
vindum. Þú gengur út um
hlið sem þú þekkir ekki og
burt frá bústað sem þú vilt
gleyma en færð ekki þurrkað
úr vitund þinni frekar en ann-
að sem þangað ratar inn. Þú
gengur heim á leið að húsinu
sem nú er þitt hús, tekur af
þér blankskóna og kemur
þeim snyrtilega fyrir við hlið-
ina á grænum stígvélunum,
og upp á loft (tröppurnar
hægra megin við anddyrið)
og framhjá hafurshausnum
sem glápir með glerkúlunum
á þig ofan af veggnum. Þú
gengur framhjá rugguhestin-
um sem hann smíðaði og sem
eitt sinn vaggaði þér í skrýt-
inni kæti og inn í svefnher-
bergi þar sem þú leggst á
rúmið eftir að hafa afklæðst.
Hugur þinn reikar um stund í
garðinn þar sem hann hvílir.
Á milli draums og vöku líður
þú áfram eftir stígum sem þú
ert ekki viss um hvort eru
þínir eða hans, að metrahá-
um stúf úr grjóti. Þar stendur
hann, rykugur upp fyrir haus
og horfir upp snarbratta hlíð-
ina og þú horfir í hnakkagróf-
ina á honum. En hann snýr
sér ekki við. Og rétt áður en
þú festir blund kiprarðu
munnvikin upp á við, ánægð-
ur með að hafa látið pípuna
fylgja moldinni sem þú kast-
aðir á eftir honum, og með
henni heila dós af Capstan.
/V\ ..—............. ~
Oskum öllum viðskiptavinum okkar f
gleðilegra jóla
\
Flutnlngur er okkar fag
EIMSKIP T
Sími24131 — 21725
$
(f
f\
Sendum viðskiþtavinum okkar A
bestu jóla- og nýársóskir
Þökkum viðskiptin
TRÉtak HF
\
• BYGGINGAVERKTAKAR •
Sunnuhiíð 3 • 6(K) Akurcyri • Símar: (%) 22680 & 22990
V
\
n
Sendum viðskipta vinum okkar
bestu jóla- og nýárskveðjur
Þökkum viðskiptin
JIL
ÆV.J. TEIKNISTOFA
y TRYGGVABRAUT10, AKUREYRI, SÍMI96-25778 4
V -Á
p y \
V á
/1
\
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að tiða
byggir hf.
Viðjulundi 2, símar 26277 og 26172
-P