Dagur - 20.12.1989, Blaðsíða 18

Dagur - 20.12.1989, Blaðsíða 18
18 — DAGUR — Miðvikudagur 20. desember 1989 Jóhann Gunnarsson, skipstjóri frá Dalvík kominn heim eftir tv eggja ára þróunarstarf á Grænhöfðaejjum: Skipverjarnir um borð í Feng losa pokann eftir gott hol. Þessi fiskur sem þarna er verið að veiða heitir Bezugo en líklegast er ekki hægt að likja honum við neinn fisk á íslandsmiðum Jóhann virðir fyrir sér fjögurra kílóa humar sem fékkst í veiðar- færin. „Varð ekki fyrir vonbrigðum úð komima Grænhöfðaeua44 „Ætli þetta hafi eldá verið ævintýraþrá til að byija með. Petta byijaði á því að ég sá auglýs- ingu í Mogganum þar sem óskað var eftir mönnum í þetta verkefni á Grænliöfðaeyjum. Ég var einn af mörgum sem sóttu um og fékk starfið. Pessu næst voru hafdin námskeið fyrir okkur í Reykjavík og sunnudaginn 13. des- ember 1987 var haldið af stað til Grænhöfða- eyja,“ segir Jóhann Gunnarsson, skipstjóri frá Dalvík, sem nýkominn er úr þróunaraðstoð á Grænhöfðaeyjum þar sem hann var stýrimað- ur á Feng, skipi Þróunarsamvinnustofnunar íslands. Verkefni Jóhanns og félaga hans var að aðstoða innfædda við fiskveiðar, vinnslu og markaðssetningu á fiski. Varð að bjarga mér „Þegar ég sótti um vissi ég nán- ast ekkert um þessar eyjar. Ég þekkti reyndar menn sem höfðu verið þarna og hafði talað við þá en vitneskjan að öðru leyti var lítil. í undirbúningnum fyrir starfið fengum við smávegis inn- sýn í mál innfæddra og frædd- umst um eyjarnar. Þetta var góð- ur undirbúningur. Þegar við komum til eyjanna komum við fyrst í stóra borg og satt að segja varð maður ekki fyrir vonbrigð- um. Ástandið þarna var miklu betra en maður átti von á en seinna sá maður mikla fátækt og verri afkomu fólks." Jóhann segir fiskveiðar inn- fæddra aðeins fyrir innanlands- neyslu. Veitt er með handfærum og nót og veiðarnar stundaðar á litlum opnum bátum. „Síðan veiða þeir dálítið af túnfiski og hann er að megninu til frystur og sendur úr landi. Annar fiskur hefur ekki verið sendur úr landi. Eyjaskeggjar hafa talsverðar tekjur af þjónustu við skip og flugvélar. “ á þeirra máfi Fengsverkefnið á Grænhöfðaeyj- um var þríþætt, þ.e. togveiðar, handfæraveiðar og dragnóta- veiðar. Jóhann segir að tog- og handfæraveiðarnar hafi verið stundaðar á Feng en dragnóta- veiðarnar hins vegar á skipi í eigu ríkisfyrirtækisins PESKAF. Jóhann var fjóra mánuði sam- fleytt við kennslu á PESKAF- skipinu þar sem hann kenndi innfæddum réttu tökin á veiðum með handfæri og snurvoð. „Ég var einn með innfæddum á þess- um bát og varð því að bjarga mér á þeirra máli sem heitir kreol og er skylt portúgölsku. Okkur gekk svona þokkalega að komast inn í málið, þetta vandist þegar á leið og þeir fóru líka að skilja mann betur," segir Jóhann. Þrátt fyrir að Jóhann sé vanur togarasjómaður héðan að heim- an var fiskurinn framandi. „Þessi fiskur sem þeir eru að veiða eru óþekktar tegundir fyrir okkur, smár hitabeltisfiskur sem veiðist í snurvoð og troll en handfæra- fiskurinn er hins vegar stærri, allt frá 300 g upp í 10-15 kg fiska. Inni á milli má kannski finna eina og eina tegund sem líkja mætti við karfa en að öðru leyti held ég að þessi fiskur eigi ekkert skylt við það sem við þekkjum hér á miðunum við landið." Jóhann lætur vel af sjó- mönnunum á Grænhöfðaeyjum. Kennslunni segir hann að þeir hafi tekið vel og bætir við að fyrir þessa sjómenn hafi stærsta bylt- ingin verið sú að byrja að nota handsnúnar handfærarúllur í staðinn fyrir að draga allan fisk á höndum. „Þessar gömlu hand- færarúllur sem við eigum hér og menn eru vart farnir að láta sjá sig með kæmu að góðum notum þarna suður frá. Sama má segja um gamalt nótarefni, flot og blý sem liggur víða hér í skúrum. Allt þetta kæmi að góðum notum þarna suður frá. “ Lögðum mlkið á okkur fyrir markaðinn „ Jú, í þessu verkefni var veiðun- um fylgt eftir með vinnslu og síð- an markaðssetningu, “ svarar Jóhann aðspurður um sölu á afla Fengs. „Fiskurinn var frystur á eyju sem heitir Sal. Þar var fyrir vinnsla á humri og til að fylla upp í tíma var allur afli af Feng og North West, skipi PESKAF, unninn þar. Á þessari eyju var alþjóðaflugvöllurinn og þvi var ísað þar í kassa þegar við vorum að senda ferskan fisk á markað í Evrópu. Megnið af aflanum var fryst til að byrja með en þegar á leið fór sífellt meira ferskt á markað. Þessi markaðsieit tók langan tíma og því var hægt á veiðum hjá okkur en stuttu áður en við fórum heim tók ferski markaðurinn vel við sér og tók við talsverðu magni,“ segir Jóhann. Markaðirnir fyrir fiskinn frá Grænhöfðaeyjum voru helst í Hollandi og París. Duttlungar markaðsins voru miklir og Jó- hann segir að menn hafi reynt að laga sig sem best að óskum hans. „Það var því töluvert mikið á sig lagt fyrir markaðinn. “ Jóhann segist telja að íbúar á Grænhöfðaeyjum eigi meiri möguleika á ferska markaðinum. Fyrst þurfi þeir að berjast fyrir að verða viðurkenndir í fiskveið- um, jafnframt því að fá sem besta leiðsögn um meðhöndlun á fiski. íslendingarnir kenndu þeim að ísa fiskinn í kassa og það segir Jóhann byltingu fyrir þá. „Þarna þekkist þessi aðferð ekki enda yfirleitt um að ræða minni báta. Við skildum eftir um 1000 plastkassa og þá geta þeir notað í sínum skipum. Ríkisfyrirtækið PESKAF á ágæt skip en til viðbótar eiga þeir marga trébáta sem eru misjafnir að gæðum. Einnig róa þeir mikið á opnum byttum og manni finnst eigin- lega með óiíkindum hvað fáir slíkir bátar farast hjá þeim.“ íslendingar aftarlega á merinni í þróunarstaríi Jóhann segir að á eyjunum skorti ekki vinnuaflið heldur skorti atvinnu fyrir fólkið. Hann segist samt ekki þeirrar skoðunar að aðstoð á borð við þá sem íslendingarnir veittu breyti hugsunarhætti þeirra á stuttum tíma. „Ef verið er að tala um þróunarstarf þá þýðir ekkert að hugsa í einu ári eða tveimur. Menn eiga frekar að hugsa i Frá Mindelo, borginni á Grænhöfðaeyjum þar sem voru bækistöðvar Jóhanns og félaga hans meðan á þróunarverkefninu stóð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.