Dagur - 20.12.1989, Blaðsíða 19

Dagur - 20.12.1989, Blaðsíða 19
G8GI Tadrnaeab .08 TuSBbnjIr/6il4 - 5EJOAG - 8í Mid\ikudagur 20. desember 1989 - DAGUR - 19 'Jóhann Gunnarsson ásamt fjölskyldu sinni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri nú stuttu fyrir jól þar sem Jóhanni og Mariu Ramos Rocha fæddist litil stúlka. í fangi Jóhanns situr son- ur hennar, Décio Iliano Rocha Lopes. Mynd: KL Eitt af því sem kenna þurfti mörgum sjómönnum á Grænhöfðaeyjum voru viðgerðir á netum. Hér voru sjómennirnir komnir í einhverjar ógöngur og Jóhann kom til skjalanna og aðstoðaði. Fengur, skip Þróunarsamvinnustofnunar íslands, komið i slipp á Græn- höfðaeyjum. Annað skip sem er í eigu ríkisfyrirtækis á Grænhöfðaeyj- um var einnig notað í þróunarverkefninu en Jóhann var um fjögurra mánaða skeið eini íslendingurinn þar um borð. mannsöldrum hvað þetta varðar. íslendingarnir eru hroðalega aftarlega á merinni í þróunar- starfi og fjárframlögum í þennan málaflokk. Það var beðið um 123,5 milljónir króna til að reka Þróunarsamvinnustofnun íslands á næsta ári en sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi er framlagið 64 milljónir. Ég efast um að þetta framlag nægi til að standa við þær skuldbindingar sem íslendingar eru búnir að skrifa undir. Hér er búið að sam- þykkja þingsályktun um hversu háa prósentu eigi að veita í þró- unaraðstoð en alltaf er hún skor- in meira niður. Á súluritum yfir framlög þjóða til þróunarmála er vart haft fyrir því að gera strik fyrir ísland, þetta framlag er svo lítið," segir Jóhann og bendir jafnframt á að Norðmenn leggi um 1% af þjóðarframleiðslu í þróunarhjálp á meðan framlag íslendinga er um 0,05% af þjóð- arframleiðslu. „í þróunarhjálp skila framlög- in sér að verulegu leyti til baka til þessara þjóða. Þetta kemur til baka í formi launa, keyptra aðfanga og þess háttar. Ég hef heyrt að t.d. Danir telja sig fá 70 aura af hverri krónu til baka. Við keyptum mikið af vörum hér heima áður en við fórum til Grænhöfðaeyja og ég giska á að helmingur þeirra fjármuna sem veittir voru i þetta verkefni hafi orðið eftir hér heima. Ef íslend- ingar ætla að byggja upp þróun- arhjálp eða eitthvað í þá áttina þá verður þessi stofnun að fá fastan tekjustofn, það þýðir ekk- ert af vera úti um allan heim að leita að verkefnum á sama tíma og framlagið er sífellt skorið niður. Hingað kemur fólk til að ræða við okkur um þróunar- aðstoð, sér hvernig við lifum en fær þau svör að við getum lítið aðstoðað vegna fjárskorts. Það er lítið samræmi í þessu. Ég hef grun um að á alþjóðavettvangi sé eftir því tekið hversu lítið þetta framlag okkar er.“ Hér vantar sldlning á gildi þróunaraðstoðar Jóhann telur að hér á landi vanti skilning fólks á því hvað verið er að gera með þróunarhjálp. „Þetta er ekki eingöngu hjálp, þetta er líka atvinna. Mér var bent á það úti í Englandi að út úr þróunarhjálp gætu þjóðir haft verulegar tekjur ef litið er til þess að með þessu er verið að selja þekkingu. Þegar síðan búið er að koma þessum þjóðum af stað í sinni uppbyggingu þá hljóta þær að leita til þeirra sem aðstoðina hafa veitt um ýmis aðföng. Ég er viss um að þarna og víða í Afríkulöndunum er markaður fyrir íslenska fram- leiðslu. Við þurfum kannski að leggja eitthvað á okkur til að vinna þá en um leið og t.d. er kominn vísir að fiskvinnslu þá verða til peningar og þá eiga þessar þjóðir að geta keypt. Við þurfum því sjálf að koma keðj- unni af stað til að geta hagnast á henni. “ Jóhann segir að þessi mál megi líta frá mörgum hhðum, t.d. þeirri sem snúi beint að þeim mönnum sem ráði sig til starfa í þróunarhjálp. „Ég réð mig í þessa vinnu fyrir tveimur árum en þeg- ar við komum heim í haust var atvinnuástand slæmt og þröngt um vinnu. Reyndar var ég hepp- inn og fékk fljótt starf en ef aftur býðst starf við þróunarhjálp þá er spurningin sú hvort ég get farið í þetta aftur og sleppt hendinni af vinnu hér heima. Fjárskorturinn hjá Þróunarsam- vinnustofnuninni gerir það að verkum að hún getur ekki stöð- ugt verið í verkefnum, missir því starfsmennina og þarf sífellt að vera að þjálfa upp nýja menn. Allir sjá að þetta er slæmt. “ - Tækir þú boði um þróunar- starf ef þér byðist það aftur? „Kannski, kannski ekki. Ég þori ekki að segja til um það núna. Þetta freistar manns alltaf, að sumu leyti er þetta gaman og þroskandi. Enn skemmtilegra verður þetta þeg- ar maður sér árangurinn af starf- inu." Uppbyggingunni þarf að fylgja eftir Þær raddir heyrast ahtaf í umræðunni um þróunarstarfið að á meðan það standi yfir sé árangur vel sýnilegur en strax og aðstoðinni sé lokið fari allt í sitt gamla horf. Jóhann segir að menn verði að gera sér grein fyr- ir að þróunarstarf verði ekki mælt nema á löngum tíma. En hvernig er ástandið nú í fiskveið- unum á Grænhöfðaeyjum að afloknu um tveggja ára starfi? „Ég held að það sem við vor- um að gera sér raunverulega stopp. Hvort þeir taka viðbragð og hugsa af því að þeir fundu peningalyktina á eftir að koma í ljós. Það sem hefði þurft að gera er að fylgja þessu betur eftir með því að hafa 1-2 menn þarna suðurfrá og láta þá fylgja því eftir sem verið var að gera gagnvart snurvoð og handfæra- veiðum. Þeir hafa báta til þess- ara veiða, kassa og ís þannig að búnaðinn skortir ekki og nægi- lega mikið hafa þeir lært af okkur. Ef engin fjárveiting kem- ur til verður engu fylgt eftir og fari svo gæti þetta starf fallið i gleymsku. Það væri vissulega slæmt. Okkar markmið var að láta þessar veiðar standa undir sér og þegar á leið tókst það. Þessar veiðar geta staðið undir sér en það tekur sinn tíma. “ Frá karnivalinu í Mindelo sem haldið er i febrúar ár hvert. Jó- hann sagðist hafa orðið talsvert undrandi þegar skyndilega birtist jólasveinn á miðri götu „Fólk hefur í sig og á með miklu striti“ Frá þróunarstarfinu sjálfu víkur talinu að fólkinu sem þessar eyj- ar byggir. Sambýliskona Jóhanns er frá Grænhöfðaeyjum og hingað komu þau ásamt syni hennar seint í ágústmánuði. Nú stuttu fyrir jólin fæddist síðan stúlkubarn í heiminn þannig að fyrstu vikur fjölskyldunnar hér á landi eru viðburðaríkar. Þau hafa sett sig niður á Dalvík og er sá stutti þegar kominn í barnaskól- ann á Dalvík og unir sér vel þrátt fyrir framandi umhverfi. Jóhann segir að fólk á Græn- höfðaeyjum hafi reynst kurteist og komið vel fram við íslending- ana í alla staði. Heilbrigðisþjón- usta segir Jóhann að sé í þokka- legu ástandi á eyjunum og menntun á uppleið þrátt fyrir að efnalitlar fjölskyldur eigi í erfið- leikum með að senda börnin til framhaldsnáms. En hvernig er efnahagur fólks? „Ég held að megin þorri þjóð- arinnar hafi það þokkalegt. Fólk- ið hefur í sig og á en þetta kostar gífurlegt strit og útsjónarsemi. Fólkið nýtir út úr öllum hlutum og notfærir sér það sem til fellur. Þessi þjóð telur um 400 þúsund manns á 10 byggðum eyjum. Höfuðborgin heitir Praya og er á eyju sem heitir Santiago og þar býr nálega helmingur þjóðarinn- ar.“ „Maður venst aldrei loftrakanum“ Það er ekki laust við að brosvipr- ur færist yfir andlit Jóhanns þeg- ar hann er spurður um veðurfar- ið. Yfir veturinn segir hann að hitastigið sé um 25 gráður en þegar fram á sumarið kemur stígur súlan yfir 35 gráður. „Þá verður alveg gífurlegur loftraki sem ég held að enginn geti vanist. Maður gat ekki hreyft sig án þess að svitna. Ég var nú ekk- ert hrifinn af salttöflunum sem menn borða til að stemma stigu við vatnstapinu þannig að ég tók þann kostinn að drekka 3-5 lítra á dag til að halda í horfinu. Það gefur auga leið að maður átti í erfiðleikum með að vinna við þessi skilyrði. Maður fór í bað 3-4 sinnum á dag, byrjaði fyrst á morgnana, síðan í hádeginu og 1-2 á kvöldin. Ég sá rakamælinn einu sinni fara upp í 95% en yfir- leitt stóð hann í 80-90%." Má lítið út af bera í svona samfélagi Jóhann er nú kominn á fulla ferð í starfi veiðieftirlitsmanns Sjávarútvegsráðuneytisins. Hann rifjar að lokum upp einn atburð frá Grænhöfðaeyjum sem lýsir því vel hve ólíkt matið er og sýnir kannski að við islendingar höfum misst svolítið áttir í allri velmeguninni. „Við vorum að fara út á sjó og meðal innfæddra í áhöfninni ríkti mikil sorg vegna þess að einn opinn mótorbátur hafði farist en mennirnir bjargast. Fyrir okkur íslendingana er það ekki til- tökumál þótt einn bátur farist ef mannskapurinn bjargast og þvi kom þetta mér svolítið spánskt fyrir sjónir. Þegar ég fór hins vegar að hugsa út í það var þessi mikla sorg þeirra skiljanleg, við- ur í einn bát er dýr, mótorinn sömuleiðis og fyrir venjulega sjómenn þarna tekur það mörg ár að safna fyrir svona bát. Þarna voru 3-5 menn að missa atvinnu sína og þar með misstu stórar fjölskyldur þeirra fyrirvinnuna. Svona óhapp þarna er hhðstætt því að frystihús í sjávarplássi á íslandi yrði eldi að bráð og ekk- ert fengist út úr tryggingum. Af þessu gat maður séð hve lítið má út af bera í svona samfélagi eins og er á Grænhöfðaeyjum," segir Jóhann Gunnarsson. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.