Dagur - 20.12.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 20.12.1989, Blaðsíða 8
6 —J’TTO/.n - QSQí vj'IfxroHob 02 ijxnebmlivbiM o — DAGUR — Miðvikudagur 20. desember 1989 <r \ Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýársóskir Þökkum viðskiptin. I IkíM) HOTEL NORÐURLAND Geislagötu 7 • Akureyri • Sími 22600 J <=í"- *v.. Sendum víðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum bestu jóla- og nýárskveðjur Kaffibrennsla Akureyrar Tryggvabraut 16, Akureyri, sími 23800 £ \ Öskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári <r ,vU/, — Óskum viðskiptamönnum og landsmönnum öllum gleðUegra jóla og gleðUegs nýárs Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Ríkisskip við Sjávargötu, sínn 23936 (f Við sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur til viðskiptavina okkar og landsmanna. Þökkum viðskiptin á árinu. / Mjólkursamlag KEA ’>— — -- ~~rð \ n h- Gleðileg jól og farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári 'SSlóma/mðm'Js AKURW KAUPANGIV/ MÝRARVEQ 602 AKUREYRI SÍMAR 24800 & 24830 PÓSTHÓLF 498 Fyrstu jólin í MNoima Möðru vellir í Hörgárdal. Þar fæddist Nonni og bjó fyrstu æviár sín. Stundum getur lífsbaráttan ver- ið ævintýri en það er óskaplega sjaldan. Brauðstrit er oftast erf- iði, kvöð, sem sviptir menn frjálsræðinu og gerir þá að þræl- um gærdagsins. Ég ætla ekki að segja ykkur neitt ævintýri, þvert á móti, ég ætla að greina ykkur frá manni, þræli gærdagsins, er lengst af átti við sullaveiki að stríða, erfiða heimilishagi, kröfu- harðan vinnuveitanda og fátækt, sem kannski var sjálfskaparvíti. Margir erfiðleikar aðrir steðj- uðu að þessum manni og stefndu sálarheill hans í voða. Geðveikin varð þó aldrei hlut- skipti hans en hana mátti finna allt í kringum hann. Húsbóndi hans var geðtruflaður á köflum og helsti framkvæmdamaður sveitarinnar lagðist öðru hvoru í rúmið heltekinn á sinninu. Báðir þessir vitskerðingar hafa verið teknir út úr fjöldanum í íslenskri manna-fræði 20. aldarinnar. í æviskrám er hins vegar lítið að finna um söguhetjuna okkar. Og sjálfsagt væri hún með öllu gleymd í dag ef ekki vildi þannig til að einn sona hennar varð í tímans rás frægastur íslendinga. Maðurinn sem um ræðir hét Sveinn Þórarinsson, fæddur í mars 1821 að Kílakoti í Keldu- hverfi. Sonurinn var Jón Stefán eða Nonni. Hyggjum nú að fyrstu jólunum í lífi Nonna. Hlöðver, Ragnar eða Jón? Það er langt liðið á árið 1857. Sunnudagurinn 15. nóvember er að kvöldi kominn. í húsi skrifar- ans á Möðruvöllum, Sveins Þór- arinssonar, er ekki allt eins og á að vera. Sveinn er órólegur og annað húsfólk sýnir glögg merki kvíðablandinnar eftirvæntingar. Húsmóðirin, Sigríður Jónsdóttir, er byrjuð að kenna sín. Um síðir sofnar heimilisfólkið en klukkan hálfeitt eftir miðnætti hnippir Sigríður í mann sinn og vekur hann. Barnið er að koma. Þremur og hálfri klukkustund síðar hefur hjónunum fæðst sveinbarn. Fyrir eiga þau saman þriggja ára stúlku og tveggja ára son, Björgu og Ármann. Fæðingin hefur gengið afbragðsvel og í boðskap þeirra en kærleiksboð- orðið. Umfram allt annað þarf að þvo kám erðfasyndarinnar af hjörtum hvítvoðunganna og helga þau guði. Svo rammt kveð- ur að skírnarflýtinum að yfirvöld, bæði heima á íslandi og í Kaup- mannahöfn, hafa séð ástæðu til að blanda sér í málið. Þeim er ekki grunlaust um að stundum hafi langt ferðalagið, til prests- ins eða í kirkju, orðið reifabarn- inu að meini enda taki íslending- ar ekkert tillit til árstíðar, veðr- áttu eða annarra kringum- stæðna þegar veikburða nýburar eiga í hlut. Mörlandinn veit sem er að það er stutt á milli feigs og ófeigs, helvítis og himnaríkis. Auk þess eru lög í landinu sem skylda foreldra til að bera ....so fljótt, sem Guð hefur blessað þau með einu barni, . . . umsorgun fyrir því, að það hið seinasta innan áttunda dags verði fært til krikju og skírnar." Helgina eftir fæðingu drengsins er allt til reiðu fyrir skírnina. Sveinn, faðir hans, talar um hversu pilturinn er dauðspakur og þó efnilegur. Sigríður hefur komið vel niður eftir fæðinguna, hún kvartar undan lítilsháttar innanmeinum en stólpípan ræð- ur bót á því. Öllu verra er með Ármann litla, hann hefur „hrylli- legan útslátt um andlitið með graftrarbólum". Sér Sveinn þann kost vænstan að skrifa Jóni Finsen héraðslækni og biðja um eitthvað við bólunum. í sömu ferð sendir skrifarinn annað bréf inn á Akureyri; það er til Páls Th. Johnsens kaupmanns. Erindið er að útvega vín til að veita í skírn- arfagnaðinum. Þegar dregur nær veislunni þyrmir skyndilega yfir Svein, hann er umvafinn skuldum eins og fuglinn fjöðrunum. Seint að kvöldi, við týruljós, færir hann í dagbókina: „Nú er mikil orðin ómegð mín og ískyggileg framtíð vegna fátæktar. “ Vika er liðin frá því að Sigríður varð léttari. 24. sunnudagur eftir þrenningarhátíð rennur upp. Það er kalt, frostgola og hríðar- legt. I heimahúsi amtsskrifarans á Möðruvöllum er verið að skíra barn. Móðir Sveins, Björg Sveinsdóttir, heldur á barninu. Eftir Jón Hjaltason móður og barni heilsast framar öllum vonum. Kvöldið eftir skríða Sigríður og Ármann litli upp í til pabba og hann les fyrir þau úr sögunni um Kofa Tómasar frænda. Á meðan Sveinn les býsnast hann í huga sér yfir „öldungis óskiljanlegri fýsn" kvenmanna að vilja endi- lega skoða kornabörn, helst um leið og þau koma í heiminn. All- an liðlangan daginn hefur kven- fólkið verið að koma til þess að gægjast á barnið, skríkja í kapp við það og velta fyrir sér hvort það væri líkara í móður- eða föðurættina. Sveinn hefur engan tíma til að standa í svona óþarfa. Flestum stundum situr hann við að skrifa bréf og skýrslur fyrir Pétur Havstein amtmann. Og þegar ekkert er að gera við skýrslugerð hleypur skrifarinn í önnur verk fyrir amtmanninn, gerir við ofna, lagfærir lás á pístólu Péturs, skreppur yfir að Skipalóni með lampa handa frúnni og tappar jólaölinu á flöskur. Fljótlega byrja hjónin að stinga saman nefjum og ræða um nafn á strákinn. Sveinn vill að hann heiti Hlöðver eða Ragnar. Sigríður er hins vegar staðráðin í því að hann skuli skír- ast Jón „og mun eg valla hjá komast að láta það eftir henni," skrifar Sveinn í dagbók sína. Þeim er báðum greinilega umhugað um að fylgja fornri landsvenju og skíra sveininn sem fyrst. Að vísu sýna þau meira langlundargeð en margir landar þeirra sem ekki láta það bíða nema nokkrar klukkustund- ir að færa nýfædd börn til prestsins. Þetta helgast af hel- vítiskenningu prestanna sem lengi hefur haft mun meira vægi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.