Dagur - 20.12.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 20.12.1989, Blaðsíða 12
12 — DAGUR — Miðvikudagur 20. desember 1989 Tiönubeijahlaup ei tahð jaín ómissandi með kalkúnum og rífsbeija- hlaupið með ijúpunum hjá okkui. Kalkúninn ei alltaf jafn vinsæll í henni Ameríku um jól. Kastaníuhnetur: Skerið kross á breiðari enda hverrar hnetu. Setjið þær í ofn- skúffu ásamt smávegis af vatni og bakið við 200°C í 10 mín., eða þar til þær opnast. Losið nú skel- ina á meðan hneturnar eru heit- ar. Sjóðið þær í vatni, þannig að það fljóti yfir þær, í 45 mín. Hellið af þeim og þerrið. Sósa til að bera með: 1 bolli þurit hvítvín ¥3 bolli hveiti 3 bollar kalkúnasoð 3 msk. koníák e.t.v. dálítið minna soð og rjómi í staðinn Síið soðið og fleytið alla fitu af. Notið Vi bolla af fitunni og bakið upp sósu. Látið gjarnan hveitið sjóða í feitinni í 3 mín. áður en þynnt er með soði og víni. Kalkúnssoð: Sjóðið vel og lengi háls og inn- mat í 4 bollum af vatni ásamt Trön uberjahla up: Cranberry er enska nafnið á trönuberjum. Þau hafa fengist fersk hér á landi fyrir jól og stundum frosin. Þau hafa meira að segja verið til í stórmörkuðum hér á Akureyri, en það gleður hjarta landsbyggðarfólks í hvert sinn sem ekki þarf að láta senda sér matarefni frá Reykjavík. 1 ¥2 bolli nýpiessaðui appelsínusafi 1 ¥2 bolli sykui 3¥i bolli hreinsuð trönuber 1 msk. rífinn appelsínubörkui Hreinsið ný ber, þvoið vel úr köldu vatni og þerrið. Látið suð- una koma upp á safa og sykri. Bætið berjunum í og sjóðið við vægan hita í 20-30 mín., eða þar til maukið er orðið u.þ.b. 2 bollar. Bætið þá berkinum út í. Penslið fallegt mót eða skál með olíu og hellið maukinu í. Látið bíða minnst í sólarhring áður en ílátinu er dýft augnablik Hreinsið nú fuglinn vel og vandlega, þerrið og stráið salti og pipar inn í og á fuglinn. Þá hefst það skemmtilega verk að troða fyllingunni í. Þægilegast er að nota sleif, eða bara hendina, því auðvitað eru hendur hreinar við matargerðina. Ekki kemst öll fyllingin í fuglinn, en afgangur- inn er settur í t.d. álform og bak- að með síðasta klukkutímann. Lokið fuglinum með kjötprjón- um, eða saumið fyrir. Smyrjið hann með smjöri og steikið við 160-170°C í'3 tíma eða meira. Best er að prófa hvort fuglinn er steiktur með því að stinga nett- um gaffli í lærið þar sem það er þykkast og ef tær vökvi rennur út og fyrirstaða lítil er fuglinn til- búinn. Meðan á steikingu stend- ur er soði hellt smátt og smátt yfir og fuglinn ausinn ekki sjaldnar en á 20 mín. fresti. Þeg- ar hann er orðinn fallega gullin- brúnn er best að setja álþynnu yfir bringuna. einum selleristilk, einni gulrót, einum lauk, öllu söxuðu, einu lárviðarlaufi, einni teskeið af svörtum piparkornum og 2 ten- ingum af kjúklingakrafti. Maisbrauð fyrir fyllinguna: 1 bolli hveiti 1 ¥3 bolli gult maismjöl (undinituð fékk nú ekki nema hvítt maismjöl héi á Akuieyrí, en lét það duga með ágætum áiangii. Gult fæst i höfuðborginni) 1 msk. lyftiduft 1 tsk. salt 1 bolli mjólk 1 stórt egg 3 msk. ósaltað smjör, biætt og kælt smávegis. Blandið þurrefnunum saman í skál. Sláið saman eggi, mjólk og smjöri og hrærið allt saman. Setj- ið í smurt jólakökumót og bakið við 190°C í 20-25 mín. Losið úr mótinu eftir 5 mín. og kælið. Umsjón: Margrét Kristinsdóttir í Bandaríkjum Norður-Ameríku er tæpast talað svo um jólamat að kalkún og trönuber beri ekki oft- ast á góma. Þó að fylltur kalkún sé ófrávíkjandi matur á þakkar- hátíðardaginn, sem er seint í nóvember, er hann einnig al- gengasti jólamaturinn. Víða í bókmenntum Bandaríkjamanna má greina að bestu matarveisl- urnar, einmitt þar sem fjölskyldu- böndin eru treyst, skipar kalkún- inn heiðurssess á matseðlinum. Fyllingamar em misjafnar og á hver fjölskylda sína uppáhalds- fyllingu, sem sjaldan eða aldrei er bmgðið út af. Trönuberjasulta, eða hlaup er alltaf borin með og er jafn ómissandi þáttur og ribsberjahlaupið með rjúpunum hjá okkur. Nú er ekki lengur erfitt að fá kalkúna fyrir jólin hér hjá okkur og það verður að segjast eins og er að það er sannarlega hátíðar- stund að taka fallega steiktan kalkún úr ofninum og bera hann fyrir fjölskyldu og gesti. Það er einnig mjög auðvelt að nýta af- gangana, því kjötið er frábært kalt og svo má búa til heitan bökurétt (pæ) með kalkúnskjöt- fyllingu. Kökur eru algengar sem eftir- réttir, þá helst einhverskonar berja- og hnetubökur. Pecan- hnetubaka (pæ) er ef til vill það algengasta, dísætt og „löðrandi" eins og við segjum af hitaeining- um. Pecanhnetur fást hér, þær eru ekki ósvipaðar valhnetum að útliti, en bragðmunur töluverð- ur. Ég vel þó frekar fyrir ykkur, í þetta sinnið, trönuberjaböku, óvenjulega á borðum okkar íslendinga, auðgerða og afbragðs góða. Kalkúnsuppskriftin sem hér fer á eftir er ef til vill ekki mjög fljótleg, en örugg og sérlega ljúffeng. Því ekki að veita sér þá ánægju að eyða smá tíma í að matbúa glæsilega máltíð fyrir sig og sína? Eins og þið sjáið þegar þið les- ið uppskriftimar er ýmislegt sem má gera daginn áður, t.d. gera trönuberjahlaupið, baka mais- brauðið, flysja og sjóða hnetum- ar, baka bökuna o.s.frv. ATH. Bollamál er notað í þessum uppskriftum. Því miður og af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum hefur verið ómögulegt að fá amerísk bollamál keypt hér undanfarin ár. Þeir sem ekkert slíkt eiga geta bjargað sér með þvi að vita að 1 bolli er sama og 2 dl. Kalkún Fylltur með hnetum, maisbrauði, eplum og kryddi. 1 kalkún 5-8 kg, háls, lifur og fóam 3A bollai ósaltað smjör 1 bolli soð af innmatnum, eða kjúklingasoð (sjá uppskrift hér á eftir) Fylling: Maisbiauð (sjá uppskrift hér á eftir) 2 bollar laukur, saxaður 1 ¥2 bolli selleri, saxað ¥4 bolli ósaltað smjör 450 g kastaníuhnetur, saxaðar (sjá aðferð á eftir) 1 msk. sage (þurrkað jurtakrydd, sama og salvia) 2 tsk. timian 1 tsk. lósmarín ¥2 bolli ný steinselja, klippt.eða söxuð 2-3 epli, helst súr. Flysjuð og skorín i bita Myljið brauðið niður í bita, breiðið úr þeim í ofnskúffu og ristið við fremur vægan hita í 30- 35 mín. Hrærið öðm hverju í á meðan. Setjið í stóra skál. Látið lauk, selleri, salt og pipar krauma í Vs af smjörinu þar til grænmetið er orðið mjúkt og glansandi. Hellið því yfir brauð- teningana. Bætið hnetum, kryddi og því sem eftir var af smjörinu út í og blandið vel saman. Kælið. Setjið eplin saman við rétt áður en þið fyllið kalkún- inn. í sjóðandi vatn og hlaupinu hvolft á disk. ATH. Þegar talað er um appels- ínu- eða sítrónubörk í uppskrift- um er aðeins átt við allra ysta lagið, því að um leið og komið er í hvíta lagið má gera ráð fyrir beisku bragði af réttunum. Sætar kartöflur: Réttir úr sætum kartöflum em ómissandi þáttur máltíðarinnar. Kartöflurnar em soðnar fyrst, flysjaðar og t.d. stappaðar vel og þynntar út með svohtlu af sýrð- um rjóma og bragðbættar með sinnepi, salti og pipar. Eða soðnar og flysjaðjar, sneiddar þykkt og steiktar uipp úr smjöri á pönnu, bragðbættar með púðursykri og rommi eftir smekk. Trönubeij a-hnetuterta V/3 bolli hveiti 2 msk. sykur ¥4 tsk. salt ¥2 bolli ósaltað smjör 1 stór eggjaiauða IV2 msk. ískalt vatn ósoðin hrísgijón sem farg Fylling: 3 stór egg ¥3 bolli púðursykur ¥:i bolli sýróp ¥4 bolli ósaltað smjör ¥2 tsk. salt 1 tsk. vanilludropai 1 ¥4 bolli hieinsuð og söxuð trönuber 1 bolli saxaðar hnetur Deiggeiðin: Myljið smjörið saman við hveitið á borði, bland- ið öðrum þurrefnum saman við, vætið í með eggi og vatni og hnoðið vel saman. Kælið í 1 klst. Breiðið deigið út og setjið í botn og upp með hliðum á móti sem er u.þ.b. 24 cm í þvermál. Setjið þá álþynnu í mótið og 2-3 bolla af hrísgrjónum. (Þetta er gert til að botninn bólgni ekki upp. Grjónin má nota í suðurétti á eftir.) Bakið botninn í 15 mín. við 200°C, takið álþynnuna úr mótinu og bakið áfram í 5-10 mín. Kæhð. Aðfeið við fyllinguna : Sláið vel saman öllum efnunum, nema berjum og hnetum sem er bland- að gætilega saman við síðast. Hellið fylhngunni í mótið og bak- ið við 160°C í 40-45 mín. Svona tertu má búa til með eins eða tveggja daga fyrirvara, pakka henni vel inn í álþynnu og geyma hana við stofuhita. Ekki í kæli- skáp.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.