Dagur - 20.12.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 20.12.1989, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 20. desember 1989 — DAGUR - 13 DANMORK (Hamborgarhryggur/ rækjubaka) ijnuber) BRETLAND (Nautahryggur/búðingur) og dOli í og bragðbætið ef til vill með salti og pipar. Hellið blönd- unni á deigbotninn. Sláið saman eggjum, sýrðum rjóma og rjóma og hellið yfir. Bakið við 175°C í u.þ.b. 40 mín. Ath. Þessi rækjuterta þolir vel að frjósa þó það sé aldrei til bóta. 2-3 vikur í frosti gerir henni ekki svo mikið til. Smjördeigsbakaður hamborgarhryggirr með fyllingu 1 Vz-2 kg hamborgaihryggur Sjóðið hrygginn í vatni með nokkrum sneiðum af selleri, blaðlauk og steinselju í 20 mín. og látið síðan kólna í soðinu. ' Fylling: 500 g svínahakk, ekki ieitt, en fínt hakkað 1 tsk. salt 1 egg 1 eggjahvíta Vi tsk. estragon 54 tsk. engifer Vt tsk. timian Vi tsk. koriander IV2 dl rjómi 3-4 msk. saxaðar pistaciuhnetur nýmalaður pipar Blandið öllu vel og vandlega saman og kæhð í 2-3 klst. Smjördeig: 300 g hveiti 150 g smjör 2 lítil egg 1 msk. vatn Hnoðið deigið og kælið í 2-3 klst. Breiðið deigið út í aflanga köku. Stærðin verður að vera þannig að hægt sé pakka kjötinu vel inn. Smyrjið kjötfyllingunni á, en skiljið eftir minnst 5 cm brún- ir á alla kanta. Leggið nú kjöt- stykkið á miðjuna og pakkið inn. Snúið pakkanum við svo að þunginn hvíli á samskeytunum. Búið til lauf, eða ræmur úr deig- afgöngum og leggið ofan á til skrauts. Pennslið með eggi og bakið við 225°C í 40 min. Skerið ekki steikina fyrr en minnst 30 mínútum eftir að hún er bökuð. Gráðaosts-koníaks- smjöregg 150 g Gráðaostur 150 g ósaltað smjör 1 msk. koníak 120 g valhnetukjarnar, saxaðir Hrærið saman smjör, ost og koníak. Mjög þægilegt að nota tætara. Mótið egglaga kúlur með heitri skeið og veltið þeim gæti- lega upp úr hnetunum. Kælið. Fallegt er að leggja eitthvað grænt undir eggin, t.d. salatblöð, eða lauf af selleri. Grænmetissalat 1 eggjarauða, harðsoðin 2 eggjarauður, hráar V2 tsk. salt 2 tsk. gott sinnep t.d. Dijon 1 msk. gott edik 3 dl góð vínþrúgukjarna-olia, eða ólífuolía pipar Hrærið vel saman rauðum, salti, sinnepi og ediki. Hellið olí- unni smátt og smátt út í og þeyt- ið vel í á meðan. (Gott að nota tætara.) Kryddið og setjið sós- una á botninn á t.d. fremur víðri, glærri skál. Rífið gróft: 300 g gulrætur 300 g seljurót 300 g courgetter eða gúrkur 50 g piparrót Setjið rifna grænmetið ofan á sósuna í skálinni. Ath. Fáist ekki ný piparrót má setja 1 tsk. af niðurlagðri út í sósuna í staðinn. Frændþjóð okkar ogfyrrum herra- þjóð Danir eru miklir sælkerar. Þeir em þekktir fyrir góðan og íburðamikinn jólamat. Jólaskink- an, ýmiskonar kjötbökur, súdar- réttir og smákökur em á borðum danskra fjölskyldna yfir jólin. Ég hef vahð hér uppskriftir af rækjuböku og innbökuðum ham- borgarhrygg með mjög sérstöku kryddsmjöri og salati. Það skal tekið fram að réttirnir hafa þegar verið reyndir og stað- færðir með mjög góðum árangri. Þessi máltíð er mjög þægileg ef von er á gestum því það er hægt að vera búin að öUu í eldhúsinu áður en gestirnir koma. Rækjutertuna má gera daginn áður og kryddsmjörið. Steikin fer tilbúin í ofninn hálfum öðrum klst. fyrir mat og þarf ekkert að sinna henni. Rækjuterta Botn: 100 g heilhveiti 100 g hveiti V2 tsk. salt 100 g smjör, kalt V2 dl kalt vatn Hnoðið deigið og kælið í 1-2 klst. Breiðið deigið út og setjið í botn og upp með hliðum á kringlóttu móti sem er u.þ.b. 26 cm í þvermál. Pikkið botninn með gaffli og bakið við 220°C í 15-20 mín. Fylling: 200 g blaðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar 30 g smjör 400 g rækjur 1 msk. þurrkað dill 2 egg IV4 dl sýrður rjómi 3A dl rjómi Látið blaðlaukinn krauma í smjörinu um stund, bætið rækj- um (ath. að þerra þær vel áður) Einn af vinsælum réttum á jólaborði Dana er rækjuterta. Nautahryggur með Yorkshire-búðingi ætti ekki að svíkja. Bretar eru ekki síður fastheldnir á jólasiði í matargerð en aðrar þjóðir, nema síður sé. Þeir taka gjarnan jóladaginn í eina aUsherj- ar matarveislu, frá hádegi og langt fram eftir degi. Oftast er þá kalkún með eihverskonar brauð- fyUingu og soðnu grænmeti, þá hinn mjög svo sérstaki jólabúð- ingur þeirra, þar næst er gjarnan boðið upp á þeirra þjóðar-gráð- aost með púrtvíni og svo þunga og mikla ávaxtaköku sem bökuð erínóvember og vætt öðru hverju með sherry, eða koníaki fram að jólum. Það er heldur seint að baka ávaxtakökuna núna, enda flestar húsmæður þegar búnar að því og þar að auki fást ágætar ávaxta- kökur í brauðbúðum. Jóla- búðingurinn er mjög svo ólíkur því sem við eigum að venjast, í honum er t.d nýrnamör og ávext- ir. Það þarf töluvert að venjast honum til aðþykja hann verulega góður, líklega helst að alast upp við hann. Annar ábætisréttur er í miklum metum hjá enskum um jólin og það er gamaldags, ekta trífli með sherry og makkarónu- kökum. Góð nautasteik með brauðbúðingi er einnigmikillhát- íðarmatur í Bretland en sjaldan á matseðlinum hér á landi og er það miður, því að hún er að mínu mati algert lostæti. Nautahryggur með Yorkshire-búðingi Látið saga fyrir ykkur nauta- hrygg að endilöngu og svo hvom helming í tvennt. Þá emð þið komin með efni í fjórar steikur. Það er skilyrði að beinin og fitan séu með. Nuddið salti og ný- möluðum pipar vel inn í steikina og hvolfið henni í ofnskúffu. (Beinin snúa niður.) Brúnið steikina við mikinn hita 225°C í u.þ.b. 20 mínútur. Lækk- ið þá hitann í 170°C og steikið áfram í 10-12 mín. á hvert hálft kg ef þið viljið hafa steikina blóð- uga, 15 mín.á hvert hálft kg fyrir meðal steikt og 18 mín á hvert hálft kg fyrir vel steikt. Setjið 1 bolla af vatni í skúff- una og ausið steikina alltaf öðm hvom. Tíminn fer auðvitað dálítið eft- ir stærð nautsins sem hryggur- inn er af, svo það er nauðsynlegt að fylgjast vel með og fækka eða fjölga mínútunum eftir þörfum. Þeir sem eiga kjöt-hitamæla nota þá. Það skiptir svo miklu máli hvernig steikingin er, því kjötið þornar um leið og það er orðið ofsteikt. Sósan er aldrei þykkt með sterkju, heldur er fitan fleytt frá, dálitlu vatni eða soði bætt í skúffuna eftir að kjötið hefur ver- ið tekið úr henni, það soðið um stund og allar kjötörður skrapað- ar úr skúffunni og soðnar með. Sósan er svo bragðbætt með salti og pipar og smá smjörklípu bætt út í síðast. Steikina má alls ekki skera fyrr en 20 mínútum eftir að hún er til- búin. Yorkshire-búðingur 2 bollar hveiti 1 tsk. salt 2 bollar mjólk, eða rjómabland 4 egg 8 msk. steikarfeiti Hrærið vökvanum saman við þurrefnin og þeytið eggin eitt í senn út í. Breiðið klút yfir skálina og kælið í minnst 2 klst. Um það bil 30 mín. áður en steikin er til, takið þá 8 msk. af fitu úr ofn- skúffunni og setjið í grunnt, vítt mót. Bregðið því inn í ofninn og þegar feitin sýður er deigið sleg- ið vel upp og sett í mótið. (Tæp- lega tveggja cm lag.) Bakið búð- inginn við mikinn hita fyrstu 10- 15 mínúturnar, meðan hann er að lyfta sér, lækkið svo hitann í meðal hita (170°) og bakið áfram í 10-15 mín. Nauðsynlegt er að bera pipar- rót með steikinni og ef til vill sterkt sinnep. Trifli 250 g makkarónukökur 2-3 msk. sherry, fremur sætt góð sulta, eða ferskir ávextir Vanillukrem: 3 eggjarauður 30 g sykur 3 dl rjómabland V2 vanillustöng 3 matarlimsblöð VÁ dl rjómi, þeyttur Leggið matarlímið í kalt vatn. Látið suðuna koma upp á rjóma- blandi og vanillustöng. Látið bíða um stund. Hellið vatninu af matarlíminu og leysið það upp í heitum rjómanum. Takið vanillu- stöngina upp úr. Þeytið eggja- rauður og sykur mjög vel og hrærið heitum jafningnum út i. Myljið kökurnar í fallegar skálar. Hellið sherryinu yfir. Setj- ið smávegis af sultu yfir, eða það sem er enn betra, lag af ferskum berjum. Hellið svo eggjakreminu yfir og skreytið með þeyttum rjóma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.