Dagur - 20.12.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 20.12.1989, Blaðsíða 6
V — flTTOACÍ — OHfif OS 7uQeFirrAc/fíilA 6 - DAGUR — Miðvlkudagnr 20. desember 1989 (f Nfc Sendum öllum viðskíptayinum okkar óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári GPedíSmynd/jr' Hafnarstræti 98 og Hofsbót 4 / J Óskum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum gleðUegra jóla og farsæls komandi árs ikapli öilum 13 I Akure) hf Furuvöllum 13 I Akureyri Sfmi 96-23830 J /F* k Gleðileg jól og farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða f\ L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna J » t Óskum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. SIÓVÁ^^ALMENNAR Ráðhústorgi 5, símar 22244 og 23600. t \ Sendum viðsldptavinum og starfsmönnuin okkar bestu- jóla og nýársóskir, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Skóverslun M.H. Lyngdal Hafnarstræti 103, sími 23399 og Sunnuhlíð 12, sími 26399. 0 ' i Ni Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Sigurður Hannesson, byggingameistari k _________Austurbyggð 12________ ýL Sigurður Ingóirssun. „Sagan var eMd samin sér- staldega fyrir keppnina44 - segir Sigurður Ingólfsson, höfundur verðlaunasögunnar Sigurvegarinn í smásagnasam- keppni Dags og MENOR, Sigurð- ur Ingólfsson, stundar bók- menntanám við Háskóla íslands. Hann kom norður til að taka á móti verðlaunum sínum, 60 þús- und krónum, og var viðstaddur ásamt fjölskyldu sinni við verð- launaafhendinguna í Gamla Lundi föstudaginn 15. desem- ber. Sigurður bar sigur úr býtum í ljóðasamkeppni MENOR og Ríkisútvarpsins á Akureyri fyrir fáeinum árum með prýðilegri sonnettu. Hann var skólaskáld í Menntaskólanum á Akureyri og ég spurði hann fyrst hvort hann væri alltaf að skrifa. „Já, svona í og með. Ég fæst aðallega við að yrkja Ijóð en er minna í sögunum. Leikritin hef ég ekki reynt við ennþá," sagði Sigurður. Ljóð eftir þennan 23ja ára Akureyring hafa m.a. birst í Tímariti Máis og menningar og Morgunblaðinu á undanförnum árum. Hann lýkur BA-námi í bók- menntum næstkomandi vor og aðspurður um framtíðina kvaðst hann stefna að því að fara til Frakklands næsta vetur. „Mikil uppörvun“ - Þú hefur nú þegar getið þér gott orð fyrir hugverk þín, Sigurður, en hvenær fáum við að sjá bók eftir þig? „Það er aldrei að vita. Vissu- lega er það mikil uppörvun að hafa fengið verðlaun í ljóða- og smásagnasamkeppni og þetta veitir manni hvatningu. Það gæti hugsast að eitthvað kæmi út eft- ir mig á næsta ári, en það er best að lofa sem minnstu." - Hvað geturðu sagt mér um verðlaunasöguna Sanctus? Er þetta kannski saga sem þú samdir sérstaklega fyrir keppn- ina? „Nei, reyndar ekki. Ég setti hana þó sérstaklega á blað fyrir keppnina. Hún var komin í smá- brotum töluvert löngu áður og þegar ég frétti af keppninni fann ég uppkastið hjá mér og fór að vinna í því. Ég lauk við söguna, fínpússaði hana og sendi hana síðan í keppnina, en hún var alls ekki samin sérstaklega fyrir þessa samkeppni, aðdragandinn var lengri. “ Ljóðræn saga - En efni sögunnar, er það sótt í raunveruleikann? „Nei, það er varla hægt að segja það. Ég veit heldur ekki hvort það væri rétt að segja frá því, en það má örugglega finna ýmislegt áþreifanlegt í henni, að minnsta kosti bæinn. “ Sigurður vildi lítið gefa út á það hvort skynsamlegt væri að beita ævisögulegum rannsókn- araðferðum við greiningu sög- unnar Sanctus, enda ber sagan frekar keim af hugveruleika en raunveruleika. Þá er óþarfi að reyna að heimfæra efni skáld- verks upp á ævi eða sálarlíf höfundar, skáldverkið á að geta staðið sem sjálfstætt listaverk. Sanctus er ljóðræn saga og lýsti Sverrir Páll Erlendsson, for- maður dómnefndar, henni þann- ig: „Þetta er saga sem stendur nærri mörkum ljóðs. Höfundur dregur upp mynd, sem er full af ljóðrænni dul, og sú mynd helst óskert alla söguna án nokkurra stílbrota. Þetta er saga sem gerð er af fagurri og listilegri íþrótt." Lesendur geta sjálfir greint verðlaunasöguna Sanctus sem birtist hér í blaðinu en Dagur þakkar Sigurði fyrir spjallið og óskar honum til hamingju með sigurinn í þessari vel heppnuðu smásagnakeppni Dags og Menningarsamtaka Norðlend- inga. SS Bestu jóla- og nýárskveðjur til viðskiptavina, starfsmanna og annarra landsmanna, með þökk fyrir árið sem er að líða. FLUGLEIDIR Innanlandsflug

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.