Dagur - 24.05.1990, Síða 10

Dagur - 24.05.1990, Síða 10
TO - ÐA’GUR - Fimmtudagur 24. maí 1990 ÁRLAND f/ myndosögur dogs mmai „„////////,A ■r/l'/'M-s MSEð? Alls ekki Nanna! Sem sál- fræðingur er ég vanur aö laga mig að aðstæðum. Há kona veldur ekki neinni minnimáttarkennd hjá mér! Hvers vegna situr þú þá á yfirhöfnunum okkar? .4 HERSIR • Gott samstarf Oddvitar meirihlutans í Bæjarstjórn Akureyrar keppast nú við að dásama hvað samstarfið hjá krötum og sjálfstæðismönnum hafi verið gott. Þó sér hinn prúði forseti bæjarstjórnar ástæðu til að taka fram í grein í Mogga, að „andstæðingar okkar reyna nú að spyrða þessa tvo flokka saman í eitt. Það er því nauðsynlegt að átta sig á því að sjálf- stæðismenn ganga til þess- ara kosninga óbundnir af slíku samstarfi...“ Er nema von að Sigurði J. litist hálf illa á nýtt spyrðuband krata og íhalds? Um kratana er það að segja, að þeir virð- ast hafa gengtð til sam- starfsins eftir síðustu kosn- ingar í sigurvímu „drukknir • v af göróttri mysu“ Bjórlíkis- Nonna og félaga, sem ein- hver „Kaldbakur“ bruggaði þeim, en ekki „mjólkurbús- stjórinn ungi og Stuðmanna- vinurinn“ Þórarinn E. Sveinsson. # Skemmtileg tilviijun Þá hafa Akureyringar fengið sína fallegu ársskýrslu sem þeir borguðu sjálfir. En mik- ið var það nú skemmtileg til-' viljun að skýrslan var send inn á hvert heimili 4-5 dög- um fyrir bæjarstjórnarkosn- ingar. Eitthvað virðist hönnunin hafa farið úrskeiðis, því sjálfstæðis- menn vilja ekkert við þenn- an dökkbláa lit kannast, en gárungarnir í bænum segja að þetta sé litur „svartasta“ íhaldsins í Reykjavík. Rétti liturinn var aftur á móti á sendingunni til 17 þúsund ungra kjósenda á öllu land- inu frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna, þar sem Davíð borgarstjóri var á miðri mynd. Ungir sjálf- stæðismenn ætluðu líka að láta Akureyringa borga hluta af þeirri útgáfu, en þá bregður svo við að okkar ágæti forseti bæjarstjórnar neitar að borga reikninginn og bæjarstjóri neitar líka og segir að „auglýsingasafnar- ar á prósentum" frá SUS „hafi sennilega ekki sagt rétt frá“ þegar þeir hringdu og báðu um styrktarlínu frá Akureyrarbæ. Bæjarstjóri er ekki alveg viss um hvort um misskilning var að ræða hjá auglýsingasöfnurum SUS eða þeir villtu á sér heimild- ir. En sem sagt, reikningur- inn verður ekki greiddur! dogskrá fjölmiðla Sjónvarpið Fimmtudagur 24. maí uppstigningardagur 14.00 Framboðsfundur á Akureyri vegna bæjarstjórnarkosninga 26. maí 1990. Bein útsending frá Ríkisútvarpinu á Akureyri. Fulltrúum flokkanna er gefinn kostur á stuttri kynningu i upphafi fundarins en síðan hefjast pallborðsumræður að við- stöddum áheyrendum. 16.00 Framboðsfundur í Hafnarfirði vegna bæjarstjórnarkosninga 26. maí 1990. Bein útsending frá Hafnarborg. Fulltrúum flokkanna er gefinn kostur á stuttri kynningu í upphafi fundarins en síðan hefjast pallborðsumræður að við- stöddum áheyrendum. 17.50 Syrpan (5). 18.20 Ungmennafélagið (5). Umsjón: Valgeir Guðjónsson. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær (105). 19.20 Benny Hill. 19.50 Abbott og Costello. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Fuglar landsins. Lokaþáttur. 27. þáttur - Flórgoði. 20.45 Samherjar. (Jake and the Fat Man.) 21.40 íþróttasyrpa. Fjallað um helstu íþróttaviðburði víðs vegar í heiminum. Kynning á liðum sem taka þátt í Heims- meistaramótinu í knattspymu á Ítalíu. 22.05 „1814" Annar þáttur. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Lystigarðar. (Manniskans lustgárdar.) Lokaþáttur - í garði saknaðar. 00.00 Dagskrárlok. Sjónvarpið Föstudagur 25. maí 17.50 Fjörkálfar (6). (Alvin and the Chipmunks.) 18.20 Unglingarnir í hverfinu (3). 18.50 Táknmalsfréttir. 18.55 Poppkorn. 19.200 Reimleikar á Fáfnishóli (5). (The Ghost of Faffner Hall.) 19.50 Abbott og Costello. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Pallborðsumræður í Sjónvarpssal vegna borgarstjómarkosninga 26. maí 1990. Bein útsending frá umræðum fulltrúa flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík. Umræðum stýrir Gunnar E. Kvaran. 22.00 Vandinn að verða pabbi (4). (Far pá færde.) 22.30 Marlowe einkaspæjari (5). (Philip Marlowe.) 23.30 Vafamál. (Who Is Julia?) Bandarísk sjónvarpsmynd frá árinu 1986. Aðalhlutverk: Mare Winningham og Jameson Parker. Myndin er gerð eftir sögu Barböru S. Harris. Ung kona fær græddan í sig heila annarr- ar konu og á erfitt með að aðlagast breyt- ingunni. 01.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 24. maí Uppstigningardagur 16.45 Santa Barbara. 17.30 Morgunstund. Endurtekinn þáttur frá síðastliðnum laugardegi. 19.19 19.19. 20.30 Sport. 21.20 Það kemur í ljós. 22.20 Á uppleið. # (From the Terrace). Fjármálaráðgjafi er óhamingjusamur í hjónabandi sínu vegna þess hve lauslát eiginkona hans er. Orsökin er þó aðallega hans þar sem hann hefur ekki sýnt henni mikla ástúð. Slík framkoma er þó stúlk- unni ekki með öllu ókunnug þar sem faðir hennar kom fram með svipuðum hætti við móður hennar og olli því að hún varð áfengissjúklingur og hélt framhjá manni sínum. Inn í myndina fléttast fleiri óham- • ingjusamir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar en, þegar upp er staðið, reynast orsakim- ar fyrir ógæfu þeirra margar og ólíkar. Aðalhlutverk: Paul Newman og Joanne Woodward. 00.35 Trylltir táningar. (O.C. and Stiggs). Tveir félagar eiga saman skemmtilegt sumarfrí. Aðalhlutverk: Daniel H. Jenkins, Neill Barry, Jane Curtin og Paul Dooley. 02.20 Dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 25. maí 16.45 Santa Barbara. 17.30 Emelia. Teiknimynd. 17.35 Jakari. Teiknimynd. 17.40 Dvergurinn Davíð. (David the Gnome) Falleg teiknimynd fyrir börn. 18.05 Lassý. Leikinn framhaldsmyndaflokkur fyrir fólk á öllum aldri. 18.30 Bylmingur. 19.19 19.19 20.30 Ferðast um tímann. 21.20 Frumherjar. # (Winds of Kitty Hawk). Um síðustu aldamót bisuðu Wright bræð- urnir við að koma saman vindflugvél í sandöldum staðar er nefnist Kitty Hawk. 22.55 Milljónahark. # (Carpool). 00.30 Gatsby hinn mikli. (The Great Gatsby). Mynd sem gerist á uppgangstíma jassins þegar Bandaríkjamenn voru gagnteknir af peningum, víni, konum og hraðskreið- um bilum. 02.45 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 24. maí uppstigningardagur 8.00 Fréttir. 8.07 Bæn. 8.15 Veðurfregnir • Dagskrá. 8.20 Morgunténar á uppstigningardegi. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. 9.20 Upprisa, já upprisa. 10.00 Fróttir. 10.03 Neytendapunktar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Messa. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Auglýsingar • Tónlist. 13.00 í dagsins önn - Á dánarbeði. 13.30 Miðdegissagan: „Punktur, punktur, komma, strik" eftir Pétur Gunnarsson. Höfundur les (10). 14.00 Miðdegislögun. 15.00 Leikrit vikunnar: „Fimm mínútna stans" eftir Claire Viret. 16.00 Fréttir. 16.03 Að utan. 16.10 Dagbókin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Ténlist á síðdegi. 18.00 Sumaraftann. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Krómatisk fantasía og fúa í d-moll eftir Johann Sebastian Bach. 20.30 Sinféníuhljómsveit ísiands í 40 ár. 21.30 Með á nétum Beethovens. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins ■ Dagskrá morgundagsins. 22.30 Kristján áttundi og endurreisn Alþingis. 23.10 Mæramenning. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Fimmtudagur 24. maí uppstigningardagur 9.03 Morgunsyrpa. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Brot úr degi. 16.05 Dagskrá. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk zakk. 20.30 Gullskífan. 21.00 Rokksmiðjan. 22.07 Áfram ísland. 23.10 Fyrirmyndarfólk h'tur inn til Egils Helgasonar í kvöldspjall. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fróttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Á frívaktinni. 2.00 Fróttir. 2.05 Ekki bjúgu! 3.00 „Blítt og létt...“ 4.00 Fróttir. 04.03 Sumaraftann. 04.30 Veðurfregnir. 4.40 Glefsur. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Áfram ísland. 6.00 Fróttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 í fjósinu. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 24. maí uppstigningardagur 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Fimmtudagur 24. maí 09.00 Haraldur Gíslason. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Ágúst Héðinsson. 15.00 Ólafur Már Björnsson. - Bein lýsing á leik Fram og ÍA sem hefst kl. 16. 18.30 Listapopp. 22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 02.00 Freymóður T. Sigurðsson. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 24. maí 17.00-19.00 Létt síðdegistónlist. Óskalaga- síminn opinn. Stjórnandi: Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.