Dagur


Dagur - 16.06.1990, Qupperneq 4

Dagur - 16.06.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 16. júní 1990 Gosbrunnar og lækir Gosbrunnar eru nær ómissandi í allar tjarnir því þeir vekja athygli fólks og mynda skemmtilegt hljóð og stemmningu. Gosbrunna- dælur er hægt að fá í margs kon- ar útfærslum, stórar sem smáar, og alls kyns stúta á þær sem gefa mismunandi bunur. Margar lóðir hér á Akureyri hafa töluverðan hæðarmismun og því kjörið að koma sér upp læk (bæjarlæk). En ef lóðin hefur lítinn hæðarmis- mun er ekkert auðveldara en búa hann bara til. Lækir þurfa hæð- armismun eins og gefur að skilja. Það má hugsa sér að efsti hluti lækjarins sé tjörn sem rennur sífellt í og svo renni vatnið niður steinsteypta rennu (læk) og endi í niðurfallsröri. Niðurfallsrörið þarf að hylja vel með gróðri svo að þetta líti sem eðlilegast út. Lækinn sjálfan eða rennuna mætti einnig hylja með því að hafa grasið í kring svolítið úfið (óslegið) eða með lágvöxnum gróðri. Gróður í kringum tjarnir Gróðurinn í kringum tjarnirnar er nokkuð mismunandi eftir stærð og umfangi tjarnarinnar. í kringum litla tjörn er gott að not- ast við lágan, fyrirferðalítinn og skrautlegan gróður eins og t.d. silkibygg, hófsóley, blágresi, kínavönd, geitabjöllu, rottueyra, ýmsar primulur (lykla) o.fl. í kringum stóra tjörn er gott að notast við stærri tegundir, fyrir- steypa án þess að setja upp steypumót en undirbyggingin þarf að vera sú sama ef vel á að vera. Þegar byggja á tjörn úr timbri þarf að grafa upp moldar- jarðveginn og skipta um jarðveg nákvæmlega eins og í fyrra tilfell- inu. Síðan er timburbjálkunum raðað upp eins og þeir eiga að vera, þeir festir saman með gata- girði og fyllt að utanverðu. Botn- inn er yfirleitt steyptur. Tjörnin er tjörguð að innan, bæði botn og hliðar en áður en það er gert er sett silikon í stærstu glufurnar. Heppilegt efni í svona tjörn, eru gamlir rafmagns- eða símastaurar (þeir eru vel tjargaðir) eða gegn- fúavarið timbur. Þriðja lausnin og sú auðveldasta er tjörn úr gúmmídúk. Þegar svoleiðis tjörn er gerð er byrjað á jarðvegsskipt- um eins og áður en ofan á „púkkað“ lagið er sett 10 cm þykkt lag af fínum sandi. Tjörnin er mótuð í jarðveginn og síðan er dúkurinn sniðinn til og lagður yfir. Dúkurinn er síðan festur niður með fargi, t.d. steinum síð- an er látið renna í tjörnina og þá strekkist dúkurinn. Þegar gengið er frá köntunum er vatnið haft í á meðan. Ef þetta er ekki gert og tjörnin höfð tóm á meðan gengið er frá köntum, getur allt dregist til þegar vatnið er svo sett í og einnig verður dúkurinn aldrei eins sléttur. í þessum þremur útgáfum af tjörnum er aldrei gert ráð fyrir niðurföllum eða afföllum en fólk verður að fá að velja um það hvort það vill ausa vatninu upp úr með fötu eða hvort það vill bara taka tappann úr og tæma tjörn- ina. Myndin sýnir ófullgerða tjörn úr timbri. Tjörn með hlaðna kanta og botninn sjálfur úr gúmmídúk. Myndin sýnir stcinstcypta tjörn. Takið eftir brúnni. Hvers vegna vatn í garðinn? Vatnið er manninum eðlislægt og hefur róandi áhrif. Að sitja úti í garði og hlusta á vatnsniðinn sem myndast þegar gosbrunnurinn spúir upp í loft og droparnir skella á vatnsflötinn er hreint ótrúlega róandi. Vatnið heillar líka yngri kynslóðina en á annan hátt og úr verður vatnsslagur. Hver kannast ekki við það þegar sólin fer að skína að krakkarnir taka sig til, ná í garðslönguna og sprauta hvert á annað. Par sem gosbrunnar eru til staðar flykkj- ast krakkarnir að til að busla, og svoleiðis á það líka að vera. Hvernig á að útbúa tjörn? Tjarnir eru misjafnar að lögun og gerð. Sumar eru steinsteyptar, sumar byggðar úr timburbjálkum og enn aðrar klæddar innan með gúmmídúk. Til að byggja tjörn úr steinsteypu þarf að byggja jarð- veginn vel undir, þ.e.a.s. þá er Umsjón: Baldur Gunnlaugsson, skrúðg.yrkjufr. moldarjarðvegurinn grafinn upp og hann fjarlægður (eða geymdur til þess að laga í kringum tjörnina á eftir). Undir botnplötuna þarf að vera minnst 60 cm „púkkað“ malarlag og einnig meðfram hlið- arveggjum. Þegar búið er að ganga frá jarðvegsskiptum eru sett upp steypumót og síðan steypt í þau. Þegar búið er að slá mótin fra er brunnurinn einangr- aður með 4“ þykku frauðplasti að utanverðu, mölin sett að og þá má fara að ganga frá heildarútlit- inu. Minni háttar tjarnir má líka Heimilisgarðar á Akureyri eru margir hverjir mjög fallegir og skrautlegir, á því er enginn vafi, en eitt er það þó sem lítið hefur verið gert af og það er alls kyns útfærslur af tjörnum, lækjum og gosbrunnum. Eins og bæjar- búar þekkja þá hefur verið stór gosbrunnur í gangi í Lystigarði Akureyrar um margra ára skeið en einhverra hluta vegna hafa garðeigendur ekki not- að þessa hugmynd, hvort sem það er vegna áhugaleysis eða vegna þess að fólk heldur að það að gera fallegan gosbrunn sé svo mikið mál. Vatn í heimilisgörðum Myndirnar sýna hvernig fariö er að við gerð dúktjarnar. Ein útfærsla af tilbúnum hæðarmismun. Gosbrunnur og lækur úr stein- steypu. Gróður og garðyrkja: V/ ferðarmeiri en jafnframt skraut- legan gróður eins og t.d. randa- gras, risahvönn, bjarnarkló, út- laga, en einnig smærri tegundirn- ar eins og áður. Gróður í tjarnir Tjarnirnar bjóða upp á marga möguleika í gróðurvali því gróðurinn þrífst ekki aðeins fyrir utan þær heldur einnig í þeim og —plöntukynning------------- má fyrsta telja vatnasóleyjuna sem blómsfrar ótrúlega fallegum blómum og myndar þekju af blöðum. Hana er best að rækta í körfum sem hægt er að taka upp úr því ekki er víst að hún þoli veturinn vel. Vatnasóleyjar eru til í fjölda afbrigða sem þurfa mismunandi vatnsdýpi til að þrífast. Tjarnarlilja og aðrar Iris sortir þrífast vel í vatni. Koparreynir Koparreynir.Sorbus koehneana, er runni sem getur orðið allt að 3 metrar á hæð. Hann er af rósaætt (Rosaceae) og er ættaður alla leið frá Kín'a en þrátt fyrir það virðist hann þrífast vel hér norðanlands, jafnvel norðan við hús. Laufblöðin eru eins og smækkuð mynd af láufblöðum ilmreynis en hafa á sér koparblæ eins og nafnið gefur til kynna. Koparreynirinn fær snjóhvít ber í stórum klasa og eru berjastilk- arnir eldrauðir. Þegar berin eru komin slúta greinarnar alveg nið- ur undir jörð því greinarnar eru fíngerðar og þola ekki þungann. Fyrir utan hve glæsilegur hann er með berjaklasa þá fær hann einnig glæsilega haustliti, oft sterkrauðan. Koparreynir. Sérkennilegur runni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.