Dagur - 16.06.1990, Side 6

Dagur - 16.06.1990, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 16. júní 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐÁMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr ). SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÖTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Sjálfstœðisbarátta þjóðar Á morgun höldum við hátíð. Þá minnumst við þess að 46 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis á íslandi. Við minnumst þess einnig að 179 ár eru liðin frá fæð- ingu Jóns Sigurðssonar forseta. Jón Sigurðsson er að sönnu einstakur maður í íslandssögunni. Hann var boðberi nýrrar aldar og hefur oft verið nefndur fyrsti nútímamaður ís- lenskra stjórnmála. Hann var mikilhæfur leiðtogi sem sameinaði þjóð sína og leiddi farsællega til sigurs í sjálfstæðisbaráttunni. Sá sigur vannst ekki á einni nóttu. Sjálfstæðisbarátt- una háðu forfeður okkar í áföngum, með skynsemi og rökfestu í farteskinu en án þess ofbeldis, sem þjóð- ir hafa oftlega þurft að beita til að ná rétti sínum. Sjálfstæðisbaráttan spannar meira en 100 ár. Fyrsti áfanginn náðist með endurreisn Alþingis árið 1845, næsti með stjórn- arskránni 1874, þá með innlendri ráðherra- og þingræðisstjórn 1904, full- veldinu 1918 og loks sjálfri lýðveldisstofnuninni 1944. Þegar lýðveldið var stofnað efndu menn til há- tíðahalda um land allt og meðal annars á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðs- sonar. Þar flutti Sigurður Nordal, prófessor, aðal- ræðuna og minntist Jóns Sigurðssonar meðal annars með þessum orðum: „Svo framarlega sem réttmætt er að nefna nokk- urn mann mikilmenni og skörung þjóðar sinnar, er óhætt að hafa þau orð um Jón. Hann var þeim kost- um búinn, að í hvaða landi og á hverjum tíma sem hann hefði komið við stjórnmál, hefði hann hlot- ið að skara fram úr. “ Sérhver íslendingur á Jóni Sigurðssyni forseta mikið að þakka. Þess vegna er ræktarsemi við minningu hans sjálfsagður þáttur í þjóðhátíðarhald- inu. En sjálfstæðisbaráttan hélt áfram eftir daga Jóns Sigurðssonar. í raun lýkur henni aldrei, hún er eilíf, ævarandi. Sjálfstæðisbar- áttan snýst um það að breyta íslensku þjóðfélagi til batnaðar og treysta hlut þess í samfélagi þjóðanna. Það gerum við best með því að hlúa að landinu okkar, tungu okkar og menningu; þeim arfi sem gerir okkur í raun að þjóð. Þessi grundvallaratriði sjálfstæðisins eru engan veginn örugg og ævarandi. Um þau verðum við að standa vörð, hvert og eitt. Það skulum við hafa hugfast, ekki einungis á þjóðhátíðardaginn, heldur allan ársins hring. Þá mun okkur vel farnast. Dagur óskar landsmönn- um öllum gleðilegrar þjóð- hátíðar. BB. rJ úr hugskotinu t Fimmti landvætturinn: Batman Ætli maður þurfi nú að fara að endurskoða það sem manni var kennt strax í barnaskóla, það að okkar ágæta lands gættu landvættir fjórir að tölu. Fyrir nokkru var nefnilega viðtal í útvarpi við nokkra af þeim er tilheyra þeirri íslensku unglingafjöld sem kvað víst eiga að erfa landið. Þessir krakkar voru að því er manni skildist að auglýsa eftir töffurum, sem máttu meira að segja vera „utan af landi“ til að taka þátt í einhverri karnivalhátíð í Borginni sem við nánari eftirgrennslan kom í ljós að halda átti þann sama dag og Jón Sigurðsson fæddist og við stofnuðum lýðveldið okkar. Og hlutverk þessa kraftablóma íslenskrar æsku mun víst eiga að vera það að skipa heiðurssess í karnivalgöngunni: Leika hlutverk vors fimmta og nýjasta landvættar, hins amerískættaða Batman. Útbrunnið Það skiptir ekki svo miklu máli í þessu sambandi, að hið amerískættaða ofurmenni er útbrunnið og komið úr tísku víðast hvar í heiminum fyrir heilu ári eða svo, og að það hefur ekki orðið langlífara í löndunum en hver önnur amerísk della sem hugvitssamir markaðsfræðing- ar og kaupahéðnar hafa sent út um heimsbyggðina til að forða henni frá kommúnismanum vonda. Batman er alltaf góður á íslandi eins og gömlu poppstjörnurnar og kvennabósarnir sem enginn annar nennir að hlusta á, en reyndar þykir víst frumkvöðlum karnivalsins góða eitthvað skorta á þjóðræknisanda þess og að því er sagt er, var bætt við hópi gerviblámanna sunnan úr Afríku. Alvörublámenn má vitanlega ekki nota sakir þess að þeir geta stefnt hreinleika kynstofnsins í hættu, líkt og Grænlendingarnir vestur á ísafirði, en þeir hafa nú líka alvöru bæjarfógeta þar en ekki einhvern Bastian eins og grannarnir í Bolungarvíkinni, þar sem rnenn gátu að minnsta kosti ekið bílum sínum eins fullir og þá lysti og borgað skattana eftir hentugleikum meðan löggurnar voru uppteknar við að slátra lömbunum sínum heima til að gefa vinum og vandamönnum að smakka lambakjöt á miklu lægra en lágmarksverði. Nú er hreint ekkert við það að athuga, þó að fólk haldi karnivalhátíðir í suðrænum stíl hér á landi, og af skiljanlegum ástæðum er ekki sérlega auðvelt að koma þeim í kring á hefðbundnum karnivaltíma sem er um hávetur. Aftur á móti segja manni staðkunnugir að vetrarveður í Miðjarðarhafslöndum sé mjög svipað góðu, það er að segja akureyrsku, sumarveðri. En vit- anlega er hægt að finna marga aðra daga fyrir slíkar hátíðir en endilega þjóðhátíðardaginn. Dettur manni þá til dæmis í hug verslunarmannahelgin. Sem kunnugt er, þá er það til siðs á landi hér, að „ferðast um eigið land“ þessa umræddu helgi, það er að segja að drekka frá sér ráð og rænu í faðmi fagurrar náttúru , einkum og sér í lagi á svonefndum „bindindismótum“. An efa væri hægt að gera slíkar samkomur úreltar og út úr tísku með því að hinir ýmsu þéttbýlisstaðir tækju að efna til svona karnivalhátíða um þessa helgi, hátíða þar sem hver staður legði áherslu á eitthvað sérstakt þannig að fólk hefði allnokkurt val, þó svo að allir væru f samkeppni. Kvennakvöl Sjálfsagt veitir okkur ekki af fulltingi nýrra landvætta, búnum nútímavopnum nú þegar þeir hjá þessu vonda Evrópubandalagi eru að gera okkur alls kyns óleik, svo sem það að salta íslenskan ferskfisk í Danmörku, og auðvitað borga söltunarfólkinu miklu betri laun en við tímum að gera. Breytir þar litlu um þó að danskir skólakrakkar sendi okkur í sárabætur með einhverjum dalli einhverjar skruddur sem þeir eru hættir að nota. Það veitir annars svo sannarlega ekki af því að hressa svolítið upp á þjóðræknina. Hún er nefnileg ekki til staðar þarna suður á Ítalíu þar sem menn stunda þessa dagana hina miklu kvennakvöl sem Heimssparkið óneitanlega er. Þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir og fót- boltavöll í líki kartöflugarðs, þá tókst okkur ekki að Reynir Antonsson skrifar komast þangað, og raunar Dönum ekki heldur, sem er hálfu verra, að minnsta kosti í sumra augum. Það er að sönnu hin mesta mildi, að við skulum hafa slampast gegnum undankeppnina án þess að einhver hinna dýru fóta útlendu stjarnanna hlyti af skaða eða nektarsýningar áhorfenda trufluðu um of siðgæðisvit- und gestanna, en þó hefði það nú verið miklu skemmti- legra svona upp á þjóðrembuna að hafa drengina okkar þama suðurfrá til að tapa t.d. með fjórtán gegn tveim- ur. Það hefði að minnsta kosti gert kvöl margrar kvinn- unnar léttbærari, svo og þeirra sem ekki búa svo vel að eiga myndlykla, en þola ekki knattspyrnu. Makalaust annars, að hann Markús Örn, fóstursonur sjálfrar Eng- eyjarættarinnar, eða Ingó á íþróttadeildinni skuli ekki hafa meira viðskiptavit en raun ber vitni. Þeir hefðu án efa getað selt Stöð 2 einhverja leiki á góðu verði, lækk- að hinn gífurlega sendingarkostnað, og náð í leiðinni í áhorf fólks sem búið er að fá sig fullsatt af öllu þessu listilega sparki. En þó svo að þjóðarstoltið okkar sé nú víðs fjarri á Heimssparkinu, og í „pabbatímunum" sem Sjónvarpið býður uppá allt að tvisvar á dag (að sönnu ekki með henni Bryndísi eins og forðum, þó að þeir eigi nú nokkrar dáfallegar á íþróttadeildinni), þá koma tímar og koma ráð. Það er víst búið að ákveða að setja nokkur millj- ónahundruð í það, að tryggja strákunum okkar sæti í A-hópnum í handbolta eftir ein fimm ár, og menn verða sjálfsagt að setja einhverjar milljónir í það að „vera með“ á Expo ’92 sem Spánverjar auglýsa á hverju sendibréfi sem frá þvísa landi berst. Ekki megum við jú vera í félagsskap hinna tollfrjálsu Albana og hundsa þetta. Hvernig væri það nú annars ef við létum hinn íslenska Batman standa við innganginn að sýning- arsvæði okkar, bjóðandi „Bacalau Islandia“ (fyrirgefið spönskuna ef hún er röng), vitanlega saltaðan í Dan- mörku. Honum mættu gestir sporðrenna með raun- verulegum íslenskum Svartadauða uppá Evrópuvísu, framleiddum og átöppuðum í Luxemborg.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.