Dagur - 28.07.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 28.07.1990, Blaðsíða 3
 Laugardagur 28. júlí 1990 - DAGUR - 3 Engin matvöruverslun á Hauganesi eftir 1. okt. WWr sem kaupa miða fyrit 1. ágúst \erWa sjáWkraVa með v rokkteik Donnmgton? Kauptu stm aðgöngu- miðann að rísatónleikmn Whitesnake og Quireboys í Reiðhöllinni 7. sept. Miðaverð 3500 kr. Verð til mánaðamóta 2950 kr. Ferð þú til Donnmgton höfuðstaðar þungarokkaranna á Monsters of Rock hátíð- ina 1990? Kauptu strax miðann þinn á Whitesnake og Quireboys og freistaðu gæfunnar. Hún gæti verið með þér. Aðaivinningur Ferð fyrir tvo á Donnington rokkhátíðina í Englandi 18. ágúst. White- snake verða þar aðalnúmerið. Quireboys leika þar einnig, svo og Poison og Aerosmith. Fjöldi aukavinninga 100 aukaverðlaun verða veitt á risatónleikunum. Hljómplötur og geisladiskar með Whitesnake og Quireboys og bolir frá báðum hljóm- sveitunum. Forsala aðgöngumiða Akureyri: KEA. Rcykjavík: Skífan, Kringlunni og Laugavegi 33, Hljóðfærahús Reykja- víkur, Laugavegi 96, Steinar, Austurstæti, Álfabakka 14, Glæsibæ, Rauðarárstræti 16 og Eiðistorgi. Hafnarfjóröur:\ Steinar, Strandgötu 37. Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga. ísafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirð- inga. Neskaupstaður: Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar Adam og Eva. Selfoss. Ösp. Keflavík: Hljómval. Einnig er hægt að panta aðgöngumiða í síma 91-667556. Munið: Flugleiðir veita 35% afslátt að verði flugferða gegn framvísun aðgöngumiða að risarokktónleikunum. FLUGLEIDIR Heilsugæslustöðin á Dalvík: Enginn hjúkrunar- forstjóri vegna skorts á hjúkrunar- frædingum Staða hjúkrunarforstjóra við Heiisugæslustöðina á Dalvík hefur verið laus til umsóknar síðan um sl. áramót, en engin umsókn hefur borist og reynd- ar engar fyrirspurnir heldur, og er þar fyrst og fremst hjúkr- unarfræðingaskorti um að kenna. Heilbrigðisráðuneytið hefur auglýst stöðuna af og til síðan um áramót en án árangurs, en frá 1. júlí 1990 eru allar ráðningar í höndum stjórna Heilsugæslu- stöðvanna. Tveir nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar komu til starfa á Dalvík í sumar, annar á Heilsugæslustöðina en hinn á dvalarheimili aldraðra en þeir hverfa til annara starfa í haust. Nýútskrifaðir hjúkrunarfræð- ingar sækja frekar í störf á sjúkrahúsunum til þess að öðlast starfsreynslu inn á „aktívum" deildum sem ekki getur talist óeðlilegt, en oft er staðnæmst þar og stofnað heimili í því byggðar- lagi. GG verslun Eysteins nema sú verslun verði í annari byggingu að kröfu heilbrigðisyfirvalda. Lækkað vöruverð í KEA-versluninni hef- ur ekki skilað sér í aukinni verslun, en töluvert af verslun íbúanna hefur farið fram bæði á Akureyri og Dalvík. Eysteinn telur það ekki tíma- bært að ræða það hvort verslun- arumsvif hans aukist, því bæði sé það ekki ljóst enn hvort einhver hyggist leigja aðstöðuna, og svo sé verslun á Árskógssandi þó ekki sé hún stór. Ingibjörg Þorsteinsdóttir hjá versluninni Sólrúnu á Árskógs- sandi segir að það sé á þessu stigi aðeins hugleiðingar að auka vöru- valið, en þar sé hægt að fá allar mjólkurvörur, kjötvörur o.fl. Verslun er opin til hálf ellefu á kvöldin, og talsvert er um það að ferðamenn sem leið eiga til Hrís- eyjar með ferjunni komi þar við. Verslunin hefur starfað í rúmt ár, og er velta töluvert meiri en búist var við, og því augljóst að íbúarnir kunna að meta þá þjón- ustu sem hún veitir þó vöruverð sé eðlilega hærra en í stóru mörk- uðunum á Akureyri. Deildarstjórn KEA á Árskógs- strönd ályktaði fyrir allmörgum árum, að eðlilegast væri að leysa verslunarmál hreppsins með því að byggja þjónustumiðstöð á svæðinu við brúna yfir Þorvalds- dalsá, þar sem bæði væri mat- vöruverslun, bensínstöð og ein- hvers konar veitingasala t.d. fyrir ferðamenn en þær hugmyndir náðu ekki fram að ganga og voru reyndar mjög gagnrýndar, ekki síst af heimamönnum. Þær hugmyndir eiga örugglega mjög erfitt uppdráttar nú, þar sem þegar er komin verslun á Árskógssandi, og hugsanlega færir verslunin á Hauganesi út kvíarnar. Við lokun útibús KEA á Hauganesi missa þrjár konur atvinnuna. GG Hinn 1. október nk. hyggst Kaupfélag Eyfirðinga leggja niður versunina á Hauganesi, og hefur boðið núverandi verslunarhúsnæði til leigu. Þetta er eina matvöruverslunin á Hauganesi, en einnig er starfrækt verslun í tengslum við olíu- og bensínafgreiðslu á staðnum sem Eysteinn Jóns- son rekur. Þóra Angantýsdóttir útibús- stjóri segir það fyrirsjáanlegt að íbúar á Hauganesi og nágrenni muni verða af þjónustu sem ann- ars staðar teljist sjálfsögð, en ekki er líklegt að verslað verði með mjólkurvörur og brauð í ✓ Miðfjörður: Olöglegar netalagnir - dauður selur í einu netinu Töluvert hefur borið á því í ár í Húnavatnssýslum að ólögleg netaveiði sé stunduð í sjó að sögn lögreglu. í síðustu viku voru tekin 15 net í Miðfirði, við ströndina hjá Hvamms- tanga og þar í kring. Tvö af þeim reyndust standast allar kröfur, en 13 voru allt frá því að vera lítilsháttar ólögleg og upp í það að vera fjölþátta og í fjölþátta netinu var dauður sel- ur og tveir fuglar. upphafsstafir eru að sjálfsögðu ekki fullnægjandi merking. SBG Veiðivörður í Miðfirði skilaði inn skýrslu um málið og fékk lög- regluna til að taka netin upp með sér. Sum voru einugis ólögleg að því leyti að eigendur höfðu merkt með upphafsstöfum sínum í stað nafns, en önnur voru með ólög- lega möskva. Þeim tveim sem lög- leg voru var leyft að liggja áfram, en hin tekin og verulega ólögleg net gerð upptæk eins og t.d. fjöl- þáttanetið. Á síðasta ári kom út ný reglu- gerð um netaveiði í sjó og í ár var hún betrumbætt. Samkvæmt henni verður nú að merkja netin ítarlega með nafni eiganda og möskvastærð þarf að vera innan ákveðinna marka. Fjölþáttanet eru stranglega bönnuð sökum þess hversu sterk þau eru. Að sögn lögreglu virðist það aðallega brenna við hjá mönnum að merkja net sín svo löglegt sé, en

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.