Dagur - 28.07.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 28.07.1990, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - Laugardagur 28. júlí 1990 Laugardagur 28. júlí 1990 - DAGUR - 11 Ólafur Ragnar Grímsson, fjárinálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins, hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna mánuði, eins og kunnugt er af fréttum. Svipt- ingar hafa verið innan Alþýðu- bandalagsins bæði fyrir og eftir sveitarstjórnarkosningar, og hefur Olafur Ragnar því átt annríkt í flokksstartínu. Þar fyr- ir utan hefur hann sem fjár- málaráðherra í mörg horn að líta, og er starfsdagurinn því oft býsna langur. Ólafur Ragn- ar gaf sér þó tíma frá störfum til að hitta blaðamann Dags að máli fvrir skömmu, og spjalla um nokkur mál sem hátt hefur borið í umræðunni að undan- förnu. Ólafur Ragnar var fyrst spurð- ur um stjórnmálaviðhorfið og þá storma sem geysað hafa kringum Alþýðubandalagið. „Þessir tímar, sem við lifum á, eru meiri breytingatímar en nokkur kyn- slóð hefur lifað frá síðari heims- styrjöldinni. Ef við lítum 50 ár eða svo til baka sjáum við hvern- ig heimsstyrjöldin og fyrstu árin eftir hana umturnuðu allri heims- myndinni, bæði í stjórnkerfum fjölmargra þjóða, í frelsi nýlendna í Asíu og Afríku, með stofnun Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sem tækja til að hafa áhrif á þróun mála í heiminum, með tilkomu hernað- arbandalaga um og upp úr 1950, og síðar kalda stríðinú. Við höf- um í 50 ár búið við þetta landa- kort nánast óbreytt. Nú hefur hins vegar á fáeinum mánuðum, innan við einu ári, öll þessi mynd tekið slíkum breyt- ingum að hægt er að tala um nýtt landnám í heiminum öllum. Hlutverk okkar, bæði sem ein- staklinga og sem pólitískra for- ystumanna, og alls almennings, er að leita svara við þeim fjölda spurninga sem vakna í kjölfar þessarar þróunar. Einnig verður að finna ný svör við gömlum spurningum. Við þetta bætist þróun um- hverfismála í veröldinni, sem skapa í reynd þá hættu að ef ekki verður gripið til víðtækra aðgerða sem krefjast sterkrar pólitískrar forystu og fjárhags- legra fórna, þá munu breytingar á ósonlaginu og gróðurhúsaáhrif breyta, á næstu 20-30 árum, svo loftslagi og lífsskilyrðum á jörð- inni að hún verður nánast óþekkjanleg. Stór svæði í Suður- Evrópu verða eyðimörk og allt efnahags- og lífríki íslands mun stokkast upp vegna þess að hita- stigið yrði allt annað. Sagan kennir okkur að stjórn- málaflokkar taka ekki eingöngu mið af þeirri hugmyndafræði sem lögð er til grundvallar, heldur mótast þeir af þeim veruleika sem þeir hrærast í. Við lifum á slíkum umbreytingatímum að óhjákvæmilegt er að umhverfið hafi afgerandi áhrif á stjórnmála- flokka landsins, hugmyndir þeirra og stefnumið. Agreiningurinn sem verið hef- ur í utanríkismálum á íslandi byggist á aðildinni að NATO og dvöl bandaríska hersins. Sá ágreiningur getur blessunarlega orðið úr sögunni innan fimm ára eða svo, vegna þess að nýtt öryggiskerfi í Evrópu, með þátt- töku allra Evrópuþjóða, mun leysa hernaðarbandalögin af hólmi, og rökin fyrir dvöl banda- rísks hers á íslandi verða ekki lengur fyrir hendi. Bandaríkin teldu sér þá ekki hag í að halda úti herstöðvum víða um heim. Hreyfíng íslenskra jafnað- armanna klofín í áratugi Hreyfing íslenskra jafnaðar- manna hefur verið klofin í ára- tugi vegna ágreinings í utanríkis- málum og fleiri málum. Alþýðu- bandalagið var upphaflega mynd- að árið 1956 og gert að formleg- um stjórnmálaflokki 1968, á grundvelli hugmyndarinnar um breiða fylkingu vinstri manna og jafnaðarmanna í íslenskum stjórnmálum. Sú samfylkin hefur verið meginhornsteinn í póli- tískri tilveru Alþýðubandalags- ins. Ég tel að þróunin síðustu misseri hafi á ný styrkt þennan straum í upphaflegri tilvist Alþýðubandalagsins. Eg hef beitt mér fyrir því með margvíslegum hætti að víðtækari samvinna tæk- ist með vinstra fólki og jafnað- armönnum nú helduren áður. Ég tel að árangur þess starfs sé með- al annars fólginn í því að innan núverandi ríkisstjórnar hefur ríkt betri friður og meiri samstaða en í nokkurri annarri vinstri stjórn sem hér hefur setið. Þess vegna •hefur þessi stjórn nú þegar skap- að sér nokkuð traustan sess. Innan Alþýðubandalagsins hefur hins vegar eðlilega verið nokkuð hörð umræða, bæði um menn og málefni. Ég tel að ýmsu leyti eðlilegt að svo hafi verið, vegna þess að miklar breytingar hafa orðið í heiminum, flokkur- inn hefur tekist á við mjög erfið verkefni innan ríkisstjórnarinn- ar, og sem betur fer hefur hann þar skilað jákvæðum árangri. Óneitanlega urðu nokkur um- skipti í forystu flokksins og í fyrsta skipti fór fram kosning og kosningabarátta um formanns- embættið í flokknum. Engu að síður er staðreyndin sú að Al- þýðubandalagið hefur með skír- um og afgerandi hætti tekið þátt í störfum þessarar ríkisstjórnar, og náð, að mínum dómi, mjög góð- um árangri miðað við stefnumál og áherslur flokksins, eins og ger- ist í samsteypustjórnum. Flokk- urinn kom nú út úr sveitarstjórn- arkosningunum, þar sem boðið var fram undir merki flokksins, með mjög svipaða útkomu utan Reykjavíkur og í kosnungunum 1982 og 1974. Það er mjög at- hyglisvert að fylgið er mjög svipað, munurinn er kannski um eitt prósent. Alþýðubandalagið fékk nú svipað fylgi eins og í þeim tveimur tilvikum, þegar flokkurinn hefur verið í ríkis- stjórn og sveitarstjórnarkosning- ar hafa farið fram. Stjórnmála- fræðilega séð er það staðreynd, að þegar fylgi flokka er borið saman skapar það raunhæfari mynd að bera saman tíma þegar flokkurinn er í ríkisstjórn og þeg- ar hann er í stjórnarandstöðu. Það voru úrslitin í Reykjavík sem skáru sig úr. Myndin alls staðar annars staðar á landi eru mjög svipuð og 1982 og 1974, og voru kosningaúrslitin þá talin mjög viðunandi af forystusveit flokksins. Vandamálin í Reykavík eru hins vegar margslungin. Ég taldi að ég hefði betri möguleika á að taka á þeim sem formaður flokksins með því að taka ekki skíra afstöðu með eða móti öðr- um hvorum aðilanum, vegna þess að það kæmi nýr dagur að lokn- um kosningadegi. Þá þyrfti að koma á viðræðum milli manna um framtíðarþróunina, þótt með ýmsum hafi skilið í borgarstjórn- arkosningunum. Ef ég dreg það saman í fáeinar setningar sem hér hefur komið fram, þá tel ég að Alþýðubanda- lagið og sú sveit manna sem þar hefur skipað sér, bæði flokks- menn og kjósendur, hafi mögu- leika til að taka þátt í þeirri umsköpun sem þarf að eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum vegna breyttra aðstæðna í heim- inum. í öðru lagi tel ég að flokk- urinn hafi sterka stöðu til að geta haldið áfram þeim áherslum að hér geti verið breiðfylking jafn- aðarmanna og vinstri manna í íslenskum stjórnmálum. í þriðja lagi á útkoma sveitarstjórnar- kosninganna og staða flokksins almennt séð ekki að skapa neinar hindranir í því að þetta umsköpunarstarf geti haldið áfram. Ef þessi ríkisstjórn situr út kjörtímabilið, sem ég tel að allar líkur bendi til, þá hafi Alþýðubandalagið, sem kom inn í ríkisstjórnina í september 1988, með skemmri fyrirvara en nokk- ur annar flokkur á lýðveldistím- anum, átt stóran hlut í því ásamt samstarfsflokkunum að hér hafa orðið umskipti frá hrikalegum efnahagslegum óförum 1987-8, yfir í að ísland geti gengið yfir í fjölskyldu þeirra Evrópuþjóða þar sem mestur stöðugleiki og jafnvægi ríkir í. Þannig verður hægt að jafna og bæta lífskjörin og styrkja byggðirnar í landinu. Það er ekki lítill árangur fyrir stjórnmálaflokk að geta bent á slík verk.“ Aðgerðir í ríkisfjármálum hafa leitt til stöðugleika í efnahagslífínu - Ríkisfjármálin og verðbólgu- spár fyrir næsta ár hafa verið mikið til umræðum undanfarið. „Til að skilja það sem gert hef- ur verið í ríkisfjármálum og átta sig á því sem máli skiptir í umræðunni um skattana er nauð- synlegt að hafa í huga að ríkis- fjármálin eru önnur meginstoð þess hvort tekst að ná stöðug- leika í efnahagslífinu. Eins og kom fram í skýrslu OECD þá voru mistökin í ríkisfjármálunum 1985 til 1987, þegar Þorsteinn Pálsson var fjármálaráðherra, ein meginorsök þess að allt fór úr böndunum 1987 til 1988. Skýringin var sú að þegar Sjálf- stæðisflokkurinn sat hér í fjár- málaráðuneytinu þá lækkuðu þeir skattana en hækkuðu ríkis- útgjöld. Bilið var brúað með er- lendum lántökum, sem virkuðu eins og bensín á verðbólgueldinn í landinu. Vegna þessara verka Sjálfstæðisflokksins urðum við að hækka skattana þegar við tókum við, til að draga úr erlendum lántökum og skapa stöðugleika í efnahagslffinu. Sumir spyrja hvort við hefðum ekki getað skorið ríkisútgjöldin niður. Jú, það gerðum við líka. En ef við hefðum ætlað að gera það af þeirri stærðargráðu sem þurfti til að vega upp syndir fyrri ára, þá hefði það jafngilt því að loka öjlu framhaldsskóla- og grunnskóla- kerfi landsins, eða loka öllum ríkisspítölum og Borgarspítalan- um í Reykjavík. En niðurstaðan af aðgerðum okkar í ríkisfjármál- um hefur gert okkur kleift að ná jafnvægi í efnahags- og peninga- málum, sem ásamt síðustu kjara- samningum gera þau einstæðu tímamót að veruleika að verð- bólgan á íslandi er nú orðin lægri en í Svíþjóð, Bretlandi og er að ná því lága stigi sem er að meðal- tali annars staðar í Evrópu. Þetta er auðvitað forsenda batnandi lífskjara á næstu árum án þess að allt fari úr skorðum.“ Eru íslendingar skatt- píndasta þjóð í Evrópu? Talið berst nú að skattamálum, og Ólafur Ragnar var spurður að því hvort honum finnist skattar háir á íslandi. „Vandinn fyrir mig sem fjár- málaráðherra er sá að mikill hluti þjóðarinnar trúir þeim falsáróðri að íslendingar séu eins skattpínd- asta þjóð bæði norðan og sunnan Alpafjalla. Þegar bent er á þá staðreynd sem liggur fyrir í alþjóðlegum skýrslum, að heild- arhlutfall skatta hér á landi af þjóðartekjum er með því lægsta á Vesturlöndum eða um 37 prós- ent, þegar meðaltalið í EB ríkj- unum er töluvert yfir 40 prósent, þá trúa menn ekki þessum tölum og halda að þær séu ósannar. Þetta eru hins vegar tölur sem liggja fyrir í alþjóðlegum saman- burði, útreiknaðar af færustu sérfræðingum heims, fullkomlega óháðar. Það er bara eitt land í Evrópu sem er fyrir neðan okkur í sköttum, Tyrkland, en þar býr þjóðin að stórum hluta við fátækt bændasamfélag sem er miðalda- legt, og þar er ekki boðið upp á velferðarkerfi í heilsugæslu, skól- um og annarri þjónustu sem við viljum hafa hér. Þess vegna er líka mjög nauðsynlegt að menn átti sig á því hverjar eru stað- reyndirnar í málinu. Við getum auðvitað ekki til lengdar haldið því til streitu að vilja vera með eitt besta velferðarsamfélag sem þekkist fyrir sjúka, aldraða og börn, góðar samgöngur og öfluga byggðastefnu, ef við viljum ekki borga fyrir það. Við getum ekki borgað fyrir þetta ef tekjur ríkis- ins af þjóðartekjum eru miklu lægra hlutfall heldur en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu.“ Ofugþróun efnahagsmála snúið við - Byggðastefna, byggðaaðgerðir og stóriðja eru ofarlega í hugum margra við Eyjafjörð og víðar á landsbyggðinni. „Umskiptin sem stjórnarseta okkar hefur skapað koma e.t.v. skýrast fram í byggðamálunum. Þegar við tókum við hafði um nokkurra ára skeið nánast ríkt örvænting á landsbyggðinni. Sú örvænting var m.a. vegna þess að öll áhersla stjórnvalda á stór- framkvæmdir var á höfuðborgar- svæðinu. Flugstöð var reist í Keflavík, risavaxin verslunarhús risu í Reykjavík, Seðlabankahús var byggt og farið í margar aðrar stórframkvæmdir. Gengi krón- unnar og aðrar efnahagsstærðir var með þeim hætti að innflutn- ingur var í fullum blóma, enda miðstöð innflutningsstarfseminn- ar á höfuðborgarsvæðinu. Út- flutningsstarfsemin, sjávarútveg- urinn, sem borin var uppi af landsbyggðinni, átti í vök að verjast og í miklum erfiðleikum. Þessu hefur verið snúið við. Samkeppnisaðstaða útflutnings- greina hefur ekki verið jafngóð í 20 ár, gengisskráning og aðrar aðgerðir í efnahagsmálum eru búnar að snúa þróuninni við sjáv- arútvegi svo í hag að hann hefur ekki búið við betri almenn skil- yrði í rúma tvo áratugi. Þar með er búið að skapa meginatvinnu- grein landsbyggðarinnar forskot í efnahagslífinu. Á sama tíma hef- ur stórlega dregið úr möguleikum innflutningsverslunarinnar á höf- uðborgarsvæðinu. Hagsmuna- hlutföllunum hefur þannig verið breytt með tilliti til atvinnugrein- anna. Auk þess hafa verið settar í gang stórfelldar björgunarað- gerðir gagnvart fyrirtækjum halda endalaust áfram að dæla hundruðum milljóna, heilum eða hálfum milljarði á eins til tveggja ára fresti í atvinnurekstur sem ekki ber sig. Sá tími sem fer nú í hönd hjá Álafossi og öðrum ullariðnaði er mjög örlagaríkur. Varðandi Slippstöðina þá má segja að það skip sem smíðað var án þess að það væri selt hafi vald- ið stöðinni sérstökum erfiðleik- um. Við erum hins vegar að skoða það mál vel og höfum hug- leitt ákveðnar lausnir í því sem ég mun ræða innan tíðar við for- ystumenn Slippstöðvarinnar. Takist það, ásamt þeim smíða- verkefnum sem stöðin kann að hafa, ættum við að geta haldið þeirri starfsemi við. Hún gæti þó orðið mjög erfið annars staðar á landinu, engu að síður.“ Skuldasöfnunin er hættu- leg sjálfstæði þjóðarinnar - Hvaða ráðstafanir telur þú vænlegastar til að treysta efna- hagsgrundvöllinn, þannig að verðbólga æði ekki upp á nýjan leik? „Fyrsta atriðið í því er að átta sig á að óstjórnin undanfarin fimm til sex ár hefur leitt til gífur- legrar skuldasöfnunar fyrirtækja og þjóðarbúsins. Sú skuldasöfn- un er mjög hættuleg til lengdar. Þess vegna verður að vera for- gangsatriði á næstu árum að geiða skuldirnar niður. Það er auðvitað ekki gaman að þurfa að segja það, vegna þess að menn vilja gjarnan nota batann á næstu árum til að gera eitthvað nýtt og stórt. Slíkt er eðlilegur vilji. En syndirnar frá ’83 fram til ’88 eru svo stórar hjá atvinnulífinu og opinberum aðilum að við verðum að verja þó nokkrum hluta bat- ans á næstu árum til að greiða niður skuldirnar. Annars stefn- um við sjálfstæð íslensku þjóðar- innar í hættu. Mér finnst dálítið skrýtið að umræður eru uppi um að sjálfstæði íslands sé ógnað af Evrópubandalaginu eða erlend- um stóriðjufyrirtækjum. Það eru mjög fáir sem ræða um að sjálf- stæði þjóðarinnar sé ógnað með erlendri skuldasöfnun. Eg tel það þó vera stærstu hættuna næstu tíu til fimmtán árin, að kunna ekki fótum sínum forráð og halda áfram á sömu brautinni og ’83- ’88. Þá værum við komin í þá stöðu upp úr næstu aldamótum „Mér finnst dálítið skrýtið að umræður eru uppi um að sjálfstæði íslands sé ógnað af Evrópubandalaginu eða erlendmn stóriðjufyrirtækjum. Það eru mjög fáir sem ræða um að sjálfstæði þjóðarinnar sé ógnað með erlendri skuldasöfnun.“ Mynd: Jim Smart. landsbyggðarinnar í sjávarútvegi, en engar slíkar aðgerðir hafa ver- ið framkvæmdar fyrir verslunar- fyrirtækin á höfuðborgarsvæð- inu. Þau hafa mörg einfaldlega orðið gjaldþrota á undanförnum mánuðum. Meginhluti gjaldþrot- anna er hjá þeim. Það endur- speglar ákveðna byggðastefnu að hjálpa sjávarútvegi á landsbyggð- inni en ekki ofvaxinni verslunar- og þjónustustarfsemi á höfuð- borgarsvæðinu. í þriðja lagi hefur ríkisstjórnin lagt fram drög að stórfram- kvæmdum næstu tíu ára. Það er eindreginn vilji okkar að þær stórframkvæmdir verði allar á landsbyggðinni. Verið er að tala um jarðgöng á Vestfjörðum, ver- ið er að ljúka jarðgöngum í Ólafsfjarðarmúla, og síðar að fara í jarðgangaframkvæmdir á Austfjörðum. Einnig að gera samning um álvinnslu á íslandi sem felur í sér stórfelldar virkj- unarframkvæmdir á Austurlandi og staðsetningu nýrrar stóriðju, annað hvort á Austurlandi eða Norðurlandi. Ef allt þetta næst fram, sem er stefna ríkisstjórnar- innar og okkar sérstaklega í Alþýðubandalaginu, þá væri líka búið að snúa hlutföllunum við að því leyti að undanfarin tíu ár voru allar stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, en á þeim áratug sem nú er að hefjast yrðu allar slíkar stórframkvæmdir á landsbyggðinni. Staðbundin og sérstök vandamál - ullariðnaður og skipasmíðar Þegar þessi þrjú stóru atriði eru lögð saman sést að sjaldan hefur á jafn skömmum tíma verið lagð- ur grundvöllur að jafnmiklum umskiptum. Hins vegar eru, því miður, ennþá fyrir hendi nokkur staðbundin og sérstök vandamál sem erfitt er að eiga við, vegna þess að þau eru hluti af þróun sem er ekki eingöngu bundin við ísland heldur allan okkar heimshluta. Hér er t.d. um ullar- iðnaðinn að ræða. Samkeppnis- staða ullar- og fataiðnaðar í Vest- ur-Evrópu hefur hríðversnað undanfarin tíu til fimmtán ár vegna ódýrs vinnuafls í öðrum heimshlutum og iðnþróunar þar sem ný ríki hafa komið inn á markaði okkar. Þetta hefur gert að verkum að þessar atvinnu- greinar hafa barist í bökkum í stórum hluta Evrópu. í öðru lagi er það skipasmíða- ■'naðurinn, sem hefur víða í Evr- ópu nánast verið lagður niður. Ég nefni dæmi um Svíþjóð og Bretland í þessu sambandi. Það hefur reynst mjög snúið að halda þessari atvinnustarfsemi gang- andi í Vestur-Evrópu. Síðan búum við íslendingar við þá staðreynd að flotinn er alltof stór miðað við það aflamagn sem við getum veitt. Almennu skilyrðin til að viðhalda ullariðnaði og skipasmíðaiðnaði á íslandi eru mjög erfið í ljósi þessara breyt- inga á heimsmarkaði, og breyt- inga á þessum atvinnugreinum annars staðar í Evrópu. Það er torvelt fyrir okkur að viðhalda atvinnugreinum sem nágrannar okkar hætta við. Vandamálin í atvinnumálum á Akureyri eru því að mörgu leyti sérstök, miðað við þær byggðaaðgerðir sem ég nefndi áðan. Ullariðnaður og skipasmíðaiðnaður eru svo stór þáttur í atvinnulífinu þar. Annar staður sem svipað er ástatt um í þessum efnum er Akranes. Engu, að síður höfum við í tví- gang beitt okkur fyrir víðtækum aðgerðum til styrktar Álafossi. Sumar þeirra hafa verið umdeild- ar. Þær hafa hins vegar allar mið- að að því að gefa ullariðnaðinum áfram tækifæri til að spreyta sig. Það er hinsvegar ekki hægt að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.