Dagur - 28.07.1990, Blaðsíða 17
efst í huga
Morknir innviðir, lagfæringa erþörf
Hvert stefhir í íslenskuþjóðlífi?
í útvarpserindi sem Pétur heitinn Benediktsson,
bankastjóri, hélt fyrir 24 árum sagði hann: „...þótt
margt Ijótt hafi orðið uppvíst nú að undanförnu,
fer því víðs fjarri, að öll kurl séu komin til grafar,
það er örugglega víst, að hér eru farin að mynd-
ast bófafélög, sem stunda margar tegundir
glæpa og þar sem hver sakamaðurinn styður
annan með ráðum og dáð. íslenska rannsóknar-
lögreglan ræður ekki við þennan vanda í dag,
þegar af þeirri ástæðu, að hún er of fámenn, en
enn fremur er þörf á sérmenntuðu lögregluliöi til
að fást við þennan lýð.“
Þessi orð voru sögð fyrir 24 árum af manni
sem vissulega hafði mikið til síns máls. Mikið
vatn er runnið til sjávar síðan þetta var og margt
hefur hent (íslensku þjóðfélagi, sem rennir stoð-
um undir þessi orð. Hvert mannsbarn, sem nú lif-
ir á íslandi, veit að spilling og óáran hrjáir þjóð
vora, neðst sem efst. Ýmsir braskarar vaða uppi
í þjóðlífi voru, svokallaðir „pappírsprinsar", sem
eru eins og mein í holdi eða blóðsugur er lifa á
því að pretta sauðsvartan almúgan. Hver þekkir
ekki söguna um „ríka manninn", sem setti á
hausinn gorkúlufyrirtækið sitt og samtímis fjölda
manns, vina jafnt sem annara, en opnaði síðan
nýtt fyrirtæki daginn eftir? Þetta hendir nær dag
hvern í landi voru (slandi og þó sér í lagi í spila-
borg Davíðs, Reykjavík, þar sem hinir ríku verða
ríkari og þeir fátæku fátækari.
Fíkniefnamál, eiturlyfjamál þjóðarinnar, verða
æ meir áberandi og fleiri og fleiri verða eiturvof-
unni að bráð. Glæpahringir, sagði bankastjórinn
fyrir 24 árum. Skyldi honum hafa rennt grun í
hvert vandamál dagsins í dag er? Nei, örugglega
ekki, því vandamálin og afbrotin hafa vaxið bæði
að magni og umfangi. Þaö er altalað að margir
pappírsprinsarnir hafa myndaö auð-glæpa-
hringa, þar sem þeir einbeita sér aö kaupum,
smygli og sölu á ýmsu því efni sem fíkniefni eru
kölluð. Stöðugt sitja fleiri og fleiri í varðhaldi og
afplánun vegna fíkniefnamála, en fólk ætti að
hugleiða eitt, að það eru litlu karlarnir sem inni
sitja, pappírsprinsarnir, þeir stóru ganga lausir
og fjármagna ný innkaup og skipuleggja nýjar
aðgerðir. Vissulega er lögreglulið landsins enn of
fámennt og trúlega vantar sérþekkingu í enn
ríkara mæli, en hvernig á lítil þjóð sem íslending-
ar að bregðast við slíkum vanda, stórum vanda
undirheima og spillingar. Spilling og fíkniefna-
vandamál íslensku þjóðarinnar er orðið stór-
vandamál og undirheimaviðskiptin, sem voru
smá á dögum Péturs bankastjóra, eru stór.
Smátt verður stórt.
Meðferð afbrotamála og niðurstöður dómstóla
vekja furðu mína í æ ríkara mæli, því að þegar
um afbrot er fjallað jafnt af yfirvöldum dómsmála
svo og fjölmiðlum, þá er ekki sama hver maður-
inn er. Ríkisborgarar þessa lands eru ekki jafnir
fyrir lögum. Ósamræmi í dómum afbrotamanna
er mikið og sá grunur læðist að, að fjölskyldu- og
vinatengsl ráði oft ferðinni svo ekki sé talað um
þau miklu og sterku áhrif sem leynireglur hafa á
gang mála þegar afbrot eru rannsökuð og
dæmd. Peningamál, svartamarkaðsbrask, undir-
heimaviðskipti, fíkniefnamál, afbrot, rannsókn
afbrota og dómar er eitt stórt vandamál sem
íslenska þjóðin á við að glíma og vel væri ef
stjómvöld fengjust til að taka á þessum mikla
vanda, þess er þörf og það strax. ój
vísnaþáttur
Stefáni Stefánssyni frá Mó-
skógum var gefinn silungur,
harla óhrjálegur. Þá kvað
hann:
Djöfull er hann drullugur.
Duglega þyrfti að skafann.
Lúmskur, þrár og lúsugur
og líkur þeim sem gafhann.
Einhverju sinni féll Stefán á
götu. Ung stúlka rétti honum
hjálparhönd. Og Stefán orti:
Fyrir henni flatur lá ég.
Faldur mjúkur snerti kinn.
Upp um hlíðar allar sá ég.
Ó, sú fegurð. Drottinn minn.
Af gulnuðum blöðum, eftir
Ulf Uggason:
Bak við tjöldin ýta öld
oft mun gjöldin hreppa,
þar um skjöldu, veg og völd
vissir höldar keppa.
Dvína tekur dyggða val.
Dæmisögur týnast.
Gráðug fól sem „fara á hval“
fyrirmyndir sýnast.
Þá koma vísur eftir Jón
Helgason, frá Litlabæ á
Vatnsleysuströnd.
Vetur:
Út um sjáinn hækka hrannir,
hríðin ýfir nauðaklið.
Lúta stráin, stækka fannir.
Stríðir lífið dauðann við.
Sumar:
Blómin stækka um breiða móa,
blíða tíðin prýðir flest.
Óminn hækkar heiðalóa.
Fllíðin víði skrýðist best.
í útilegu:
Værð á dýnu foldar fann.
Fjallagolan strýkur kinn.
Vel við skrínukost ég kann
og kasturholubúskapinn.
Ragna S. Gunnarsdóttir frá
Arnórsstöðum sendi Stefáni í
Möðrudal þessa vísu, sjötug-
um:
Ungur bæði í anda og sál
alltafhress og glaður.
Sjötugum þér sýp ég skál
súper listamaður.
Guðmundur skáid á Sandi
fagnaði vorhlákunni:
Gagnvart því sem gnýpa
er stödd
glansa hjálmar tinda.
Fleyrist upp í hnjúkum rödd,
hlátur sunnan vinda.
Haustfegurð:
Glansar hlíð á gulum kjól,
glit er á himintjöldum.
Það er eins og sumarsól
sitji enn að völdum.
Baldvin Sveinsson skáld, var
Skagfirðingur, en af þing-
eyskum uppruna. Líklega
hefur hann ort þessar vísur
uppi í Gönguskörðum:
Dal í þröngum drífa stíf
dynur á svöngum hjörðum.
Nú er öngum of gott líf
uppi í Gönguskörðum.
Blómin hrynja banasjúk,
brim við drynja strendur.
Það er kynjafrost og fjúk,
féð í brynjum stendur.
Svo kom vorið:
Nú er úti hláka hlý,
hiti. dögg og vindur,
jörðin verður fannafrí,
fyllast allar kindur.
Og enn er ort um veðurfarið.
Þessar kvað Bragi Björnsson
frá Surtsstöðum í Jökulsár-
hlíð:
Geði fróar gola hlý,
gleði þróast fremur
þegar gróa græn á ný
grös - og lóan kemur.
Vakna hæðir, töfratjalds
tíbrárslæður rísa.
Slakna þræðir vetrarvalds,
vorsins bræðir ísa.
Óðum breytir landið lit,
lindir frjálsar streyma.
Komin eru klakaslit
í kelduna mina hcima.
Einhverju sinni mættust þeir í
mannþröng á Húsavík, bænd-
urnir Friðrik á Helgastöðum
og Sigurjón í Hraunkoti.
Skaut Friðrik fram hálfri
vísu, en Sigurjón botnaði í
skyndi:
Nú er vandi að verja sig
að verða ei strand á götu.
Þar kom andinn yfir þig
eins og hland úr fötu.
Indriði Þórkelsson kvað
næstu vísurnar tvær.
Ekur jafnan aflakló,
oft með slyngu skyndi,
bæði jörð og saltan sjó
seglum eftir vindi.
Alltaf létt á fæti.
Gengu fáir guðs í borg
gegnum urðarstræti,
yfir marga sára sorg,
svona létt á fæti.
Laugardagur 28. júlí 1990 - DAGUR - 17
Skólastjóra og kennara
vantar við Grunnskóla Hríseyjar - almenn kennsla.
Uppl. I símum 96-61772, 96-61709 og 96-61737.
Einnig veitir Fræðsluskrifstofan upplýsingar.
Verkstjórar!
Verkstjóra vantar í frystingu við frystihús á
Ólafsfirði.
Einnig vantar verkstjóra í saltfiskvinnslu.
Nánari upplýsingar gefa Þorsteinn Ásgeirsson í
síma 96-62268 og Gunnar Þór Magnússon í síma
96-62205 og 62139.
Frá menntamálaráðuneytinu
Lausar stöður
við grunnskóla
Kennara vantar að Dalbrautarskóla.
Þá vantar einnig tónmenntakennara í hálfa stöðu.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík fyrir 17. ágúst 1990.
Menntamálaráðuneytið.
Laus staða
Við námsbraut í lyfjafræði lyfsala I læknadeild
Háskóla íslands er laus til umsóknar lektors-
staða (37%) í lyfja- og efnafræði.
Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna frá 1.
janúar1991.
Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísinda-
störf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo
og námsferil og störf, skulu hafa borist mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja-
vík, fyrir 27. ágúst nk.
Menntamálaráðuneytið, 25. júli 1990.
Móðir okkar,
GUÐLAUG ÞÓRA FRIÐRIKSDÓTTIR,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 26. júlí.
Dætur hinna iátnu.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför dótt-
ur minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
Sigrfðar Oddnýjar Axelsdóttur,
hjúkrunarfræðings.
Málfríður Stefánsdóttir,
Málfríður Baldursdóttir, Axel Baldursson,
Jón Baldursson, Ingibjörg A. Baldursdóttir,
Laufey G. Baldursdóttir, Baldur Baldursson,
og fjölskyldur.
Alúðarþakkir flytjum við öllum þeim sem með einum eða
öðrum hætti vottuðu okkur samúð sína og vináttu við fráfall
PÁLS H. JÓNSSONAR
frá Laugum.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki og læknum sjúkra-
húss Húsavíkur.
Sigríður Pálsdóttir, Þórhallur Hermannsson,
Aðalbjörg Pálsdóttir, Þórsteinn Glúmsson,
Dísa Pálsdóttir,
Heimir Pálsson, Guðbjörg Sigmundsdóttir,
Páll Þ. Pálsson, Jóhanna Magnúsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.