Dagur - 28.07.1990, Blaðsíða 18

Dagur - 28.07.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 28. júlí 1990 The Stone Roses: Rísandi stjama í bresku poppi Manchesterborg og næsta ná- grenni hennar hefur í gegnum tíöina verið helsta vígi bresku nýbylgjunnar. Þaðan koma sveit- ir á borð við The Fall, Joy Divis- ion (sem seinna varð New Order) og The Smiths hafa allar sett mikinn svip á nýbylgjuna en nú í seinni tíð eru það hljómsveitir eins og Inspiral Carpets og svo ekki síst The Stone Roses. Upphaf The Stone Roses má rekja allt til bernskuára söngvar- ans lan Brown og John Squire gítarleikara en þeir tveir hafa þekkst síðan þá. Á miðjum ungl- ingsárum sínum stofnuðu þeir fyrstu hljómsveitina sína sem kallaðist The Patrol og voru í henni ásamt þeim Andy Cousens sem söng og spilaði á gítar (Brown lék þá á bassa) og Simon Wostencroft sem lék á trommur. Var tónlistin sem The Patrol lék blanda af frumsömdu pönki og gömlum slögurum eftir aðra s.s. eins og Johnny B. Goode. Lifði The Patrol sem slík í tvö ár (1980-’81) en árið 1982 er þeir Brown og Squire hættu í skóla þróaðist hún út í English Rose sem var í grundvallaratriðum sama hljómsveitin en í stað Wol- stencroft var kominn náungi sem kallaðist Wazza á trommurnar. En lítið varð úr English Rose og næstu tvö árin lá samstarf Umsjón: Magnús Geir Guömundsson þeirra Brown, Squire og Cous- ens niðri. 1984 hefur Brown sam- band við hina tvo á ný og stofnun The Stone Roses verður form- lega að veruleika. Með henni fylgdu ýmsar breytingar frá Eng- lish Rose. Tók lan Brown við hlutverki söngvara af Cousen og hætti jafnframt sem bassaleikari. í hans stað kom þar Pete Garner og á trommur varð slðan fyrir val- inu Alan „Reni“ Wren. Þessi skipan hélst þó ekki til langframa því Cousens hætti 1986 og Garner ári síðar. Kom enginn í stað Cousens en í stað Garners kom Manny á bassann. Ferill Stone Roses fyrstu fjögur fárin var eilíf barátta við að skapa sér nafn og á þessum tíma var hljómsveitin á mála hjá þremur útgáfufyrirtækjum en engin plata leit dagsins Ijós, komu einungis þrjú lög út á smáskífum allan þennan tíma eitt frá hvorri útgáfu. En með útgáfu þriðja lagsins Elephant Stone árið 1988 á vegum Silvertone útgáfupnar fara hjólin að snúast fyrir alvöru hjá hljómsveitinni. Er skemmst frá því að segja að þegar loksins varð af útkomu fyrstu breiðskífu Stone Roses í maí í fyrra voru móttökurnar ekki af verri endan- um. Kepptust gagnrýnendur við að hrósa plötunni og margir þeirra sögðu að hér væri loksins komin hljómsveit sem gæti fetað í fótspor Bítlanna og Rolling Stones. Síðan platan kom út hef- ur komið ýmislegt misjafnt fyrir hjá Stone Roses, meðal annars hefur hún komist í kast við lögin og eldað grátt silfur við banda- 'ríska blaðamenn eins og áður hefur verið sagt frá hér á popp- síðunni. En vinsældirnar hafa ekki lengur látið bíða eftir sér því nýlega fór nýjasta lagið frá hljóm- sveitinni One Love beint í fjórða sæti breska vinsældarlistans. Svo er bara að sjá hvort fjórmenningarnir frá Manchester nái að fylgja þessum vinsældum eftir og þar með standa undir vonum gagnrýnenda. Stone Roses. Hjá þeim er það ein ást sem gildir. poppsíðon Prince varð að lúta í lægra haldi fyrir fótboltanum. Hitt og þetta Fotboltinn fer illa með tónleikahald á írlandi Á meðan heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð yfir er óhætt að segja að írska þjóðin hafi staðið á öndinni af hrifningu vegna frammistöðu sinna manna þar en írar náðu að komast í átta liða úrslit keppninnar. Þó eru til- finningar tónleikahaldarans Olivers Barry heldur blendnar yfir þessum árangri írska liðsins því í þann heila mánuð sem keppnin stóð yfir tapaði hann stórfé vegna dræmrar miðasölu á tón- leika sína sem varð síðan að fresta af þeim sökum. Það sem er svo sárast fyrir Barry í málinu er að á ferðinni voru engin smá- nöfn í tónlistarheiminum heldur nefnilega fíolling Stones og Prince sem undir venjulegum kringum- stæðum fylla allar tónleikahallir. Steve Vai að hætta í Whitesnake [ kjölfar fregna um komu White- snake hingað til lands heyrist nú að gítarsnillingurinn Steve Vai sé um það bil að segja skilið við hljómsveitina. Sólóplata Vai Passion and Warfare hefur hlotið gífurlega góðar móttökur í Bandaríkjunum og þegar þetta er ritað er hún ein af tuttugu best seldu plötunum þar í landi. Vai sem upphaflega gekk til liðs við Whitesnake sem varaskeifa fyrir hinn gítarleikarann Adrian Vandenberg er hann (Vandenberg) átti við veikindi í hendi að stríða, verður þó væntanlega með Whitesnake á tónleikunum hér á landi þar sem hann hyggst ekki hætta fyrr en eftir að hinni svo- kölluðu Monsters of fíock tón- leikaferð er lokið en hún hefst á Donningtonhátiðínni og stendur fram eftir hausti. Hyggst Vai þá hefja undirbúning að eigin tón- leikaferð sem farin verður í okt- óber til að fylgja sólóplötunni eftir. Pixies Nýbylgjusveitin vinsæla frá Boston í Bandaríkjunum, Pixies er komin með nýtt lag eftir nokkurt hlé. Heitir það „Velouria“ og er það undanfari nýrrar plötu Pixies þeirrar þriðju í röðinni. Mun hún heita Bossanova og er áætluð útgáfa í ágúst. LedZeppelin Poppsíðan skýrði frá því fyrir skömmu að enn og aftur væru komnar á kreik sögusagnir um endurlífgun Led Zeppelin og í bígerð væri heljarmikil tónleika- ferð um Bandaríkin. Hafa þessar sögusagnir nú fengið frekari byr undir báða vængi því í október mun koma út kassi með fjórum geisladiskum sem geyma munu ein sextíu lög og eru þar á meðal öll þekktustu lögin sem Zeppelin hefur sent frá sér í gegnum tíð- ina auk nokkurra sem ekki hafa verið gefin út áður. The Mission The Mission hefur fengið gítar- leikara í stað Simon Hinklers sem hætti eftir eina tónleika á ferða- lagi hljómsveitarinnar um N- Ameríku fyrir skömmu. Er það gítarleikari All About Eve Tim Bric- heno sem kominn er í stað Hink- lers en hann aðstoðaði The Miss- ion á nokkrum tónleikum í Evr- ópu vegna brotthvarfs Hinklers og Poppsíðan hefur áður greint frá. Michael Jackson Michael Jackson er að því að best er vitað búinn að ná sér af milli- liðagigtinni sem hrjáði hann fyrir skömmu og er hann nú byrjaður að vinna að gerð nýrrar plötu í New York af fullum krafti. Ekki er vitað hvenær platan kemur út en á henni hefur Jackson enn einu sinni notið aðstoðar gítarleikara úr þungarokkinu og er það að þessu sinni enginn annar en Slash úr Guns ’N’ ttoses. Áður hafa þeir Eddie Van Halen og Steve Stevens spilað á plötum „Jackos“, Van Halen á Thriller en Stevens á Bad. Fabulous Thunderbirds Gítarleikarinn knái Jimmie Vaugh- an sem ásamt bróður sínum Steve Ray hefur að undanförnu verið að vinna með Bob Dylan við nýja skífu hans, hefur sagt skilið við hljómsveitina sína The Fabu- lous Thunderbirds. I stað hans eru komnir tveir gítarieikarar sem heita Kid Bangham og Duke Robi- lard. Kann poppsíðan lítil skil á Bangham en Robilard er vel þekkt- ur innnan blúsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.