Dagur - 28.07.1990, Blaðsíða 20
Helgarveðrið:
Hlýtt verður áfrarn
- kólnar eftir helgi norðanlands
Um helgina verður trúlega
áfram hið ágætasta veður við-
ast hvar á Norðurlandi en upp
úr helgi eru blikur á lofti um að
hann snúist í norðanátt með
tilheyrandi < ófögnuði norðan-
lands en fögnuði sunnanlands.
Á laugardag verður strekking-
ur allra syðst á landinu með aust-
anátt, en hægari annars staðar.
Þokusúld eða rigning verður suð-
austanlands og nokkuð vestur
með suðurströndinni. í öðrum
landshlutum verður þurrt en
mistur í lofti. Einna bjartast
verður vestanlands og í innsveit-
um norðanlands, en við norður-
ströndina og Húnaflóann verður
þokuloft. Hlýtt verður áfram.
Á sunnudag verður austlæg átt
og hlýtt í veðri. Skýjað og dálítil
súld á Suðaustur- og Austurlandi
en þurrt og víða léttskýjað á
Norður- og Vesturlandi. Á
mánudag snýst hann í norðanátt
og heldur kólnandi. Skýjað verð-
ur og þokuloft og súld við norð-
ur- og austurströndina. -bjb
Útgerðarfélag Húsavíkur hf.:
Fjölmeimi á stoMmdi
- 78 með hlutaijárloforð
að upphæð rúmar 20 milljónir króna
Stofnfundur Útgerðarfélags
Húsavíkur hf. var haldinn að
Hótel Húsavík á fimmtudags-
kvöld. Um 80 manns mættu á
fundinn, eða svo margir að í
upphafi fundarins þurfti að
færa hann í stærri sal svo að
fundarmenn kæmust fyrir, og
78 skrifuðu sig fyrir hlutafé, en
alls safnaðist hlutafé að upp-
hæð 20.870 þúsund á fundin-
um.
„Við erum mjög ánægðir með
svo góða fundarsókn á einu besta
blíðviðriskvöldi sumarsins,“
sagði Kári Arnór Kárason sem
starfaði í undirbúningsnefnd.
Kári sagði að jákvæðni hefði ríkt
á fundinum og menn virtust sam-
stilltir með að taka á þessu verk-
Ný staðsetning
álvers í Eyjafirði:
Hafliargjöldinyrðu
47 milljómr
króna árlega
Samkvæmt upplýsingum frá
Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar
hefur verið ákveðið að stað-
setja áætlaða lóð undir álver í
Eyjafirði um einum kílómetra
sunnar en áður hafði verið
áformað. Þessi tilflutningur
leiðir til þess að hagstæðari
grunnur fæst fyrir álverið, og
sparast við það um 270 millj-
ónir króna.
Höfn við álverið er nú áætlað
að byggja á Ytri-Töng. Það hafn-
arstæði hefur sömu kosti og við
Dysnes og er áætlaður byggingar-
kostnaður hinn sami, eða um 420
milljónir króna. Miðað við tvö
hundruð þúsund tonna álver er
áætlað að hafnargjöld verði 240
krónur á hvert tonn af áli. Yrðu
tekjur hafnarinnar samkvæmt
þessum áætlunum 47 milljónir
króna á ári.
Heildarkostnaður við hafnar-
framkvæmdir, jarðvegsvinnu og
vegagerð er áætlaður tæpir tveir
milljarðar króna. EHB
efni'. Talsverðar umræður urðu á
fundinum um fyrirhugaðan rekst-
ur fyrirtækisins - að reka útgerð-
arfélag sem ekki gerir út - , en það
er í sjálfu sér ekki markmiðið að
gera ekki út heldur sýndist undir-
búningsnefndinni hentugast,
eins og staðan er í dag, að kaupa
kvóta og leigja hann til útgerðar-
aðila sem fyrir eru á staðnum.
Flestir fundarmanna virtust líta á
þessa tilhögun sem fyrstu skrefin
að rekstri öflugs félags með
stærra markmið, kaup á togskipi,
ef og þegar efni stæðu til.
Á fundinum var samþykkt til-
laga þess efnis að stjórn beitti sér
fyrir aukinni hlutafjársöfnun hið
fyrsta og gengið yrði í hús og
fyrirtæki í bænum til hlutafjár-
söfnunar. Stærstu hlutafjárlof-
orðin eru frá Framkvæmdalána-
sjóði Húsavíkurbæjar, 10 millj-
ónir, 5 milljónir frá Fiskiðjusam-
lagi Húsavikur, 1,4 frá íshafi hf.,
ein milljón frá Verkalýðsfélagi
Húsavíkur og 300 þúsund frá
Öryggi sf. Á fundinum skrifaði
fjöldi einstaklinga sig fyrir hluta-
fjárloforðum að upphæð 10-50
þúsund.
í stjórn félagsins voru kjörnir:
Einar Njálsson, Hermann Lars-
sen, Þráinn Gunnarsson, Haukur
Hauksson og Óli Austfjörð.
Stjórnin mun síðan skipta með
sér verkum. IM
Loftnetin á túninu á Mánárbakka mynda hcilan skóg enda eru þau 64 talsins.
Mynd: IM
Mánárbakki:
Japanir reisa 64 loftnet
til norðurljósarannsókna
í byrjun júlí var sett upp viðbót
við tækjabúnað til norðurljósa-
rannsókna að Mánárbakka á
Tjörnesi. Undanfarin ár hafa
japanskir vísindamenn unnið að
þessum rannsóknum og eru loít-
net og ýmis mælitæki staðsett í og
við húsið að Mánárbakka. Það
var heill loftnetsskógur sem reist-
ur var á túni við bæinn að þessu
sinni, alls 64 loftnet og eru þau á
svæði sem er 58x63 metrar að
stærð. Að sögn Aðalgeirs Egils-
sonar á Mánárbakka er hér um
að ræða nákvæmari búnað en
þann sem fyrir var, og munu lík-
ur aukast á að vísindamennirnir
fari að verða einhvers vísari um
hvar norðurljósin myndast.
IM
Bæjarfógetaembættið:
91% aukning á gjaldþrotabeiðnum
hjá einstaklingum milli ára
Það sem af er þessu ári eru
framkomnar gjaldþotabeiðnir
frá einstaklingum og fyrirtækj-
um hjá Bæjarfógetaembættinu
á Akureyri og Dalvík orðnar
65 talsins, en voru á öllu árinu
1989 72 alls. Á þessum tíma
1989 voru þær „aðeins“ 34,
svo aukning er fyrirsjáanlega
mjög mikil.
Ástæða þessa er alls ekki ein-
hlít, og margar samverkandi
ástæður eru þar örugglega mis-
gildandi. Lang mest er hér um
Akureyri:
Bqálað að gera á bflaleigunum
Þeir forráðamenn bílaleiga á
Akureyri sem blaðið hafði
samband við voru ánægðir
með viðskiptin það sem af er
þessum mánuði og eftir að
hlýnaði fyrir alvöru hefur verið
mjög mikið að gera.
Vilhelm Ágústsson hjá Bíla-
leigu Akureyrar sagði að sumarið
hafi farið rólega af stað og iítið
hafi verið að gera í júnímánuði
og fyrstu helgina í júlí. „Síðan
hefur þetta lagast mjög mikið og
nóg að gera í dag. Útlendingarnir
eru mjög ánægðir með þetta góða
veður og gott hljóð í þeim. Þann-
ig að það er allt í góðu lagi hjá
okkur,“ sagði Vilhelm. Bílaleiga
Akureyrar varð fyrir því óhappi í
vikunni að missa Land-Rover
jeppa í Krossá, en útlendingarnir
sem í honum voru sluppu án
meiðsla. Jeppinn er mikið
skemmdur, en Vilhelm sagði að
hann væri viðgerðarhæfur.
Hljóðið var gott í Einari
Thorlacius hjá Bílaleigu Flug-
leiða við Akureyrarflugvöll þegar
Dagur sló á þráðinn til hans. Frá
því leigan var opnuð í vor hefur
verið mikið að gera og álíka mik-
ið af íslendingum og útlending-
um sem hafa leigt sér bíl. Bíla-
leiga Flugleiða er eingöngu með
fólksbíla en Einar sagði að jepp-
ar yrðu til taks á Akureyri í
haust.
Hjá Bílaleigunni Erni, sem
hefur m.a. umboð fyrir bíla-
leiguna Geysi í Reykjavík, er
búið að vera mikið að gera í sum-
ar og sagði Birgir Torfason að frá
því um miðjan maí hafi verið
brjálað að gera. „Það er mikið
um pantanir í ágúst og alveg fram
í miðjan september,“ sagði
Birgir. Bílaleigan Örn er með 25
bíla í útleigu af öllum stærðum og
gerðum og sagði Birgir að varla
losnaði bíll þessa dagana. Örn
varð fyrir því óhappi í vor að
missa 3 bíla vegna umferðar-
óhappa. Svo ótrúlega vildi til að
tveir þeirra lentu í árekstri í
Aðaldal, keyrðu framan á hvorn
annan og báðir eyðilögðust. -bjb
einstaklinga að ræða og smærri
fyrirtæki, eða „pappírsfyrirtæki"
sem hafa verið með lítinn
rekstur, og það sem af er þessu
ári eru það þrjú gjaldþrot hjá
fyrirtækjum sem eitthvað hefur
kveðið að, en það eru Akurvík
hf. og Rafak hf. (Raforka) á
Akureyri og Fóðurstöðin á
Dalvík.
Orsakavaldar þessarar óheilla-
vænlegu þróunar eru ýmsir, en
þar vegur atvinnuöryggi þungt,
en á síðasta ári greiddi Verka-
lýðsfélagið Eining á Akureyri
20.159.919 krónur í atvinnu-
leysisbætur, en frá sl. áramótum
til 20. júlí hafa verið greiddar
24.529.251 króna, en atvinnu-
leysisbætur hafa hækkað um
sama hlutfall og laun á þessum
tíma.
Til sama tíma á árinu 1989
námu atvinnuleysisbætur um 16,6
milljónum króna en í dag eru 109
á atvinnuleysisskrá hjá Einingu,
en voru 74 á sama tíma í fyrra.
Hversu mikið aukið atvinnuleysi
tengist auknum fjölda gjald-
þrotabeiðna hjá einstaklingum er
óhægt um vik að leggja mat á, en
tflaust hefur það einhver áhrif.
GG