Dagur - 28.07.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. júlí 1990 - DAGUR - 7
Úr gömlum
Degi
Dómsrannsókn á Húsavík
út af ókenndum dýrum
í Degi 1959 er sagt frá dularfull-
um atburðum á Húsavík frá fyrra
ári. Torkennilegt dýr sást við
Heiðarhöfn í Sauðaneshreppi á
Langanesi veturinn áður og
nokkru síðar sáust tvö dýr um 70
metra frá sjó skammt frá Laxa-
mýri í Suður Þingeyjarsýslu.
„Dýr það, er fyrst sást, en það
var um 150 metra frá bænum
Heiðarhöfn, var á leið til sjávar
þegar menn komu auga á það.
Skotið var á það og fullyrt, að
þrjú skot hefðu hitt, en það hélt
leiðar sinnar og sást ekki síðan.
Björn og Vigfús Jónssynir,
bændur á Laxamýri, sáu hin dýr-
in og komust nærri þeim, svo að
ekki voru nema 15-20 metrar á
milli. Þeir bræður höfðu með sér
skozkan hund, grimman, og
sendu hann til dýranna, því þeir
hugðu þetta vera kindur. En
seppi kom von bráðar til baka,
ýlfraði hátt, og var hræddur lengi
á eftir. Það kom einnig í ljós við
Heiðarhöfn, að hundar höfðu
mikinn ótta af dýrinu þar.
Ekki bar mönnum saman um
útlit dýra þessara og hefur raunar
aldrei fengist úr því skorið, hvort
hér hafi ísbirnir verið á ferð eða
ekki.“
Sýslumaður Þingeyingar tók
skýrslur og lagðar voru fram
Misheppnuð tilraun með fiskeldi
í Liverpool hefur leitt til þess, að
háskólamenn þar, sem og í
Manchester eru komnir á fulla
ferð með nýtt rannsóknarverk-
efni, sem snýr að möguleikum á
því að láta kræklinga hreinsa
óhreint vatn. Þetta kemur til af
því, að fiskeldistilraunin leiddi
það í ljós, að kræklingar eru
mjög dugmiklir við að hreinsa
gruggugt vatn.
Tilraunin fór fram á Mersey-
side hafnarsvæðinu í Liverpool,
sem er þekkt fyrir að vera eitt-
hvert óhreinasta hafnarsvæði á
Bretlandseyjum. Hugmyndin var
að leita leiða til að nýta þurrkví-
arnar, sem hætt er að nota fyrir
skip, og þarna fóru fram tilraunir
bæði með fiskeldi og kræklinga-
eldi. Fiskarnir þrifust illa í því
grugguga vatni, sem þarna er, en
öðru máli gegndi með krækling-
ana, þeir döfnuðu ágæta vel og í
ljós kom, að þeir réðu yfir ótrú-
teikningar. Margir voru vantrú-
aðir á að hér væri um ísbirni að
ræða, ekki síst vegna þess að ís
var ekki nærri landi og ísbirnir
höfðu ekki gengið á land á þess-
um slóðum síðan frostaveturinn
1918. Sýslumaður taldi það nýtt í
íslenskri réttarsögu að láta fara
fram dómsrannsókn út af
ókenndum dýrum en sjálfur taldi
hann ísbirni hafa verið hér á ferð.
Útilega og mannraunir
Fleiri fréttir úr Þingeyjarsýslu.
Snemma árs 1962 er sagt frá
manni úr Reykjahverfi sem fór
upp á Axarfjarðarheiði og var
farið að óttast um hann þegar
hann var ókominn til byggða
næsta dag. Tryggvi Helgason,
flugmaður á Akureyri, var feng-
inn til að leita hans. Tryggvi segir
m.a. svo frá:
„Þegar austur kom á Axar-
fjarðarheiði var dimmt af hríð
norðan til og leitaði eg því fyrst
sunnar. En brátt birti upp og
flaug ég þá nálægt veginum.
Brátt sást til mannsins með tösku
í hendi. Við sendum honum
skilaboð á miða er við létum í
svarta poka, sem skáru vel af á
hvítri fönninni, og létum falla til
jarðar, en hann skeytti því engu,
hélt áfram göngu sinni, breytti
um stefnu til norðurs, og var
sýnilega orðinn villtur."
legum eiginleikum til að hreinsa
vatnið. Að nokkrum tíma liðnum
var vatnið orðið eins hreint og á
fínustu baðströndum á Suður-
Englandi. Það er ennfremur
fullyrt, að kræklingarnir bragðist
Þeir, sem vanir eru mikilli kaffi-
drykkju, fá gjarnan höfuðverk,
byrji þeir ekki daginn með einum
eða tveimur bollum af kaffi.
Áköf löngun í kaffi segir venju-
lega til sín, þegar sextán til átján
stundir eru liðnar frá því síðasti
kaffibollinn var tærndur.
Höfuðverkur vegna kaffiskorts
tengist breytingum á vídd
æðanna og er af sömu rótum
runninn og mígreni. Verkurinn
g| Dagur
Tryggvi lét leitarmenn strax
vita hvar maðurinn var staddur
og komu þeir honum til bjargar.
Hann hafði legið úti heila nótt í
illviðri á Axarfjarðarheiði og var
orðinn dasaður og kalinn á öðr-
um fæti er hann fannst.
/
Osiður að stökkva
á alla hunda
Næst grípum við niður í grein um
hunda og hundarækt frá 1962. í
niðurlagi greinarinnar segir
höfundur:
„Ekki er ég á móti því, að
grimmir eða illa innrættir hundar
séu fjarlægðir. Hinu má heldur
ekki gleyma, að það eru takmörk
fyrir því hvað fólk má leyfa sér
gagnvart hundum. Hundar eru
sjaldnast allra vinir, en undan-
tekningarlaust tryggir eigendum
vel.
Starfsmenn háskólanna, sem
að verkefni þessu vinna, kanna
nú hvernig nýta megi kræklinga
til að hreinsa vatn í stórum stíl.
(Fakta 7/89. - l’.J.)
getur orðið býsna slæmur og
heldur oft áfram að versna, þar
til „sjúklingurinn" fær sér bolla af
kaffi eða höfuðverkjarpillu með
koffíninnihaldi.
Þannig er, að koffín veldur
samdrætti í æðunum í höfðinu,
og þegar það kemur til sögunnar
verður ástandið aftur eðlilegt.
Höfuðverk vegna kaffibindindis
er oft ruglað saman við venjuleg-
an spennuverk.
(Bengt Bengtsson í Fakta 7/89. - Þ.J.)
sínum. Því miður eru sambúðar-
vandamálin oftar mannasök en
hundanna, samanber grjótkast
og barsmíðar. Og það er líka
mikill ósiður sumra að stökkva á
alla hunda, sem þeir sjá, til að
kjassa þá og klappa, hvort sem
hundunum líkar betur eða verr.
Það er álíka heimskulegt og ef
einhver hlypi til með kjassi og
fagurgala í hvert sinn og hann
mætti laglegri stúlku á strætum
úti og vildi fara unt hana
höndum."
Sundlaugin líkari hlandfor
Að lokum tvær stuttar fréttir úr
Degi 1920. Sú fyrri fjallar um
óspektir og hljóðar svo:
„Óspektir nokkrar urðu hér
götunum sl. sunnudagskvöld.
Skipshöfnin á Hektor (Skip Ásg.
Péturssonar. Skipshöfnin
sunnlenzk) fór um göturnar með
hávaða. Borgarar í bænum, sem
urðu á vegi þeirra vildí þagga
niður hávaðann, en skipstjórinn
snerist illa við og sló Erling
Friðjónsson höfuðhögg. Urðu úr
þessu stefnufarir og voru óspekt-
arseggirnir sektaðir."
Seinni fréttin er um sundlaug-
ina á Akureyri:
„Sundstæði bæjarins er verið
að endurbæta, enda þarf það
mikilla bóta við. Sundpollurinn
er venjulega líkari hlandfor en
nokkru öðru. Aurbotn í þröngu
gili með moldarbökkum beggja
vegna, verður aldrei gott sund-
stæði nema hreinsað sé og stein-
steypt í hólf og gólf. Nú er byrjað
á steypuvegg framan við og búist
við að síðar verði steypt með
hliðum, botninn hreinsaður og
steyptur. Þá fyrst verður sund-
stæðið bænum samboðið. Svein-
björn Jónsson stendur fyrir verk-
inu.“
Sautjándi júní
Töluvert var um gagnrýnisraddir
vegna 17. júní hátíðarhaldanna á
Akureyri í ár, nt.a. vegna þess að
tímasetningar stóðust ekki. Flett-
um nú upp í Degi frá því herrans
ári 1921 og lítum á frásögn blaðs-
ins af þjóðhátíðinni það ár:
„Eins og f fyrra gekkst U.M.F.
Akureyrar fyrir hátíðarhaldi hér
á Akureyri í sambandi við íþrótta-
mót. Veðrið var hið ákjósanleg-
asta og fór fagnaðurinn mjög vel
fram. Aðeins væri ástæða til þess
að vanda um við íþróttamennina
og þá sem stjórna að gæta betur
stundvísinnar. Biðirnar eru alltaf
þreytandi fyrir fólk sem stendur í
sömu sporum, svo ástæða er til
að hafa þær sem styztar. Ekki er
þó ástæða til að ásaka Ung-
mennafélag Akureyrar, því það
hefur ekki legið á liði sínu, og
mun vera leitun á jafn fjörmiklu
og þróttmiklu ungmennafélagi,
enda fer vel á því að hreyfingin
haldi velli hér, þar sem áður stóð
vagga hennar."
Síðan er hátíðardagskránni og
íþróttakeppni lýst en gagnrýni á
óstundvísi er greinilega ekki ný
af nálinni. Þarna stóð Ung-
mennafélag Akureyrar í miklum
blóma og ánægjulegt að félagið
hafi nú verið endurreist.
Baðhús fyrir bæinn
Hverfum þá aftur til ársins 1919
og stöldrum við grein sem bæjar-
búi skrifar. Hann hvetur til þess
að Akureyringar komi sér upp
baðhúsi og telur að það sé ekki
mikið mál fyrir þetta 2000 manna
bæjarfélag. Greinin hefst á þess-
um orðum:
„Eitt af því, sem Akureyri
þarfnast allra mest og sem allra
fyrst, er gott, opinbert baðhús.
Eins og flestir vita, er hreinlæti
eitt aðalskilyrði fyrirgóðri heilsu,
enda er talsverðu fé og erfiði nú
varið hvarvetna, bæði til sveita
og í kaupstöðum, til þess að hafa
hrein húsakynni, hreint loft og
hreinan klæðnað. Menn vita nú
betur en fyrir nokkrum tugum
ára, að fjöldi hættulegra sjúk-
dóma, einkum húðsjúkdóma,
eiga upptök sín í eitrun, sem staf-
ar annað hvort af óhreinum mat
eða drykk, stundum af óhreinu
lofti, en einnig og ekki sjaldnast
af óhreinum nærfatnaði og um
leið óhreinum líkama, enda eru
nú baðhús til á öllum heilsuhæl-
um, sem byggð hafa verið og
einnig í nokkrum húsum hinna
efnaðri manna, en því miður eru
þau ekki til alls staðar, og þau
vantar einmitt þar, sem þeirra er
mest þörf, á heimilum fátækling-
anna, en þeir eru ætíð fleiri en
hinir efnuðu, og heilsa þeirra
ekki minna verð: óþarfi er að
fjölyrða meira um þetta.“
Þetta lýsir vel tíðarandanum
og kannski líka stílbrögðum
manna; lítið um punkta en þeim
mun meira notað af kommum.
Siggi Sveins með 18 mörk
Skyndilega kemur hér íþrótta-
frétt frá árinu 1980 er greinir frá
því er Þróttur vann Þór í hand-
knattleik:
„Enginn réði við Þróttarann
Sigurð Sveinsson í þessum leik,
hann skoraði hvorki meira né
minna en 18 mörk og var algjör
yfirburðamaður í liði sínu. Menn
spyrja eflaust hvers vegna var
maðurinn ekki tekinn úr umferð,
já hvers vegna var Sigurður ekki
tekinn úr umferð?
Þórsarar léku þennan leik án
Pálma Pálmasonar. Fyrstu tíu
mínúturnar var auðséð að þeir
söknuðu hans, því allar sóknar-
aðgeröir þeirra voru í molum,
staðan 1-1. Ragnar markmaður
hélt þá liði sínu á floti með frá-
bærri markvörslu, hann varði
mjög vel í fyrri hálfleik.
En eftir þessa byrjunarerfið-
leika fóru Þórsarar að sýna hvað í
þeim bjó og leiddu þeir leikinn
ávallt með 1-2 mörkum, í leikhléi
var staðan 12-11 Þór í vil. Sigurð-
ur hafði þá skorað níu af mörk-
um Þróttar, síðasta mark hálf-
leiksins skoraði hann beint úr
aukakasti.
Það var fram í miðjan síðari
hálfleik sem leikur Þórsara var
sannfærandi og staðan var 17-15
þeim í hag, en þá var það sem
Þróttarar gripu til þess ráðs að
taka Arnar úr umferð. Við það
hrundi leikur Þórs og breytti
Sigurður stöðunni í 20-17 Þrótti í
vil. Eftir þetta áttu Þórsarar
aldrei möguleik á sigri.
Bestu menn Þórs voru Sig-
tryggur, Gunnar og Ragnar í
markinu.
Mörk: Sigtryggur 8, Gunnar 6,
Arnar 4, Ólafur 2, Árni, Hrafn-
kell og Valur 1 hver.“
SS tók saman.
af erlendum vetfvangi
Kræklingar duga vel
við hreinsun vatns
Kaffibindindi
veldur höfiiðverk
Daiwa
Veiðivörur
vandlátra
Kaststangir, flugustangir, veiðihjól,
bússur, vöðlur, veiðivesti, háfar.
Þekking, reynsla, þjónusta
111EYFJÖRÐ
HJALTEYRARGÖTU 4 SÍMI 96-22275