Dagur - 28.07.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. júlí 1990 - DAGUR - 5
Jón Hjaltason
Stallone vill leita á ný mið:
„Leyfið mér að drepa Rocky
- og mála Rambó
Kvikmyndir Stallones
Fyrír Rocky:
A Party at Kitty and Stud’s 1970
Bananas 1971
The Lords of Flatbush 1974
The Prísoner of Second Avenue 1975
Capone 1975
Death Race 2000 1975
Farewell My Lovely 1975
Cannonball 1976
No Place to Hide 1976
Rocky-tímabilið:
Rocky (hofundur handrits) 1976
F.I.S.T. (höfundur handrits) 1978
Paradise Alley (leikstjóri og höfundur handrits) 1978
Rocky II (leikstjóri og höfundur handrits) 1979
Nighthawks 1981
Victory 1981
Rocky III (leikstjóri og höfundur handrits) 1982
First Blood (einn höfunda handrits) 1982
Staying Alive (leikstjóri og einn höfunda handrits) 1983
Rhinestone (einn höfunda handrits) 1984
Rambo: First Blood II (höfundur handrits) 1985
Rocky IV (leikstjóri) 1985
Cobra (höfundur handrits) 1986
Over the Top (einn höfunda handrits) 1987
Rambo III (einn höfunda handrits) 1988
Lock Up 1989
Tango and Cash 1989
Að undantekinni Staying Alive heíur Stallone leikið aðalhlut-
verkið í öllum þcssum myndum Rocky-tímabilsins.
Sagt er að óhljóðin hafi skekið
Hollywood af grunni sínum.
Hinn fremur lágvaxni Sylvesters
Stallone var nýbúinn að afhenda
forráðamönnum United Artists
handritið að 5. Rocky-myndinni.
Stallone hafði drepið Rocky.
Adrian, eiginkona hnefaleikar-
ans, les fréttatilkynningu: „Eigin-
maður minn lést stundarfjórð-
ungi yfir níu. Hann var ekkert
stórmenni en hann framkvæmdi
engu að síður stórvirki. Og svo
lengi sem finnst kjarkur meðal
manna til að tefla á tvær hættur -
líkt og eiginmaður minn gerði -
mun heimurinn halda áfram að
státa af Rockyum.“
Stallone lætur í
minnipokann
Stallone hafði tekið ákvörðun,
hann ætlaði að segja skilið við
blóðidrifna fortíð hnefaleikarans
og ekki síður ofurmennisins
Rambós. Pað skipti hann engu
máli lengur að þessar persónur
höfðu gert hann að milljarða-
mæringi og tekjuhæsta kvik-
myndaleikara Hollywood. Vegna
vinsælda hnefaleikarans og dráp-
arans eru tekjur Stallones fyrir
hverja kvikmynd er hann gerir
orðnar um einn og hálfur millj-
arður. Fyrir mann sem ekki veit
aura sinna tal hafa dollararmr
ekki sama aðdráttarafl og áður;
nú vill Stallone virðingu og viður-
kenningu fyrir leikhæfileika sína.
En jafnvel Stallone á í erfiðleik-
um við að fá sitt fram í Holly-
wood.
Algeng goðsögn um Holly-
wood er sú að stjörnurnar velji
sér sjálfar hlutverk að leika. í
þessu má finna þann sannleiks-
vott að stjörnurnar lesa að sjálf-
sögðu handritin yfir og geta yfir-
leitt neitað að taka að sér hlut-
verk ef þeim líst þannig á það. En
áður en kvikmyndahandritið
kemst í hendur stjörnunnar hafa
umboðsmenn og stjórnendur
kvikmyndaveranna lesið það yfir
- og sannleikurinn er sá að vald
kvikmyndafyrirtækjanna er í
flestum tilvikum meira en stór-
stjarnanna. Fyrir vikið verða
leikararnir yfirleitt að ganga veg-
inn er Hollywood-kerfið - öðru
nafni fjármálamennirnir -
ákveða að sé arðvænlegastur.
Afleiðingin er sú að jafnvel
stjörnurnar verða að gera sér að
góðu að sitja fastar í hlutverkum
sem álitin eru arðbær. Kerfið hat-
ar ekkert meira en að sjá leikara
leggja út af öruggu brautinni.
Með ógnunum og smjaðri er
þeim því haldið við efnið. Hótun-
in er einföld: Gerðu eins og við
viljum eða þú situr auðum hönd-
um til æviloka.
Og jafnvel Sylvester Stallone
verður að beygja sig undir ofur-
vald dollaramannanna. Forráða-
menn United Artists hafa sann-
fært hann um að Rocky verði að
lifa. Stallone er ekki sáttur en
fellst þó á að endurvekja hnefa-
leikarann. Fyrir 14 árum síðan
barðist hann um á hæl og hnakka
til þess að fá að leika Rocky -
neitaði meira að segja að láta
handritið af hendi fyrir 21 milljón
því að tilboðinu fylgdu þeir skil-
málar að hann léti af kröfu sinni
um að leika aðalhlutverkið
sjálfur. Nú er öldin önnur. Að
vísu fellst Stallone ekki á að hann
hafi strax 1976 sætt sig við
Rocky-ímyndina. „Þegar í næstu
mynd á eftir Rocky reyndi ég að
segja skilið við hann. Ég gerði
Paradise Alley og F.I.S.T. en
hvorug þeirra taldist til hasar-
mynda. Og því gleymi ég aldrei
þegar ég kom í bíóhúsið frum-
sýningarkvöld Paradise Alley.
Pað voru um það bil 30 manns í
bíóinu - auðir stólarnir gerðu
hróp að mér. Ég var á niðurleið
og fór hraðar en augað eygði. Ég
grænan“
lét því tilleiðast að gera Rocky II
- og ég segi það tæpitungulaust -
hún endurlífgaði mig.“
Rambó veldur „föður
sínum“ ógleði
En nú er Stallone staðráðnari í
því en nokkru sinni fyrr að breyta
ímynd sinni á hvíta tjaldinu.
Rambo III reið baggamuninn.
Pað var við tökur á þessari
kvikmynd, sem kostaði hátt á
fjórða milljarð, að Stallone fékk
sig (að eigin sögn) fullsaddan á
fámæltum og vöðvastæltum ofur-
mennum, grunuðum um að reiða
ekki vitið í þverpokum.
Afleiðingin varð dráp Rockys í
götuóeirðum sem höfundur hans
varð þó að hætta við. í staðinn
breytist hnefaleikarinn í Rocky V
úr meistara í ræfil næstum því að
segja. Hann er hættur að boxa og
orðinn þjálfari. John Avildsen
leikstýrir Rocky V en hann var
einnig við stjórnvölinn í Rocky I.
Þá mun Rambó hætta að lúskra á
kommum og þess í stað taka að
sér umhverfisvernd. Stallone hef-
ur viðrað þá hugmynd að gera
þetta afkvæmi sitt að þjóðgarðs-
verði í Afríku og aðalfíiavernd-
ara álfunnar eða að helsta bjarg-
vætti hvala úthafsins. Og má þá
mörlandinn fara að gæta sín.
Þannig munu þeir félagarnir,
Rocky og Rambó, lifa enn um
sinn. Kvikmyndir Stallones hafa
halað inn í kringum 60 milljarða
íslenskra króna og hann er þar af
leiðandi í ákaflega sterkri samn-
ingsstöðu - samt sem áður eru
það peningamennirnir en ekki
Stallone sem ráða því hvenær
tvímenningarnir safnast til feðra
sinna. Stallone er þó þekktur fyr-
ir stjórnsemi sína, hann vill helst
halda í alla spotta sjálfur. Á
„Rocky-tímabilinu“, frá 1976
hefur hann leikstýrt 5 mynda
sinna, skrifaði handrit, einn eða
með öðrum, að 12 þeirra og verið
í aðalhlutverki í 16 - en á þessum
tíma hefur Stallone unnið að 17
kvikmyndum alls. Það er meira
að segja svo að þær kvikmyndir
sem hann leikstýrir ekki eru engu
að síður undir hans handarjaðri.
Falli honum ekki leikstjórinn
verður sá að víkja. Þetta gerðist
nýlega við tökur á Tango and
Cash en það er í fimmta sinnið að
Stallone lætur leikstjóra sigla
sinn sjó. Þrátt fyrir þetta getur
Stallone ekki leyft sér að ganga
frá þeim Rocky og Rambó án
samþykkis frá United Artists.
Hann hefur nýlega samið um
gerð fimm hasarmynda við kvik-
myndaverið, tekjur hans munu
enn aukast en gallinn er sá að
hugur Stallones stefnir annað.
Sjálfur vill hann vera laus við
ofbeldið og láta draum sinn ræt-
ast um kvikmynda ævi Edgar All-
an Poes eða tónskáldsins Puccin-
is. Hann vill breyta hetjuímynd
sinni á hvíta tjaldinu og kveðst
raunar þegar vera byrjaður á því.
Tango and Cash er að sögn Stall-
ones fyrsta skrefið í þessa átt.
„Rambó er kerling“
í djúpum leðustól, umkringdum
milljónakróna listaverkum;
höggmyndum eftir Remington og
Rodin, málverkuni eftir Andy
Warhole, Will Mentor og sjálfan
sig, útskýrir Stallone hugrenning-
ar sínar fyrir blaðamanni tíma-
ritsins American Film: „Ég hef
barist um á hæl og hnakka í
brennandi þyrlum og undir
drynjandi skriðdrekum og stokk-
ið úr hæstu trjákrónum. Ég er
hreykinn af því að hafa tekið þátt
í sköpun Rambós. Ég var ákaf-
lega upp með mér af First Blood.
En þá gerðist það, eins og virðist
raunar vera óhjákvæmlegt í
framhaldsmyndum, að hann
umbreyttist í ofurhetju - það var
þegar búið að segja söguna svo
næst varð að láta reyna á getu
hans. í kjölfarið fylgdi bylgja
eftirlíkinga. Ég viðurkenni aldrei
að ég sé muldrari líkt og Cuck
Norris eða Schwarzenegger.
...Auðvitað get ég ekki neitað
því að undanfarin ár hef ég verið
að leika treggáfða vöðvakarla.
Hlutverkið hefur fangað mig.
Maður gerir samninga og samn-
ingar eru ekkert sem hægt er að
skjóta sér undan með auðveldum
hætti. Og samningar mínir hafa
verið einkar hagstæðir svo ekki
sé tekið dýpra í árinni. Þannig
lætur maður flekast af örygginu
og vitneskjunni um að þurfa
aldrei að snúa til baka aftur á
upphafspunktinn. Ég féll í þessa
gryfju og áður en ég vissi voru
árin að áratug. Nú hlakkar í
fólki. Það segir mig hafa selt
djöflinum sálu mína og nú sé
komið að skuldadögum. Ég hef
enga afsökun. Ég hlýt að viður-
kenna skeytingarleysi mitt. Ég
hef ætíð alið þá hugsun með mér
að þeir dagar kæmu að ég hefði
goldið Mammoni sitt og að þá
loksins gæti ég byrjað tilrauna-
starfsemi mína með kvikmyndir
sem ekki væru merktar gullkálf-
inum strax í upphafi."
En hvernig markar Tango and
Cash upphafið á nýrri persónu-
sköpun Sylvester Stallones? „í
henni verð ég fyrir mörgum
móðgunum og er ítrekað niður-
lægður." Stærsti prófsteinninn á
það hvort Stallone tekst að hafa
hamskipti er að hans mati brand-
arinn í Tango and Cash þar sem
hann skiptist á orðum við lög-
regluþjóna. Stallone stendur á
hraðbrautinni. Bensínbíll kemur
brunandi eftir götunni. Hann
reynir að stöðva bílinn, kallar.
Það ískrar í bremsum og á sein-
ustu stundu stöðvast bifreiðin.
Lögreglan rennir upp að Stallone
og spyr hvað hann haldi eiginlega
að hann sé að gera? Þeir munn-
höggvast og lögregluþjónn segir
spottandi: „Hann heldur víst að
hann sé Rambó." Stallone
svarar: „Rambó er kerling.“
Brandarinn vekur hlátur bíófara.
Úr því að þeir leyfa Stallone að
draga dár að þessari hetju hvíta
tjaldsins þá er kannski nokkur
von til þess að þeir samþykki
nýja ímynd handa Stallone
sjálfum.
Úr Locke Up; Stallone innan fangelsisveggja. í hinu raunverulega lífi er hann líka heftur innan rimla, að visu ósýni-
legra.