Dagur - 28.07.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 28. júlí 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON.
RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON.
UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON.
BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÓRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON
LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON.
PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RlKARÐUR B.
JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON.
DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÚTTIR, HEIMASÍMI 22791.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL.
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Glansmyndir kosningabœklinga
og raunveruleikinn
Fyrir síðustu bæjarstjórnar-
kosningar lögðu stjórnmála-
flokkarnir sem buðu fram flestir
mikla áherslu á umhverfismál.
Flestir voru sammála um að
gera þyrfti allmikið átak í þeim
efnum á Akureyri, og tengsl
umhverfismála og ferðamála
eru til dæmis augljós. Mörgum
finnst þó að hægar gangi í
þessum efnum en æskilegt
væri. Vissulega hefur margt
áunnist í fegrun umhverfisins,
og þar er vel heppnað skipulag
svæðisins við Leirutjörn von-
andi dæmi um þau vinnubrögð
sem vænta má í framtíðinni. Þó
þarf að hyggja að miklu fleiri
þáttum í umhverfismálum
bæjarins.
Miðbær Akureyrar og núver-
andi skipulag hans er afar bág-
borinn. Gömul hús og skúr-
byggingar í niðurníðslu eru
engin bæjarpýði eins og Sigfús
Jónsson, fyrrverandi bæjar-
stjóri, gerði oft að umtalsefni. í
mörg ár hefur verið vitað að
reiturinn sem afmarkast af
Geislagötu — Glerárgötu -
Strandgötu þarfnast endur-
skipulagningar, og varla liggur
annað fyrir sumum húsum á
því svæði en að verða rifin, þótt
nokkrum hafi verið haldið í
góðu ásigkomulagi. Þessi reitur
er í hjarta bæjarins, og er mikil
ábyrgð á höndum bygginga- og
skipulagsyfirválda að láta
taka til hendinni þar og víðar í
miðbænum.
Ekkert bólar á framkvæmd-
um við Ráðhústorg-Skátagil, en
svo nefnist rykfalhn áætlun
um endurskipulagningu sam-
nefndra hluta miðbæjar Akur-
eyrar.
Stór svæði í og við miðbæinn
eru til stórkostlegs vansa fyrir
bæjarfélagið. Margoft hefur
verið bent á Strandgötuna. Þar
er ónýt gangstétt norðan göt-
unnar, engin gangstétt að
sunnan. Hvers eiga ferða-
mennirnir að gjalda, sem koma
gangandi úr skemmtiferða-
skipunum upp í bæinn? Þeir
hljóta að hugsa sem svo að hér
hljóti skórinn að kreppa í efna-
hagsmálum eða fjármálum
sveitarfélagsins. Þar er líka
komið að kjarna málsins. Akur-
eyrarbær stendur ekki undir
því peningalega að gera stórt
átak í umhverfismálum á
skömmum tíma. Það hlýtur þó
að vera krafa bæjarbúa að ekki
sé verið að halda hugmynda-
samkeppnir og verja miklu fé í
arkitektavinnu, án þess að
neitt verði úr framkvæmdum.
Hvernig er það t.d. með við-
byggingu Amtsbókasafnsins?
Heyrst hefur að sú framkvæmd
muni í reynd kosta bæjarfélagið
hundruð milljóna króna, og
miðað við núverandi stöðu
bæjarfjármála og gífurlegar
skuldir hitaveitu og bæjarins
sjálfs sé það nánast óskhyggja
að byrja á þeirri byggingu á
næstu árum.
Gatnakerfi bæjarins er að
mörgu leyti afar ifla farið, þótt
bæjarstarfsmenn reyni á hverju
sumri að halda því í horfinu
með viðhaldi slitlags og holu-
fyllingum. Mjög langt er síðan
að brýnt varð að endurnýja sht-
lag Hafnarstrætis, svo dæmi sé
nefnt, en það er dýr fram-
kvæmd og því er verkinu sífellt
slegið á frest. Væri ekki nær að
nota peninga bæjarins til shkra
verka en að eyða stórfé í skýja-
borgir, sem enginn veit hvort
eða hvenær verða að veruleika?
EHB
úr hugskotinu
t
Bjartnæturlífið á Listahátíð
Listahátíð í Bjartnættinu
Sá einstæði atburður í íslenskri menningarsögu, núna í
kringum sumarmessu hins sæla Þorláks, að Reykjavík
eignaðist sína aðra Listahátíð, Listahátíð næturlífsins, í
bjartnætti með smávotti rómantískrar rökkurhulu,
langt frá því nægilegri til að hylja allt blessað borgar-
ungviðið, reikandi um í óralangri bið sinni eftir „Helg-
inni“ einu og sönnu, þegar allir sem vettlingi geta valdið
þeysa „út á land“, á hin ýmsu bindindis- og æskulýðs-
mót sem uppá er boðið, þá rökkrið er orðið snöggtum
meira og rómantískara, og brennsinn því auðfaldari, og
þar af leiðandi auðvitað miklu betri eins og allt sem er
bannað er alltaf.
Stórkostleg Iandkynning
Þessi nóttlausa næturlífslistahátíð hlýtur að teljast hin
stórkostlegasta landkynning, rétt eins og Listahátíðin
fyrr í sumar, þessi sem dóttir umhverfisráðherrans okk-
ar veitti forstöðu, og sem kvað víst mest hafa einkennst
af hingaðflutningi poppgoðsagna uppá milljónir sem
svo liðið tímdi ekki að hlýða á þegar til átti að taka fyrr
en miðarnir höfðu verið settir á útsölu. Það getur nefni-
lega varla verið síðri landkynning að halda næturlífs-
listahátíð þegar engin er nóttin, þegar er bjartnætti vor-
aldar veraldar.
Það voru svo víst aukin heldur útlendingar sem að
herlegheitunum stóðu, og meira að segja voru víst
mættir dagskrárgerðarmenn frá einni af vinsælustu
sjónvarpsrásum Bretaveldis, enda efnið sjálfsagt miklu
áhugaverðara en það þegar hún Beta var hér á ferð um
daginn, skoðandi hér hross og hunda.
Þeir hafa líka án efa fengið eitthvað fyrir sinn snúð
sjónvarpsmennirnir bresku, það er að segja ef þeir hafa
þá nennt að bera sig eftir björginni, því að því er einn
hinna íslensku aðstandenda hátíðarinnar sagði í út-
varpsviðtali á sjálfri Rásinni sem er með okkur öllum,
þá hefur hérna verið um alveg einstaka uppákomu að
ræða. Fyrir það fyrsta þá var nú víst allt tollaragengið í
Leifsstöðinni fínu í viðbragðsstöðu þegar leiguþotan
með hátíðargesti lenti, enda hafa hasshundarnir vísast
fundið lyktina alla leið suður til London, en auðvitað
hafa menn nú vitað af þessu og ekkert verið að lauma
inn einhverju dópi, enda má nú geta þess svona í fram-
hjáhlaupi, að dóp kvað vera einstaklega auðvelt að
útvega sér í alvöruheimsborginni Reykjavík, enda nóg
af varnarsamtökum og forvarnarsamtökum hvers konar
á svæðinu.
En látum nú þetta vera með tollarana í Keflavík og
eins það að vondar löggur skyldu eitthvað vera að fetta
fingur út í það þótt menn sýndu myndlistarhæfileika
sína með því að sletta litum á gangstéttar Lækjartorgs,
eða það þótt gerðar væru við það athugasemdir að
menn röskuðu vinnufriði þjóðarleiðtoganna með fót-
boltaspili á Austurvelli. Hitt var hálfu verra að öllu
skyldi hent út fyrirvaralaust þá leikur hæst stóð vegna
þess að einhverjir voru farnir að selja brennivín í óleyfi.
Segja bara „Lok, lok og læs, allt úr stáli“, alveg fyrir-
varalaust og án skýringa... Þó verður þess að geta, að
menn munu víst hafa náð að komast í hús kvöldið eftir.
Þökk sé hinum ómissandi Ólafi Laufdal. Og sjónvarps-
liðið hefur hugsanlega getað bjargað kvöldinu með því
að mynda þá listahátíð sem um hverja helgi á sér stað,
þegar Ungfrú Reykjavfk fer að hitta þann sem oftar
mætir nú í lopapeysu og kuldaúlpu en á brúna sumar-
jakkanum.
Framsækni
Það verður nú að segjast eins og er, að mikil yrðu von-
brigði manns með hina annars frábæru bresku sjón-
varpsmennsku, ef ekki tækist að gera um þetta efni
vandaðan, fróðlegan og umfram allt framsækinn þátt
um þetta efni. Það er í rauninni svo frábært að jafnvel
stelpugreyin á íþróttadeild Ríkisútvarpsins gætu ekki
klúðrað því, þó þær hafi nú stundum komist ansi langt,
samanber setningarhátíð Ungmennafélagslandsmótsins
í fyrrum Mosfellssveit sem var svo stórkostlegt fjöl-
miðlaefni, að maður hélt að því væri ekki hægt að
klúðra, til dæmis fliitningur vindsins og rigningarinnar
með aðstoð Diddúar á Þjóðsöngnum.
En hvernig sem umfjöllun breskra fjölmiðla um
þennan einstæða merkisviðburð kann að verða háttað,
þá er hitt víst, að fyrirgangur íslenskra fjölmiðla af
þessu tilefni hefur verið mikill, og það jafnvel fjölmiðla
í virtari kantinum sem alla jafna láta sér fremur fátt um
neðanjarðarlist finnast, einkanlega ef hún storkar kerf-
inu á einhvern hátt. Þannig voru þeir Bubbi og Megas
ekki ýkja hátt skrifaðir meðan þcir voguðu sér að
storka sjálfum ísbjarnarbræðrum, eða lýsa Esjunni sem
sjúklegri og Akrafjallinu sem geðbiluðu. í dag eru þeir
hins vegar meistarar, enda víst farnir að semja texta
fyrir menn af virtustu útvarpsættum, ef þeir eru það
ekki bara sjálfir. Og Sykurmolarnlt eru bara góðir af
því að þeir eru landar sem sagðir eru gera það gott í
Antonsson
skrifar
útlandinu, þegar meira að segja krosstré eins og hand-
boltalandsliðið og Einar Vilhjálmsson eru ekki í stuði.
Framúrstefnusölumennska
Hitt er svo aftur á móti umhugsunarefni, ekki síst fyrir
það fólk sem við ferðaþjónustu starfar, hvernig að til-
urð þessa stórfenglega menningarauka var staðið. Eitt
er víst, og það er að þarna hefur verið stunduð einstök
framúrstefnusölumennska, hverjir sem svo að henni
hafa staðið. Mann rámar eitthvað í það, að átak hafi
verið sett í gang til að selja ísland í Bretaveldi í tengsl-
um við drottnigarheimsóknina sem að vísu var þagað
um þarna ytra, og vissulega er það alveg bráð sniðug
hugmynd, að gauka því að einhverjum, að það væri
ekki svo galið að gangast fyrir næturlífslistahátíð í landi
þar sem engin fyrir finnst nóttin, en þó að margt hafi nú
verið rætt og ritað um landkynningarstarfsemi íslenskra
aðila erlendis, þá minnist maður þess nú ekki að þeir
hafi verið taldir svo hugmyndaríkir, að geta prangað
inn á útlendinga heilu kvöldi á skemmtistað sem búinn
var að missa vínveitingarleyfi, eða auglýsa götur og torg
sjálfrar Höfuðborgarinnar sem tilvalinn stað fyrir
geymslu á afgangs málningarslettum myndlistarmanna,
ellegar fótboltavöll.
Og hvör veit nema hér sé bara kominn lykillinn að
þeirri aukningu í ferðaþjónustu á íslandi sem allir eru
sítalandi um. Selja bara landið sem þennan dæmalausa
stað þar sem vinsælasta boðorðið kvað vera „Þú skalt
ekki stela - nema þú stelir milljónum", þar sem nútíma
Indiana Jones grefur upp bein ýsa og máva, meðan
fornleifasérfræðingarnir eru uppteknir af þjóðaríþrótt-
inni, að semja við sjálfa sig og hafa eftirlit með sjálfum
sér. Síðast en ekki síst, þá ættu menn að fá eitthvert er-
lent flugfélag til að skíra farkost sinn „City of the Wine-
less Moon“ sem á hinu ástkæra ylhýra „Borg hins Vín-
lausa Mána“ (fyrirgefið) „tungls" var það víst. Ekki er
að efa að þetta myndi gleðja marga hrellda þjóðarsál,
en hversu mikið það myndi gagnast því fólki sem reynt
hefur svo jafnvel árum hefur skipt að byggja upp ferða-
þjónustu í þessu landi við lítinn skilning og enn minni
ágóða, skiptir ef til vill heldur ekki máli þegar klakinn
verður orðinn að verstöð, og sjálf Borgin að nætur-
klúbbi einhverrar stórrar evrópskrar eða bandarískrar
efnahagsheildar.