Dagur - 14.09.1990, Síða 1

Dagur - 14.09.1990, Síða 1
 Miklar endurbætur standa nú yfir á Akureyrarkirkju. Kirkjan er máluð í hólf ug gólf og parketgólf kirkjunnar slípað og lakkað. Tilefni þessara endurbóta er 50 ára afmæli kirkjunnar á þessu ári, en haldið verður upp á þessi tímamót í nóvember. Við það tækifæri verður safnaðarheimili kirkjunnar formlega vígt. Mynd: Goili Nauðsynlegt að auka keimslurými Menntaskólans á Akureyri - skólameistari telur brýnt að veita fé til nýframkvæmda Kennslurými Menntaskólans á Akureyri hefur í allmörg ár verið minna en svo að það full- nægi nútímakröfum og aðstöðu fyrir þann fjölda nemenda sem þar stundar nám. Tryggvi Gíslason, skóla- meistari, telur brýna þörf á úrbótum í þessu efni, og áform eru uppi um að auka húsakost skólans. Menntaskólinn á Akureyri er 600 manna skóli, og hefur fjöldi nemenda lítið breyst undanfarin tólf til fimmtán ár. Kennslurými er um þrjú þúsund fermetrar. Að sögn skólameistara er það um helmingur þess sem talið er nauð- synlegt í stöðlum, fyrir fram- haldsskóla af þessari stærð. „Stofnunin hefur orðið að bíða vegna annarra brýnna fram- kvæmda um nokkurt árabil, en nú tel ég að röðin að sé komin að Menntaskólanum á Akureyri, og að veitt verði fé á fjárlögum til nýframkvæmda við hann,“ segir Tryggvi Gíslason. I ljósi þess sem að framan greinir er þörf á að byggja tvö til þrjú þúsund fermetra viðbótar- húsnæði við skólann á næstu árum, til þess að unnt sé að upp- fylla kröfur tímans. Skólastof- urnar í gamla skólahúsinu eru margar hverjar þrjátíu til fjörutíu fermetrar. Tryggvi bendir á að fyrir 25 manna bekkjardeildir sé slíkt kennslurými auðvitað al.ltof lítið, og með öllu ófullnægjandi. „Þótt hús skólans séu góð og umgengni ágæt þá eru þau of Iítil. Við því er ekki nema tvennt til ráða; annars vegar að nemendum fækki eða þá að byggja við. Þar sem aðsókn hefur verið mikil að M.A. um langt skeið, og raunar meiri en hægt hefur verið að anna þrátt fyrir byggingu nýrra fram- haldsskóla, tel ég eðlilegt að ráðist verði í byggingarfram- kvæmdir. Ég mun leggja það mál Saumastofan Drífa á Hvammstanga: Ganilar skuldir erfiðar „Af bráðabirgðauppgjöri fyrir sjö fyrstu mánuði þessa árs sést að reksturinn hefur gengið bærilega og staðið undir sér, en ræður samt illa við allan þann fjármagnskostnað sem við höfum í gömlum skuldum,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðsson, stjórnar- formaður hjá Saumastofunni Drífu á Hvammstanga að afloknum stjórnarfundi sl. fimmtudag. Saumastofan hefur aðallega verið í því að prjóna peysur fyrir Árblik á þessu ári, en nú segir Guðmundur að farið verði að vinna aftur fyrir Fínull hf. með öðrum verkefnum. Saumastofan fær þá allt efni frá Fínull, en sér- saumar síðan úr angóraullinni flíkur sem fara bæði á innlendan og erlendan markað. Næg verk- efni eru því framundan hjá saumastofunni, en þar vinna nú um 15 manns. „Maður er hæfilega bjartsýnn á framtíðina, en eins og er, er ljóst að verkefnin eru næg að minnsta kosti fram að áramótum og við því ekkert á því að snúa tánum upp í loft í bili,“ sagði stjórnarformaðurinn að endingu. bæði fyrir kennarafund og nýja skólanefnd M.A., sem heldur fyrsta fund sinn hinn 18. þessa mánaðar," segir Tryggvi Gísla- son. EHB Hlutabréfm í ÚA á markað í gær: Símalímir á sölustöðum voru rauðglóandi - selt á fyrsta degi í Reykjavík fyrir 16 milljónir Símalínur voru rauöglóandi í gær þegar byrjað var aö taka á móti pöntunum í ný hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa. Tekið er á móti pöntunum á tveimur stöðum, annars vegar hjá Kaupþingi hf. í Reykjavík og hins vegar hjá Kaupþingi Norðurlands hf. á Akureyri. A báðum þessum stöðum var sal- an lífleg á fyrsta deginum. Nafnverð þeirra bréfa sem nú eru laus á frjálsum markaði er um 24 milljónir króna og eru bréfin seld á genginu 3,0. „Hjá okkur hafa selst hlutabréf í dag fyrir um 16 milljónir króna þannig að hér er búið að taka á móti pöntunum í 5 af þeim 24 milljónum sem til sölu verða. Og ég reikna með að á Akureyri sé búið að selja annað eins,“ sagði Elvar Guðjónsson, sölustjóri verðbréfadeildar Kaupþings hf. í Rcykjavík skömmu fyrir lokun í gær. Tckið verður á móti pöntunum í eina viku en að því loknu verða þessar kaupóskir lagðar saman. Nemi þær hærri fjárhæð en til sölu er í útboðinu verður hverj- um umsækjanda úthlutað kaup- rétti hlutfallslega. Elvar segir aö aðeins sé tekið við óskum á fyrr- greindum sölustöðum, bréflega eða í telefaxi en ekki í gegnum síma. Mjög margir hafi leitað eft- ir upplýsingum í gær þannig að búast megi við líflegri sölu áfram. JÓH Dalvík: Fjár leitað með flugvél í haust Göngur á leitarsvæðum er til- heyra Dalvíkurbæ verða með heldur óvenjulegum hætti í ár. í stað þess að senda fíleflda gangnamenn, rakka og fáka til Ijalla verður flugvél send á loft til leitar. Skýring á þessum óvenjulegu „göngum“, sem reyndar voru með sama sniði á síðasta hausti, er einföld; ekki er að vænta margra áa vegna þess að fé á þessu svæði var allt skorið niður vegna riðu haustið 1988 og síðan hefur þar verið fjárlaust. Þau svæði sem kembd verða með þessum hætti eru Ytra- Holtsdalur, Böggvisstaðadalur, Upsadalur og Hólsdalur. Þá munu „gangnamenn“ einnig fljúga yfir Múlann, ef ske kynni að þar séu flökkukindur á sveimi. Éf kindur úr nágrannabyggðar- lögum, t.d. Ólafsfirði, finnast á þessum svæðum verða gerðir út vanir gangnamenn á jörðu niðri og reynt að komast fyrir féð á hefðbundinn hátt. Samkvæmt upplýsingum Dags taka bændur á fjórum jörðum innan lögsagnarumdæmis bæjar- ins lömb í haust eftir niðurskurð- inn. Þetta eru Háls, Hrafnsstaðir, Hrafnsstaðakot og Hóll. Alls taka þessir fjórir bændur um 200 fjár í haust, bróðurparturinn fer í Hrafnsstaðakot. óþh SkagaQörður: fyrir bil - höfðu sloppið úr hólfi Ekið var á ljögur hross hjá hænum Syðstu-Grund í Akrahreppi í Skagafirði sl. miðvikudagskvöld og tvö þeirra drápust strax, en aflífa varð hin. Verið var að reka hrossin milli hólfa og álpuðust þau upp á veginn á leiðinni. Engin viðvörun eins og bíll með blikkandi Ijós var með í för, enda ekki orðiö aldimmt. Klukkan var farin að nálg- ast níu á miðvikudagskvöld þegar Pajero jeppi á leiö aust- ur, lenti á hópnum, sem í voru tvö trippi og meri með folald. Hrossin lentu á milli lágu geisla tveggja híla, því að úr austurátt kom annar bíll sem sá hrossin og fór ekki fram úr þeim. Jeppinn lenti hinsvegar á hópnum og valt við það á hliðina á vcginum. í honum voru fimm manns og mesta mildi talin að ekki uröu slys á fólki, en öryggisbelti björguðu miklu. Fimmtán ára gamall dreng- ur frá Syðstu-Grund var á leið- inni með hrossin í annað hólf, en þau höfðu sloppið út úr hólfinu sem þau voru geymd í. Töluverð ferð var á hrossun- um og hafði drengurinn dreg- ist aftur úr þegar þau hlupu upp á vcginn með fyrrgreind- unt afleiðingum. Hann var því ekki í hættu frá bílnum sem valt. SBG Silfurstjarnan hf.: Góð viðbrögð við fyrstu prufusendingu af bleikju til Parísar Viðbrögð við fyrstu prufusend- ingu af bleikju frá Silfurstjörn- unni hf. í Óxarfirði á Frakk- landsmarkað gefa góðar vonir um framhaldið, að sögn Björns Benediktssonar, stjórnarfor- manns Silfurstjörnunnar. Um síðustu helgi fór fyrsta prufusendingin af Silfurstjörnu- bleikju, alls tíu kassar, til Parísar og segir Björn að Frakkarnir hafi látið vel af. „Fiskurinn er að vísu ekki almennt kominn upp í þá stærð sem Frakkarnir vilja, þ.e. yfir 2 kíló, en þeir virtust mjög ánægðir með gæði fisksins og litinn. Ef gæðin eru í lagi og fisk- urinn nær tiltekinni stærð, sem mér sýnist hann örugglega ná, þá lítur þetta vel út,“ segir Björn. Gerður hefur verið samningur við aðila í París um kaup á bleikj- unni, en hann hefur á sínum snærum 1400 veitingahús í Frakklandi. Ætlunin er að senda Silfurstjörnubleikjuna vikulega til Parísar með flugi frá Keflavík. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.