Dagur - 14.09.1990, Síða 8

Dagur - 14.09.1990, Síða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 14. september 1990 Þriðja öryggismálaráðstefna sjómanna haldin í Reykjavík 21. og 22. september nk.: Fjallar sérstaklega um öryggí sldpa og áhafiia þeirra - að ráðstefnunni standa 20 stofnanir, hagsmunasamtök.og félög Öryggismálaráðstefna sjó- manna verður haldin dagana 21. og 22. sept. n.k. að Borgar- túni 6 í Reykjavík. Ráðstefnan er sú þriðja sem haldin hefur verið frá árinu 1984 og fjallar sérstaklega um öryggi skipa og áhafna þeirra. Að ráðstefn- unni standa 20 stofnanir, hags- munasamtök og félög. Málaflokkar þeir sem verða til umræðu á ráðstefnunni eru; menntun og öryggisfræðsla sjó- manna, notkun, þjálfun og eftirlit með björgunar- og öryggistækj- um, slysaskráning og rannsóknir sjóslysa, öryggi smábáta, öryggis- og björgunarþjónusta við sjófar- endur, ásamt fleiri málefnum er hæst bera í umræðunni nú. Leit- ast hefur verið við að velja til1 framsögu og stjórnunar umræðu, menn með sem víðtækasta þekk- ingu á þeim málum sem fjallað er um. Fyrsta ráðstefnan um örygg- ismál sjómanna var haldin í sept- ember 1984, að tilstuðlan Rann- sóknanefndar sjóslysa og Sigl- ingamálastofnunar ríkisins, í samvinnu við 14 aðrar stofnanir, hagsmunasamtök og félög. Næsta ráðstefna var haldin í september 1987, að tiistuðlan sömu aðila, að viðbættum nokkrum. Á ráðstefnunni 1984 var mikið rætt um menntun og þjálfun áhafna skipa og bar mikið á umræðu um notkun og meðferð björgunar- og öryggisbúnaðar skipa. Töldu ráðstefnugestir brýna þörf á að koma á nám- skeiðum í meðferð björgunar- og öryggisbúnaðar og nteðferð slökkvitækja og eldvarnabúnað- ar. Fulltrúar SVFÍ upplýstu þá á ráðstefnunni að í undirbúningi væri hjá félaginu að koma slíkum námskeiðum á fót og var Slysa- varnaskóli sjómanna stofnsettur árið 1985 og má fulivíst telja að umræðan á öryggismálaráðstefn- unni hafi flýtt fyrir framgangi málsins. Opinská umræða á ráðstefn- unni árið 1984 og 1987 hefur leitt til víðtækrar umfjöllunar milli þeirra aðila sem að öryggismál- um sjómanna standa og flýtt fyrir ákvarðanatöku og framkvæmd vmissa veigamikilla mála. Má þar nefna stöðugleikaathuganir á minni fiskibátum, öryggiseftirlit á fiskiskipum, lögleiðingu flot- björgunarbúninga, framkvæmd björgunaræfinga um borð í skipum, neyðaráætlun og svo mætti lengi telja. Ráðstefnan framundan er öll- um opin og það er einlæg von undirbúningsnefndar að þessi ráðstefna verði vel sótt og árang- ur af henni verði eigi minni en á fyrri ráðstefnum. Öryggismál sjómanna eru sá málaflokkur sem þarfnast viðvar- andi umfjöllunar og opinskárrar umræðu. Það er ekki hægt að afgreiða þessi mál í eitt skipti fyr- ir öll og menn verða stöðugt að vera á varðbergi gagnvart þeim hættum sem sjómennsku fylgja. Það má enginn sjómaður hugsa eða segja sem svo; ég þarf ekki að mæta, það verða nógu margir sem koma á ráðstefnuna. Þetta er og verður sameiginlegt áhugamál sjómanna og aðstandenda þeirra svo og útgerðarmanna, að ekki sé minnst á þá sem að þessum mál- um starfa. Ráðstefnustjórar eru þeir Hall- dór Ibsen frá Útvegsmannafélagi Suðurnesja og Helgi Laxdal vara- forseti Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands. Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri setur ráðstefnuna föstudaginn 21. sept. en að því búnu flytur Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra ávarp. Dagskráin hefst síðan kl. 09.10 og stendur fram eftir degi og verður síðan fram haldið á laug- ardeginum. Skráning þátttak- enda fer fram í síma 91-25844 hjá Siglingamálastofnun ríkisins og er þátttökugjald kr. 3500.-. 1. Magi, rass og læri: Styrkjandi og vaxtamótandi tímar. Engin hopp. fjörugir tímar, fjörug tónlist. Byrj. og frh. 2. Framhaldstími: Tímar fyrir framhaldsfólk. Mjúkt og hart erobikk. Púl - sviti - fjör. 3. Róleg leikfimi: Áhersla á maga, rass og læri, þol teygjur, slökun. Hentar þeim sem vilja fara sér hægar. 4. Leikfimi og megrun: Fyrir þær sem vilja léttast um nokkur kíló. Styrkjandi og vaxta- mótandi æfingar. Vigtun, mæling. Persónuleg leiösögn. Hvatning. Fjörugir tímar!! 5. Átak í megrun: Fyrir þær sem vilja og þurfa virki- lega aö taka sig á. Þetta eru 4 vik- ur í einu 4x í viku. 2 tímar í leikfimi og 2 tímar ganga úti. Mikil hvatn- ing og aöhald. Láttu nú veröa af því!!! 6. Erobikk: Þolleikfimi fyrir karla og konur. Hörkufjörog mikiö púl. Mikil hopp. Dúndur tónlist. 7. Þrekhringur. Erobikk og tækjaleikfimi í sama tímanum (stöövaþjálfun). Hörku tímar, fjör, hvatning og aðhald. Tímar fyrir konur og karla. Tryggvabraut 22 Akureyri V/SA Þaö nýjasta og vinsælasta í Bandaríkjunum í dag. Hörkupúl - mikill sviti - dúndur tónlist. Hringdu og spuröu nánar. ★ Hægt er að kaupa mánaðarkort, þriggja mánaðakort. ★ Sérstök kort fyrir vaktavinnufolk. ★ Morguntímar og dag- tímar í maga, rass og læri. Barnapössun. ★ Opnir tímar á föstu- dögum. Fitubrennslutími. 45 mín. stöðug hreyfing um gólfið. Mikil brennsla - engin hopp. Tröppuþrek. Púl - púl - púl. Skírteinaafhending sunnudag 16. sept. frá kl. 14-16. Við byrjum 17. september. Innritun er hafin í síma 24979 frá kl. 15-20.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.