Dagur


Dagur - 18.09.1990, Qupperneq 3

Dagur - 18.09.1990, Qupperneq 3
Þriðjudagur 18. september 1990 - DAGUR - 3 fréttir ■ Göngin í Ólafsíjarðarmúla: „Gerð drenlagna er lokið og vatns- klæðning er komin á rétta staði“ - sagði Björn Harðarson, staðarverkfræðingur Vegagerðar ríkisins Mynd: KL „Okkur miðar vel í fram- kvæmdum hér við og í göngun- um í Ólafsfjarðarmúla. Gerð drenlagna er lokið og eins er búið að koma vatnsklæðning- unni fyrir í lofti og á veggjum ganganna þar sem þess var þörf,“ sagði Björn Harðarson, staðarverkfræðingur Vega- gerðar ríkisins. Jarðýtur og stórvirkar vinnu- vélar voru að störfum utan gang- anna að austanverðu, en þar var unnið við útkeyrslu á möl til að byggja veginn upp. Inni í göngunum hittum við fyrir stað- arverkfræðing Vegagerðar ríkis- ins, hvar hann var á eftirlitsferð við annan mann. Að sögn Björns, staðarverkfræðings, hafa starfs- menn unnið að gerð drenlagna út úr göngunum, en stórar og mikl- ar vatnsæðar höfðu tafið störf nokkuð. „Við höfum lokið gerð lagn- anna og nauðsynlegt var að nota sverari lagnir en ráð var gert fyrir í upphafi vegna vatnsmagnsins. Hér fremst í gangaopinu renna fram 150 sekúndulítrar. Vatns- klæðningin er öll komin á sinn stað og þetta reynist allt vel,“ sagði Björn. Blaðamaður og Ijósmyndari óku í gegnum göngin og áberandi var hvað allt var þurrt og laust Vatnsklæðningin koniin á sinn stað. við vatnsaga. Framkvæmdir við vegagerðina sjálfa um göngin er hafin og í lok- in verður 12 cm þykkt malbikun- arslitlag lagt á í október, en umferð verður hleypt á göngin um mánaðamótin nóvember-des- ember. „Jarðgangagerðin hófst í byrj- un ágúst 1988 og fyrsta spreng- ingin var gerð 10. október sama ár, þannig að þessi framkvæmd hefur gengið tljótt og vel að mínu mati,“ sagði Björn, staðarverk- fræðingur. ój Átaki í sölu lambakjöts lokið: Sölusprenging í ágústmánuði í ágústmánuöi seldust um 1100 tonn af lambakjöti og hefur sala á lambakjöti í ein- um ntánuöi aldrei verið jafn mikil síðustu þrjú verðlags- ár. í heild seldust um 8000 tonn af lambakjöti á síðast- liðnu verðlagsári, sem lauk um síðustu mánaðamót. Markaðshlutdeild lamba- kjöts sýnist svipuð því sem hún hefur veriö síðustu árin, eða um 53-55% af heildar- sölu kjöttegunda. Nú um mánaðamótin lauk sérstöku söluátaki á lamba- kjöti sem staðið hefur frá því í apríl í vor. Bráðabirgðatölur fyrr í sumar gáfu til kynna slakari sölu en raunin varð og munaði þar mestu um hina ntiklu sölu í ágúst. Salan á síöasta verðlagsári minnkaði um 6%, sé miðað við verðlagsárið þar á undan. Þrátt fyrir þetta hafa birgðir lambakjöts í landinu minnkaö um 28,4% á milli ára og eru þær nú um 1400 tonn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Sam- starfshópi um sölu la.nbakjöts eru minnkandi birgðir í sam- ræmi við markmið stjórn- valda. Heildarsamdráttur í sölu á kjöti, þ.e. lamba-, svína-, nauta- og fuglakjöti, undan- farin tvö verðlagsár er um 7%. JÓH SPINNIÐ VNNÐ! VERTLIMEÐI MEISTAfiAKEPPNI C0CA C0IA JÓ-JÓ-MEISTARÍNN FRÁ JACK RUSSEL VERÐUR Á AKUREYRIIDAG MEÐ SVNINGil OG KEPPNI i ERIR- TÖLDUM VERSLUNUM: MATVÖRUMARKAÐINUM KAUPANGIKL, 15.00, SHELL-NESTIV/HÖRGÁRBRAUT KL. 16.00 0G BORGARSÖLUNNIKL. 17.00 Á DALVÍK OG ÓLAFSHRÐIÁ MBVIKUDAG Á DALVÍK í VERSLUNINNIDRÖFN KL. 14.00 0G ÓLAFSFIRÐI i SÖLUSKÁLANUM KL, 15.30. FJÖLDIVINNINGA

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.