Dagur - 18.09.1990, Page 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 18. september 1990
Ráðsteftia um íslenska bókfræði og landsfundur
Bókavarðafélags íslands á Akureyri 20.-23. sept.
Dagana 20. og 21. september
nk. verður haldinn á Hótel
KEA á Akureyri ráðstefna
sem bera mun heitið Islensk
bókfræði í nútíð og framtíð.
Ráðstefnan er haldin að frum-
kvæði Háskólans á Akureyri. I
tengslum við ráðstefnuna verð-
ur tíundi landsfundur Bóka-
varðafélags íslands haldinn á
sama stað dagana 22. og 23.
september.
Að undirbúningi ráðstefnunn-
ar um íslenska bókfræði hafa full-
trúar fjölmargra stofnana tekið
þátt. Þar á meðal eru framhalds-
skólarnir á Akureyri, Amtsbóka-
safnið, Fagbókasafn FSA og
Héraðsskjalasafnið á Akureyri.
í fréttatilkynningu um ráð-
stefnuna segir að mikill skortur
sé á íslenskum bókfræðiverkum
og margra álit að löngu sé tíma-
bært að gerð verði úttekt á stöðu
íslenskrar bókfræði og mörkuð
stefna til framtíðar. Með þeirri
aukningu sem orðið hafi í útgáfu
í landinu á síðustu árum hafi
þörfin fyrir endurskoðun og átak
orðið brýn.
Á ráðstefnunni er ætlunin að
könnuð verði staða bókfræðinnar
á íslandi með því að leiða saman
sérfræðinga og heyra þeirra hug-
myndir og kynnast hvernig staðið
sé að málum erlendis. Sérstök
áhersla verður lögð á umfjöllun
Pústþjónusta
Pústkerfi undir flestar tegundir bifreiða.
Pakkningar, klemmur, upphengjur.
Fast verð fyrir pústkerfaskipti.
Höfum fullkomna beygjuvél.
Ryðvarnarstöðin sf.
Fjölnisgötu 6e • Sími: 96-26339 • 603 Akureyri.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
Fulltrúaráðsfundur
Samvinnutrygginga g.t. og Líftryggingafé-
lagsins Andvöku verður haldinn miðviku-
daginn 19. september nk. í Ármúla 3, Reykja-
vík og hefst hann kl. 13.30.
Stjórnin.
Vinningstölur laugardaginn
15. sept. ’90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 2.058.587.-
O Z. 4af5^pí 4 89.431.-
3. 4 af5 97 6.361.-
4. 3af5 3.430 419.-
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
4.470.498.-
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
um tölvunotkun við bókfræði-
vinnu og miðlun bókfræðiverka.
Fjórir norrænir fyrirlesarar
munu kynna ráðstefnugestum
hvernig unnið er að skráningu
upplýsinga á Norðurlöndum,
með sérstaka áherslu á tölvuvæð-
ingu og beinlínis aðgang að bók-
fræðiverkum í tölvum. í tengsl-
um við ráðstefnuna verður sýning
á geisladiskum og kynning á
þjónustu fyrirtækjanna Faxon og
Blackwell’s, sem eru ein stærstu
bóksölufyrirtæki í Evrópu. Einn-
ig mun fyrirtækið Tæknival
leggja til allan tölvubúnað vegna
þessarar sýningar og kynna vél-
búnað fyrir geisladiska.
Öll erindi og álitsgerðir ráð-
stefnunnar verða gefin út að ráð-
stefnu lokinni. Rannsóknasjóður
Háskólans á Akureyri hefur veitt
styrk til þess verks.
Ráðstefnan er opin öllum
áhugamönnum um íslenska bók-
fræði. Allar nánari upplýsingar
eru veittar á Bókasafni Háskól-
ans á Akureyri í síma 96-27855.
Eins og áður segir hefst ráð-
stefnan fimmtudaginn 20. sept-
ember með ávarpi Haraldar
Bessasonar, rektors Háskólans á
Akureyri. Að því búnu fjallar
Daníel Benediktsson um bók-
fræði sem fræðigrein og dr. Sig-
rún Klara Hannesdóttir um
alþjóðlega bókfræðilega
stjórnun. Pórdís T. Þórarinsdótt-
ir verður með næsta fyrirlestur
sem ber heitið íslensk efnisorða-
skrá og Erland Munch-Petersen,
frá danska bókavarðaskólanum,
flytur fyrirlestur um bókfræðilega
stjórn á landsmælikvarða og
sérskrár.
Eftir matarhlé á fimmtudag
verður Hildur G. Eyþórsdóttir
með fyrirlestur um bókfræðiverk
Landsbókasafns, Þorleifur Jóns-
son um norræna samskrá um
tímarit, Einar Sigurðsson um
bókmenntaskrá Skírnis og skrá
um íslensk blöð og tímarit, Kristín
Bragadóttir um skráningu á
íslenskum bókmentum, dr. Sig-
rún Klara Hannesdóttir um bók-
fræðiverk Rannsóknastöðvar í
bókasafna- og upplýsingamálum
og dr. Hörður Kristinsson um
bókfræðiverk Náttúrufræðistofn-
unar Norðurlands.
Að morgni föstudags verða
umræður um könnun á bókfræði-
verkum íslenskra bókasafna. Um
rannsóknabókasöfn fjalla Ingi-
björg Árnadóttir, Ragna Steinars-
dóttir og Gunnhildur Manfreðs-
dórtir, um skólasöfn Kristín
Björgvinsdóttir og um almenn-
ingsbókasöfn Anna K. Torfa-
dóttir.
Að loknu kaffihléi taka nor-
rænir fyrirlesarar við. Fyrst fjallar
Anders Ravn um dansk Arti-
kelindex og tölvuvædda miðlun
hans, að því búnu Jan-Erik
Malmquist um tímaritalykla og
þjóðbókaskrána í Svíþjóð og að
síðustu Björg Stemland um lykl-
un tímarita í Noregi.
Eftir hádegi verður Þórhildur
Sigurðardóttir með fyrirlestur um
norræna samvinnu á sviði bók-
fræði, Steingrímur Steinþórsson
um fjarvinnslu og fjarvinnslustof-
ur og Sigrún Magnúsdóttir um
„Quo vadis“ - hvert skal stefna.
Að erindunum loknum verða
pallborðsumræður og ráðstefn-
unni verður slitið kl. 20 með
kvöldverði í Hrísey.
Landsfundur bókavarða í
fyrsta skipti á Akureyri
Landsfundur bókavarða er hald-
inn annað hvort ár og er megintil-
gangur fundarins sá að bókaverð-
ir hvaðanæva af landinu hittist
og beri saman bækur sínar um
hvað er efst á baugi í málefnum
bókasafna og bókavarða hverju
sinni. Þetta er í fyrsta skipti sem
landsfundur Bókavarðafélags
íslands er haldinn á Akureyri.
Fundarefni verða fjögur. í
fyrsta lagi verður fjallað um
skýrslu þá er unnin var fyrir
menntamálaráðuneytið um
stefnumörkun í bókasafna- og
upplýsingamálum á íslandi. Gerð
verður grein fyrir efni skýrslunn-
ar og munu fulltrúar bókasafna
fjalla um hana og benda á það er
betur mætti fara. í öðru lagi mun
Ágústína Ingvarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Stjórnsýslufræðslu
ríkisins, fjalla um almannatengsl,
mannleg samskipti og sjálfsvirð-
ingu. í þriðja lagi heldur Halldór
Árnason, formaður Gæðastjórn-
unarfélags íslands, fyrirlestur um
gæðastjórnun með megináherslu
á gæði opinberrar þjónustu og í
fjórða lagi kynnir Þórir Ragnars-
son, bókavörður á Háskólabóka-
safninu, tölvuvæðingu Þjóðar-
bókhlöðunnar og hagnýtt gildi
hennar fyrir bókasöfn landsins.
óþh
Passíukórinn á Akureyri:
Tónlistarveisla framundan
- barokk, djass og verk eftir Björgvin Guðmundsson
Átjánda starfsár Passíukórsins
á Akureyri er að hefjast um
þessar mundir. I tilkynningu
frá kórnum kemur fram að
efnisskráin í vetur verður mjög
fjölbreytt og skemmtileg og
flutt verður tóulist allt frá
barokktímanum upp í djass.
Alls eru þrennir tónleikar á
dagskrá og skulum við líta á
starfið framundan.
Fyrstu tónleikar Passíukórsins
í vetur verða haldnir í desember.
Þá verður frumflutt messa fyrir
átta raddir eftir Carpentier.
Messan er mjög óvenjuleg í
hljómagangi og hljómasetningu
af barokktónlist að vera og það
er ekki fyrr en nú á síðustu árum
sem verk eftir þetta stórkostlega
tónskáld hafa verið dregin fram í
dagsljósið. Hafa þau vakið mikla
hrifningu.
Aðrir tónleikar kórsins verða í
marsmánuði. Þar er einnig um að
ræða frumflutning, að þessu sinni
á verkinu New Hope Jazz Mass
eftir finnska tónskáldið Heikki
Sarmanto. Á þeim tónleikum fær
Passíukórinn til liðs við sig
nokkra færustu djassara landsins,
m.a. saxófónleikarana Stefán S.
Stefánsson og Sigurð Flosason.
Auk þess er búist'við að Diddú
syngi einsöng með kórnum.
Strengleikar Björgvins
Guðmundssonar
Þriðju tónleikarnir verða síðan í
júní og verður þar mikiil við-
burður á ferðinni eða alheims-
frumflutningur á Strengleikum
eftir Björgvin Guðmundsson.
Roar Kvam, stjórnandi kórsins,
hefur útsett verkið fyrir kór og
hljómsveit. Tónleikarnir verða
haldnir í tilefni 100 ára afmælis
Björgvins.
Björgvin Guðmundsson fædd-
ist á Austfjörðum en fluttist til
Kanada og bjó þar í 20 ár. Eftir
dvölina vestra fluttist hann til
Akureyrar og starfaði þar sem
tónmennta- og söngkennari
mestan hluta ævi sinnar. Hann
var fyrsta íslenska tónskáldið
sem samdi óratoríur.
Af öðrum þáttum í starfi
Passíukórsins má nefna að kór-
inn heldur námskeið dagana 5.-7.
október fyrir nýja félaga, sem eru
hvattir til að fjölmenna og taka
þátt í öflugu og spennandi kór-
starfi. Leiðbeinandi á námskeið-
inu verður Hólmfríður Ben-
ediktsdóttir, söngkennari. Hún
jnun leiðbeina kórfélögum í
raddbeitingu, nótnalestri og
kynna nokkur undirstöðuatriði í
völundarhúsi tónfræðinnar. Af
þessu er ljóst að kórinn gerir allt
til að gera byrjendum fyrstu spor-
in léttari í kórstarfinu og koma
þeim vel af stað.
Einnig er stefnt að öflugu og
fjölbreyttu félagslífi innan kórs-
ins til að gera starfið enn ánægju-
legra og skemmtilegra. Æfingar
verða tvisvar í viku, á miðviku-
dögum kl. 20-22 og laugardögum
kl. 15-17. Kórinn ítrekár að allir
eru velkomnir til starfa. Frekari
upplýsingar veita Roar Kvam og
Sveinn í Tónlistarskóla Akureyr-
ar (s. 21429), Svandís eftir kl. 20
(s. 22228) og Dagmar eftir kl. 19
(s. 25989). Einnig Helgi eftir 1.
október (s. 21429). SS