Dagur - 18.09.1990, Side 7
Þriðjudagur 18. september 1990 - DAGUR - 7
Hörpudeild:
Mörkin á færibandi þegar
Þórsarar burstuðu Víkíng
Þórsarar unnu auðveldan sigur
á afar slöku Víkingsliði á
Akureyrarvelli á laugardag.
Framlínumenn liðsins fundu
nú loksins taktinn og lokatöl-
urnar urðu 4:1. Það verður þó
að segjast að mótspyrnan var
ekki merkileg, áhugaleysi Vík-
inga greinilegt og leikur þeirra
í samræmi við það.
Reyndar byrjuðu þeir röndóttu
fjörlega og sóttu heldur meira í
fyrstu. Þeir voru nálægt því að
skora á 20. mínútu þegar Trausti
Ómarsson komst einn á móti
Friðrik Friðrikssyni, markverði
Þórs, en skot hans fór rétt
framhjá markinu.
Fjórum mínútum síðar náðu
Þórsarar forystunni. Árni Þór
fékk sendingu fram og brunaði
inn í teiginn og skaut föstum
jarðarbolta framhjá Guðmundi
Hreiðarssyni, markverði
Víkings, sem stóð frosinn á
marklínunni. Á 42. mínútu varði
Friðrik Friðriksson tvívegis vel
frá Trausta Ómarssyni og í næstu
sókn bætti Árni Þór öðru marki
við. Bjarni Sveinbjörnsson átti
allan heiður af því, komst á ferð-
inni inn í vítateiginn og laumaði
boltanum framhjá Guðmundi.
Skotið var þó of laust og Árni
Þór brunaði að boltanum og
hjálpaði honum á áfangastað.
Seinni hálfleikur var í eigu
Þórsara. Þriðja markið kom á 53.
mínútu. Bjarni sendi þá utan af
kanti og inn í teiginn. Þar var
Hlynur Birgisson aleinn, lagði
boltann fyrir sig og skoraði af
öryggi. Mínútu síðar tell Árni
Þór í vítateignum eftir úthlaup
hjá Guðmundi og vítaspyrna var
dæmd. Var það nokkuð vafasam-
ur dómur en úr spyrnunni skor-
aði Luka Kostic.
Víkingar klóruðu í bakkann
þegar Trausti skallaði fyrir fætur
Guðmundar Péturssonar sem
sneiddi boltann laglega í netið.
Eftir það voru Þórsarar nær því
að bæta við mörkum en það tókst
þó ekki.
Þórsliðið lék nokkuð vel lengst
af en mótspyrnan var lítil. Það
var þó ánægjulegt að sjá liðið
loksins nýta færin en það breytti
engu úr því sem komið var.
Lið Þórs: Friðrik Friðriksson. Július
rryggvason, Nói Björnsson, Lárus Orri
Sigurðsson. Þorsteinn Jónsson (Sævar
Árnason á 76. mínútu), Siguróli Krist-
jánsson (Sverrir Ragnarsson á 73. tnín-
útu). Birgir l’ót Karlsson. Lukti Kostic.
Árni l’ór Árnason, Bjarni Sveinbjörns-
son. Hlynur Birgisson.
Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson,
Helgi Biörgvinsson, Helgi Bjarnason,
Ólafur Olafsson (Svcinbjörn Jóhannes-
son á 65. mínútu). Janni Zilnik. Aðal-
steinn Aðalsteinsson, Trausti Ómarsson,
Guðmundur Pctursson, Atli Einarsson,
Björn Bjartmarz (Helgi Sigurðsson á 70.
mínútu). Höröur Theodórsson.
Gult spjald: Bjarni Sveinbjörnsson. Pór.
Dómari: Ólafur Lárusson. Dæmdi ágæt-
lcga.
Línuverðir: Stefán Aðalsteinsson og
Gísli Guðmundsson.
Arni Þór Árnason skoraði tvívegis gegn Víkingi
Handboltalið KA komið heim frá Ítalíu:
Úrslitum hagrætt í leik gegn
liði sikileysku mafíunnar?
- leik FH og KA frestað
Haukur Bragason var langbesti maður KA gegn KR.
KA-menn
Það lá mikil spenna í loftinu
fyrir leik KR og KA á KR-velI-
inuni á laugardaginn. KR-ing-
ar þurftu nauðsynlega að sigra
til að eiga möguleika á íslands-
meistaratitlinum en fyrir KA-
menn skipti leikurinn litlu máli
og bar viðureignin þess merki.
KR-ingar sóttu af krafti en
varla gat heitið að KA-menn
sköpuðu sér færi og 2:0 sigur
heimamanna var því í sam-
ræmi við gang leiksins.
KR-ingar voru ekkert að tví-
nóna við hlutina og skoruðu fyrra
mark sitt eftir aðeins eina mín-
útu. Halldór Kristinsson braut þá
á Ragnari Margeirssyni við víta-
teigshornið. Rúnar Kristinsson
tók aukaspyrnuna og sendi fal-
lega fyrir markið þar sem Atli
Eðvaldsson kom og skoraði með
Hörpudeild:
láguáKR
góðum skalla úr markteignum.
Vörn KA var illa á verði og Atli
óvaldaöur í teignum.
Eftir markið sóttu KR-ingar af
krafti og bjargaði Haukur Braga-
son, markvörður KA, oft með
stórkostlegum tilþrifum.
í seinni hálfleik dró aðeins af
KR-ingum en KA-menn voru
daufir og kraftlausir sem fyrr.
Ragnar Margeirsson gerði
endanlega út um leikinn um
miðjan hálfleikinn þegar hann
skoraði nteð skalla eftir auka-
spyrnu Atla Eðvaldssonar frá
miðjunni og enn svaf KA-vörnin
á verðinum.
Það var aldrei spurning um
hvernig þessi leikur færi. KA-lið-
ið var bitlaust og kraftlaust í öll-
um sínum aðgerðum en varðist
nokkuð vel á stundum. Það er
Handknattleikslið KA kom til
íslands á sunnudag eftir erfiða
ferð frá Ítalíu. Liðið kom mun
seinna til landsins en áætlað
hafði verið og ofan í kaupið
farangurslaust þannig að fresta
varð leik þess við FH-inga í 1.
umferð Islandsmótsins sem
fram átti að fara á sunnudag-
vellinum
liins vegar ljóst að KA-menn
verða að taka sig á fyrir Evrópu-
leikinn á morgun ef ekki á illa að
fara þar. Besti maður liðsins í
leiknum gegn KR var, eins og svo
oft áður, Haukur Bragason,
markvörður. HB
Lið KR: Ólufur Gottskálksson, Sigurður
Björgvinsson, Þorsteinn Halldórsson,
Þormóður Egilsson, Gunnar Oddsson.
Rúnar Kristinsson, Sigurður Ómarsson,
Gunnar Skúlason, Ragnar Murgeirsson.
Atli Eðvaldsson, Pétur Pctursson.
Lið KA: Haukur Bragason, Steingrímur
Birgisson. Halldór Halldórsson. Halldór
Kristinsson, Gauti Laxdal. Bjarni Jóns-
son (Þóröur Guöjónsson á 55. mínútu),
Jón Grétar Jónsson, Kjartan Einarsson,
Heintir Guðjónsson, Hafsteinn Jakobs-
son (Árni Hermannsson á 66. mínútu).
Örn Viðar Arnarson.
Dómari: Óli Ólsen. Hefur oft sést dæma
betur.
Línuverðir: Ólafur Hákonarson og Jón
Sigurjónsson.
inn. Að sögn Péturs Bjarna-
sonar, fyrirliða KA, var ferðin
erfíð en jafnframt skemmtileg.
KA-liðið tók þátt í tveimur
mótum meðan á dvölinni stóð
ásamt þremur öðrum liðum og
hafnaði í 3. sæti í þeim báðum.
Fyrra mótið fór fram í Palermo
og auk KA-manna tóku þátt í því
rúmenska liðið Dinamo Bukarest,
Syrakusa, sem orðið hefur ítalsk-
ur meistari sl. þrjú ár, og lið
ítalska hersins. Fyrsti leikurinn
var gegn Syrakusa og að sögn
Péturs voru úrslitin greinilega
ráðin fyrirfram. „Viö komumst í
2:0 en þá tóku dómararnir til
sinna ráða. Dæmd voru skref, við
reknir út af og svo framvegis og
þannig gekk þetta allan leikinn.
Eg hef aldrei séð aðra eins dóm-
gæslu og það var grcinilegt að
úrslitin voru ákveðin fyrirfram
enda liðið í eigu mafíunnar á
Sikiley. Þjálfari þessa liðs, sem
var Rúmeni, fór síðan til Rúrnen-
anna og fór fram á að þeir hlífðu
sér í leiknum gegn Syrakusa
því hann vildi hagstæð úrslit. Það
var bara hlegið að því og Rúmen-
arnir rúlluðu yfir þá,“ sagði
Pétur. Leikurinn gegn Syrakusa
tapaðist og jafnframt leikurinn
gegn Dinamo Bukarest nteð 5
marka mun eftir að jafnræði
hafði verið nteð liðunum framan-
af. KA-vann hins vegar lið hers-
ins og hafnaði í 3. sæti.
Seinna mótið fór fram í Mess-
ina á útileikvangi og tóku sömu
lið þátt og urðu úrslitin á sama
veg og í fyrra mótinu. Var einnig
sami hluturinn uppi á teningn-
um hjá dómurunum í leik KA og
Syrakusa.
Sfðan léku a- og b-lið KA gegn
ítölsku liði sem hét Porto
Escodas og unnu báða leikina.
„Við komunt heirn hlaðnir
verðlaunagripum og gjöfum. Ég
get ekki betur séð en það verði
að byggja við KA-heimi!ið,“
sagði Pétur Bjarnason.
Pétur Bjarnason.