Dagur


Dagur - 18.09.1990, Qupperneq 10

Dagur - 18.09.1990, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 18. september 1990 íþróffir Crystal Palace missti af toppsætinu Margir af lcikniönnum 1. deildar voru í eldlínunni í vik- unni, en þá léku öll bresku landslidin. Ekki voru nein þreytumerki á þeim leikmönn- um þegar tekið var til við deildakeppnina á laugardaginn og flestir leikirnir voru fjörugir og skemmtilegir. Aðalleikur helgarinnar, leikur Liverpool gegn Manchester Utd., var þó færður til sunnudags þar sem honum var sjónvarpað beint. En þá eru það leikir laugar- dagsins. Ekki vantaði áhugann fyrir leik Leeds Utd. gegn Tottenham og seinka varð leiknum um 15 mín. meðan áhorfendur troðfylltu leikvanginn. Leeds Utd. hafði betur í fyrri hálfleiknum sem var markalaus, en Lee Chapman var mjög ógnandi í vítateig Totten- ham og vann þar flest skallaein- vígi án þess að koma boltanum í markið. Paul Gascoigne fékk þó dauðafæri fyrir Tottenham sem hann klúðraði, en lítið bar á hon- um í leiknum og hélt David Batty honum vel niðri á miðjunni. En á 11. mín. síðari hálfleiks fóru hlutirnir af stað og David Howells náði forystu fyrir Tott- enham með góðu skoti eftir send- ingu frá Nayim. Leikmenn Leeds - sex mörk Q.P.R. gegn Luton - Anders Limpar sá um Chelsea Man. Utd. engin hindrun fyrir Iiverpool Svíinn Anders Liiupar átti stúrleik fyrir Arsenal gegn Chelsea. Man.U Stórliðin Liverpool og td Man- chester Utd. mættust í aðalleik helgarinnar á sunnudag. Fyrir- Úrslit 1. deild Arsenal-Chelsea 4:1 Coventry-Wimbledon 0:0 Crystal I’alace-Nottingham For. 2:2 Derby-Aslon Villa 0:2 Lecds Utd.-Tottenham 0:2 Manchester City-Norwich 2:1 Q.P.R.-Luton 6:1 Southampton-Sheffield Utd. 2:0 Sunderland-Everton 2:2 Liverpool-Manchester Utd. 4:0 2. deild Blackburn-Barnsley 1:2 Brighton-Charlton 3:2 Bristol Rovers-Hull City 1:1 Millw all-lpsw ich 1:1 Notts County-Portsmouth 2:1 Oldham-Oxford 3:0 Plymouth-Leicester 2:0 Port Vale-Newcastle 0:1 Sheffield Wed.-Watford 2:0 Swindon-Middlesbrough 1:3 W.B.A.-Bristol City 2:1 West Ham-Wolves 1:1 Utd. hófu leikinn á miðjunni og boltinn barst inn í teiginn til Imre Varadi sem sneri Gary Mabbutt af sér og sendi knöttinn í netið. Lfnuvörðurinn gaf merki um að markið væri gott og gilt, en dóm- arinn var ekki á sama máli, dæmdi markið af þar sem hann taldi Varadi hafa hrint Mabbutt. Leikmenn Tottenham geystust fram í sóknina framhjá vonsvikn- um Leedsurum, Pat Van den Hauwe sendi fyrir markið og þar kom Gary Lineker og afgreiddi knöttinn í netið. Þar með var leikurinn unninn hjá Tottenham, en fróðlegt hefði verið að sjá hvernig hann hefði þróast ef jöfnunarmark Leeds Utd. hefði veríð dæmt gilt. Tottenham átti sigurinn fylli- lega skilið,. liðið lék mjög vel í síðari hálfleiknum og áttu varn- armenn Leeds Utd. í hinu mesta basli með þá Lineker og Paul Stewart sem léku nijög vel í framlínu Tottenham og er liðið til alls líklegt í vetur. O-P.R. tók Luton í gegn og sigraði 6:1, með Roy Wegerle sem liðið keypti einmitt frá Luton sem besta mann. Hann skoraði sjálfur tvö mörk, það fyrsta og fjórða, átti þátt í tveim öðrum og varnarmenn Luton réðu ekkert við hann í leiknum. Luton lék þó vel í fyrri hálfleikn- um, en leikmenn liðsins voru óheppnir uppi við markið, í síð- ari hálfleiknum var hins vegar um einstefnu að ræða. Andy Sinton, Ray Wilkins, Mark Falco og Paul Parker skoruðu fyrir Q.P.R. sitt markið hver auk marka Wegerle. Ceri Hughes skoraði eina mark Luton í leiknum. Anders Limpar, Svíinn snjalli, átti stórleik fyrir Arsenal gegn Chelsea og var maðurinn á bak við góðan sigur liðsins. Fyrri hálfleikur var markalaus, en í síðari hálfleiknum fengu leik- menn Chelsea að finna fyrir Sví- anum. Hann skoraði fyrsta mark Arsenal og síðan var hann felldur innan vítateigs og Lee Dixon skoraði úr vítaspyrnunni. Hann lét þó ekki þar við sitja og átti stóran þátt í mörkum þeirra Paul Merson og David Rocastle sem komu Arsenal í 4:0. Síðustu 5 mín. leiksins gerði Chelsea harða hríð að marki Arsenal, Kevin Wilson náði að skora en misnot- að síðan vítaspyrnu og David Seaman í marki Arsenal varði þrívegis vel, allt á síðustu 5 mín. leiksins og segja má að leikmenn Chelsea hafi verið of seinir í gang. Crystal Palace hefði með sigri gegn Nottingham For. komist í efsta sæti 1. deildar, fram á sunnudag að minnsta kosti, en það tókst ekki og liðið mátti þakka fyrir jafntefli í skemmti- leguin leik. Palace hóf þó leikinn vel og Ian Wright dansaði fram- hjá fjórum varnarmönnum For- est áður en hann lagði boltann fyrir Richard Shaw sem skoraði sitt fyrsta deildarmark eftir 1 mín. og 20 sek. leik. Garry Thompson og Wright hcfðu get- að bætt við mörkum fyrir Palace í fyrri hálfleik og hefðu betur gert það því að leikur Forest var allur annar í síðari hálfleiknum. Des Walker og Stuart Pearce sem höfðu verið slakir í fyrri hálfleik, tóku við sér og Pearce náði for- ystu fyrir Forest með tveim mörkum á jafn mörgum mín., fyrst með skoti gegnum vörnina og það síðara með þrumuskoti úr aukaspyrnu af löngu færi. Það virtist ætla að duga til sigurs, en 5 mín. fyrir leikslok jafnaði fyrir- liði Palace, Geoff Thomas, með skalla og jafnteflið sanngjörn úrslit. Manchester City lék mjög vel í fyrri hálfleik gegn Norwich og náði forystu á 21. mín. Peter Reid gaf fyrir markið á Adrian Heath sem skaut í varnarmann en Niall Quinn náði boltanum og sendi hann í netið. 5 mín. síðar bætti Mark Brennan öðru marki við, en hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Steve Redmond. City missti tökin á leiknum í síðari hálfleik og Norwich náði að minnka muninn á 78. mín. er Robert Fleck skor- aði, en lengra komst Norwich ekki og sigur Man. City í höfn. Þótt merkilegt megi virðast hafði Derby yfirburði yfir Aston Villa í leik liðanna, en tapaði þó 2:0. Á 15. mín. náði Tony Daley óvænt forystu fyrir Villa er hann eldsnöggur náði skallabolta frá Tony Cascarino og afgreiddi í netið án þess að Peter Shilton hefði möguleika á að verja. Derby hélt áfram að sækja og Dean Saunders átti þrumuskot í þverslá Villa á 30. mín. og Nigel Spink í marki Villa varði mjög vel fjögur skot í fyrri hálfleikn- um. Sama sagan var í síðari hálf- leik þar sem Derby gerði allt nema skora og leikmenn Villa lágu í vörn. Þegar 15 mín. voru til leiksloka kom síðan rothöggið fyrir Derby er David Platt skaut frá vítateigslínu í varnarmann og boltinn fór yfir Shilton í markið. En það eru mörkin sem gilda. Leikur Sunderland og Everton var spennandi, en lið Sunderland mátti svo sannarlega þakka fyrir jafnteflið. Sunderland náði þó forystu á 9. mín. er Peter Daven- port skoraði úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Marco Gabbia- dini, en Graeme Sharp jafnaði á 27. mín. með marki úr auka- spyrnu. Gabbiadini náði aftur forystu fyrir Sunderland með mjög góðu marki, en Mike New- ell jafnaði fyrir Everton rétt fyrir hlé. Everton átti síðari hálfleik- inn og Newell, Mike Milligan og Pat Nevin léku mjög vel. Sharp og John Ebbrell fengu báðir góð færi til að gera út um leikinn fyrir Everton, en mistókst og liðið varð að sætta sig við jafntefli. Southampton sigraði Sheffield Utd. 2:0 þar sem Matthew Le Tissier skoraði eftir einleik í fyrri hálfleik og Rodney Wallace bætti öðru við í síðari hálfleik. Vinnie Jones var fyrirliði Sheffield Utd. í lciknum, en hann var keyptur frá Leeds Utd. í vikunni fyrir fram var búist við jöfnum leik þessara risa, en annað kom þó á daginn. Liverpool sigraði 4:0, stærsti sigur liðsins gegn Utd. í 65 ár. Leikmenn Liverpool höfóu skorað þrjú mörk er flautað var til leikhlés, en það segir ekki allt um gang fyrri hálfleiksins. Lengi vel var það lið Utd. sem sótti stíft, en tókst ekki að skora. Neil Webb átti skalla í þverslá og þeir Mark Robins, Paul Ince og Gary Pallister voru allir nærri að skora. Les Sealey markvörður Utd. hafði þá aðeins snert bolt- ann einu sinni, en það var er hann sótti knöttinn í netið eftir að Peter Beardsley hafði skorað fyrsta markið á 11. mín. En á síð- ustu 10 mín. fyrri hálfleiks bætti Beardsley öðru marki sínu við og John Barnes slökkti endanlega vonir Utd. með þriðja marki Liverpool með skalla. I síðari hálfleiknum voru yfir- burðir Liverpool hins vegar miklir þótt liðið bætti aðeins einu marki við. Beardsley skoraði sitt þriðja mark, en margir vildu þó meina að hann hafi verið rangstæður. Alex Ferguson verður nú að rífa sína menn upp fyrir Evrópuleik liðsins á miðvikudarinn. Liver- pool hefur hins vegar tekið fjög- urra stiga forskot í 1. deild og erf- itt að sjá hvernig liðið verði stöðvað eftir að hafa sigrað í fimm fyrstu leikjum sínum. Þ.L.A. Peter Beardsley lcikur hér á Mike Phelan hjá LJtd. en Beardsley skoraði þrjú af mörkum meistaranna. 700.000 pund og hugsar sínum fyrri félögum örugglega þegjandi þörfina, en liðin mætast um næstu helgi. Leikmenn Wimbledeon eru ferskir nú í sláturtíðinni og sýna allar sínar bestu hliðar. Liðið náði markalausu jafntefli á úti- velli gegn Coventry þrátt fyrir að varnarmaðurinn John Scales væri rekinn út af snemma í leiknum. 2. deild • Oldham hefur forystu í 2. deild, sigraði Oxford 3:0 og Ian Marshall bætti enn marki á markareikning sinn hjá Oldham. • Sheffield Wed. er í öðru sæti efti 2:0 sigur á Watford þar sem þeir Nigel Pearson og Nigel Worthington sáu um að skora mörkin. • Alex Rae náði forystu fyrir Millwall gegn Ipswich, en Chris Kiwomya náði að jafna. • Alvin Martin náði forystu fyrir West Ham gegn Wolves, en Steve Bull sætti sig ekki við það og jafnaði. • Duncan Shearer kom Swindon í 1:0 gegn Middlesbrough, en Bernie Slaven með tvö mörk og Robbie Mustoe sneru leiknum Middlesbrough í hag. • Pcter Swan jafnaði fyrir Hull City eftir að David Mehew hafði komið Bristol Rovers yfir. • Mike Quinn skoraði sigur- mark Newcastle gegn Port Vale. • Gamla kempan Frank Staple- ton skoraði fyrir Blackburn, en það dugði skammt gegn tveim mörkum Barnsley. Þ.L.A. Staðan 1. deild Liverpool 5 5-0-0 13: 3 15 Arsenal 5 3-2-0 10: 3 11 Tottcnham 5 3-2-0 8: 1 11 Crystal Palace 5 3-2-0 9: 4 11 Manchester City 53-1-1 7: 610 Manchester Utd. 63-1-2 7: 7 10 Q.P.R. 5 2-1-2 9: 6 7 Aston Villa 5 2-1-2 7: 6 7 Leeds Utd. 5 2-1-2 6: 5 7 Southainpton 5 2-1-2 6: 6 7 Luton 6 2-1-3 6:11 7 Nottingham For. 5 1-3-1 8: 8 6 Chclsea 5 2-0-3 7:10 6 Sunderland 5 1-2-2 8: 9 5 Coventry 5 1-2-2 6: 7 5 Wimbledon 5 1-2-2 3: 5 5 Norwich 5 1-0-4 4:11 3 Everton 5 0-2-3 6:10 2 Sheffield Utd. 5 0-2-3 3: 8 2 Derby 5 0-2-3 3: 9 2 2. deild Oldham 5 5-0-0 12: 3 15 Sheffield Wed. 4 4-0-0 10: 1 12 Millwall 4 3-1-0 9: 4 10 Notts County 4 3-0-1 7: 4 9 Newcastle 4 3-0-1 5: 2 9 West Ham 5 2-3-0 5: 3 9 Middlesbrough 4 2-2-0 5: 2 8 Bristol City 4 2-1-1 7: 5 7 W.B.A. 4 2-1-1 7: 5 7 Ipswich 5 2-1-2 5: 6 7 Swindon 5 2-1-2 5: 6 7 Brighton 4 2-1-1 6: 5 6 Wolves 5 1-3-1 7: 7 6 Plymouth 5 1-3-1 5: 5 6 Port Vale 5 2-0-3 9:10 6 Barnslev 4 2-0-2 5: 7 6 Bristol Rovers 4 1-2-1 6: 6 5 Oxford 4 1-0-3 7:11 3 Blackburn 51-04 6:10 3 Leicester 51-0-4 4:10 3 Portsmouth 5 0-2-3 6:11 2 Hull City 5 0-2-3 5:11 2 Watford 4 0-14 2: 7 1 Charlton 4 0-0-4 4: 7 0

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.