Dagur - 18.09.1990, Side 11

Dagur - 18.09.1990, Side 11
hér & þar Þriðjudagur 18. september 1990 - DAGUR - 11 1 Poppstjörnurnar misstíga sig: Elton John stríðir við ofát Rokkstjarnan Elton John óttast nú mjög um tónlistarferil sinn. Kappinn var fyrir skömmu inn- ritaður á meðferðarstofnun í Chicago þar sem reyna á að vinna bug á mikilli áfengisdrykkju hans og bæta mataræðið. Elton virðist nefnilega farinn að skvetta óhóf- lega miklu brennivíni í sig og ekki bætir úr skák að hann er far- inn að bæta nokkrum aukakíló- um á sig. Því óttast hann nú mest af öllu að verða stimplaður af aðdáendum sínum sem gömul, útbrunnin og feit rokkstjarna. Kunningjar Eltons hafa látið eftir sér hafa að á stundum hafi hann drukkið svo hraustlega að hann hafi hreinlega lognast út af. Eins og svo margar stjörnur sem hugsa verða um aðdáend- urna var Elton orðinn mjög niðurdreginn vegna þessa ástands og í andlegum öldudal innritaði hann sig á meðferðarheimilið í Chicago til meðferðar þar sem aurinn var ekki sparaður. A með- ferðarheimilinu þurfti hann að búa um rúm sitt sjálfur og þvo þvott upp á eigin spýtur. Hann sótti fræðslutíma um ofát og ofdrykkju. Frekari frami söngvarans bygg- ist á röddinni og hana verður Elton að vernda. Á síðust þrem- ur árum hefur hann einu sinni gengist undir hálsaðgerð og ljóst þótti að ef hann ætlaði áfram að lifa í ofáti og óhófi yrði stutt í að röddin gæfi sig. Elton lét þau orð falla við einn vina sinna að ef þessu héldi áfram kæmi ekki nokkur sála framar á tónleika hans, nema til þess eins að hlæja að honum. Fjölmiðlar yrðu enda fljótir að þefa uppi ástand hans og þá yrði ekki að sökum að spyrja. Þeir félagarnir Elton og Rod Stewart ræddu vandann og ákváðu í sameiningu að Elton færi í meðferðina. Nú er söngvarinn staðráðinn í að koma lífu sínu í rétt hjólför, segja bless við fyrra líferni og mæta aftur til leiks á sviðinu fyrir framan aðdáendur sína sem gamli góði Elton John. og brennivm Elton John var farinn að skvetta óhóflega í sig brennivíni og mataræðið var ekki upp á það besta. Stærsta bygging heims verður reist við Tokyoflóa Andfætlingar okkar í Japan eru að hefja byggingu á skýjakljúf, sem verður hæsta bygging í heimi þegar byggingu hennar lýkur, sem að vísu verður ekki fyrr en árið 2015! Byggingarkostnaður er áætlaður 326 milljarðar dollara, eða ótölulegur fjöldi fjárlaga íslenska ríkisins, og í hinu 500 hæða húsi munu um 140 þúsund manns starfa. Gert er ráð fyrir að allt að 300 þúsund manns geti verið þar á mesta annatíma dags- ins sem er snöggtum fleira en öll íslenska þjóðin. Byggingin er kölluð Aeropolis 2001 og kemur til með að rísa á tilbúinni eyju á Tokyoflóa skammt frá bænum Urayasu sem þekktust er á Vesturlöndum fyrir að hýsa japanska Disneyland garðinn. í þessu hálfrar annarrar mílu háa húsi verða stjórnarskrif- stofur, heildverslanir, hótel, verslanir af öllum gerðum og stærðum, tónleikasalir, skólar, veitingastaðir í miklu úrvali og ráðstefnusalir. Hraðgengar lyftur geta flutt fólk frá götuhæð og upp á 500. hæðina á 15 mínútum, en byggingin verður tengd við land með neðanjarðargöngum, hrað- brautum, lestum og ferjum. Par sem þessi væntanlega hæsta bygging heims mun rísa á jarðskjálftavirku svæði, er hönn- un byggingarinnar miðuð við að hún þoli hörðustu jarðskjálfta. í>að er gert með því að undir henni verða vatnsfylltir jafn- vægistankar, en tölvustýrt kerfi mun miðla vatni milli tanka eftir ví í hvaða átt byggingin vaggar. stærstu skjálftum gætu þó þeir sem eru á efstu hæðum fengið ókeypis „flugferð" eina 15 til 20 metra fram og til baka. Greini- lega ekki fyrir flughrædda, eða hvað? Einnig verður gert ráð fyrir fellibyljum, en þeim verður ein- faldlega hleypt gegnum þetta risahús um sérstök göng og þá verður allt í himnalagi. Já, japanska efnahagsundrið tekur á sig ýmsar myndir, en hvað skyldi fermetrinn koma til með að kosta á fimmhundruðustu hæðinni? Akureyri og 24830 U0SHEIMAR NORRÆNI HEILUNARSKÓUNN Norræni heilunarskólinn hefst 29. september. Kennt verður í tveimur áföngum. 1. áfangi: Innri líkami mannsins, áran og orkustöðvar. Hugleiðslutækni og sjálfsvernd. 2. áfangi: Andleg uppbygging og þróun mannsins, karma og endurholdgun. Hin sjö svið, geislarnir, vatnsberaöldin, meistarar, tívar, geimverur o.fl. Ennfremur hugleiðslu-, orku- og heilunaræfingar. Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. sept- ember kl. 20.00 í Strandgötu 23. Innritun í símum 25095, 25419 og 22093. íslenska heilunarfélagið. Á AKUREYRI Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 3. október til 21. janúar. Barna- og unglinganámskeið Teiknun og málun. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 6-8 ára. Tvisvar í viku. 4. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 9-10 ára. Einu sinni í viku. 6. fl. 11-12 ára: Einu sinni í viku. Málun og litameðferð fyrir unglinga. Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku. Framhaldsnámskeið. Einu sinni í viku. Kvöldnámskeið fyrir fullorðna Teiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplysingar og innritun í síma 24958. Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00 virka daga. Skólastjóri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.