Dagur - 18.09.1990, Page 13
Þriðjudagur 18. september 1990 - DAGUR - 13
Samviskufangar
Mannréttindasamtökin Amnesty
International vilja vekja athygli
almennings á máli þessara sam-
viskufanga. Amnesty vonar að
fólk sjái sér fært að skrifa bréf til
hjálpar þessum mönnum og skipi
sér á bekk með þeim, sem berjast
gegn mannréttindabrotum á borð
við þau, sem hér er greint frá.
íslandsdeild Amnesty gefur
einnig út póstkort tii stuðnings
föngum mánaðarins. Hægt er að
gerast áskrifandi að þessurn kort-
um með því að hringja til skrif-
stofunnar, Hafnarstræti 15, virka
daga frá kl. 16-18 í síma 16940.
Tchad: Mahamat Abdoulaye
er 31 árs kvæntur tveggja barna
faðir. Hann stýrði kennara-
skólanum í höfuðborginni
N’Djamena og var prófessor í
efnafræði við Háskólann í Tchad.
Hann var handtekinn 2. apríl
1989 af öryggislögreglunni og frá
þeim tíma hefur honum verið
haldið föngnum og dvalarstaður
hans ekki gefinn upp. Yfirvöld í
Tchad hafa hvorki gefið upp
ástæður fyrir varðhaldinu né hvar
Abdoulaye er hafður í haldi.
Hann er í hópi 200 manna af
Zaghawa ættflokknum frá norð-
austur hluta landsins sem hand-
teknir hafa verið án ákæru frá því
í apríl 1989. Handtökurnar hóf-
ust í kjölfar valdaránstilraunar
sem yfirvöld telja að nokkrir liðs-
foringjar í hernum af Zaghawa
ættflokknum hafi skipulagt.
Margir af þessum 200 mönnum
hafa verið handteknir vegna
gjörða ættingja sinna eða af því
að þeir voru í forsvari fyrir ætt-
flokk sinn.
Mahamat Abdoulaye hefur
ekki verið ákærður og hann hefur
ekki heldur fengið tækifæri til að
véfengja réttmæti handtökunnar.
Amnesty hefur kannað mál hans
og komist að þeirri niðurstöðu að
hann hafi á engan hátt tengst
valdaránstilrauninni í apríl 1989
og hafi verið fangelsaður fyrir
það eitt að vera í forsvari fyrir
ættflokk sinn.
Enginn hefur fengið að heim-
sækja Mahamat Abdoulaye, ekki
einu sinni fjölskylda hans. Fregn-
ir herma að einstaklingar sem
handteknir voru á sama tíma og
Abdoulaye hafi ýmist dáið eða
verið drepnir meðan á varðhald-
inu stóð, en um örlög Abdoulaye
er ekki vitað.
Vinsamlegast skrifið kurteisleg
bréf og farið þess á leit að Maha-
mat Abdoulaye verði látinn
tafarlaust laus. Skrifið til:
Son Excellence
Monsieur hissein Habre
Presidente de la Republique
du Tchad
N’Djamena
Republique du Tchad.
Sýrland: Mahmud Jalbut er 35
ára Palestínumaður. Hann var
handtekinn 28. október 1980
samkvæmt neyðarlögunt sem
hafa verið í gildi allt frá árinu
1963. Hann hefur verið í haldi án
ákæru og réttarhalda, að því er
virðist vegna þátttöku í Banda-
lagi Kommúnista (CPPB), en sá
flokkur er bannaður.
Mahmud Jalbut er kvæntur og
á eina dóttur. í mars 1986 bárust
þær fréttir að hann þjáðist af
magablæðingum og fengi litla
sem enga læknishjálp. í fyrstu var
hann hafður í haldi í Shaikh
Hassan fangelsinu í Damaskus,
en í október 1985 var hann flutt-
ur í Adra fangelsið í grennd við
Damaskus. Amnesty hefur sent
yfirvöldum í Sýrlandi áskoranir
vegna máls Jalbut, en þeim hefur
ekki verið svarað. í dag er ekki
vitað hvernig heilsa hans er.
Bandalag Kommúnista var
stofnað árið 1973 af fólki sem
sagði skilið við Kommúnista-
flokkinn. Kommúnistaflokkurinn
á fulltrúa í Framfarafylkingunni
sem er við völd. Stjórnvöld hafa
reynt að koma í veg fyrir starf-
semi Bandalags Kommúnista og
félagar þess hafa verið handtekn-
ir vegna friðsamlegrar andstöðu
við stefnu núverandi ríkisstjórn-
ar, sérstaklega íhlutun Sýrlend-
inga í Líbanon allt frá árinu 1976.
I október 1980 voru forystumenn
Bandalagsins handteknir í kjölfar
vináttu- og samvinnusáttmála
milli Sýrlands og Sovétríkjanna
og tilraunar til að koma á fót
stjórnarandstöðu í landinu. Á
meðal hinna handteknu var aðal-
ritari bandalagsins, Riad al-Turk.
Rúmlega 200 félagar í Banda-
lagi Kommúnista hafa verið
handteknir frá árinu 1980.
Nokkrum þeirra var haldið í
stuttan tíma og síðan sleppt, en
meirihlutinn situr enn í fangelsi
án ákæru og réttarhalda. Amn-
esty hefur sent fjölda áskorana
fyrir hönd félaga í bandalaginu
sem hafa verið pyntaðir við yfir-
heyrslur og einnig fyrir hönd
félaga sem ekki hafa fengið nauð-
synlega læknishjálp. Yfirvöld í
Sýrlandi hafa ekki svarað þessum
áskorunum.
Vinsamlegast skrifið kurteisleg
bréf og farið þess á leit að
Mahmud Jalbut verði tafarlaust
sleppt. Skrifið til:
His Excellency Khaled alAnsari
Minister of Justice
Nasr Street
Damascus
Syrian Arab Republic/Sýrland.
Suður-Kórea: Hong Song-dam
er 35 ára listamaður og andófs-
maður. Hann var sakaður um
njósnir fyrir Norður-Kóreu og
dæmdur skv. öryggislögum í sjö
ára fangelsi. Ásakanir um njósnir
voru lagðar fram eftir að hann
sendi skyggnur af einu málverka
sinna til Norður-Kóreu og bækur
til Kóreubúa í Vestur-Þýska-
landi.
Hong Song-dam hefur unnið til
verðlauna fyrir verk sín í Kóreu.
Hann er þekktur fyrir þrykk-
myndir sem sýna þjóðdansa,
tónlistarmenn og fátækt fólk, svo
og pólitíska viðburði eins og t.d.
atburði í Kwangju árið 1980,
þegar herinn drap 200 óbreytta
borgara. Hong Song-dam var for-
maður Kwangju deildar samtaka
Hesturmn
Haustið er komið á því leikur
ekki vafi. Hrossaeign lands-
manna eykst ár frá ári og
stöðugt fjölgar þeim sem halda
hesta i kaupstöðum landsins.
Nú fer sá tími í hönd þegar
fólk dregur undan hestum sínum
og gefur þeim frí fram yfir ára-
mót. Því er mikilvægt að hestun-
um sé sleppt á góðan haga þar
sem skjól er gott fyrir haustveðr-
áttunni og að þeir nái að safna
þjóðernissinnaðra listamanna, en
hlutverk samtakanna er að blása
nýju lífi í kóreska alþýðulist og
stuðla að sameiningu Norður- og
Suður-Kóreu.
Hong Song-dam var handtek-
inn 31. júlí 1989 og yfirheyrður í
þrjár vikur. Honum var neitað
um lögfræðilega aðstoð, fékk lít-
inn svefn og mátti sæta barsmíð-
um. Var hann þannig neyddur til
að játa að hafa farið í leynilega
ferð til Norður-Kóreu. Við
réttarhöldin bar meinafræðingur
vitni um að Hong Song-dam bæri
áverka eftir barsmíðar og spörk
sem hann hafði fengið í varðhald-
inu. Dómarinn úrskurðaði þá
játningu Hong Song-dam ótæka
og gat þess að hún hefði verið
fengin fram með því að neita
honum um stjórnarskrárbundinn
rétt til lögfræðiaðstoðar.
Við réttarhöldin kom saksókn-
arinn fram með þá staðhæfingu
að myndin „Saga þjóðernishreyf-
ingarinnar“, sem sýnir uppreisnir
sem hafa orðið í Kóreu, væri
„full af hugmyndafræði Norður-
Kóreu“ og með því að senda
skyggnu af verkinu til sýningar á
alþjóðlegri ungmennahátíð væri
listamaðurinn „áróðursmaður
fyrir hugmyndafræði Norður-
Kóreu“.
Ásakanir um njósnir eiga rætur
að rekja til þess að Hong Song-
dam sendi bækur, sem til sölu eru
á almennum markaði í Suður-
Kóreu til Kóreubúa í Vestur-
Þýskalandi. Stuttu síðar fékk
Hong Song-dam senda peninga
frá þessum Kóreubúa, sem yfir-
völd telja njósnara Norður-Kór-
eu. Við réttarhöldin sögðu vitni
að féð hefði hann fengið fyrir
sölu á myndum sínum í Vestur-
Þýskalandi.
í júní 1990 var Hong Song-
dam dæmdur í sjö ára fangelsi,
en hann hefur áfrýjað dómnunt
til hæstaréttar. Hann er hafður í
haldi í Seoul fangelsinu í höfuð-
borginni.
Vinsamlegast skrifið kurteis-
legt bréf og farið franr á að Hong
Song-dam verði tafarlaust látinn
laus. Skrifið til:
President Roh Tae-woo
The Blue House
1 Sejongno
Chongnogu
Seoul
Republic of Korea.
og haustið
holdum sem vörn fyrir vindi,
vætu og snjókomu.
Of oft rekumst við á hross sern
eru í þröngunt sinubornum hólf-
um eða uppbitnum hólfum, sem
gefa litla möguleika til að hross-
unum líði vel. Hesteigendur
komið hestum ykkar á góðan
skjólgóðan haga þannig að þeim
líði vel, þeir eiga það fyllilega
skilið. Er ekki hesturinn þinn
besti vinurinn? ój
AKUREYRARB/ÍR
Starf ritara
við Tónlistarskóla Akureyrar
Framlengdur er umsóknarfrestur um stöðu
ritara við Tónlistarskóla Akureyrar.
Umsóknarfrestur er til 28. september n.k.
Um er að ræða hálfa stöðu síðdegis.
Nánari upplýsingar í Tónlistarskólanum í síma
21788, hjá skólafulltrúa í síma 27245 og hjá
starfsmannadeild í síma 21000.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannadeild.
Starfsmannastjóri.
á Tonllstarskóli
Ejjafjarðar
Innritun fer fram í grunnskólum á starfs-
svæöi skólans miðvikudaginn 19. og fimmtu-
daginn 20. september kl. 10-13.
Einnig verður innritað í síma skólans 31171.
Kennslugreinar: Píanó, orgel, gítar, bassi,
harmonika, fiðla, blásturshljóðfæri, tromm-
ur, söngur og forskóli.
Skolasetning verður að Möðruvöllum í
Hörgárdal mánudaginn 24. september kl.
20.30.
Skólastjóri.
AKUREYRARBÆR
- DAGVISTARDEILD
Eiðsvallagötu 18 ■ Sími 24600.
Fóstrur - Fóstrur
Nú er gullið tækifæri að breyta
til og reyna eitthvað nýtt.
Staða hverfisfóstru á Akureyri í Glerárhverfi er
laus til umsóknar.
Staðan er 100% staða og starfið er mjög fjöl-
breytt.
Hverfisfóstra sér um dagvistir, leikvelli og dag-
mæður í sínu hverfi.
Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt, vera
skipulagður og hafa áhuga á því að vinna með
fólki.
Starfið veitist frá 1. des. nk.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir dagvist-
arfulltrúi, alla virka daga frá kl. 10-12 í síma 96-
24600.
Skriflegar umsóknir skulu berast dagvistarfulltrúa
fyrir 20. okt. 1990, á þar til gerðum eyðublöðum
sem fást hjá starfsmannastjóra og dagvistarfull-
trúa.
Dagvistarfulltrúi.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér og fjölskyldu
minni samúö og hlýhug viö fráfall og útför eiginmanns míns,
BALDVINS HELGASONAR.
Guö blessi ykkur öll.
Sigrún Jóhannsdóttir.