Dagur


Dagur - 18.09.1990, Qupperneq 16

Dagur - 18.09.1990, Qupperneq 16
Akureyri, þriðjudagur 18. september 1990 Búlgarska knattspyrnuliðið CSKA Sofia kom til Akureyrar í gær en það mætir KA-mönnum í Evrópukeppni meist- araliða á Akureyrarvelli kl. 17.30 á morgun. Með í för voru 9 búlgarskir fréttamenn sem komu til að fylgjast með leiknum. Hópurinn flaug beint frá Búlgaríu til Kcflavíkur og þaðan norður og lenti á Akureyrarflugvelli síðdegis í gær. Liðið æfir á Akureyrarvelli í dag. Allt bendir til að um geysilega sterkt lið sé að ræða en það er einmitt þekkt fyrir gott gengi í Evrópukeppni. Þar hefur það alls 19 sinnum tekið þátt, þrisvar komist í 8-liða úrslit og tvisvar í undanúrslit. Liðið komst í 8-liða úrslit í fyrra en féll út eftir ósigur fyrir franska stórliðinu Marseilles. Þess má einnig geta að á síðasta keppnistímabili hafði liðið tryggt sér meistaratitilinn í heimalandi sínu heilum mánuði áður en tíma- bilinu lauk. Til vinstri á myndinni eru tveir af forráðamönnum liðsins ásamt formanni knattspyrnudeildar KA, Stefáni Gunnlaugssyni, og Gunnari Kárasyni, sem einnig á sæti í stjórn deildarinnar, en þeir tóku á móti Búlgörun- um við komuna ■ gær. Mynd: kl Fornóslaxinum slátrað í dag: Verður seldur í gegnum Sölumiðstöðina Laxinum í eldistöðinni Fornósi hf. á Sauðárkróki sem lýst var gjaldþrota fyrir helgi verður að megninu til slátrað í dag og hann sendur suður. Ætlunin er að selja hann í gegnum Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. Magnið er á bilinu 10-15 tonn og stærðin eitt til tvö kíló að stærstum hluta. Halldór Þ. Jónsson, skiptaráð- andi, sagði í samtali við Dag í gær að búið væri að ráðstafa lax- inum, en verið væri að vinna að þessu og mestum hluta laxsins yrði trúlega slátrað í dag og afgangnum fljótlega. Stjórn Fornóss hf. lét lýsa fyrirtækið gjaldþrota sl. fimmtu- dag og um helgina komu menn að sunnan til að skoða laxinn. Það virðist því ætla að takast að koma laxinum í verð áður en hann veslast upp og deyr. SBG Serkir hf. á Blönduósi kanna landið fyrir nýja framleiðsluvöru: í athugun að framleiða sorppoka úr pappír - tilraunaframleiðsla gæti hafist fyrir áramót „Við erum að velta fyrir okkur framleiðslu á sorppokum þar sem um verulegan markað er að ræða. Þó að ekki kæmi ann- að til en umhverfisvemdarsjón- armið þá ætti að vera opin leið inn á markaðinn af þeim ástæðum,“ segir Ágúst Sig- urðsson, framkvæmdastjóri pappírspokaverksmiðjunnar Serkja hf. á Blönduósi, en svo gæti farið að nú undir áramót- in hefji verksmiðjan fram- leiðslu á þessum pokum í til- raunaskyni. Ágúst segir að víða í norðvest- anverðri Evrópu sé bannað að urða sorp í plastpokum. Um brennslu plastpoka segir í skýrslu sem Serkir hf. hafa gert, að plast- pokar eyðist ekki í náttúrunni heldur verði að brenna þá. „Algengasta tegund mengunar er díoxínmengun sem veldur krabbameini. Til að komast hjá slíkri mengun þegar plast er brennt verður hitinn að vera að minnsta kosti 1200 gráður á celcíus við brunann. Ekki er vitað til að nokkur sorpbrennsla á Þingeyjarsýsla: Þrjú óhöpp á laugardag Tvær bílvcltur og árekstur áttu sér stað um svipað leyti í umdæmi lögreglunnar á Húsa- vík síðdegis á laugardag. Fólksbíll valt í Reykjadal og einnig valt fólksbíll í Mývatns- sveit. Ekki urðu slys á fólki í þessum umferðaróhöppum en bílarnir skemmdust mikið. Um svipað leyti var smáárekst- ur tveggja bíla í Reykjadal, engin meiðsli urður á fólki við það óhapp og litlar skemmdir á bílun- um. IM landinu geti brennt við svo háan hita enda er slíkt mjög dýrt,“ seg- ir í skýrslunni. „Við erum hér með mjög vel búna verksmiðju sem vantar verkefni enda getum við framleitt meira heldur en allur íslenski markaðurinn notar. Því verðum við að líta eftir einhverju sem gerir okkur fært að nýta bæði vinnuafl, vélar og fjárfestingar betur en við höfum gert,“ segir Ágúst. Könnun hefur þegar verið gerð á markaðinum og segir Ágúst að hugmyndin fái góðar viðtökur. „Menn eru spenntir fyrir þessu en málið er ekki komið það langt að við séum farnir að sjá fyrir okkur hvenær framleiðsla geti hafist. Við munum þó væntan- lega framleiða til prufu og fá ein- hver sveitarfélög til að reyna þetta. Ég tel mér trú um að fyrir áramót geti sú tilraunafram- leiðsla hafist,“ segir Ágúst. JÓH Sandblástur og málmhúðun hf.: Veltan hefur aukíst um 80% o g húðunin hefur þrefaldast „Reksturinn gengur afar vel og umsvifin fara vaxandi. I dag er unnið á vöktum, en starfs- mennirnir eru 14 fastráðnir. Mér skilst að frekar Ijótt hljóð sé í mönnum í járniðnaðinum á Akureyri, en hér er næg vinna og bjart yfir mönnum,“ sagði Jón Dan Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Sandblásturs og málmhúðunar hf. á Akureyri. „Við framleiðum Ijósastaura úr 300-400 tonnum á ári og zink- húðum þá síðan. Veltan hefur aukist um 70 til 80 prósent milli ára. Húðunin hefur þrefaldast og mest er unnið fyrir smiðjurnar í Reykjavík. Nokkur stór verkefni fyrir járniðnaðinn á Akureyri hafa fengist hingað norður vegna zinkhúðunarinnar. Nýmæli hjá okkur er framleiðsla á vegriðum fyrir Vegagerð ríkisins, en við kaupum þau svört erlendis frá og síðan eru þau beygð og húðuð. Að ná þessari framleiðslu inn í Iandið var stórt hagsmunamál fyrir þjóðarbúið,“ sagði Jón Dan Jóhannsson. Að sögn Jóns er Sandblástur og málmhúðun gamalgróið fyrir- tæki, en rekstur þess hófst 1962. Núna er fyrirtækið rekið sem Úr framleiðslusa! Sandblásturslog málmhúðunar hf. hlutafélag fjögurra bræðra og föðurins Jóhanns, sem stofnaði til rekstrarins ásamt bróður sín- um Aðalgeir. ój Eldsvoði á Grenivík: Handslökkvitækin forðuðu stórtjóni „Við gátum forðað stór- bruna með þeim hand- slökkvitækjum sem til stað- ar voru I húsinu. Síðan brugðu þeir mjög skjótt við í slökkviliðinu hér á staðnum og stóðu sig mjög vel í slökkvistarfinu. Ef kalla hefði þurft til slökkvilið frá Akureyri í þennan bruna þá stæði örugglega ekkert eftir af húsinu núna,“ sagði Vigdís Kjartansdóttir, stöðvarstjóri Pósts og síma á Grenivík, en eldur kom upp í íbúð hennar í húsi Pósts og síma laust eftir hádegi á föstudag. Eldurinn kom þannig upp að þriggja ára sonur Vigdísar kveikti í fötum í geymslu og breiddist eldurinn fljótt út um geymsluna og þvottahús. Þarna inni voru yfirhafnir fjöl- skyldunnar og nær allt skótau, ásamt ýmsum öðrum munum. Þá eyðilögðust þvottavél, frystikista og tauþurrkari en með hann var einmitt farið inn í þvottahúsið kvöldiö fyrir brunann. Vigdís segir að þeir munir sem urðu eldinum að bráð séu metnir á 300-400 þús- und krónur. Úr geymslunni var lokað inn í íbúðina og einnig var lok- uö hurð milli íbúðarinnar og póstafgrciðslunnar. Því varð starfsfólk í afgreiðslunni ekki vart við eldinn strax. Þegar að var komið hafði eldurinn teygt sig út um glugga á geymslunni og var að byrja að læsa sig í þakskegg hússins. JOH Haustuppboð á loðskinnum í Danmörku: Verð á skiimum loks á uppleið Eftir langvarandi veröfall á loöskinnum fer verð nú hækk- andi auk þess sem söluhlutfall- ið batnar. I Kaupmannahöfn iýkur í dag septemberuppboði á loðskinnum sem staðið hefur síðan á fimmtudag. Verð á minkaskinnum hefur yfirleitt hækkað í danskri mynt. Alls eru boðnar rúmar 4 millj- ónir minkaskinna á þessu upp- boði og hafa 95% þeirra selst. Scanblack og Scanbrown skinn eru uppistaða framleiðslunnar og hækkuðu Scanblack högnaskinn um 40% að meðaltali rniðað við uppboð í maí í vor. Scanblack læðuskinn lækkuðu hins vegar um 1%, Scanbrown högnaskinn hækkuðu um 15% og Scanbrown læðuskinn lækkuðu um 1%. Refaskinn lækkuðu lítillega í verði frá því sem var á uppboðinu í vor. Nú voru boðin um 110 þús- und refaskinn og hækkaði ein tegund, Blue Frost, í verði frá því sem var í vor. Hækkunin var um 5%. Hins vegar seldust skinnin betur en á fyrra uppboðinu. Samkvæmt uppíýsingum frá Sambandi íslenskra loðdýrarækt- enda hefur mjög mikill samdrátt- ur orðið á framleiðslu loðskinna í heiminum. Gert er ráð fyrir að framleidd verði 26-27 milljónir minkaskinna en markaður er fyr- ir 32-32 millj. skinna. JOH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.