Dagur - 30.10.1990, Síða 1

Dagur - 30.10.1990, Síða 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 30. október 1990 208. tölublað Tveimur mönnum bjargað úr sjávarháska: Trilla sökk við Látra- strönd í Evjafírði niður,“ sagði Bjarni Ármanns- son frá Hrísey. Að sögn Bjarna fengu þeir björgunarsveitarmenn ranga staðarákvörðun og héldu að trill- an hefði strandað við austur- strönd Hríseyjar. Björgunar- mennirnir sáu siglingaljós austur á sundinu upp undir Látraströnd- inni og þangað var því stefnt. Er að var komið reyndist báturinn þar í nauðum. „Mennirnir voru búnir að yfir- gefa trilluna og komnir í gúmmí- björgunarbátinn. Pá hafði hrakið frá trillunni. Höfðu ekki þorað að binda sig fasta við hana. Óhappið varð 600 til 800 metrum frá ströndinni. Menn telja ólík- legt að trillan hafi lent á skeri. Líklegra er talið að hún hafi rek- ist á rekaviðardrumb. Björgunar- menn tóku skipbrotsmennina um borð til sín og bundu björgunar- bátinn þeirra við trilluna. Mér barst tilkynning um að möguleiki væri á björgun trillunnar og sendi því Hríseyjarferjuna til hjálpar. Er að var komið var trillan farin niður ásamt gúmmíbjörgunarbát- inum. Trillan var skráð fjögur tonn og var í eigu Snorra Sigfús- sonar frá Akureyri. Snorri var nýbúinn að kaupa bátinn og var á heimleið. Bróðir hans var með í för, Friðrik Sigfússon, þegar óhappið varð. Suðaustan strekk- ingur var á sundinu og gekk á með hryðjum. Allt fór vel, þar sem mönnunum var bjargað,“ sagði Bjarni Ármannsson. ój Veðurspáin næstu daga: „Veðurhorfiiraar era daprar“ - segir Bragi Jónsson „Já, veðurhorfurnar eru daprar. Bölvaður skífur,“ sagði Bragi .lónsson, veður- fræðingur á Veðurstofu ís- lands, er hann var spurðnr um veðrið næstu daga. „Spáin fyrir þriðjudaginn er norðaustan hvassviðri með kalsarigningu og slyddu til íjalla. Á miðvikudag verður áfram norðlæg átt með kalda og éljagangi, en á föstudag verður komið logn, léttskýjað og frost,“ sagði Bragi. ój Verkmenntaskólinn: C-álman aflient C-álma Verkmenntaskólans á Akureyri var afhent og tekin í notkun við hátíðlega athöfn sl. föstudag. Haukur Jónsson, aðtoðar- skólameistari, veitti C-álm- unni móttöku að viðstöddum fjölmörgum gestum, bæjarfull- trúum á Akureyri, skólanefnd- armönnum og framkvæntda- aðilurn. Nánar verður greint frá afhendingu C-álmu og stöðu framkvæmda við VMA í Degi síðar í vikunni. EHB Kári Arnórsson var með lófa- taki endurkjörinn formaður Landssambands hestamanna- félaga á 41. ársþingi félagsins sem fram fór, með meiri frið- semd en margir bjuggust við, í Félagsheimili Húsavíkur sl. föstudag og laugardag. Kári setti þingið á föstudags- morgun og lýsti yfir sérstakri ánægju sinni með að koma til þings á Húsavík, þar sem hann hefði átt sín fyrstu spor. Kári heiðraði síðan Gunnar Bjarna- son, hrossaræktarráðunaut með gullmerki félagsins, en Gunnar er einnig uppalinn á Húsavík. Einar Njálsson, bæjarstjóri ávarpaði þingið og afhenti Gunnari blóm- vönd og eintak af Sögu Húsavík- ur. Um 120 fulltrúar sátu þingið auk nokkurs fjölda gesta. F>ing- forsetar voru Arngrímur Geirs- son og Halldór Gunnarsson. Á föstudag var flutt skýrsla stjórnar, Steingrímur J. Sigfús- son, landbúnaðarráðherra flutti erindi um hrossarækt sem bú- grein. Milliþinganefndir skiluðu áliti um skipulagsmál LH og fyrirkomulag stórmóta, tillögur voru lagðar fram og nefndir tóku til starfa. Á laugardagsmorgun héldu nefndarstörf áfram, en síðan skil- uðu nefndir áliti og fram fóru umræður og afgreiðsla mála. Pó allir væru ekki alltaf sammála voru mál afgreidd með meiri frið- semd en margir hafa líklega reiknað með fyrir þingið. En fjölda mála var vísað til nánari umfjöllunar stjórnar, milliþinga- nefnda eða félaga. Mikil spenna skapaðist þó á þinginu eftir að Ingimar Sveins- son lagði fram tillögu kynbóta- nefndar. Reynir Hjartarson frá Akureyri sagði að kynbótanefnd hefði staðið á miklu þverhnípi kvöldið áður og hefðu menn ver- ið komnir méö tærnar fram af brúninni er þeir settust niður með það eitt að sjónarmiði að finna lausn á ósamkomulaginu. Menn hefðu verið að berja hver á öðrum í stað þess að finna lausn á mál- um, nú þyrftu menn að standa saman og koma viti í umræðuna. Andrés Kristinsson lagði fram breytingartillögu og Þorkell Bjarnason sagði að þar með hefði hann kastað stríðshanska. Kári Arnórs sagði illt í efni ef ekki væri hægt að vinna að málum án Akveðið er að breyta bílaverk- stæði og trésmiðju Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn í hlutafélög. Að stofnun hluta- félaganna standa kaupfélagið og væntanlega einstaklingar og fyrirtæki. Hlutafélögin taka formlega við rekstrinum um áramót. Að sögn Kristjáns Karls Krist- jánssonar er þetta gert til þess að ná skarpari skilum í rekstri ein- stakra deilda kaupfélagsins. Rekstrinum sem slíkum verður þó ekki breytt. Miðað er við að hlutafélögin taki við rekstri bíla- verkstæðisins og trésmiðjunnar um áramót, en fram að áramót- um leigi kaupfélagið reksturinn af hlutafélögunum. „Það er ekki aðalmálið í þessu að koma með þess að óttast klofning á eftir hverju málínu á fætur öðru. Skúli Kristjánsson varaformaður sagð- ist standa og falla með tillögu Andrésar. Þorkell lagði til að til- lögu Andrésar yrði vísað frá og annað gætu menn ekki sætt sig við. Reynir sagði það mikla ógæfu ef þetta væri leiðin sem ætti að fara og bað menn að hengja sig ekki í orðaleiki og orð- hengilshátt. Þingforseti tilkynnti einnar mínútu hlé og síðan var ákeðið að gera kaffihlé og ríkti þá rafmögnuð spenna í salnum er maður gekk undir manns hönd til aukið fjármagn inn í reksturinn. Með þessu selur kaupfélagið hlutafélögunum eignir og þar með nær kaupfélagið inn pening^ um, sem verður varið til að greiða niður skuldir.“ Kristján Karl segir ekki alveg frágengið hversu stóran hlut Kaupfélag Langnesinga komi til með að eiga í hinum nýju hluta- félögum, en að minnsta kosti verði það meirihluti. „Það er gert ráð fyrir að þetta verði dótturfyr- irtæki og kaupfélaginu ber sið- ferðisleg skylda til að fylgjast vel með að þetta gangi vel upp,“ sagði Kristján Karl. Auk þessara breytinga á rekstri bílaverkstæðis og trésmiðju er ýmislegt annað á döfinni hjá Kaupfélagi Langnesinga. Fram að ná sáttum um tillöguna. „Hvernig sem þetta fer þá lifa gæðingarnir," sagði Gunnar Bjarnason hinn rólegasti, við blaðamann Dags á þessari raf- mögnuðu stundu. Að loknu hléi dró Andrés tillögu sína til baka og þingheimur samþykkti tillögu kynbótanefndar í einu hljóði. Þingheimur lýsti síðan yfir fullu trausti við fulltrúana með lófa- taki, samkvæmt beiðni frá Kára. Að kosningum loknunt var þinginu slitið en um kvöldið var haldin árshátíð sem um 300 manns sóttu. IM hefur komið að kaupfélagið vinn- ur að því að koma á fót bakaríi í gömlu mjólkurstöðinni, sem ýtt verður úr vör innan tíðar. Þegar fyrir liggur að bílaverk- stæði og trésmiðju verður breytt í hlutafélög er Kaupfélag Langnes- inga eingöngu með á sinni könnu verslunarrekstur og skipa-, bíla- og olíuafgreiðslu. Sem kunnugt er seldi kaupfélagið hlut sinn í Útgerðarfélagi Norður-Þingey- inga í vor, þegar útgerð og fisk- vinnsla á Þórshöfn voru stokkuð upp. Rekstur Kaupfélags Langnes- inga gekk erfiðlega í fyrra, en þá varð umtalsvert tap á rekstrinum. Kristján Karl segir fyrirsjáanlegt að mun betur gangi í ár og vonir séu til þess að reksturinn verði réttu megin við núllið. óþh Kaupfélag Langnesinga: Ákveðið að breyta trésmiðju og bflaverkstæði í hlutafélög - kaupfélagið mun eiga meirihluta í hlutafélögunum Mynd: IM Trilla sökk á Eyjafirði úti af Látraströnd sl. sunnudagsmorg- un. Tveir voru um borð og var bjargað af mönnum úr Hrísey. „Ég fékk tilkynningu um óhappið kl. 6.00 á sunnudags- morguninn og skellti mér strax niður í slysavarnaskýli. Mitt fyrsta verk var að kalla mína menn út. Þeir lögðu í hann tæplega hálfri stundu eftir að kalliö barst og fundu mennina tvo um klukkan 7.00 í gúmmí- björgunarbáti, 600-800 metr- um úti af Látraströndinni. Allt vannst hratt og vel og mönnun- um var bjargað, en trillan fór Fulltrúar á hinu fjölmenna ársþingi LH á Húsavík. HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Ársþing Landssambands hestamannafélaga á Húsavík: Tillaga kynbótaneMar samþykkt í einu hljóði eftir raflnagnaða spennu í fundarhléi - „hvernig sem þetta fer þá lifa gæðingarnir,“ sagði Gunnar Bjarnason

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.