Dagur - 30.10.1990, Qupperneq 3
fréttir
Þriðjudagur 30. október 1990 - DAGUR - 3
Nýtt fyrirtæki á Akureyri, Fides hf.:
„Lækkun vöruverðs mun skila sér til sjúklinga“
- segir Egill Jónsson, tannlæknir og framkvæmdastjóri Fides hf.
„Nafn fyrirtækisins er Fides
hf., en það er latneskt heiti,
sem stendur fyrir trúnaður eða
traust, og höfuðstöðvar þess
eru á Akureyri,“ sagði Egill
Jónsson, tannlæknir og stjórn-
armaður í nýkjörinni stjórn
fyrirtækisins.
Að sögn Egils verða aðsetur og
höfuðstöðvar Fides hf. á Akur-
eyri og reksturinn snýst um inn-
flutning á vörum til tannlækna-
stofa og dreifingu þeirra, jafn-
framt sem Fides hf. mun veita
tannlæknastofum hvers kyns
þjónustu í framtíðinni um leið og
tækninni fleygir fram. Um ára-
mótin 1990/1991 verður sett á fót
útibú í Reykjavík, en þaðan
verður vörum dreift til tannlækna
í Reykjavík og nágrenni.
Hluthafar í nýja fyrirtækinu
eru 88 og gera má ráð fyrir að
þeim fjölgi um 10-20 á næstu
mánuðum. Stjórn félagsins var
veitt heimild til að auka hlutafé í
allt að þrjátíu milljónir króna, en
það er nú tuttugu og tvær millj-
ónir króna.
Stjórn Fides hf. var kjörin á
stofnfundi þess 20. október sl.
og hana skipa: Egill Jónsson og
Halldór Halldórsson frá Akur-
eyri, Sigurjón Benediktsson frá
Húsavík, Friðgerður Samúels-
dóttir og Helgi Magnússon frá
Reykjavík. Agli Jónssyni var fal-
ið á fyrsta stjórnarfundi að vera
framkvæmdastjóri, þar til ráðinn
hefur verið framkvæmdastjóri.
Starfsemi Fides hf. hefst um næstu
mánaðarmót, okt/nóv, með vöru-
dreifingu til tannlækna á
Norðurlandi og einnig verða
nokkrir valdir út fyrir sunnan til
að slípa starfsemina til, svo hægt
verði að setja á fulla ferð um ára-
mót.
í tilefni þess að rekstur er að
hefjast hjá Fides hf. sagði Egill:
„Mig langar til að vitna í grein er
móðurbróðir minn Tryggvi
Gíslason, skólameistari, skrifaði
í Akureyrarpistli sínum í Helgar-
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi vestra:
Marka þarf ákveðnari byggða-
stefinu en verið hefur
- var ein af niðurstöðum þingsins
Kjördæmisþing framsóknar-
manna á Norðurlandi vestra
var haldið á Blönduósi um síð-
ustu helgi. Framboðslisti til
alþingiskosninga var ákveðinn
og ýmis mál rædd. Að sögn
Boga Sigurbjörnssonar, for-
manns kjördæmisráðs, var
aðsókn góð og mikil samstaða
manna meðal.
Framboðslisti Framsóknar-
flokksins á Norðurlandi vestra
fyrir næstu alþingiskosningar lít-
ur þannig út:
1. sæti Páll Pétursson, alþingismaður.
2. sæti Stefán Guðmundsson, alþingismaður.
3. sæti Elín R. Líndal, hreppsstjóri.
4. sæti Sverrir Sveinsson, veitustjóri.
Nýja sveitarfélagið
5. sæti Sigurður Árnason, skrifstofumaður.
6. sæti Kolbrún Daníelsd., verslunarmaður.
7. sæti Pétur Arnar Pétursson, deildarstjóri.
8. sæti Dóra Eðvaldsdóttir, verslunarmaður.
9. sæti Elín Sigurðardóttir, bóndi.
10. sæti Guttormur Óskarsson, fyrrv. gjaldkeri.
„Byggðamálin voru mikið
rædd á þinginu og menn harðir á
því að flokkurinn yrði að marka
sér ákveðnari byggðastefnu en
verið hefur. Póstsamgöngur milli
Siglufjarðar og Sauðárkróks voru
einnig ræddar vegna þess að
leggja á þær niður um þessi mán-
aðamót. Ákveðnar samþykktir
voru gerðar um það að ekki gengi
að flytja allan póst til Reykjavík-
ur fyrst og síðan aftur norður,"
sagði Bogi.
framan Akureyrar:
Álmálið var mikið rætt á kjör-
dæmisþinginu og fannst mönnum
þar aðeins hafa verið farið á
skjön við byggðasjónarmiðin.
Álit manna var að orkuverð
þyrfti að vera viðunandi og hjá
væntanlegum eignarhaldsfélög-
um yrði að vera að einhverju að
ganga, ef illa færi.
Á sunnudaginn komu gestir
frá S.U.F og L.F.K, þær Sif
Friðleifsdóttir form. S.U.F. og
Sigrún Sturludóttir frá L.F.K.
Formaður Framsóknarflokksins
og forsætisráðherra, Steingrímur
Hermannsson, mætti einnig á
þingið á sunnudag og við hann
var mikið rætt.
Að sögn Boga Sigurbjörnsson-
ar voru menn almennt bjartsýnir
á gengi flokksins í kjördæminu
og horfðu björtum augum til
alþingiskosninga ef ekkert sér-
stakt kæmi upp á. SBG
Degi 27.október sl. Hann segir:
„Miðja heimsins er nefnilega þar
sem þú ert. Því fylgir ekki neinn
sjálfbirgingsháttur, hroki eða
steigurlæti þegar svona er sagt.
Þannig er þetta bara... Ef maður
er sér þess meðvitandi að miðja
heimsins er þar sem þú ert, er
von til þess að upphefð okkar
þurl'i ekki alltaf að koma að utan
og við þurfum ekki sífellt að bíða
eftir skipinu að sunnan."
Við ætlum að flytja skipið að
norðan og ekki bara suður, held-
ur inn í miðju nafla hvers og eins
tannlæknis á tannlæknastofu
hans, þar sem hann ræður ríkjum
einn og sinnir sínum.
Hvernig við hyggjumst gera
þetta er ekki liægt að upplýsa nú,
því auðvitað verður gripið til gagn-
aðgerða af samkeppnisaðilum í
Reykjavík. Aðilum sem hafa ein-
okað markaðinn um langa tíð.
Tækni tölvualdar kemur hér að
verulegum notum og því væri
hægt að hafa höfuðstöðvar fyrir-
tækisins nánast í hverjum sveita-
bæ á íslandi, er til þess yrði
valinn.
Þegar þetta er farið að skiia sér
í framkvæmdinni verður það til
að lækka kostnað við rekstur
tannlæknastofu hvers og eins, en
það hefur síðan áhrif til lækkunar
á því verði, sem sjúklingar
greiða. Verðskrá tannlækna mið-
ast við kostnaðarliði þá, sem til
verða í rekstrinum.
í þessu tilefni langar mig til að
vitna í grein, sem Sigurður
Björnsson, læknir, skrifaði í
„Moggann" síðasta laugardag
(27.10. 1990): „Á undanförnum
árum hefur mikið verið rætt um
vaxandi kostnað við heilbrigðis-
kerfið og leiða verði leitað til að
halda honum í skefjum. Allar
breytingar, sem gerðar hafa verið
miða að auknum ítökum ríkisins
og hafa flestar haft í för með sér
aukin útgjöld skattgreiðenda.
Settar hafa verið á laggirnar víðs
vegar um landið nýjar nefndir og
ráð og gerðar kerfisbreytingar á
rekstri heilsugæslu og sjúkra-
húsa, sem krefjast stóraukins
mannafla við stjórnun og áætl-
anagerð." Þannig hefur sparnað-
urinn komið niður á þjónustunni
og kostnaðurinn flust til stjórn-
unaraðila, sem ekki eru í tengsl-
um við þá sjúku. Þeir verða bara
að bjarga sér sjálfir ef kvóti
stofnunarinnar er fullur sam-
kvæmt formúlu ráðamanna.
Við, sem störfum við að veita
þjónustuna vitum hvernig best er
að spara á hverjum tíma og þann-
ig kemur starfsemi Fides hf. til að
styðja við bakið á tannlæknum og
þeir hafa fengið lækkun, sem
skilar sér raunverulega án skatta-
hækkunar til sjúklinga." ój
í BÆNDATRYGGINGU
SJÓVÁ-ALMENNRA
SAMEINAST
EINKATRYGGINGAR
FJÖLSKYLDUNNAR 0G
VÁTRYGGINGAR
SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM
LANDBÚNAÐARINS
sióváIíwalmennar
NaMð Eyjaflarðar-
sveit varð fyrir valinu
- framboðslisti sveitarstjórnanna
fyrir kosningarnar ákveðinn
Eyjafjarðarsveit mun hið nýja
sveitarfélag framan Akureyrar
heita en það verður sem kunn-
ugt er stofnað um næstu ára-
mót þegar Saurbæjarhreppur,
Ongulsstaðahreppur og Hrafna-
gilshreppur sameinast.
Akvörðun um þetta nafn var
tekin á sameiginlegum fundi
sveitarstjórnanna þriggja síð-
astliðið föstudagskvöld.
Efnt var til samkeppni um nafn
á nýja sveitarfélagið og bárust
tvær tillögur um nafnið Eyja-
fjarðarsveit. Þær komu frá Helgu
Hallgrímsdóttur í Hvammi í
Hrafnagilshreppi og frá Guð-
mundi Sveinssyni á Selfossi. Þau
Helga og Guðmundur fá í verð-
laun nýja alfræðibók Arnar og
Örlygs sem senn er væntanleg á
markaðinn.
Á föstudagskvöld var einnig
ákveðinn sameiginlegur fram-
boðslisti sveitarstjórnanna til
kosninga þann 17. nóvember.
Allt útlit er fyrir að annar listi
verði í kjöri en framboðsfrestur
rennur út næstkomandi föstudag.
Listi sveitarstjórnanna er
þannig skipaður:
1. Birgir Þórðarson, Öngulsstöðum.
2. Ólafur Vagnsson, Hlébergi.
3. Sigurgeir Hreinsson, Hríshóli.
4. Jóhannes Geir Sigurgeirss., Öngulsst.
5. Pétur Helgason, Hranastöðum.
6. Ármann Skjaldarson, Skáldstöðum.
7. Benjamín Baldursson, Ytri-Tjörnum.
8. Anna Guðmundsdóttir, Reykhúsum.
9. Jón Jónsson, Stekkjarflötum.
10. Leifur Guðmundsson, Klauf.
11. Hörður Snorrason, Hvammi.
12. Þorvaldur Ó. Hallsson, Ysta-Gerði
13. Gunnar Jónasson, Rifkelsstöðum.
14. Guðný Kristinsdóttir, Espihóli.
Eins og fram hefur komið
verður ný sveitarstjórn skipuð 7
aðalmönnum. Samkvæmt þessu
verða þrír aðalfulltrúar úr Öng-
ulsstaðahreppi, en tveir úr hinum
gömlu hreppanna. JÓH
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) ÁKR. 10.000,00
1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 1987-1.fl.SDR 1987-1.fl.ECU 01.11.90-01.05.91 12.11.90-12.05.91 16.11.90 16.11.90 kr. 47.605.98 kr. 49.704,01 kr. **) kr. **)
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
**)Sjá skilmála.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, október 1990.
SEÐLABANKI ÍSLANDS