Dagur


Dagur - 30.10.1990, Qupperneq 7

Dagur - 30.10.1990, Qupperneq 7
Þriðjudagur 30. október 1990 - DAGUR - 7 Pétur Guðmundsson skoraði mest Tindastólsmanna þótt hann spilaði aðeins fyrri hálfleikinn. Mynd: sbg Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Kennslustund á Króknum - Tindastóll vann IR 124:86 Það má með sanni segja að umtalsverður styrkleikamunur hafi verið á liðum Tindastóls og IR í leik þeirra í úrvals- deildinni á Sauöárkróki sl. sunnudagskvöld. Stólarnir sigruðu 124:86 án þess að vera með sitt sterkasta lið inni á all- an tímann. Liðsmenn Tindastóls byrjuðu ekki sannfærandi frekar en í flestum fyrri leikjum sínum í haust. Það var ekki fyrr en á 5. mín. fyrri hálfleiks sem þeim tókst að komast yfir 12:10. Eftir það jókst forystan jafnt og þétt og Pétur Guðmundsson sýndi hvað í honum bjó með því að gera 28 stig áður en hann fór á bekkinn um þremur mín. fyrir leikhlé. Douglas Shouse var svip- aður hjá ÍR-ingum og hafði gert 21 stig þegar fyrri hálfleikur var á enda, en þá stóðu leikar 64:47 fyrir heimamenn. Seinni hálfleikur var líkur þeim fyrri, forysta Stólanna jókst og t.a.m. var staðan á 5. mín. hálfleiksins 76:55 og tveimur mínútum seinna 87:55. Svo virtist vera sem Shouse væri eini leikmaður ÍR-inga sem gæti skor- að og hafði í lokin gert 41 stig, en annað var upp á teningnum hjá Tindastól. Pétur Guðmundsson kom ekkert meira inn á í leikn- um. Þess í stað tóku nafni hans Sigurðsson og Ivan Jonas til við að gera stigin fyrir Stólana og þegar leiknum lauk hafði öllum leikmönnum þeirra, nema Stef- áni Hreinssyni, tekist að skora og staðan orðin 124:86. Bestu leikmenn Tindastóls voru: Pétur Guðmundsson með- an hann var inn á, Ivan Jonas, Haraldur Leifsson, Pétur V. Sig- urðsson og Valur Ingimundarson sem átti fjölda stoðsendinga. Bestur hjá ÍR var Douglas Shouse og Hilmar Gunnarsson sýndi einnig ágætan leik. Stig Tindastóls: Pctur Guðmundsson 28, Ivan Jonas 27, Pétur V. Sigurðsson 26, Haraldur Leifsson 20, Einar Einars- son 10, Valur Ingimundarson 6, Karl Jónsson 3, Svcrrir Sverrisson 2, Kristinn Baldvinsson 2. Stig ÍR: Douglas Shouse 41, Hilmar Gunnarsson 12, Jóhanncs Svcinsson 9, Björn Leósson 8, Björn Bollason 6, Broddi Sigurðsson 4, Márus Arnarson 4, Andri Kristinsson 2. Dómarar voru: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Óskarsson og höfðu þeir ágæt tök á leiknum þegar á heildina cr litið. SBG Körfuknattleikur B-riðill Þór-KR 75:76 UMFG-UMFN 60:91 Haukar-Valur 67:82 ÍBK-Snæfell 122:83 UMFT-ÍR 124:86 Tindastóll 5 5-0 519:443 10 ÍBK 5 4-1 532:458 8 Valur 5 2-3 440:459 4 Þór 5 1-4 472:473 2 Grindavík 5 1-4 398:465 2 Knattspyrna: Aðalsteinn Aðalsteinsson þjálfar Leiftursmenn - Jón S. Helgason í Val Aðalsteinn Aðalsteinsson þjálfar knattspyrnulið Leifturs í 3. deildinni næsta sumar. Aðalsteinn var fyrirliði Vík- ings í sumar en þangað fór hann frá Húsavík þar sem hann lék með Völsungi. Olafs- firðingurinn Friðgeir Sigurðs- son mun verða Aðalsteini til aðstoðar. Þorsteinn Þorvaldsson hjá Leiftri sagði að eins og staðan væri í dag hefðu báðir aðilar áhuga á tveggja ára samstarfi en samningurinn yrði þó ekki bind- andi sem slíkur. Aðalsteinn verð- ur í Reykjavík fram til vors og stjórnar æfingum þar en 5-6 leik- menn liðsins verða í Reykjavík í vetur. „Það er ekki vitað annað en að allir heimamennirnir í liðinu verði áfram en það er gert ráð fyrir að aðkomumönnunum fækki eitthvað. Það hefur verið tekin sú stefna að byggja þetta meira upp á heimamönnum," sagði Þorsteinn. Jón S. Helgason hefur þegar skipt yfir í Val en Þorsteinn sagði að ekkert væri ljóst með mannabreytingar að öðru leyti. Knattspyrna: 6 dómarar tilnefiidir á milMkjalista - Bragi Bergmann þeirra á meðal Á fundi stjórnar KSÍ á laugar- dag var ákveðið hverjir verða tilnefndir fyrir íslands hönd sem milliríkjadómarar á næsta ári. Sex dómarar eru á listan- um, þar af einn frá Norður- landi, Bragi V. Bergmann sem dæmir fyrir Ungmennafélagið Árroðann í Öngulsstaðahreppi. Þrír af fjórum núverandi milli- ríkjadómurum eru á þessum lista, þeir Eyjólfur Ólafsson, Víkingi, Óli P. Ólsen, Þrótti, og Sveinn Sveinsson, Fram. Sá fjórði, Guðmundur Haraldsson, KR, hyggst draga sig í hlé. Auk Braga koma því tveir nýir inn, Guðmundur Stefán Maríasson, Leikni, og Gylfi Orrason, Fram. Þessi nöfn verða send til alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem sér um að útnefna milli- ríkjadómara. Ekki er sjálfgefið að FIFA staðfesti þennan lista því ísland hefur nú í nokkur ár átt fjóra milliríkjadómara og er því hér um aukningu að ræða. Minna má á að í fyrra voru þeir Lragi og Ólafur Lárusson til- nefndir af hálfu KSÍ en listinn kom óbreytiúr með nöfnum þeirra fjögurra sem fyrir voru. Þess má geta að íslenskt dóm- aratríó er á leið til írlands að dæma leik írlands og Skotlands í Evrópukeppni U-21 árs sem fram fer 6. nóvember. Dómari verður Eyjólfur Ólafsson og línuverðir þeir Bragi Bergmann og Egill Már Markússon. Guðmundi Benediktssyni gengur vel í Belgíu: vill semja strax Ekeren Guðmundi Benediktssyni, hin- um unga og efnilega knatt- spyrnumanni úr Þór, hefur gengið vel í Belgíu þar sem hann hefur dvalist hjá 1. deild- arliðinu Ekeren að undan- förnu. Forráðamenn félagsins eru mjög spenntir fyrir Guð- mundi og hafa mikinn áhuga á að semja við hann sem fyrst. Þá hafa Stuttgart og Everton haft augastað á honum og nú nýverið bárust fyrirspurnir frá Tottenham og skoska liðinu Kilmarnock. Guðmundur lék með unglinga- liði félagsins, 16-18 ára, í 4:2 sigri þess gegn Antwerpen um síðustu helgi. Hann skoraði eitt marka Ekeren og fiskaði auk þess víta- spyrnu. Forráðamenn Ekeren sögðu Guðmundi eftir leikinn að hann gæti fengið samning strax ef hann vildi. „Ég skrifa ekki undir neitt strax enda liggur mér ekkert á. Það er allt í lagi að heyra hvað þeir segja en ég reikna með að ég fari fyrst til Stuttgart áður en ég geri nokkuð hér,“ sagði Guð- rnundur en honum hefur verið boðið að æfa með Stuttgart í næsta mánuði. Guðmundur spilar um næstu helgi leik með varaliði Ekeren sem hefur gengið afar illa það sem af er keppnistímabilinu. Þessa helgi verður frí í belgísku L deildinni og munu fimm leik- menn úr aðalliðinu spila þennan leik með varaliðinu. Hácken náði ekki úrvalsdeildarsætinu: „Maður skilur hreinlega ekki hvað gerðist“ - segir Gunnar Gíslason eftir 1:4 ósigur Gunnar Gíslason og félagar í Hácken misstu af úrvalsdeild- arsæti í sænsku knattspyrn- unni þegar þeir töpuðu 1:4 fyrir GIF Sundsvall í seinni úrslitalcik liðanna um helg- ina. Hácken vann fyrri leik- inn 4:2 og virtist á leiðinni upp því liðið hafði yfir 1:0 í leikhléi í leiknum um helgina. „Þetta var alger „skandall“ og maður skilur hrcinlega ekki hvað gerðist,“ sagði Gunnar Gíslason í samtali við Dag. Gunnar spilaði fyrir rúmri viku sinn fyrsta leik eftir að hafa verið frá st'ðan í byrjun sept- ember vegna meiðsla. Þá skor- aði hann mark í fyrri úrslita- leiknum og gekk vel um helg- ina. „Mér gekk vel og fékk ágæta dóma í blöðunum hér. Það er bara alveg grátlegt hvernig þetta fór. Viö voru betri í þrcntur hálfleikjum af fjórunt en svo hrundi allt. Þetta voru alveg hrikaleg mörk sem við fenguni á okkur,“ sagði Gunnar. Keppnistímabilinu er nú lok- ið og Gunnar sagði að hlutun- um yrði tekið með ró fram í janúar en þá yrði sett í fullan gang á ný. Hann á eftir eitt ár af samningi sínum við Hacken og reiknar með að flytja heim að þeim tíma liönum. „Ef maður flytur heim þá flytur maður til Akureyrar. Og þá kemur ekki nema eitt lið til greina - KA,“ sagði Gunnar Gíslason.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.