Dagur - 30.10.1990, Síða 9

Dagur - 30.10.1990, Síða 9
Þriðjudagur 30. október 1990 - DAGUR - 9 David Howells tryggði Tottenham sigur - allt jafnt í Manchester - Liverpool sigrar á ný Geoff Thomas, fyrirliði Crystal Palace, hefur skorað mikið af mörkum fyrir lið sitt sem er taplaust í 1. deild. Ensku liðunum tveim í Evrópu- keppnunum gekk vel í vikunni, en þá fóru fram fyrri leikirnir í 2. umferð. Bæði liðin voru á heimavelli, Aston Villa sigraði Inter Milan 2:0 með mörkum frá Kent Nielsen og David Platt, en Man. Utd. sigraði Wrex- ham 3:0 og þar skoruðu þeir Brian McCIair, Steve Bruce og Gary Pallister. En um helgina var leikið í deildakeppninni og þar gekk á ýmsu. David Howells kom mikið við sögu ! hjá Tottenham er liðið sigraði Nott- ingham Forest um helgina. Úrslit 1. deild Arsenal-Sunderland 1:0 Aston Viila-Leeds Utd. 0:0 Crystal Palace-Wiinbledon 4:3 Liverpool-Chelsea 2:0 Luton-Everton 1:1 Man. City-Man. Utd. 3:3 Nottingham For.-Tottenhani 1:2 Q.P.R.-Norwich 1:3 Shefííeld Utd.-Coventry 0:1 Southampton-Derby 0:1 2. deild Barnsley-Swindon 5:1 Brighton-Middlesbrough 2:4 Bristol Kovers-Portsmouth 1:2 Leicester-Ipswich 1:2 Millwall-Shefíield Wed. 4:2 Newcastle-W.B.A. 1:1 Oldham-Notts County 2:1 Plymouth-Hull City 4:1 Port Vale-Bristol City 3:2 Watford-Oxford 1:1 West Ham-Charlton 2:1 Wolves-Blackburn 2:3 Úrslit í vikunni. Port Vale-W.B.A. 1:2 Barnsley-Shefíield Wed. 1:1 Oldham-Ipswich 2:0 Plymouth-Notts County 0:0 Watford-Portsmouth 0:1 Wolves-Middlesbrough 1:0 Brighton-Hull City 3:1 Bristol Rovers-Oxford 1:0 Leicester-Swindon 2:2 Millwall-Bristol City 1:2 Newcastle-Charlton 1:3 West Ham-Blackburn 1:0 Leikur Nottingham For. gegn Tottenham var sýndur í beinni útsendingu hjá Bjarna Fel. og þarf því ekki mikillar umfjöllun- ar við. Frábær leikur tveggja góðra liða. Forest hafði betur í fyrri hálfleik, en Tottenham í þeim síðari og það dugði Totten- ham til sigurs, en jafntefli hefðu verið réttlát úrslit. Ekki voru þeir Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson meðal leikmanna lið- anna að þessu sinni. Nigel Clough náði forystu fyrir Forest á 16. mín. eftir sendingu Nigel Jemsons og Roy Keane átti síðan skot í slá hjá Tottenham. David Howells hjá Tottenham stal síð- an senunni í síðari hálfleik, jafn- aði með góðu skoti á 68. mín. og skoraði sigurmark Tottenham með glæsilegum skalla á síðustu mín. leiksins. Rétt áður hafði hann varið á línu skot frá Gary Crosby og getur Tottenham því þakkað honum öðrum fremur sig- urinn. Brian Clough fram- kvæmdastjóri Forest hélt upp á það á laugardag að 25 ár voru frá því að hann gerðist framkvæmda- stjóri á Englandi, en hann hefði kosið betri úrslit í leiknum. Liverpool var ekki lengi að jafna sig eftir jafnteflið gegn Norwich um síðustu helgi og er nú aftur komið á sigurbraut. Lið- ið lék heima gegn Chelsea og sigraði 2:0. Ian Rush gaf liði sínu óskastart í leiknum er hann skor- aði strax á 3. mín. eftir undirbún- ing Peter Beardsley og John Barnes. Barnes var aftur á ferð- inni á 17. mín. er hann lék sér að varnarmönnum Chelsea áður en hann vippaði boltanum yfir höf- uðið á Steve Nicol sem skallaði í netið. Ekki urði mörkin fleiri í leiknum, en leikmenn Chelsea léku sóknarleik og sköpuðu sér góð færi í leiknum sem þeim tókst þó ekki að nýta. Liverpool hefði einnig getað bætt við mörk- um í þessum opna og skemmti- lega leik sem var mjög vel leikinn af báðum liðum. Manchester liðin City og Utd. mættust í æsispennandi leik á heimavelli City þar sem heima- liðið hafði yfir 3:1 er 15 mín. voru til leiksloka. City hafði undirtökin í leiknum ef frá eru taldar fyrstu og síðustu mín. síðari hálfleiks. David White kom City yfir með tveim mörkum um miðj- an fyrri hálfleik og leikmenn Utd. höfðu varla átt skot að marki. En Mark Hughes náði að laga stöðuna í 2:1 með fallegu skallamarki eftir sendingu Denn- is Irwin. En City hélt áfram að sækja og White átti skalla í þverslá. Colin Hendry kom City í 3:1 þegar 15 mín. voru til leiks- loka, en Brian McClair lagaði stöðuna strax í 3:2 eftir að hafa náð boltanum af David Bright- well. Það var síðan McClair sem tryggði Utd. jafnteflið er hann skallaði í mark City af stuttu færi eftir að Steve Bruce hafði skallað boltann til hans og City sat eftir með sárt ennið og aðeins eitt stig. Crystal Palace heldur sínu striki og lagði nú lið Wimbledon að velli í miklum markaleik. Lið Palace er mjög líflegt og leikur vel, en það var Paul McGee sem náði forystu fyrir Wimbledon á 9. mín. Geoff Thomas jafnaði fyrir Palace með skalla 3 mín. síðar og liðið með Andy Gray og Ian Wright sífellt á ferðinni náði góð- um tökum á leiknum. Bakvörð- urinn John Humphrey og Gray komu Palace síðan í 3:1 með góðum mörkum, en síðan slakaði liðið á og þrjú mörk á síðustu 9 mín. leiksins fengu áhorfendur til að skjálfa af spennu. En mark frá Mark Bright tryggði Palace sigur- inn eftir að McGee hafði skorað sitt annað mark og John Fashanu hafði einnig skorað fyrir Wimble- don sem seint gefst upp. Everton hefur aldrei unnið Luton á gervigrasvelli þeirra og á því varð ekki breyting á laugar- dag. Lars Elstrup náði forystu fyrir Luton með góðum skalla eftir sendingu Richard Harvey í fyrri hálfleik og þeir David Preece og Harvey hefðu getað bætt við mörkum fyrir liðið, en Neville Southall í marki Everton sá við þeim. Everton lék betur í síðari hálfleik og Tony Cottee og Graeme Sharp voru ógnandi, en það var Pat Nevin sem náði að jafna fyrir Everton af stuttu færi eftir að vörn Luton mistókst að hreinsa frá marki. Bæði lið fengu síðan færi á að skora sigurmark- ið, Cottee átti skot í hliðarnetið fyrir Everton og Iain Dowie fékk tvö góð færi fyrir Luton, en jafn- teflið staðreynd þrátt fyrir að Luton með Steve Williams sem besta mann teldi sig hafa unnið fyrir öllum stigunum. Norwich neyddist til þess í síð- ustu viku að taka hinn 18 ára gamla Lee Power í lið sitt vegna meiðsla Robert Rosario og leik- banns Robert Fleck, en það hef- ur ekki skaðað liðið. Um síðustu helgi tók hann þátt í að stöðva sigurgöngu Liverpool og nú skor- aði hann tvö mörk er Norwich lVIick Harford skoraði sigurmark Derby í óvæntum sigri gegn Sout- hampton. sigraði Q.P.R. 3:1 á útivelli. Norwich hafði yfir 2:0 í hálfleik með mörkum Power og David Phillips, en Roy Wegerle lagaði stöðuna fyrir Q.P.R. á 57. mín. með marki úr vítaspyrnu, hans 9. mark í haust. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að ná tök- um á leiknum og Power gull- tryggði sigur Norwich með sínu öðru marki á 70. mín. Jan Stej- skal markvörður Q.P.R. átti slakan dag, en erfitt er að skamma hann því hann skilur varla orð í ensku. Staða Sheffield Utd. er að verða erfið, liðið hefur enn ekki unnið leik og er nú eitt á botnin- um. Ekki gat liðið kvartað undan tapinu heima gegn Coventry sem ekki hafði unnið leik á útivelli því Coventry hefði hæglega geiað gert út um leikinn í fyrri hálfleik. David Speedie og Kevin Gallacher misnotuðu tvö góð færi hvor í fyrri hálfleik. Pað virtist um tíma sem Sheffield ætlaði að færa sér það í nyt og Brian Borrows bjargaði á línu fyrir Coventry frá Brian Marwood og Steve Ogriz- ovic í marki Coventry varði mjög vel frá Vinnie Jones og Brian Deane. Peir vildu einnig fá víta- spyrnu er Tony Agana féll í teignum eftir samstuð við Trevor Peake. En Coventry stóð af sér storminn og skoraði sigurmarkið á 79. mín. úr vítaspyrnu Borrows eftir að Cyrille Regis hafði verið felldur af Simon Tracey mark- verði Sheffield. Derby vann óvæntan sigur á útivelli gegn Southampton, en sá sigur var sanngjarn. Nigel Callag- han í láni frá Aston Villa átti góðan leik hjá Derby sem lék vel í þessum leik. Mick Harford skoraði sigurmarkið fyrir Derby á 7. mín. og leikmenn Southamp- ton náðu ekki að koma lagi á leik sinn eftir það. Derby hefði hæg- lega getað unnið stærri sigur, Tim Flowers í marki Southampton varði mjög vel frá Harford og Russell Osman bjargaði á línu frá Dean Saunders auk þess sem Craig Ramage skaut í þverslá hjá Southampton fyrir opnu marki. Eina lffsmark Southampton kom rétt fyrir hlé er Osman skaut í slá af löngu færi og síðan var skalla frá honum bjargað á línu. Sout- hampton setti tvo Rússa inn á í síðari hálfleik, þá Alex Cher- ednik og Sergei Gotsmanov en það dugði skammt. Sunderland tapaði í ágætum leik á útivelli gegn Arsenal þar sem aðeins eitt mark var skorað, kannski ekki undarlegt þó að leikmenn Arsenal færu sér hægt því þeir eru nú flestir kauplausir eftir sektir félagsins gegn þeim eftir slagsmálin við Man. Utd. um síðustu helgi. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu í síð- ari hálfleik, John Kay bakvörður Sunderland felldi þá Anders Limpar og Lee Dixon skoraði af öryggi úr spyrnunni framhjá Tony Norman markverði Sund- erland sem átti stórleik. David Seaman í marki Arsenal átti einnig góðan dag og veitt ekki af því Marco Gabbiadini miðherji Sunderland fékk þrjú góð færi í leiknum sem Seaman gerði vel að verja. Svo mikil aðsókn var að leik Aston Villa gegn Leeds Utd. að hann gat ekki hafist á tilsettum tíma. Dómarinn beið meðan mannfjöldinn kom sér fyrir, en ekki fékk fólkið að sjá mörk því leiknum lauk með markalausu jafntefli. Úrslitin verða að teljast hagstæð fyrir nýliða Leeds Utd., en Villa hefur örugglega ætlað sér sigur eftir að hafa sigrað stór- lið Inter Milan fyrr í vikunni. 2. deild • Oldham er óstöðvandi í 2. deild og hefur nú náð 4 stiga for- skoti á West Ham, en bæði lið unnu 2:1 um helgina. • David Hirst kom Sheffield Wed. í 2:0 gegn Millwall, en það dugði ekki til og Millwall sigraði 4:2. • Athygli vekur stórsigur Barns- ley, 5:1 á Swindon ogtap Wolves á heimavelli gegn Blackburn. Þ.L.A. Staðan 1. deild Liverpool 10 9-1-0 22: 6 28 Arsenal 10 7-3-0 18: 5 24 Tottenham 10 64-0 17: 4 22 Crystal Palace 10 5-5-0 17: 9 20 Manchester City 10 4-5-1 15:12 17 Manchester Utd. 10 4-2-4 13:14 14 Luton 10 4-2-4 11:15 14 Aston Villa 10 34-3 13:10 13 Leeds Utd. 10 34-3 13:1113 Nottingham For. 10 3-4-3 13:13 13 Q.P.R. 10 3-34 16:16 12 Coventry 10 3-2-5 11:13 11 Wimbledon 10 2-5-3 11:13 11 Southampton 10 3-2-5 13:17 11 Chclsea 10 2-44 13:18 10 Norwich 10 3-1-611:19 10 Sunderland 10 2-3-512:16 9 Everton 10 1-4-513:17 7 Derby 10 1-3-6 6:16 6 Sheflield Utd. 10 0-3-7 6:19 3 2. deild Oldham 14 104-0 26:11 34 West Hain 14 8-6-0 24: 9 30 Shefíield Wed. 13 8-4-1 29:12 28 Millwall 13 74-2 25:14 25 Wolves 14 6-5-3 24:15 23 Barnsley 13 64-3 25:16 22 Middiesbrough 13 6-3-4 22:12 21 Ipswich 14 6-3-5 17:20 21 Notts County 13 6-2-5 19:16 20 Portsmouth 14 5-3-6 21:23 18 Brighton 13 5-3-5 21:26 18 Newcastle 13 4-54 13:13 17 Bristol City 12 5-2-5 17:20 17 Plymouth 14 3-7-4 15:17 16 Swindon 14 44-6 18:24 16 W.B.A. 13 3-64 14:16 15 Port Vale 14 4-3-7 21:25 15 Bristol Rovers 12 4-2-6 16:17 14 Blackburn 14 4-2-8 19:23 14 Leicestcr 14 4-1-9 18:33 13 Hull City 14 2-5-7 18:33 11 Oxford 13 24-7 16:24 10 Charlton 13 2-3-814:20 9 Watford 13 2-3-8 9:18 9

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.