Dagur


Dagur - 30.10.1990, Qupperneq 11

Dagur - 30.10.1990, Qupperneq 11
Þriðjudagur 30. október 1990 - DAGUR - 11 hér & þor Höfundur Söngva Satans: Innan Qögurra veggja um ókomin ár Allt frá því að rithöfundurinn Salman Rushdie gaf út bókina Sálmar Satans hefur hann lifað við reiði Múhameðstrúarmanna, sem telja að með bókinni hafi Rushdie framið guðlast og mis- þyrmt ýmsu í trúarbrögðum þeirra. Khomeni fyrrum erki- klerkur í íran gekk lengst í heift sinni enda var hann einn af hörð- ustu ofsatrúarmönnum í heimi. Hann lét þau boð út ganga að Rushdie væri réttdræpur hvar sem til hans næðist. Fjöldi múslima, einkum íranir voru til- búnir að hlýða kalli Khemenis og framfylgja skipun hans. Af þeim sökum hefur Salman Rushdie orðið að fara huldu höfði allt frá því að bók hans var gefin út. Nú þegar Bretland og íran hafa ákveðið að taka upp stjórn- málaleg tengsl mætti ætla að Rushdie gæti komið óáreittur úr fylgsni sínu. Khomeni erkiklerk- ur er genginn á vit feðra sinna og „hófsamari“ menn teknir við stjórnartaumunum í Iran. Allir múslimar eru þó ekki sammála um fyrirgefningu til handa rit- höfundinum sem vanhelgaði trú- arsetningar þeirra. Malise Ruthven, sem búsettur er í London sagði að dauðadómurinn yfir Salman Rushdie væri óaft- urkallanlegur. Þótt stjórnvöld í Teheran afturkölluðu dauða- dóminn opinberlega myndi það ekki hindra marga einstaka múslima frá því að ganga frá Rushdie dauðum kæmust þeir í færi við hann. Ástæður þess segir hann meðal annars vera þær að andstaða við Rushdie eigi upp- haflega rætur til múslima í Suður- Asíu og á Bretlandseyjum en ekki í Teheran. „Það eru þúsund- ir milljóna múslima í heiminum en það þarf aðeins einn til að myrða Rushdie,“ sagði Malise Ruthven. Líkur eru því til að Salman Rushdie verði að fara huldu höfði og dveljast innan ijögurra veggja um ókomin ár. Salman Rushdic hcfur farið huldu höfði síðan bók hans, Söngvar Satans, var gefin út. Díana prinsessa: 205 miUjónir í föt Hvaða upphæðum verður eftir- sóttasta ljósmyndaagn veraldar að eyða í föt? Þessari spurningu var varpað fram í tímaritinu Newsweek nýlega. Par segir að í nýlegri nærmynd af Díönu prins- essu komi fram að hún hafi eytt 1,9 milljónum sterlingspunda eða 205 milljónum íslenskra króna til fatakaupa síðan hún trúlofaðist Karli Bretaprins árið 1981. Árlegur kostnaður vegna fata- kaupa prinessunnar er áætlaður 211.216. sterlingspund eða tæpar 23 milljónir króna. Diana hefur samkvæmt þessum upplýsingum meðal annars fest kaup á 95 kvöldkjólum, 176 kjólum, 178 jakkasettum, 54 yfirhöfnum, 141 hatti og slæðum, 71 blússu, 29 pilsum, 25 buxum, 29 jökkum, 350 pörum af skóm og 200 hand- töskum. Samanlagt á hún að hafa eytt 22.950 pundum til kaupa á undirfatnaði og 34.000 pund fóru í náttfatnað prinsessunnar. Gamla kaupfélagsverslunin á Hauganesi við Eyja- fjörð hefur fengið annað yfirbragð. Þrjár konur, SofTía Ragnarsdóttir, Soffía Jónsdóttir og Björk Brjánsdóttir, tóku húsnæði vcrslunarinnar á leigu frá og með 1. október sl. og reka þar nú matvöru- verslun. Á boðstólum eru allar algengustu matvör- ur, brauð og mjólkurvörur. í versluninni er kaffi- horn þar sem viðskiptavinir geta sest niður og drukkið kaffí og bitið í brauð. Að sögn Soffíu Jóns- dóttur hafa viðtökur viðskiptavina verið með mikl- um ágætum og eru þær stöllur bjartsýnar á verslun- arreksturinn. Myndin var tekin á dögunum þegar Dagur átti leið um Hauganes. Á innfelldu myndinni er Soffía Jónsdóttir að afgreiða viðskiptavin. Mynd: óþh Húsbyggendur og verktakar Þeir húsbyggendur og verktakar sem ætla að fá tengda heimæð í haust þurfa að skila umsókn þar um fyrir 5. nóvember 1990. Heimæðar verða ekki lagðar ef jörð er frosin nema gegn greiðslu aukakostnaðar. Hitaveita Akureyrar, Póstur og Sími Akureyri, Rafveita Akureyrar, Vatnsveita Akureyrar. (|j|| Aðalfundur Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna á Akureyri verður haldinn að Hafnarstræti 90, fimmtudaginn 1. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstöf. 2. Önnur mál. Fulltrúaráðsfólk er hvatt til að mæta á fundinn. Stjórnin. Pottablóm Blómapottar - áburður - mold og margt fleira til blómaræktunar. Akureyri og 24830 Tannaskautar kr. 2.870.- Hockeyskautar kr. 3.490.- Pekkir og kylfur Sportvörudeild

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.