Dagur - 30.10.1990, Side 15
Þriðjudagur 30. október 1990 - DAGUR - 15
Aftnælishóf Laxárfélagsins
Pað var mikið um dýrðir í Ýdöl-
um í Aðaldal síðastliðið föstu-
dagskvöld þegar Laxárfélagið
efndi til afmælisfagnaðar í tilefni
af 50 ára afmæli félagsins, elsta
laxveiðifélagi landsins. Tæplega
200 manns mættu til veislunnar,
bæði félagar úr Reykjavík, Akur-
eyri og á Húsavík og auk þess
bændur við Laxá en þeir voru
sérstaklega boðnir.
Félaginu voru færðar margar
gjafir á þessum tímamótum en
félagið heiðraði auk þess
þetta tækifæri eftirtalda
fyrir starf þeirra að ræktunarmál-
um og sameiginlegum hagsmun-
um félagsins og bænda:
Jón Fornason í Haga, Sigurð
B. Jónsson á Jarlstöðum, Einar
Jónsson í Hjarðarhaga, Kristján
Benediktsson á Hólmavaði,
Björn Jónsson á Laxamýri,
Hólmgrím Kjartansson á Hrauni,
Pétur Fornason í Haga, Gunn-
stein Sæþórsson í Presthvammi,
Vigfús Jónsson á Laxamýri, Há-
kon Gunnarsson í Árbót og Dag
Jóhannesson í Haga.
Hér má sjá nnkkra af Akureyringunum í afmælishófinu en fremstir eru þeir
Gunnar Sólnes lögfræðingur og Olafur Stefánssnn í Sjóvá-Almennum.
Veiðisögur frá liðnu sumri liafa líklegast verið umtalsefni þessara heiður-
manna, þeirra Bjarna Reykjalíns, Sigurðar Ringsteds og Bcnedikts Olafs-
sonar en hann stýrði afmælishófinu. Myndir: Golli
Lax úr „drottningu íslenskra
áa“, eins og margir nefna Laxá í
Aðaldal, var uppistaðan í glæsi-
legu hlaðborði Valmundar Árna-
sonar matreiðslumanns á Akur-
eyri en margir gestanna höfðu á
orði að þar væri hver og einn rétt-
ur listaverk út af fyrir sig.
Tengsl manna í þessum félags-
skap, sem stundum er sagður sá
íhaldssamasti á landinu, eru mikil
og er sem ein stór fjölskylda sé á
ferð. Niðurlagsorð Orra Vigfús-
sonar er hann vitnaði til gamallar
vísu um ána segja líka mikið um
viðhorf félagsmanna til hennar:
Hér við Laxár hörpuslátt
harmi er létt að gleyma,
ég hef firmst mér aldrei átt
armars staðar heima.
JÓH
í hátíðarræðu Orra Vigfússon-
ar, formanns félagsins, var hon-
um tíðrætt um það góða samstarf
sem félagið hafi átt við bændur á
bökkum árinnar allt frá upphafi.
Undir þetta tók Vigfús Jónsson,
bóndi á Laxamýri í ávarpi sínu og
sagði hann vart hægt að hugsa sér
betri afmælisósk til félagsins en
þá að samstarfið megi í framtíð-
inni verða jafn gott sem hingað
til.
Þessir heiðurmenn hafa að líkindum oft hist áður. Frá vinstri: Kristján Bene-
diktsson bóndi á Hólmavaði, Sæmundur Stefánsson einn frumkvöðlanna í
‘laginu og Gísli Konráðsson fyrrverandi framkvæmdastjóri á Akureyri.
„Var árátta á manni að
fara í Laxá í AðaldaT
- segir Sæmundur Stefánsson, einn stofnenda Laxárfélagsins
„Já, það var orðin árátta hjá
manni að fara til veiða í Laxá í
Aðaldal á hverju sumri. Hér
veiddi ég í um 40 ár og það var
alltaf jafn mikil spenna að
komast í þessa túra,“ sagði
Sæmundur Stefánsson, einn
þeirra manna sem stóð að
samningum við bændur í
Aðaldal árið 1940 um að hætt
yrði neta- og gildruveiði í ánni
og réttindi leigð stangveiði-
mönnum.
Þeir bræður Sæmundur, Krist-
inn og Pétur Stefánssynir ásamt
Páli Melsteð fóru fremstir í flokki
stangveiðimanna og voru meðal
þeirra fyrstu sem hófu veiðarnar
sumarið 1941. Sæmundur fagnaði
á laugardaginn 50 ára afmæli
Laxárfélagsins ásamt félögum
sínum. Hann segist ekki geta sagt
til um hve marga laxa hann hafi
dregið úr ánni en sá stærsti var
Sæmundur Stefánsson einn þeirra
sem lagði grunninn að stofnun Lax-
árfélagsins ávarpar afmælisgesti.
37,5 pund.
„En ég missti örugglega þá
stærstu," segir Sæmundur og
hlær. „Það var alltaf veitt bæði á
flugu og spún. Henni hefur nú
fleygt fram tækninni við flugu-
veiðarnar á þessum tíma en samt
voru hér áður fyrr mjög færir
fluguveiðimenn við ána. Eg man
sérstaklega eftir Benedikt á
Hólmavaði því oft var ég búinn
að standa aftan við hann og reyna
að læra þessa einstöku tækni hans
með fluguna. Það var unun að
fylgjast með honum en þetta
hafði hann lært af Englending-
um. Annars er það skrýtið með
þessa fluguveiðimenn nú til dags
að þeir nota svo litlar flugur að
það er ekki nema von að margir
fiskar missist. Þeir segja að það
þýði ekkert að bjóða laxinum í
ánni nú til dags þessar stóru flug-
ur sem við notuðum. Ég held nú
samt að fiskurinn hafi ekkert
breyst frá þessum tíma. Þessir
stóru eru þarna enn eins og þá,“
segir Sæmundur. JÓH
Flosi Jónsson, gullsiniöur Akureyri færði félaginu þcnnan farandgrip aö
gjöf, en gripinn skal veita þeim sem ár hvert veiðir stærsta laxinn úr Laxá í
Aðaldal. Margrét Kristinsdóttir á Akureyri veiddi þann stærsta í sumar og
tekur hér við gripnum. Þetta er laxarotari af stærri og fínui gerðinni sem fyllt
hafði veriö á koníaki af bestu gerð og skal sá er gripnum skilar ætíð hafa
koníak á rotaranum þegar hann skilar honuni til næsta manns.
Laxárfélagiö heiðraði nokkra bændur úr Aðaldal fyrir störf þeirra að rækt-
unarmálum og sameiginlegum hagsmunamálum félagsins og bænda. Hér má
sjá hópinn með viðurkenningar sínar.
Bændur við Laxá færðu félaginu þetta málverk að gjöf í tilefni afmælisins.
Hér tekur Orri Vigfússon við málverkinu úr höndum þeirra Hilmars Her-
móðssonar í Árnesi og Vigfúsar Jónssonar á Laxamýri.
Vinningstölur iaugardaginn
27. okt. ’90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGF' 'Ar:A
1. 5af 5 0 5.837.853.-
o 2 311.095.-
3. 4af 5 161 6.666.-
4. 3af5 6.073 412.-
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
10.035.345.-
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002