Dagur - 08.11.1990, Síða 1
Akureyri:
Málefni Kjarnalundar, heilsu-
hælis Náttúrlækningafélags
Akureyrar, voru til umræðu á
fundi bæjarstjórnar Akureyrar
á þriðjudag. Atvinnumála-
nefnd hefur lagt til að bærinn
veiti lán til byggingarinnar,
sem verði endurgreitt í formi
styrks á næstu fimmtán árum.
Lánsupphæðin nemur 30 til 40
milljónum króna, samkvæmt
LÍÚ og FFSÍ:
Sairniinga-
ftrndur síð-
degis í dag
Skipstjóra- og stýrimannafé-
lagið Bylgjan og Útvegs-
mannafélag Vestfjarða hafa
gert með sér samning um
framlengingu á síðast gildandi
kjarasamningi aðila dags. 15.
janúar 1987 sbr. samning dags,
20. júní 1989 með breytingum.
Samningurinn var undir-
skrifaður 6. nóvember og öðlast
gildi við staðfestingu samnings-
aðila. Gildistími samningsins er
til 31. ágúst 1991. Samningsaðilar
skuldbinda sig til að hafa tekið
afstöðu til samningsins eigi síðar
en þriðjudaginn 13. nóvember
nk.
í gærdag gerði LÍÚ samninga-
mönnum FFSÍ tilboð á sömu nót-
um og samþykkt var á ísafirði. I
framhaldi af því var gert fundar-
hlé, en samningsaðilar ákváðu
síðan að fresta frekari fundum til
kl. 16 í dag og ætla sjómenn að
yfirfara tilboðið fyrir þann fund.
ój
Leitað til 6 aðila um hlutaflárframlög í súkkulaðiverksmiðjuna Lindu:
Iðja íhugar að leggja fram hlutafé
- samþykkt fyrir 30 milljóna króna hlutaíjáraukningu í fyrirtækinu
„Þessi möguleiki er í umræðu
þó að ákvörðun hafi ekki verið
tekin en við höfum lýst okkur
tilbúin til að koma þarna inn
sem lið í björgun fyrirtækis-
ins,“ segir Kristín Hjálmars-
dóttir, formaður Iðju - félags
verksmiðjufólks á Akureyri,
um mögulegt hlutafjárframlag
í fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu súkkulaðiverksmiðjunn-
ar Lindu á Akureyri. Verði af
þessu framlagi leggja Iðja og
Lífeyrissjóður Iðju að líkind-
um fram um 4 milljónir í hluta-
fé í fyrirtækið. Þá mun Akur-
eyrarbær tilbúinn til að leggja
fram 4 milljónir í fyrirtækið,
fáist hlutafjárframlag einnig
frá öðrum aðilum.
Gangi þetta eftir er þetta í
fyrsta skipti sem Iðja leggur fram
hlutafé í fyrirtæki en Kristín segir
að litið sé þannig á að félagið
framselji sinn hluta þegar fyrir-
tækið hafi rétt úr kútnum. Hún
segir að með þessu styrki félagið
fyrirtæki sem hluti félagsmanna
starfi í og auki atvinnuöryggi
þessa fólks. Um 20 félagsmenn í
Iðju starfa hjá Lindu en starfs-
mönnum hefur fækkað nokkuð
frá því sem var þegar bést lét í
rekstrinum.
Sigurður Arnórsson, fram-
kvæmdastjóri Lindu, segir að
ákveðið hafi verið að auka hluta-
fé fyrirtækisins um 30 milljónir.
Ákveðið hafi verið leita til 6 aðila
um hlutafjárframlög, bæði á
Akureyri og utan bæjarins. í dag
munu þessi mál skýrast mikið en
þá svara nokkrir þessara aðila
beiðnum fyrirtækisins.
Núverandi eigendur súkkulaði-
verksmiðjunnar Lindu eru erf-
ingjar Eyþórs Tómassonar. Sam-
þykktum fyrirtækins hefur verið
breytt og um leið var samþykkt
að auka hlutaféð um allt að 30
milljónir. Fáist þetta fé verður
fyrirtækið endurskipulagt jafn-
framt því sem ný stjórn myndast í
fyrirtækinu. JÓH
Mynd: Golli
bókun atvinnumálanefndar frá
30. október. Endurgreiðsla láns-
ins færi þannig fram, að Akureyr-
arbær veitti Náttúrulækningafé-
laginu byggingarstyrk árlega
næstu 15 ár, og með honum verði
lánið endurgreitt.
Bæjarráð lagði lil að afgreiðslu
máls þessa yrði frestað. Halldór
Jónsson, bæjarstjóri, sagði m.a. á
bæjarstjórnarfundinum aö sér
fyndist rökrétt að reyna að
útvega þær 100 milljónir króna
sem þyrfti til að ljúka Kjarna-
lundi, í stað þess að fá hluta fjár-
ins nú, en með því væri aðeins
verið að fresta vandanum til
næstu ára.
Áður hefur komið fram að all-
mörg störf skapast við Kjarna-
lund, þegar starfsemi hefst þar.
Náttúrulækningafélag Akureyrar
á húsið skuldlaust, en bygging
þess hófst árið 1978. EHB
Stórframkvæmdir í smækkaðri mynd.
100 milljónir þarf
til Kjamalundar
Málmiðnaðarmenn á Akureyri vilja breyta 67 ára lögum:
Erlend fiskiskip fái við-
gerðarþjónustu í
Almennur félagsfundur í
Félagi málmiðnaðarmanna
Akureyri hefur skorað á
bæjarstjórn Akureyrar og
þingmenn Norðurlandskjör-
dæmis eystra að taka.höndum
saman um sá erlendi fiski-
skipaíloti, sem er að veiðum
utan 200 mílnanna hér við
Iand, geti óhindrað sótt þjón-
ustu inn til Akureyrar.
Samkvæmt 67 ára gömlum lög-
um er erlendum fiskiskipum
óheimilt að koma til hafnar hér á
landi til viðgerða nema í neyð, og
þá aðeins í skamman tíma.
Hákon Hákonarson, formaður
félags málmiðnaðarmanna Akur-
eyri, segir að hér sé um mikilvægt
hagsmunamál að ræða fyrir
félagsmennina á svæðinu. „Við
sjáum fram á þrönga stöðu í
atvinnumálum, þótt atvinnuleysi
sé sem betur fer ekki mikið í
augnablikinu, er það þó til
staðar. Vinnuframboð er frekar
takmarkað hér, og við viljum
leita allra leiða til að treysta og
auka streymi verkefna til bæjar-
ins. Við vitum að erlendi fiski-
skipaflotinn sem er að veiðum
við landið þarf á ákveðinni þjón-
ustu að halda.
Við teljum að full ástæða sé til
að kanna það skipulega hvort
ekki sé hægt að nálgast þau við-
skipti sem þarna eru í boði.
Löngu úrelt sjónarmið frá árinu
1923 mega ekki hindra þetta, og
ég tel að engu breyti um ásókn
erlendra skipa á íslensk mið þótt
við bjóðum þeim þá þjónustu
sem nauðsynleg er. íslendingar
geta ekki komið í veg fyrir veiðar
erlendra skipa utan landhelginn-
ar með lögum eins og þessum.
Við eigum að sækjast eftir þess-
bænum
um viðskiptum eins og öðrum
viðskiptum sem hægt er að beina
til landsins," sagði Hákon.
Á félagsfundinn, sem var hald-
inn á miðvikudag í síðustu viku,
mætti Örn Friðriksson, formaöur
landssambands málm- og skipa-
smiða, og ræddi um kjara- og
skipulagsmál MSÍ. Einnig mætti
Nicolai Jónasson, starfsmaður
fræðsluráðs málmiðnaðarins, og
fjallaði um eftirmenntun í málm-
iðnaði. Mikið hefur verið unnið
að endurmenntunarmálum
málmiðnaðarmanna á Akureyri,
og á annan tug námskeiða hafa-
verið haldin undanfarin þrjú ár.
Hafa þau verið vel sótt og vel
heppnuð. Þóra Hjaltadóttir, for-
maður Alþýðusambands Norður-
lands, kom einnig á fundinn og
ræddi hugmyndir um fyrirhugað-
an sameiginlegan lífeyrissjóð fyr-
ir alla aðildarfélaga ÁSÍ á Norð-
urlandi. EHB
Akureyri:
Sprengjkúla gerð óvirk
Sprengikúla frá stríösárunuin
fannst við Mööruvelli í Hörg-
árdal í fyrradag og reyndist
hún vera virk. Kúlan var flutt
til Akureyrar og sprengd þar í
gær.
Aö sögn Árna Magnússonar,
varðstjóra hjá lögreglunni á
Akureyri, fannst sprengikúlan í
malarhlassi sem tekiö var við
Möðruvelli. Strax þótti líklegt
að sprengjan væri virk og því var
hún llutt til Akureyrar. Sprengju-
sérfræðingar komu norður í
gærmorgun og skoðuðu sprengj-
una og staðfestu aö hún væri
virk. Því næst var farið með
hana á öruggan stað þar sem
hún var sprengd.
Árni segir að talið sé líklegt
að þessi sprengikúla sé úr fall-
byssu. JÓH
Góð sala hjá Skafta SK
Skafti SK 3 seldi vel í Brem-
erhaven í gærmorgun. Heild-
arverðmæti aflans var 16,6
milljónir króna. Meðalverðið
var það hæsta sem fengist
hefur á fiski upp úr skipi síð-
an í júní, rúmar 116 krónur
kílóið.
Aflinn, sem var rúm 143
tonn, var að stærstum hluta
karfi. Einar Svansson, fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjunnar,
sagðist telja að svona gott verð
hefði ekki fengist upp úr skipi
síðan Ögri sigldi í júnt. Meðal-
verðið daginn á undan var 92
krónur, en fiskurinn úr Skafta
var það góður að það náðist upp
í 116 krónur á kílóið.
Að sögn Einars er fiskiríið
samt heldur dauft hjá togurun-
um. Sjórinn er og heitur og fisk-
urinn heldur sig á grunnslóð.
SBG