Dagur - 08.11.1990, Side 3

Dagur - 08.11.1990, Side 3
fréffir Fimmtudagur 8. nóvember 1990 - DAGUR - 3 Kjötneysla Nýr samanburður á kjötneyslu 28 þjóða: á hvera íslending nær ekki 60 kg yfir árið - íslendingar í fimmta neðsta sæti í þessum samanburði íslendingar eru langt undir meðallagi þcgar bornar eru saman nýjar tölur um kjöt- neyslu 28 þjóöa. Að meðaltali var kjötneysla á mann í þess- um löndum um 75 kg á árinu 1989 en hver Islendingur ncytti ekki nema 59 kg af kjöti á ári og er þá miðað við síðastliðið verðlagsár. Þessar tölur sýna því að neyslan er ekki enn far- in að aukast eftir mikinn samdrátt, fyrst og fremst í lambakjöti og alifuglakjöti. Meðfylgjandi yfirlit yfir kjöt- neyslu 27 þjóða birtist í Svíþjóð fyrir skömmu. ísland var ekki með í þessu yfirliti og því hefur Dagur aflað sér samsvarandi talna fyrir ísland en tekið skal fram að þessar tölur gilda fyrir síðasta verðlagsár og er miðað við mannfjölda 1. desember 1989. Bandaríkjamenn neyta þjóða mest af kjöti, nær helmingi meira en íslendingar. Kanadamenn koma næstir með 99,3 kg á rnann á ári og má segja að þessar tvær þjóðir skeri sig nokkuð úr. í yfirlitinu vantar upplýsingar um Noreg en kjötneysla Svía er minni en íslendinga og Finnar eru jafnokar okkar í þessum efnum. Danir eru hins vegar sér á báti hvað Norðurlandaþjóðirnar áhrærir en skýringin er fyrst og fremst sú hve mikil neysla er á svínakjöti þar í landi. Reyndar neyta aðeins Austur-Þjóðverjar meira svínakjöts af þeim þjóðum sem hér eru bornar saman. Veitingahúsið Uppinn þriggja ára: Afmælishátíð í kvöld - sérstakur Uppabjór sem hlotið hefur nafnið Ráðhúsöl kynntur Veitingahúsið Uppinn á Akur- eyri heldur upp á þriggja ára afmæli staöarins þessa dag- ana. Afmælisdagurinn var sl. mánudag en aðalhátíðarhöld- in fara fram í kvöld. í tilefni afmælisins hefur Þráinn Lárus- son veitingamaður á Uppanum látið brugga sérstakan bjór fyr- ir staðinn, sem hlotið hefur nafnið Ráðhúsöl. Ráðhúsölið sem eingöngu verður selt á Uppanum í framtíð- inni, verður kynnt í kvöld. Ölið er bruggað af Viking Brugg hf. á Akureyri og mun hinn þýski bruggari fyrirtækisins Alfred Teufel bjóða gestum að bragða á miðinum kl. 21.30-22.30. Auk þess verður boðið upp á ýmsar uppákomur í kvöld og má í því sambandi nefna að hljóm- sveitin Fjórir þrestir og ein lóa leikur fyrir gesti bæði í kvöld og um helgina. Síðustu daga hefur Uppinn fengið andlitslyftingu og er búið að mála staðinn í hólf og gólf og sitthvað fleira. Frá og með næsta föstudegi verður selt inn á stað- inn á föstudags- og laugardags- kvöldunt, þegar boðið verður upp á lifandi tónlist og mun aðgangseyrir verða kr. 250,- Að sögn Þráins er þetta gert til þess að koma í veg fyrir eilíft ráp á fólki að ástæðulausu. „Við vild- um frekar að fólk borgaði sig inn tvö kvöld í viku en að hækka aldurstakmarkið úr 18 í 20 ár. Þetta er svo lítill markaður að hann þolir það ekki,“ sagði Þráinn. -KK Grímsey: Þokkalegur afli bátanna að undaniörnu Þokkalegur afli hefur verið hjá Grímseyjarbátum að undan- förnu, eftir heldur dauft sumar. Hjá Fiskverkun KEA Skákfélag Akureyrar: Tíu mínútna mót í kvöld Skákfélag Akureyrar heldur 10 mínútna mót í kvöld, fimmtu- dagskvöld, og hefst það kl. 20.00. Teflt verður í skákheim- ilinu við Þingvallastræti. Arnar Þorsteinsson sigraði í 15 mínútna móti októbermánaðar, en hann hefur verið mjög sigur- sæll að undanförnu og sigraði t.a.m. í Haustmótinu og varð í 2. sæti í Hausthraðskákmótinu. SS var landað rúmum sjö tonnum í gær og undanfarna daga hef- ur hún tekið á móti á bilinu 5-7 tonnum. Ellefu bátar leggja að jafnaði upp hjá Fiskverkun KEA, en þar eru nú sex starfsmenn. Aðrir bátar senda afla sinn á fiskmarkað Fiskmiðlunar Norð- urlands á Dalvík, eða til fiskverk- enda á Dalvík. Með tilkomu Eyjafjarðarferjunnar Sæfara hef- ur opnast sá inöguleiki að flytja fiskinn í land. Bliki hf. á Dalvík tekur á móti fiski úr þrém Gríms- eyjarbátum og Fiskverkun Jóhannesar og Hclga fær fisk úr einum bát. Þá er smærri fiskur- inn, sem Fiskverkun KEA tekur á móti, sendur í land til frysting- ar. Fyrir vikið fæst niun hærra verð fyrir hráefnið, en ef það væri saltað. óþh Að einu leyti standa íslending- ar þó öðrum framar í þessu efni. Af þessum 28 þjóðum borðar landinn mest kindakjöt þannig að þrátt fyrir mikinn' samdrátt í neyslu lambakjöts nær ísland að halda efsta sætinu í þeirn flokki. En á hinn bóginn borða aðeins Japanar minna nautakjöt. JÓH Nautakjöt Lambakjöt Svínakjöt Fuglakjöt Alls Bandaríkin 45,1 0,7 30,4 38,5 114,7 kg Kanada 38,3 - 34,0 27,0 99,3 kg Danmörk 18,2 0,8 63,7 11.4 94,1 kg Austur-Þýskaland 25,6 0.7 65,5 - 91,8 kg Uruguay 63,6 24,8 - - 88,4 kg Luxcmborg 23,1 1.8 46,3 17,1 88.3 ka Vestur-Þýskaland 23,5 0.9 51,8 11,6 87,8 ki; Tékkóslóvakía 26,8 0,4 58,6 - 85,8 kg Spánn 12,2 6.1 45,0 22,4 85.7 kg Frakkland 28,6 0,5 33,0 19,6 81.7 kg Irland 22,7 7,1 34,0 17,9 81,7 kg Argentína 68,0 2,5 - 9,9 80,4 ku Nýja-Sjáland 35,9 30,2 13,9 - 80.0 kg Pólland 17,6 0,7 43,7 15,2 77,2 kg Ástralía 37,8 21,6 17,7 — 77,1 kg Grikkland 25,6 13.7 21,4 15,7 76.4 kg Ítalía 26,4 1,6 28,0 17,8 73,8 kg Pólland 20,6 0.5 42,7 9.8 73,6 kg Stóra-Bretland 21,3 6,7 26,0 19.1 73,1 kg Sovétríkin 30,0 3,3 23,6 11,6 68,5 kg Sviss 26,3 > > ' 42,2 - 68,5 kg Portúgal 13,3 3,3 • 23,5 20,0 60,1 kg Finnland 20,3 - 32,2 6,6 59,1 kg ísland 11,4 31,8 10,5 5,4 59,1 kg Svíþjóð 16,6 0,7 30,8 6,0 54,1 kg Júgóslavía 12,0 2,7 34,6 - 49,3 kg Japan 8,5 1,2 16,9 14,4 41,0 kg Austurríki 22,1 12,3 34,4 kg Litlar fréttir af loðnumiðum: Þórshöfn og Raufarhöfn hafa samtals fengið 10 þúsund tonn loðnan lítur tunglið óhýru auga Loönuverksmiðja Hraöfrysti- stöðvar Þórshafnar hefur nú fengið ríflega 8.000 tonn af loðnu til bræðslu á haustver- tíðinni og er verksmiðjan lang- hæst yflr landið. Hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins á Raufar- höfn eru komin rúm 2.000 tonn. Þetta eru ekki háar tölur en veiðar hafa gengið treglega og útlitið ekki mjög gott. Síðastliðinn mánudag lönduðu tveir bátar á Raufarhöfn, Hilmir 300 tonnum og Erling 660 tonnum. Þessi loðna hélt bræðsl- unni gangandi fram á miðvikudag en í gærkvöld var útlit fyrir stopp og litlar fréttir af miðunum. Súl- an og Hilmir voru komin með 150 tonn í gær eftir nóttina óg svipaða sögu var að segja af öðr- um bátum. Síldarverksmiðjurnar á Rauf- arhöfn fengu 3.800 tonn af loðnu fyrir áramót í fyrra en þá fór ver- tíðin seint af stað, eins og menn muna, en komst heldur betur á skrið eftir áramótin. Gísli Óskarsson, skrifstofu- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar, sagði að þrír bátar hefðu komið með loðnu sl. sunnudag og loðnuverksmiðjan hefði getað moðað úr þeint afla í vikunni. í dag mun bræðslan væntanlega stöðvast. „Þetta hefur verið dauft núna. Bátarnir fluttu sig aftur vestur og eru við Kolbeinsey en þar er bara eymd og volæði. Sjómennirnir vilja kenna heiðríkjunni um, loðnunni er illa við tunglsljósið og heldur sig það djúpt að hún er ekki veiðanleg,“ sagði Gísli. SS Hvammstangi: Vertshúsið selt - nýi eigandinn bjartsýnn Sparisjóður V.-Húnvetninga seldi í gær Birnu Lárusdóttur Hótel Vertshús á Hvamms- tanga, sem sparisjóðurinn keypti á nauðungaruppboði í sumar. Birna keypti hótelið með öllum innanstokksmunum og reiknar með að opna það um miðjan desember. Þrír aðilar voru orðnir volgir fyrir kaupunum núna síðustu vik- ur að sögn Ingólfs Guðnasonar, sparisjóðsstjóra, en Birnu var selt hótelið í gærmorgun. Birna Lárusdóttir er ættuð úr Miðfirði, en hefur að undanförnu verið búsett á Suðureyri við Súg- andafjörð þar sem hún og sam- býlismaður Itennar hafa rckið sjoppu og grillskála. „Við hugsum okkur nú bara að reka þetta eins og önnur svipuð hótel úti á landi. Hafa mat og drykk og gistingu. Stefnan er að reyna að opna um miðjan des- ember, en áður en við hefjumst handa á Hvammstanga verðum við að ganga frá okkar málum á Suðureyri. Annars líst mér bara vel á þetta, enda þýðir ekkert annað en vera bjartsýnn nú til dags,“ sagði Birna í samtali við Dag í gær. SBG Leiðrétting 1 frétt í blaðinu sl. þriðjudag var farið rangt með nafn eins kand- idats í prófkjöri Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. í fréttinni var hann sagður heita Pétur Ólason, en hið rétta er að hann heitir Pálmi Ólason. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.