Dagur


Dagur - 08.11.1990, Qupperneq 6

Dagur - 08.11.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 8. nóvember 1990 Kári Arnór Kárason: Sameining lífeyrissjóda á Norður- landi þarf ekki að taka langan tíma erindi flutt á ráðstefnu um lífeyrismál Mér hefur verið falið að gera hér í upphafi stutta grein fyrir störf- um Lífeyrisnefndar Alþýðusam- bands Norðurlands og þeim til- raunum sem nú eru í gangi til að sameina lífeyrissjóðina á Norð- urlandi. Á 20. þingi Alþýðusambands Norðurlands haustið 1987 voru málefni lífeyrissjóðanna á Norðurlandi tekin íil umræðu. Var þetta gert í kjölfar þess að svo kölluð Endurskoðunarnefnd lffeyriskerfis hafði þá skilað af sér frumvarpi til laga um starf- semi lífeyrissjóða. Af því mátti ráða að miklar breytingar yrðu á skipulagi lífeyrissjóðanna ef og þegar frumvarpið yrði að lögum. Því þótti rétt að taka málið á dagskrá í því skyni að ræða við- brögð Norðlendinga við fyrirhug- aðri lagasetningu. Nokkur bið var þó á framlagn- ingu frumvarpsins á Alþingi og lá það óhreyft í skúffu nokkurra fjármálaráðherra í nærfellt þrjú ár, eða þar til á síðasta vori. Á 21. þingi Alþýðusambands Norðurlands, sem haldið var í lok september á síðasta ári voru málefni lífeyrissjóðanna aftur á dagskrá, en þá hafði frumvarpið ekki enn verið lagt fram. Á því þingi var einkum fjallað um hugs- anlega sameiningu lífeyrissjóð- anna á Norðurlandi og samþykkt var mjög eindregin ályktun þar sem hvatt var til slíkrar samein- ingar. I BÆNDATRYGGINGU SJÓVÁ-ALMENNRA SAMEINAST EINKATRYGGINGAR FJÖLSKYLDUNNAR 0G VÁTRYGGINGAR SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM LANDBÚNAÐARINS SJOVADIoALIVIENNAR I framhaldi af ályktun þingsins var skipuð nefnd til að afla upp- lýsinga um lífeyrissjóðina á Norðurlandi og gera tillögur um framtíðarskipan þessara mála í fjórðungnum. Ákveðið var að halda aukaþing á vegum AN haustið 1990, er tæki álit nefndar- innar til umræðu og afgreiðslu. Það þing verður haldið nú að lok- inni þessari ráðstefnu. 1 nefndina voru skipaðir, auk mín, þeir Hafþór Rósmundsson, Siglufirði; Heimir Ingimarsson, Akureyri; Jón Helgason, Akur- eyri og Jón Karlsson, Sauðár- króki. Nefndarmenn eiga það all- ir sammerkt að vera forstöðu- menn lífeyrissjóða á Norður- landi. Eins og áður sagði var það hlutverk nefndarinnar að afla upplýsinga og leggja fram tillög- ur, en auk þess að kynna málið fyrir þeim, er hagsmuna eiga að gæta. í þessu skyni hefur nefndin haldið 3 kynningarfundi á Norð- urlandi, á Kópaskeri fyrir Þing- eyjarsýslur, á Blönduósi fyrir Norðurland vestra og Strandir og á Akureyri fyrir Eyjafjarðar- svæðið. Á fundina voru boðaðir allir stjórnarmenn í verkalýðsfé- lögunum á svæðinu, auk stjórna lífeyrissjóðanna á Norðurlandi. Þessu til viðbótar þótti nefnd- inni tilhlýðilegt að gangast fyrir opinni ráðstefnu - þeirri, sem við nú sitjum. Þetta var gert, þar sem æskilegt þótti að kynna málið fyr- ir fleirum en þeim, sem sæti eiga á þingi Alþýðusambands Norður- lands. Hér er um stórt mál að ræða, það snertir marga og hér eru miklir hagsmunir í húfi. Jafn- framt var ákveðið að fá til ráð- stefnunnar nokkra þá menn er gerst þekkja til þessara mála og hafa haft af þeim mikil afskipti á undanförnum árum. Munu þeir flytja mál sitt hér á eftir. Eins og áður sagði var það fyrst og fremst frumvarp Endur- skoðunarnefndarinnar, sem ýtti þessari umræðu af stað. í frum- varpinu er gert ráð fyrir því að komið verði á fót svo kölluðu líf- eyrissjóðaeftirliti, sem hafa á eftirlit og fylgjast grannt með starfsemi sjóðanna. Eitt af því sem kemur til kasta eftirlitsins er að fylgjast með svonefndu gjald- hæfi sjóðanna, þ.e. hvort eignir sjóðanna standa undir þeim líf- eyrisskuldbindingum, sem þeir hafa tekið á sig. Það hefur verið vitað um langt skeið að lífeyris- sjóðirnir eiga við mikinn fortíð- arvanda að stríða. Þessi fortíð- arvandi, ásamt óhagkvæmu skipu- lagi þessara mála með allt of marga og smáa lífeyrissjóði, gerir það að verkum að knýjandi nauð- syn er á uppstokkun þessa kerfis. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að lífeyrissjóðaeftirlitið gangi í þetta verk, væntanlega í sam- ráði við hagsmunaaðila. Það gef- ur því auga leið að mikil upp- stokkun á lífeyrissjóðakerfinu stendur fyrir dyrum og því eðli- legt að við Norðlendingar veltum því fyrir okkur hvernig bregðast megi við með það að leiðarljósi, að við höldum fjármunum lífeyr- issjóðanna og ráðstöfunarréttin- um yfir þeim heima í héraði. Um síðustu helgi var hald- in á Akureyri ráðstefna um lífeyrismái þar sem lögð var fram skýrsia svokallaðrar lífeyris- nefndar Alþýðusambands Norðurlands. Formaður nefndarinnar var Kári Arnór Kárason gerði hann grein fyrir störfum nefndarinnar og ræddi möguleikana á stofnun lífeyrissjóðs fyrir allt Norðurland. Erindi hans birtist hér á síðunum. Fortíðarvandi sá sem ég hér nefndi stafar fyrst og fremst af þeirri eignarýrnun, sem sjóðirnir urðu fyrir í verðbólgufári því sem geisaði á áttunda áratugnum, áður en verðtrygging sparifjár var almennt heimil. Því má auð- vitað halda fram að eðlilegast hefði verið að lækka réttindi sjóðfélaganna, þ.e. að minnka innstæður þeirra í sjóðunum, í sama mæli og nam eignarýrnun sjóðanna, líkt og fór með inn- stæður manna í bönkum og spari- sjóðum á þessum tíma. Ef svo hefði verið gert væru fortíðar- vandamál sjóðanna hverfandi. Þar sem ekki þótti verjandi að skerða lífeyrisréttinn, og menn hafa ekki enn treyst sér til að taka á þessum vanda, höfum við verið að velta honum á undan okkur síðan. En vandi sjóðanna er einnig af öðrum toga spunninn, nefnilega þeim að þjóðin er að eldast. Hlutfall þeirra, sem eru á lífeyris- aldri hækkar stöðugt á móti þeim sem eru á vinnumarkaði og að auki lifa menn lengur eftir að þeir ná lífeyrisaldri nú, en áður var. Því þarf að greiða fleirum lífeyri í lengri tíma, heldur en reiknað var með þegar sjóðunum var komið á fót. Reiknigrundvelli lífeyrissjóð- anna, sem gengið var út frá í upp- hafi, hefur ekki verið breytt til samræmis við þetta. Þar var gert ráð fyrir að sjóðirnir gætu greitt ellilífeyri, sem næmi 60-70% af meðallaunum starfsævinnar mið- að við 40-50 ára greiðslutíma, auk þess að greiða örorku-, maka- og barnalífeyri. Ljóst er að breytingar á aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar og auknar lífs- líkur valda því að iðgjaldið, sem nú er greitt til sjóðanna stendur ekki undir þessum lífeyrisloforð- um. Því þarf að gera annað tveggja, að hækka iðgjaldið eða lækka lífeyrisloforðin. I þessu má í raun segja að framtíðarvandi sjóðanna sé fólginn. Við honum verður einn- ig að bregðast og það sem fyrst ef tryggja á hag lífeyrisþega fram- tíðarinnar. Að öðrum kosti mun- um við tæma þessa sjóði á ofan- verðri næstu öld og þá verður ekkert eftir handa þeim sem þá komast á lífeyrisaldur. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar áð- urnefndar breytingar á aldurs- samsetningu þjóðarinnar eru hafðar í huga. Verði ekkert að gert mun byrði þeirra sem verða á vinnumarkaði um og fyrir mið- bik næstu aldar vegna lífeyris- greiðslna verða mikil og nánast óbærileg, ef að sjóðir þeir sem við erum nú að safna í og mæta eiga þcssum vanda verða að engu orðnir. Den tid - den sorg getur því ekki gilt í þessu efni. Það má hiklaust fullyrða að tryggingarform það sem lífeyris- sjóðunum hefur verið valið og byggir á ákveðinni samtryggingu, sé skynsamlegt til að leysa þann vanda, sem því er ætlað. Það byggir á sameiginlegum skyldu- sparnaði og samábyrgð sjóðfélag- anna. Þannig tryggir það sjóðfé- lögum lífeyri, þegar þeir verða fyrir orkutapi á vinnufærum aldri, jafnframt því að tryggja mönnum ellilífeyri svo lengi sem þeim endist aldur. I slíkum tilvik- um eru greiðslur sjóðanna til sjóðfélaga mun hærri, en nemur santanlögðu iðgjaldi þeirra til viðkomandi sjóðs. Á móti kemur að þeir sem andast, án þess að skilja eftir sig maka eða börn inn- an 18 ára aldrus og þeir lifa skammt eftir að lífeyrisaldri er náð fá minna úr sjóðunum en til- leggi þeirra nemur. Þetta - að menn geti fengið minna úr lífeyrissjóði heldur en þeir hafa greitt til hans - hefur oft verið gagnrýnt og talið óréttlátt. Á hinn bóginn er því sjaldan á lofti haldið að menn geta einnig fengið mun meira úr lífeyrissjóði, en nemur eigin framlagi, eins og áður er rakið. í þessu efni veröur því ekki bæði sleppt og haldið. Ef við byggjum kerfið upp ineð þeim hætti að allir fái einvörð- ungu það sem þeir hafa sjálfir lagt til og að erfingjar njóti þeirra inneigna, sem eftir standa í sjóðn- um - eða bankareikningi við- komandi - við andlát sjóðfélaga, stöndum við eftir með vandamál ákveðinna hópa. Nefnilega þeirra, sem eru svo ólánssamir að verða fyrir áföllum á miðri ævi, eða ná svo háum aldri að innlegg þeirra hrekkur ekki til að greiða þeim lífeyri út æviskeiðið. Þessi vandamál verður hvort eð er að leysa, ef við viljum hafa ein- hverja samhjálp yfir höfuð, og það kostar líka peninga. Það eina sem ynnist með séreignarfyrir- komulaginu væri að tryggja hag erfingja betur en nú er gert og það getur varla verið markmið trygginga af þessu tagi. Hvarvetna í hinum vestræna heimi hafa stjórnvöld reynt að stuðla að auknum lífeyrissparn- aði til að mynda með skattaíviln- unum. Þetta er talið æskilegt þegar horft er til stóraukinna byrða, vegna lífeyrisþega framtíðarinn- ar - ekki síst til að létta á almannatryggingarkerfum þess- ara landa þ.e.a.s. kerfum sem byggja á svokölluðu gegnum- streymi. Hér á landi er þessu á hinn bóginn þveröfugt farið, þar sem að aðgerðir ríkisvaldsins hafa gert þennan sparnað í lífeyr- iskerfinu mjög óhagkvæman í samanburði við annan sparnað. Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru skattlagðar að fullu eins og hverj- ar aðrar tekjur, en ekki er litið á þær, sem endurgreiðslu á sparn- aði. Þá skerða þeir einnig réttindi manna í almannatryggingarkerf- inu. Með þessu fyrirkomulagi gerir ríkisyaldið betur við mann, sem skýtur sér undan lögboðnum greiðslum til lífeyrissjóðs og sparar á eigin vegum - en þann sem stendur sína pligt og uppfyll- ir félagsskyldu sína með skyldu- sparnaði í lífeyrissjóði. Þegar „lögbrjóturinn" tekur út sparnað sinn úr banka eða sparisjóði þá er hann ekki skattlagður og hann fær fullar bætur frá almanna- tryggingum þegar' hann lætur af störfum. Hér er augljóslega um mikið óréttlæti að ræða. Ráða- menn þessarar þjóðar verða að fara að skilja það að sparnaður í lífeyriskerfinu er þjóðhagslega hagkvæmur og mun til lengri tíma litið létta miklum byrðum af almannatryggingum, sem áð öðr- um kosti verða að axla þetta verkefni. Það er mikilvægt að menn skilji þetta nú en ýti ekki vandanum á undan sér fram á næstu öld, þegar ekki er víst að almannatryggingakerfið geti risið undir því að greiða þeim mikla fjölda, sem þá verður kominn á lífeyrisaldur viðunandi lífeyri. Af þessu má ljóst vera að fyrir- huguð lagasetning um þetta efni er ekki einasta ástæða þess að mikilvægt er að endurskipuleggja þessi mál - hér á Norðurlandi, fímmtudag kynning frá Sanitas og 4 þrestir og 1 lóa föstudag og laugardag 4 þrestir og 1 lóa Athugið frítt inn til kl. 23.00 kr. 250 eftirkl. 23.00 Frí heimsendingarþjónusta Enginn aðgangseyrir olJYll W P w ps p w ps l-í PL)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.