Dagur - 08.11.1990, Side 14

Dagur - 08.11.1990, Side 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 8. nóvember 1990 Urvalsdeildin í körfuknattleik: - mörðu sigur á Snæfelli, 93:85 Það var enginn meistarabragur á leik Tindastólsliðsins þegar það fékk hið baráttuglaða lið Snæfells í heimsókn sl. þriðju- dagskvöld. Stólarnir byrjuðu reyndar vel en síðan náðu gest- irnir forystunni og héldu henni allt þar til 10 mínútur voru eftir en undir lokin tókst Tindastól að knýja fram sigur og lokatöl- ur urðu 93:85. Tindastóll fór vel af stað en þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður náðu Snæfellingar for- ystunni með gífurlegri baráttu. Spil Tindastóisliðsins var heldur ekkert til að hrópa húrra yfir og hvað eftir annað missti það bolt- ann eftir ónákvæmar sendingar. Staðan í hléi var 48:43 fyrir Snæ- HERRA- KVÖLD i-yrsta herrakvöld íþróttafélagsins Þórs verður haldið í Hamri laugardaginn 10. nóvember nk. og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Dagskrá kvöldsins verður bæði fjölbreytt og skemmtileg. Hin eina sanna Rósa Ingólfsdóttir flytur minni karla og Berglind Jónasdóttir syngur við undirleik Níelsar Ragnarssonar. Miðasala fer fram í Hamri í kvöld frá kl. 19-22. íþróttafélagið Þór. Tesco-Tesco-Tesco Ðleyjur 3 stærðir Swiss style morgunkorn Cornflakes Hunangskornflakes Sjampó Hárnæring WC-steinar llmkubbar Niðursuðuvörur Dýrafóður Kattasandur Gæðavara á góðu verði Gerið samanburð á verði og gæðum. Að versla í Plús, það borgar sig! Opið mánud.-föstud. 10.30-18.30 Laugard. 10.00-14.00 MARKAÐUR FJÖLNISGÖTU 4b fell og var það nokkuð sanngjarnt. Stólarnir börðust við að klóra í bakkann þegar seinni hálfleikur hófst en Snæfellingar svöruðu jafnharðan fyrir sig. Ólánið elti Tindastól og margsinnis skoppaði boltinn á hringnum en valt svo útaf. Þrjú stig skildu liðin að allt þar til á 10. mínútu hálfleiksins. Þá náðu Stólarnir að komast yfir í fyrsta sinn frá í fyrri hálfleik og virtust þeir hressast eitthvað við það. Snæfellingar náðu þó að halda í við Tindastól og komast einu sinni yfir til viðbótar en heimamenn sigu fram úr í lokin. Hreinn Þorkelsson, þjálfari og leikmaður Snæfells, fór af leik- velli með fimm villur þegar tvær mínútur voru eftir og á þeirri síð- ustu fylgdu Ríkharður Hrafn- kelsson og Gennadí Peregeud í kjölfarið. Úrslitin urðu eins og fyrr segir 93:85 og átti Ivan Jonas stóran þátt í sigrinum með því að skora 27 stig í seinni hálfleik. Þess ber að geta að Pétur Guðmundsson og Valur Ingi- mundarson léku ekki allan leik- inn fyrir Tindastól vegna veik- inda og Karl Jónsson var einnig slappur vegna flensu. Ivan Jonas var besti maður Tindastólsliðsins en hjá Snæfelli voru það Hreinn Þorkelsson, sem skoraði margar þriggja stiga körfur, og gamla kempan Rík- harður Hrafnkelsson. Stig Tindastóls: Ivan Jonas 41, Pétur Guðmundsson 17, Einar Einarsson 13, Sverrir Sverrisson 10, Haraldur Leifsson 8, Pétur V. Sigurðsson 4. Stig Snæfells: Ríkharður Hrafnkelsson 23, Hreinn Þorkelsson 19, Gennadí Peregeud 16, Bárður Eyþórsson 16, Brynjar Harðarson 10, Sæþór Þorbergs- son 1. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Víg- lundur Sverrisson. Þeir komust stór- skaðalaust frá leiknum þótt þeir hafi dottið niður á köflum. SBG Körfiiknattleikur B-riðill Tindastóll ÍBK Grindavík Valur Þór 8 7-1 817:723 14 7 6-1 723:627 12 7 3-4 572:585 6 8 3-5 682:706 6 7 2-5 649:660 4 Pétur Vopni Sigurðsson og félagar hans í úrvalsdeildarliði Tindastóls þurftu að hafa fyrir því að leggja nýliða Snæfells að velli á Sauðárkróki. Mýnd: sbc Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Þór-ÍR í kvöld Þrír leikir fara fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik í kvöld. Þór mætir ÍR í íþrótta- höllinni á Akureyri, Haukar Grindvíkinf jtn í Hafnarfirði og Keflvíkir gar Njarðvíking- um í Kefla v k. Gengi Þórsara hefur verið nokkuð brösótt upp á síðkastið og um síðustu helgi tapaði liðið fyrir Haukum í Hafnarfirði. Það situr nú í neðsta sæti B-riðils með 4 stig og verður að rífa sig upp ef það ætlar sér að eiga ínöguleika á sæti í úrslitakeppninni. Það er alls ekki óhug^andi því liðið get- ur meira en það hefur sýnt að undanförnu. ÍR-ingar sitja á botni A-riðils, hafa tapað öllum sínum leikjum, þannig að Þórsar- ar verða að teljast sigurstrangleg- ir í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.30. Handknattleiksdeild KA og Sæborg hf., sem rekur Matvörumarkaðinn og Plúsmarkaðinn, hafa gert með sér aug- lýsingasamning. KA-menn munu því leika með merki Matvörumarkaðarins á brjóstinu og Plúsmarkaðarins á erm- inni en á bakinu verður Bragakaffið sem fyrr. Myndin er tekin við undirritun samningsins, f.v. Einar Jóhannsson, formaður handknattleiksdeildar KA, Pétur Bjarnason, fyrirliði KA í einni af nýju skyrtunum, og Gísli Rúnar Jónsson, fulltrúi Sæborgar. Mynd. Golu Stólarnir í basli

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.