Dagur - 08.11.1990, Page 15

Dagur - 08.11.1990, Page 15
Fimmtudagur 8. nóvember 1990 - DAGUR - 15 Vitnað yfir moldum Byggða- stoftnmar og byggðastefiiu - Hugleiðing í framhaldi svara Fjórðungssambands Norðlendinga í Borgarnesi 8. október 1990 Sjálfstæð útibú fjárfest- ingasjóða og forræði úti- búa ríkisbankanna Eftir sameiningu fjárfestinga- sjóða verði stofnuð útibú í landshlutunum, sem hafi sjálf- stæða yfirstjórn sinna mála. Komið verði á sjálfstæði útibúa ríkisbankanna til ákvarðanatöku. Lýðræðislega kjörið stjórnvald í landshlutun- um - Þjónustustofnanir landshlutanna Ráðstafanir verði gerðar til að koma á raunverulegri valddreif- ingu frá ríkiskerfinu til stjórnvalds, sem sæki umboð sitt milliliðalaust til kjósenda, í hverjum landshluta eða kjör- dæmi. Reistar verði þjónustu- stofnanir ríkisþjónustu í hverjum landshluta, með dreifðum þjón- ustuútibúum, sem færi þjónust- una nær starfsvettvangi þeirra, er nú þurfa að sækja hana til fjar- lægari byggða. Dreifing umboðs- stjórnar sýslumanna Við aðskilnað dómsvalds og umboðsstjórnar í héraði verði komið á umboðsþjónustu, með útibúum, frá sýslumannasemb- ættum, sem taki að sér umboðs- störf fyrir fleiri opinbera aðila, þannig verði aukin þjónusta til- tæk víðar og nær þeim, sem nú sækja hana oft um lengri veg, og með ærnum kostnaði. Byggðasjóður stuðli að raunverulegri byggðaþró- un, Atvinnutryggingar- sjóður annist hjálparað- gerðir við byggðalögin Hlutverk Byggðastofnunar verði endurskoðað. Atvinnutrygginga- sjóður annist framvegis hjálpar- aðgerðir vegna bágrar stöðu ein- stakra byggðalaga og hafi til þess afmarkað fjármagn. Byggða- stofnun annist áætlanagerð um uppbyggingu landssvæða og landshluta, sem stuðli að eflingu og framsækni einstakra byggða- laga. Byggðaáætlun til alda- móta - Ný holskefla í búsetu þjóðarinnar Sérstök byggðaþróunaráætlun, sem miðar við næstu aldamót, til að vega á móti búsetu- og at- vinnuröskun, sem kemur í kjöl- far stóriðju á Suðvesturlandi. Með áætluninni verði gerðar sér- stakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir, að fyrirhugaðar sam- dráttaraðgerðir vegna stóriðju- framkvæmda, bitni á landsbyggð- inni, utan Suðvesturlandsins. Byggðaröskunar- tímabilinu verði lokið fyrir árið 2000 Markmið þessarar áætlunar er að árið 2000 verði lokið núverandi búséturöskunartímabili og þá verði tryggður varanlegur árang- ur um mótvægi í byggð landsins til framtíðar. Byggðaþrónaráætlunar- gerð tengist landsskipulagi Samhliða slíkri byggðaáætlun verði gerð skipulagsáætlun um staðarval byggðar í landinu, þar sem mótað er byggðamynstur, sem leiði til jafnvægis í byggð og jafnræðis til hagsældar í landinu. Svo kom amen eftir efninu Sá prúði maður Jón Helgason, formaður Byggðanefndar for- sætisráðherra, þakkaði mikinn málflutning, sem hann taldi að nefndinni komi að liði. Það er hennar hlutverk að skila tillögum til forsætisráðherra. Á fundinum komu fram skondnar hugmyndir t.d. að byggðavandi Islendinga væri á heimsmælikvarða. Fylgst með umræðum á ráðstefnunni í Borgarnesi. Mynd: ÞI Forstjóri Iðntæknistofnunar benti á gagnsleysi fjárvana at- vinnuþróunarfélaga og að Byggðastofnun ætti að söðla um og verða raunhæf þróunarstofn- un, sem leysti vandamál manna utan af landsbyggðinni. Enginn tók í ístaðið með Byggðastofnun, aðrir en þeir sem þar eiga hlut að máli. Þetta var líkast minningarathöfn um mis- lukkaða byggðastcfnu og handa- baka vinnubrögð í Byggðastofn- un. Margir vitnuðu, svö að mest minnti á sveitarjarðarför í Þing- eyjarsýslu um aldamót. Síðastur blessaði formaðurinn af sínum virðuleik. Ekki fékk hann það veganesti, sem dugar til að gera haldgóðar tillögur til „yfirboð- ara“ síns. Ljóst er að tillögurnar frá 26. júní sl. hafa ekki nægilegt flotmagn, sem lokaniðurstaða. Kannski gleymist þetta allt, svo sem var um byggðaþáttinn í staðarvali álvers á Islandi. Hann var aldrei inni í dæminu upplýsti forsætisráðherra á fundi sveitar- stjórnarmanna af Suðurnesjum í Vógum. Má véra að stutt verði í það, að raunhæf byggðastefna verði tröll- um gefin í þessu landi og að sá þáttur fari fyrir róða í hagstjórn- inni. Vonandi verður Jón Helgason búinn að segja amen eftir efninu, áður en svo verður. Byggða- stefna verður ekki mótuð á kjafta- messu, eins og haldin var í Borg- arnesi. Var þetta bara þykjustu- leikur, eins og varmm staðarval fyrir stóriðju á landsbyggðinni? Ég er efins um það að þeir sem yfirgáfu fundarsætin í Borgarnesi 8. október hafi í raun trúað að eftirtekja væri ráð til að stöðva búseturöskun í landinu. Það læðist að mér sá grunur, að fleiri en ég hafi verið sama sinnis um að rekunum hafi verið kastað. Var þetta nánast minn- ingarfundur um Byggðastofnun og genginn veg byggðastefnu á íslandi, ferð án fyrirheits eða vissa um framhaldslíf? Mikið eigum við undir nefnd Jóns Helgasonar um betra fram- haldslíf í byggðamálum. Hver veit, á dögum kraftaverka og tækniframfara, er flest mögulegt. Jón Helgason er vafalaust góður vatnamaður, má vera að hann komi safni sínu yfir aurana í hús hjá forsætisráðherra. Áskell Einarsson. Með bréfi 26. júní sl. til lands- hlutasamtaka sveitarfélaga kynnti Byggðanefnd forsætisráð- herra stefnu sína í atvinnumál- um. Aðgerðir í byggðamálum markaði nefndin í þrem megin- atriðum. í fyrsta lagi stofnun atvinnuþróunarfélaga í samstarfi við Byggðastofnun. í öðru lagi að starfsháttum Byggðastofnunar verði breytt svo að hún sinni atvinnuráðgjöf. í þriðja lagi stuðli Byggðastofnun að sam- starfi við rannsóknastofnanir atvinnuveganna og Háskóla íslands um miðlun tæknilegra framfara. Niðurlag stefnumótunar Byggðanefndar er svohljóðandi: „Það er ekki ætlun nefndarinn- ar að ríkisvaldið taki að sér aukna ábyrgð á atvinnuþróun í landinu heldur er atvinnuþróun- arfélögum ætlað að sinna undir- búningi og stofnun fyrirtækja, sem verði síðan á ábyrgð þeirra sem reksturinn annast, þannig að ríkisvaldið styðji heimaaðiia, en stjórni þeim ekki.“ Það er deginum ljósara að orðalag nefndarinnar má túlka á þann veg að ríkisvaldið hætti að stuðla að almennum byggðaað- gerðum t.d. jákvæðum byggða- þróunaráætlunum, en haldið verði áfram þeirri bitapólitík, sem er að ganga að Byggðastofn- un sjálfdauðri í ætlunarverki sínu. Krossaprófíð í Borgarnesi Alls var 37 aðilum stefnt í Borg- arnes 8. öktóber sl. að svara eftir- farandi spurningum: í fyrsta lagi telur þú þörf á að sporna við bú- seturöskun? I öðru lagi hvað sérðu þér fært að gera til að draga úr búseturöskuninni? í þriðja lagi var óskað ábendingar um mark- vissar aðgerðir. Svo fór sem fyrr, að eigi gátu tíu svarað því, sem einn spurði. Sumir héldu sig við leistann sinn, í þeim hópi var Fjórðungssam- band Norðlendinga. Aðrir viku frá spurningunum eða virtu þær ekki viðlits. Leiðir til jákvæðrar byggðaþróunar Þjóðfélagsstefna, sem stuðlar að félagslegu jafnrétti, án tillits til búsetu. Jafnræði þegnanna um nýtingu hagstæðra landkosta og búsetuskilyrða, hvar sem er á landinu. Undirstöðuatvinnuveg- irnir, gjaldeyrisöflunin og nýting landkosta, búi við eðlilegt fjár- hagslegt umhverfi, til að vera leiðandi afl í efnahagskerfinu og um val búsetuskilyrða í landinu. Stjórnsýslulegt mótvægi verði í landinu í samræmi við búsetu- hagsmuni og byggðaþróun. Ríkisþjónusta gegn sama gjaldi um Iandið allt Stjórnsýsluþjónusta og velferðar- þjónusta, sem kostuð er af almennu fé, verði veitt á sama verði, hvar sem er í landinu. Byggðasjónarmið um staðarval vegi á móti for- réttindum til útlendinga vegna stóriðju Staðarval stóriðjufyrirtækja, miðist við að saman fari byggða- hagsmunir þjóðarinnar um efl- ingu byggðaþróunar, þegar er- lendum stóriðjufyrirtækjum er Áskell Einarsson. látið í té ívilnanir, fram yfir inn- lenda aðila í landinu um atvinnu- rekstur í landinu. Gegnir Byggðastofnun hlutverki sínu? Hverfa verður frá starfsháttum, sem einkennt hafa vinnulag Byggðastofnunar síðustu árin. Aðskilja verður hjálparaðgerðir, vegna atvinnuástands, frá lang- tíma byggðaaðgerðum. Verði þetta ekki gert gleypa hjálparað- gerðirnar áfram allt það fjár- magn, sem ætlað er til byggðaað- gerða, þannig að ekki fæst nægur stuðningur til raunverulegra byggðaþróunaraðgerða. Byggðaþróunarsjóðir landshlutanna Sérstakir byggðaþróunarsjóðir landshlutanna njóti veruíegra óafturkræfra framlaga af fjár- lagafé, auk framlaga heima- manna. Landshlutasjóðirnir tengist Byggðasjóði. Þeir kosti atvinnuráðgjöf, frumathuganir á atvinnumöguleikum og stuðli að undirbúningi að stofnun fyrir- tækja. Sjóðirnir annist einnig sérstaka lánafyrirgreiðslu til að stuðla að eiginfjármyndun fyrir- tækja t.d. í formi vfkjandi lána eða afskriftarlána, á meðan fyrir- tækin búa við þyngstu greiðslu- byrðina, vegna fjármagnskostn- aðar og afborgana stofnlána. Ríkisframlag til byggðaaðgerða verði 2% af fjárlagafé Framlög af fjárlagafé, til byggða- mála verði á ný 2% allra ríkis- tekna, eins og ákveðið var, þegar lagaákvæði um Framkvæmda- stofnun ríkisins voru sett í upp- hafi. Akveðinn hluti Lánasjóðs sveitarfélaga til byggðaaðgerða Lánasjóði sveitarfélaga verði skylt að lána sveitarfélögum þró- unarlán út á stofnkostnaðar- greiðslur Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga, og til sama tíma og að þessar greiðslur berast. Skattlagning til Reykja- víkurborgar er á kostnað landsbyggðarinnar Tekjustofnakerfi sveitarfélaga verði breytt á þann veg að komið verði í veg fyrir varanlegt mis- vægi sveitarfélaga á landsbyggð- inni gagnvart höfuðborginni, um tekjuöflun til að sinna verkefnum sínum á sambærilegan hátt.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.