Dagur - 29.11.1990, Side 4

Dagur - 29.11.1990, Side 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 29. nóvember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRi: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavfk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FI-.lMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Atvinnustefiia bæjarfélaga Atvinnumál brenna sífellt á íbúum lands- byggðarinnar, vegna fólksstreymis til höfuð- borgarsvæðisins. Sigurður J. Sigurðsson, for- maður bæjarráðs Akureyrar, ræðir þessi mál í grein sem birtist í Degi undir fyrirsögninni „Barátta — ekki barlómur." Sigurður bendir á að í sveitarfélögum þar sem áfalla í atvinnulíf- inu hafi minnst gætt á undanförnum árum hafi sveitarstjórnirnar nánast ekkert gert til að styðja við atvinnumálin. Hins vegar fari mestur tími sveitarstjórnarmanna á lands- bygginni í þessi mál. „Sveitarsjóðir reyna að taka þátt í atvinnu- lífinu með beinum og óbeinum stuðningi. Oft- ast þarf að taka lán til þess að veita nýju fjár- magni inn í atvinnulífið, sem seint skilar bein- um arði og takmarkar því um leið svigrúm sveitarstjórna til annarra framkvæmda og þjónustu. Þessum skollaleik þarf að hætta með einum eða öðrum hætti. Þetta leiðir að- eins til þess að þegar fram líða stundir verða sveitarstjórnir á allan hátt svo aðþrengdar að svigrúm til þess að sinna almennum þjón- ustustörfum íbúanna verður ekkert. Sveitar- félögin þurfa sína tekjustofna til að standa undir lögboðnum framkvæmdum, “ segir Sig- urður m.a. í grein sinni. Hér er komið að lykilatriði í fjármálastjórn- un sveitarfélaga. íbúarnir gera eðlilega þá kröfu að sveitarfélögin komi til hjálpar þegar harðnar á dalnum í atvinnumálum. En hvað geta sveitarfélögin gert? Það hlýtur að mark- ast af tekjum þeirra og skuldastöðu. Sigurður bendir réttilega á annmarka þá og takmörk, sem sveitarfélögum eru sett varðandi beina þátttöku í atvinnulífi. Það hlýtur að vera aug- ljóst mál, að ekki gengur til lengdar að safna skuldum til að halda uppi atvinnu eða byggja upp ný atvinnutækifæri. Hitt er annað mál að í mörgum tilvikum er það beinlínis skylda bæjarfélaga að koma fyrirtækjum til hjálpar á erfiðum tímum, og hjálpa þeim þannig yfir erfiðasta hjallann. Hvernig hefði farið fyrir Útgerðarfélagi Akureyringa hf. ef Akureyrar- bær og Kaupfélag Eyfirðinga hefðu ekki kom- ið þar til víðtækrar hjálpar á sínum tíma, þeg- ar félagið var að lognast út af? Á þeim tíma var rétt ákvörðun tekin, sem réði miklu um framtíðarheill byggðarinnar við Eyjafjörð. Þótt bæjarfélögum séu takmörk sett í atvinnumálum hvað beina fjármagnsútvegun snertir má hinn þátturinn ekki gleymast, sem er opinber hvatning og óbeinn stuðningur við atvinnulífið. Bæjarstjórnir geta um margt ver- ið stefnumarkandi um nýjungar í atvinnumál- um, og sú krafa er einnig gerð til bæjarstjórn- ar Akureyrar. EHB Fasteignakaup - Mikil umræða er nú í gangi um ágæti húsbréfa, sem er nýtt láns- form til fjármögnunar við íbúðar- kaup. Mikil afföll nú, hafa orðið til þess að nokkurs ótta hefur gætt um það, hvort þetta láns- form sé eins gott og af hefur verið látið. Hafa verður í huga, að ekki er enn komin nein markviss reynsla á þetta nýja lánakerfi, sem er að því leyti til ólíkt öðrum lánsform- um, að verðgildi húsbréfa er um margt líkara verðgildi hluta- bréfa, þ.e.a.s. gengisskráning (verðgildi) bréfanna er breytilegt frá einum tíma til annars, fram- boð og eftirspurn ásamt ávöxtun- arkröfu, ræður mestu um verð- gildið, sem skráð er daglega hjá verðbréfafyrirtæk j um. Hin miklu afföll nú á bréfun- um, eða allt að 15% nú síðustu vikuna, verða að teljast mjög óeðlileg, og með öllu óskiljanlegt hvers vegna Seðlabanki íslands, greip ekki til þess ráðs að kaupa verulegt magn bréfa til að tryggja stöðugleika og hamla gegn offram- boði. Með því móti hefði verið hægt að halda aftur af afföllun- um, sem eðlilegt er að séu innan markanna 8-10%, miðað við nú- verandi aðstæður á fjármagns- mörkuðum. En það er ekki nokkur vafi á því, að með tímanum, þ.e.a.s. þegar húsbréfin hafa náð eðli- legri fótfestu á verðbréfamörkuð- um, og sannað ágæti sitt við fjár- mögnun íbúðarhúsnæðis og sem ávöxtunarleið, munu þau reynast bæði traustur og þægilegur val- kostur. Einn aðalkosturinn við hús- bréfakerfið er, að allir eiga jafn- an aðgang að lánum, er geta- Tryggvi Pálsson. numið allt að 65% af íbúðar- verði/brunabótamati, án tillits til fjölskyldustærðar, aðildar að líf- eyrissjóði eða hvort viðkomandi á íbúð eða hefur fengið áður lán frá Húsnæðist. rík. til íbúðar- kaupa. Biðin eftir lánsloforði sem gat tekið allt að 2-3 ár, er ekki lengur fyrir hendi, þar sem Húsbréfadeild H. rík. afgreiðir umsóknir nær samstundis, eða innan 15 daga frá því umsókn berst þeim. Til þess að fá hús- bréfalán, þurfa umsækjendur að fá sig metna hjá Húsbréfadeild, en við mat á því hversu dýra íbúð umsækjandi má kaupa, er lagt til grundvallar eigið fé og launatekj- ur viðkomandi. Slíkt fyrirkomu- lag ætti að koma í veg fyrir það að ráðist sé í að kaupa of dýra eign, sem ætti að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika og vanskil, með öllum þeim hremmingum sem því fylgir. Stór hluti fast- eignakaupenda síðustu ára, lenti í verulegum erfiðleikum vegna skammtímalána sem algengt var að væri á bilinu 65-75% af heild- Heföbundin kaup Kaupverö 7.000.000 kr. 75% út á árinu 25% á 4 árum, óverötryggt Núviröi sem seljandi fær: Útreikningur Landsbréfa hf. kr. 6.484.702 Útreikningur Farteignamats rikisins kr. 6.550.1 Kaup meö húsbréfum Kaupverö 7.000.000 kr. 35% viö undirskrift 65% í húsbréfum Núviröi sem seljandi fær: Útreikningur Landsbröfa hf. kr. 6.507.514 Útreikningur Farteignamats rfkisins kr. 6.390.00^^ tónlist Húsbréf arverði fasteigna. Með tilkomu húsbréfanna lækkar þetta hlutfall niður í 35%, svo segja má að flestir seljendur fái nú eignir sín- ar nær staðgreiddar, þ.e.a.s. útborgun 35% (oftast greitt inn- an 12 mánaða) og afgangurinn með húsbréfi 65%, og eða yfir- teknum eldri lánum H. rík. Við mat á því hvort hagstæð- ara sé fyrir seljendur að selja samkvæmt húsbréfakerfinu, þrátt fyrir nokkur afföll, eða með gömlu hefðbundnu aðferðinni, er fróðlegt að skoða samanburð á sölu eignar sem Landsbréf hf. og Fasteignamat ríkisins gerðu á hvort í sínu lagi. Sjá meðf. mynd. Við samanburðinn er munur- inn nánast enginn fyrir seljand- ann. Þá verður og að hafa það í huga, að húsbréf getur seljandi notað áfram við kaup á annarri eign, og er þá ekki um nein afföll að ræða. Þannig gæti sama hús- bréfið hugsanlega gengið milli nokkurra aðila án affalla, eða þar til breyta þarf því í peninga. TJm það hvort afföll af húsbréf- um myndi ekki leiða til hækkun- ar á fasteignum, er ekki að sjá að sú raunin hafi orðið á hingað til. Ekki er heldur sýnileg nein breyt- ing nú þó svo húsbréfakerfið opni fyrir lánveitingar til nýbygginga frá 15. nóvember. Það sem ntun ráða mestu um breytingar á fast- eignaverði umfram eðlilega verð- lagsþróun, hlýtur alltaf að vera markaðurinn sjálfur, þ.e.a.s. framboð og eftirspurn. Það má þó öllum ljóst vera sem kynna sér húsbréfakerfið, að það ætti í öllu falli að leita til mun öruggara fasteignaviðskipta en verið hafa. Báðir aðilar byggja viðskiptin á traustari grunni þar sem lánsviðskipti þeirra í milli utan útborgunar, verða nánast alveg úr sögunni. Mikilvægast verður þó alltaf fyrir aðila í fasteignaviðskiptum, að leita sér traustrar ráðgjafar hjá þeim aðilum sem þær geta bestar veitt. Flestir eru að með- höndla stærstan hluta aleigunnar, og því ríður á miklu að vel sé að málurn staðið og vel um alla hnúta búið. Tryggvi Pálsson. Höfundur vinnur sem sölumaður á fast- eignasölu. Söngur á sal - söngtónleikar Hólmfríðar Benediktsdóttur Hólmfríður Benediktsdóttir á sér talsvert langan feril sem söng- kona. Hún hefur numið söng hér á landi og einnig út fyrir land- steina og var í Bandaríkjunum við nám fyrir nokkrum árum. Hólmfríður hefur átt talsvert á brattann að sækja á söngferli sín- um. Rödd hennar reyndist ekki svo þjál og auðmótuð sem æskilegt hefði verið. Því hefur Hólmfríð- ur orðið að leggja hart að sér og vinna af mikilli marksækni að list sinni. Þetta hefur Hólmfríður svo sannarlega gert. Slíkt mætti verða þeim, sem hafa löngun til að feta hina iðulega þyrnum stráðu braut listanna, til eftir- breytni - og ekki síður það, að gefast aldrei upp, heldur hafa unun og ánægju af erfiðinu og finna til gleði í því, sem ávinnst hverju sinni. Því verður ekki haldið fram hér, að Hólmfríður hafi lokið leit sinni og námi, en henni hefur vissulega skilað fram á veginn og það ekki lítið. Á söngtónleikun- um 24. nóvember á sal Tónlistar- skólans á Akureyri, sem hún hélt með dyggu atfylgi Juliet Faulkner, píanóleikara, kom greinilega fram, hve miklu Hólmfríður hef- ur bætt við sig í tónmyndun, raddbeitingu, túlkun og fasi. Söngskrá Hólmfríðar var mjög fjölbreytt. Hún flutti nokkur lög eftir Gylfa Þ. Gíslason og Eyþór Stefánsson og gerði það snyrti- lega. Þessi lög voru fremst á söngskránni og svo virtist, sem söngkonan hefði ekki að fullu sungið sig inn. Vald hennar á flutningi óx, þegar á leið tónleik- ana. Röddin varð styrkari og tón- myndun öruggari og sú innilega gleði, sem Hólmfríður hefur af því að miðla list sinni og iðka hana varð greinileg. í túlkun sinni kom Hólmfríður víða við í litrófi tilfinninganna. Efni verkanna lýsti fas hennar og raddbeitingu. Reyndar virðist á stundum keyra nokkuð úr hófi, en vissulega er þó miklum mun skemmtilegra, að listamaðurinn sýni, að hann meini eitthvað með flutningi sínum, en að hann komi fram sem hvert annað gjallar- horn. Hólmfríður gæti átt erindi á söngleikasvið. Að minnsta kosti væri gaman að sjá hana reyna við slíkt. Harmur og tregi koma fram í til dæmis aríum eftir Puccini, glettni ríkti í fimm gamansöngv- um eftir Atla Heimi Sveinsson og talsvert áferðargóður söngleikja- blær var yfir flutningi þriggja laga eftir George Gershwin. Raunar virtist hraðinn fullnærri efri mörkum í þessum lögum, nema einna helst því síðasta, „The man I love“. Tónleikum Hólmfríðar lauk á þrem aríum eftir Puccini. í þeim virtust háir tónar valda nokkrum vanda. Ef til vill hefur röddin verið orðin þreytt. Juliet Faulkner er natinn og vandvirkur undirleikari. Hún fylgdi Hólmfríði mjög vel og studdi hana af alúð. Ef nokkuð má að finna, var það einna helst, að á stundum hafi ekki verið alveg nógu mikil ákveðni í undir- leiknum, en það heyrði þó til undantekninga. Tónleikarnir voru vel sóttir. Áheyrendur tóku söng Hólmfríð- ar vel og hún söng tvö aukalög; bæði eftir Sigvalda Kaldalóns. Haukur Ágústsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.