Dagur


Dagur - 29.11.1990, Qupperneq 14

Dagur - 29.11.1990, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 29. nóvember 1990 Framsóknarfólk á Húsavík Framvegis verður skrifstofa flokksins í Garðari, Garðars- braut 5, opin á laugardagsmorgnum milli kl. 11.00-12.00. Heitt á könnunni. Lítum inn og ræðum málin. Framsóknarfélag Húsavíkur. Tesco Tesco Tesco Tesco vörur í úrvali Alltaf eitthvað nýtt!!! Nýjar TESCO vörur. T.d. franskar kartöflur pizza frosið grænmeti Jólasteikur í úrvali Bayoneskinka Hamborgarhryggur Kambur Kalkún Hangikjöt og fl. og fl. Vikutilboð: Kindabjúgu 395 kr. kg Opið kl. 10 til 16 laugard. 1. des. Opið mánud.-föstud. 10.30-18.30 fSystraminning: María Vilhjálmsdóttir Fædd 14. janúar 1898 - Dáin 18. janúar 1988 Kristjana Vilhjálmsdóttir Fædd 25. maí 1903 - Dáin 5. nóvember 1990 Mig langar að minnast í nokkrum orðum tveggja systra, sem nú eru nýlega látnar, þeirra Kristjönu og Maríu Vilhjálmsdætra frá Neðri- Dálksstöðum á Svalbarðsströnd. María féll frá árið 1988 níræð að aldri en Kristjana nú í haust, skömntu áður en þetta er skrifað, 87 ára að aldri. Þessar konur eru mér minnis- stæðar og kærar í minningunni. Allt frá því að ég var krakki heima á Vatnsleysu í Fnjóskadal man ég eftir þeim þegar þær komu gangandi austur yfir Vaðlaheiðina, fóru Þórustaða- skarð, eflaust hafa þær hlaupið austur af heiðarbrúninni svo létt- fættar voru þær þá og létu sér fátt fyrir brjósti brenna. Að Vatns- leysu komu þær af heiðinni og enn man ég vel hvað þeim fylgdi mikil gleði og gamansemi og var okkur heima mikil tilbreyting í fábreytni daganna. Hlátur þeirra og gamansemi fyllti bæinn og höfðu þær frá mörgu að segja okkur. Síðan fóru þær á fleiri bæi í dalnum að finna vini og vensla- fólk. Ég hef ekki gleymt þessum fyrstu kynnum af þeim systrum. Kristjana Vilhjálmsdóttir var þá húsfreyja á Neðri-Dálksstöð- um, kona Halldórs Albertssonar bónda þar. Þau eignuðust fjögur börn: Björn, Huldu, Kristjönu Ingibjörgu og Elínu. Þau misstu Björn ungan að aldri og síðar Kristjönu Ingibjörgu á besta aldri, hún var þá tekin við búi af foreldrum sínum ásamt manni sínum Inga Þór Ingimarssyni, og þeirra börn orðin fimm. Löng var sambúð þeirra Kristjönu og Hall- dórs orðin því þau hefðu átt sex- tíu og fimm ára hjúskaparafmæli fyrsta desember næst komandi hefðu bæði lifað. María Vilhjálmsdóttir átti alla búskapartíð systur sinnar og mágs sitt heimili á Dáiksstöðum og vann því heimili vel og er þau hjón hættu búskap var María áfram hjá yngri hjónunum í nokkur ár. Hún annaðist börn og bú með þeim af alúð eftir því sem heilsan leyfði og þótti henni vænt um allt og alla. En svo kom áfallið, Kristjana kona Inga Þórs fórst í bílslysi. Þetta hörmulega slys varð öllu Dálksstaðafólk- inu erfið raun. Stundum kemur maður í manns stað og ekki löngu seinna kemur ágæt kona til Inga og sér um heimilshald með honum, hún heitir Sigurlaug Jón- asdóttir. Ég hef fyrir satt að börnum og unglingum sem dvöldu á Dálks- stöðum á sumrin þótti gott að vera þar, því vel var um alla hugsað og þar áttu þær systur Kristjana og María stóran hlut að máli. Oft hef ég komið að Dálks- stöðum og enn í dag ríkir þar sami andi og áður, sá góði andi er ég kynntist þar fyrst. Þessa minn- ist ég nú og vil þakka af heilum hug. Hjónin Kristjana og Halldór og einnig María bjuggu á dvalar- heimilinu Skjaldarvík nokkur undanfarin ár. Nú er Halldór þar einn síðan hans góða kona dó. Við hjónin sendum honum inni- legar samúðarkveðjur. María dvaldi sín allra síðustu ár á Sjúkrahúsinu á Akureyri sökum vanheilsu sinnar. Þangað heimsótti ég hana oft og einnig kom ég oft í Skjaldarvík til þeirra hjónanna. Vel var um þau hugs- að af þeirra nánustu vandamönn- um og vinum. Mér var það sérlega minnisstætt er ég heimsótti Maríu á sjúkra- húsið, hélt mig nú vera að heim- sækja hana sjúka og einstæða, að þá gat hún gjört að gamni sínu og verið glöð, svo mér fannst ég alltaf hafa eitthvað að sækja til hennar ekki síður. Systurnar María og Kristjana höfðu í sínu lífi kynnst bæði gleði og sorg, en fóru héðan sáttar við guð og menn, um framhaldsh'fið var hjá þeim enginn efi. Blessuð sé minning þeirra. Öllum þeirra nánustu ættingj- um og vinum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Margrét H. Lúthersdóttir. TÍSKUSÝNING I ÞROTTAVORUVERSLUN Næstkomandi laugardag kl. 14.00 verður haldin tískusýning í verslun- inni á því nýjasta í skíðafatnaði og öðrum íþróttavörum frá Nike, Rukanor og öðrum framleiðendum. ALLIR VELKOMNIR - Piparkökur handa þeim sem eru komnir í jóla- skap. Eftir kenjum kokksins Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér matreiðslubókina Eftir kenjum kokksins, en hún hefur að geyma fjölbreytt safn uppskrifta úr eldhúsi Rúnars Marvinssonar sem víðfrægur er fyrir matargerð sína, fyrst á Hótel Búðum um árabil og nú á veitingahúsinu Við Tjörnina í Reykjavík. Bókin skiptist í eftirtalda kafla: Súpur; Forréttir; Fiskrétt- ir; Villibráð og fuglar; Eftirréttir. Einnig er að finna í bókinni ábendingar um matseðla og vín- tegundir við hæfi. Litmyndir eru af öllum réttum í bókinni. í kynningu FORLAGSINS segir m.a.: „Enginn matreiðslu- meistari hefur enn ógnað ríki Rúnars Marvinssonar. í þessari bók er lögð megináhersla á þá stórkostlegu sjávarrétti sem bor- ið hafa hróður hans víða. Lykill- inn að gæðunum felst í viðhorfi Rúnars Marvinssonar til matar- gerðar. í augum hans er hún list- grein - sérhver réttur er sjálfstætt listaverk, og galdurinn er auð- lærðari en menn grunar," segir að lokum í kynningu útgáfunnar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.