Dagur - 29.11.1990, Side 15

Dagur - 29.11.1990, Side 15
I Fimmtudagur 29. nóvember 1990 - DAGUR - 15 ~k íþróttir Ársþing KSÍ um næstu helgi: Tillaga frá ÍK um veru- legar breytingar á 3. deild Atli Brynjólfsson hreppti 1. sætið ásanit Aðalsteini Þorlákssyni. Pepsi-tvímenningur í snóker: Atli og Aðalsteinn unnu Um síöustu helgi fór fram svokallaður Pepsi-tvímenning- ur í snóker á Billiardinum í Kaupvangsstræti á Akureyri. 10 pör mættu til leiks og eftir spennandi keppni stóöu Atli Brynjólfsson og Aðalsteinn Þorláksson uppi sem sigurveg- arar. Keppt var með útsláttarfyrir- komulagi og féllu pörin út við annan ósigur. Tveir og tveir voru saman í liði og stuðuðu til skiptis. Atli og Aðalsteinn kepptu til úrslita við Sigurð Odd Sigurðsson og Sigurjón Sveinsson og sigruðu 2:1 í spennandi leik. í þriðja sæti urðu Birgir Torfason og Arnar Pétursson. Pepsi gaf öll verðlaun í mótið, farandbikar fyrir fyrsta sæti og bikara til eignar fyrir fyrstu þrjú sætin. Og að sjálfsögðu var Pepsi í aukaverðlaun. m.a. Qölgun á liðum í 18 Á ársþingi KSÍ, sem lialdið verður um helgina, verður lögð fram tillaga frá Iþróttafé- lagi Kópavogs um breytingar á keppnisfyrirkomulagi í 3. deild. Samkvæmt tillögunum fjölgar liðum í deildinni í átján og verður þeim skipt í tvo riðla eftir landssvæðum. Leikin verður einföld umferð en síðan tekur við úrslitakeppni um sæti í 2. dcild og jafnframt um fall í 4. deild. Tillagan fjallar urn breytingar á 21. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót. Samkvæmt henni verður fyrst leikin einföld umferð í hvorum riðli, átta leikir á lið. Prjú efstu liö í hvorum riðli leika að því loknu til úrslita um tvö sæti í 2. deild, tvöfalda umferð, heima og heiman, sam- tals átján leiki á lið. Hin 12 liðin leika áfram í sínum riðlum, 6 í hvorum, tvöfalda umferð og tvö neðstu liðin í hvorum riðli falla í 4. deild. Liðin taka með sér öll stig úr fyrri umferð, bæði í efri og neðri hluta deildarinnar, og einnig markatölu. Einnig breyting á 4. deildinni í tillögunni er einnig kveðið á um breytt fyrirkomulag á keppni í 4. deild. Þar skal sem fyrr skipta lið- unt í riðla eða viðhafa svæða- keppni. Tvö efstu lið í hverjum riðli fara í úrslitakeppni þar sem Hugmyndir um sameiginlegt lið Leifturs og Dalvíkur: Óánægja með viðbrögð KSÍ Eins og greint var frá í blaðinu fyrir nokkru sendu knatt- spyrnudeildirnar á Dalvík og í Olafsfirði bréf til Knattspyrnu- sambands íslands til að kanna möguleika á því að senda sam- eiginleg lið í íslandsmót 2., 3. og 4. flokks næsta sumar. Stjórn KSÍ tók málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að leikmaður í 2. flokki gæti ekki leikið í sameiginlegu 2. flokks- liði félaganna og jafnframt í meistaraflokki annars félags- ins. Hins vegar segir að það sé skoðun stjórnarinnar að ger- legt sé að senda sameiginleg iið í 3., 4. og 5. flokki. í bréfi frá KSÍ til félaganna segir að samkvæmt áliti fram- kvæmdastjórnar ÍSÍ geti einstak- ur íþróttamaður ekki keppt nema fyrir eitt félag í sömu grein á almanaksárinu en búseta leik- manns setji honum hins vegar engar skorður um með hvaða félagi hann leiki. Enn fremur seg- ir að „stofnun nýs félags á svæð- inu gæti haft þær afleiðingar að liðið yrði að byrja keppni í 4. deild. Einnig yrði ákveðið í hvaða íþróttahéraði hið nýja íþróttafélag yrði skráð.“ „Maður vissi að við værum ekki í santa íþróttahéraði og því væru ákveðnir meinbugir á þessu. Hins vegar var maður að vonast til þess að stjórn KSÍ myndi veita undanþágu í eitt ár til reynslu," sagði Björn Frið- þjófsson hjá UMFS Dalvík. Hann sagði að ekki væri ákveðið hvað gert yrði í framhaldinu en þó yrði reynt að kanna á ársþingi KSI hvort vonlaust væri að fá fram einhverjar tilslakanir. Porsteinn Þorvaldsson hjá Leiftri var einnig óánægður með viðbrögð KSÍ. „Þeir vísa bara í reglurnar en við vissum alveg hvernig þær eru. Við vorum að kanna möguleikana á að þessum reglum yrði breytt þannig að þetta yrði hægt en þaö var ekkert farið út í það.“ Þorsteinn sagðist hafa áhuga á að félögin sendu sameiginleg lið í 3., 4. og 5. flokki og það yrði hugsanlega gert næsta sumar. Það yrði síðan að ráðast hvort þau gætu sent sitt liðið hvort í 2. flokki. P>ór-Tindastóll: Verður á sunnudagskvöld Leikur Þórs og Tindastóls fer ekki fram á föstudagskvöldið eins og sagt var í blaðinu í gær. Þórs- arar fengu leiknum ekki flýtt vegna landsliðsæfingar sem verð- ur á föstudagskvöldið en tveir landsliðsmcnn eru í Tindastóls- liðinu. Leikurinn verður því á sunnudagskvöldið og hefst hann kl. 20. Þorvarður blakmaður ársins Stjórn Blaksambands íslands hefur vallð Þorvarð Sigfússon blakmann ársins 1990. Þor- varður leikur með íþróttafé- lagi stúdcnta. Þorvarður hóf að leika blak með íþróttafélagi Menntaskólans á Akureyri 1978 og lék með lið- inu á menntaskólaárum sínum. Hann lék einnig í eitt ár með UMSE áður en hann fluttist til Reykjavíkur. Þar leikur hann nú með ÍS og hefur leikið rúmlega 200 deildarleiki fyrir félagið síð- an 1982. Með ÍS hcfur Þorvarður orðið íslandsmeistari einu sinni, 1988, bikarmeistari 4 sinnum, Reykja- víkur- og 1. deildarmeistari 1989. Þorvarður hefur leikið 22 landsleiki með landsliði íslands. Hann hefur einnig leikið tvo unglingalandsleiki og var í fyrsta unglingalandsliði íslands. Þorvarður er vel að þessurn titli kominn. Hann hefur verið leiðandi leikmaður með liði sínu og hefur staðið sig með mikilli prýði í landsliðinu. liðum er skipt í tvo úrslitariðla. Tvö efstu lið í hvorum riðli vinna sér sæti í 3. deild en sigurlið úr- slitariðlanna leika einn úrslitaleik um Íslahdsmeistaratitilinn í 4. deild. Einungis flugfélögin græða Magnús Harðarson. formaður knattspyrnudeildar ÍK, segir að gífurlegur ferðakostnaður fylgi núverandi fyrirkomulagi og konti það engum til góða nema flugfé- lögunum. „Það er útilokað fyrir knattspyrnufélög að eyða 1,5 milljónum í ferðalög og hafa litl- ar sent engar tekjur á móti. Eins og staðan er í dag er stysta ferðin okkar í Borgarnes, hinar eru all- ar norður eða austur í land. Það er hreinlega ekki hægt að reka deildina á slíkum forsendum, svo einfalt er það,“ sagði Magnús. Hann bætti því við að hann hefði vissu fyrir því að ákveðin 4. deildarfélög á höfuöborgarsvæö- inu hefðu forðast að fara upp í 3. deild vegna kostnaðarins sem væri því samfara. „Það er auðvit- að grafalvarlegt mál cf deilda- fyrirkomulagið er farið að skemma fyrir knattspyrnunni." - En er ekki rétt að þið hafið á sínum tíma staðið fyrir því að deildinni var breytt í það horf sem hún er í nú? „Við studdum þá tillögu. Það voru nokkur félög hér fyrir sunn- an sem stóðu að henni en ég man ekki hvort hún var lögð fram í okkar nafni. Við óttuðumst reyndar að þetta yrði kostnaðar- samt en ekki eins og það er oröið í dag," sagði Magnús Harðarson. Dýrara norður en suður? Það.eru hins vegar ekki allir jafn hrifnir af þessari tillögu og er t.d. vitað að Ólafsfirðingar eru henni andvígir. Magnamenn hafa einnig ákveðnar skoðanir á tillögunni. „Mér líst ekkert á þetta enda sé ég engan sparnað í þessu," sagði Jón Ingólfsson hjá Magna á Grenivík. Hann sagði að í núver- andi fyrirkomulagi væru t'eröir til Reykjavíkur, Borgarness og Isafjarðar, auk einnar til Nes- kaupstaðar. Með breytingunni kæmu til þrjár ferðir suður ef lið- ið kæmist í úrslitakeppnina og að auki yrði Sindra frá Hornafirði bætt inn í riðilinn þannig að ferð- irnar austur á land yrðu tvær. Þá taldi hann lítið unnið með því að láta liöin, sem ekki kæmust í úr— slitakeppnina, spila um fallið í 4. deild. „Það voru liö að sunnan sem stóðu fyrir því aö deildinni var breytt á þann veg sem hún er núna. Síðan þegar liðum aö norðan fjölgar þá kemur strax til- laga að sunnan um að breyta þessu aftur. Það virðist vera dýr- ara að fara norður en suður,“ sagði Jón lngólfsson. Þtö gerið beíri matarkaup iKEANETTO Jólatilboð! Kerti, dúkar, servíettur, konfekt, niður- soðið grænmeti frá KJ, niðursoðnir ávextir, bökunarvörur. ★ Tilboð vikunnar lambamjaðmsteikur 406 kr. kg Opið virka daga kl. 13-18. Ath. laugardaginn 1. des. opið ki. 10-14. KynnSst NETTÓ-'VGrði KEANETTÓ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.