Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 2
2 B - DAGUR - Föstudagur 14. desember 1990 Við sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur til viðskiptavina okkar og landsmanna. Þökkum viðskiptin á árinu. ^JTCPPflhUólD Gleðileg jól farsœlt komandi ár Þökkum ánœgjuleg viðskipti á árinu sem er að líða kemur það alltaf í hlut þess sem fær vinninginn að vaska upp. Ég held að þessi máltíð lifi alltaf sterkast í mér síðan ég var barn vegna þess að við matborðið var alltaf talað um að það yrði að gefa „julenissen“ og þess vegna var látin skál með graut út fyrir hús. „Nissen“ er í huga Norð- manna lítill maður í rauðri skotthúfu og peysu sem er aðal- lega á ferðinni um jólin, Ef þetta var ekki gert átti hann að verða reiður. Stundum kom fyrir að búið var að borða úr skálinni þegar hún var sótt en þá hafa væntanlega einhver smádýr verið á ferðinni. En hver veit,“ segir Lene og brosir við. Að öðru leyti segir Lene að aðfangadagurinn líði svipað og hjá íslendingum, nema hvað að venjan er að fullorðna fólkið í Noregi sitji meira með börnunum fyrir framan sjónvarpið og horfi á teiknimyndir, enda upplifir það barnæskuna þannig því þá eru alltaf sýndar gamlar teiknimyndir Walt Disney. Lene segir að í for- eldrahúsum hafi oftast verið svínasteik í matinn á aðfanga- dagskvöld en stundum hafi þó verið kalkúnn. Hins vegar var oftast fiskur á jóladag „enda allir latir þann dag,“ bætir Lene við og hlær. Sker í laufabrauð með vasahníf En hvernig gengur að blanda jólasiðunum saman á eigin heim- ili í fjarlægu landi? Lene segist alltaf hafa haldið mikið upp á aðventuna og því kveiki hún allt- af á kertum á aðventunni og þá fylgir líka marsipantilbúningur alltaf þessunr tíma. „Svo gerum við auðvitað alltaf laufabrauð en ekki ge,t ég nú sagt að ég sé mjög fær í því. Ég er lengi að þessu en þetta er skemmtilegt. Fyrst þegar ég kom hingað lærði ég að skera í laufabrauðið með vasahníf og það hef ég alltaf gert síðan. Pað er synd að vera að nota laufa- brauðsjárn þegar maður hefur lært hvernig á að skera út í laufa- brauð með hníf.“ Við höldum áfram að ræða ís- lenska jólahaldið og eitt og ann- að kemur upp sem útlendingur- inn hefur komið auga á í íslensku siðunum. Lene færir jólasögurn- ar í tal og segist vera mjög hrifin af öilum þessum sögum um Grýlu og jólasveinana. „Mér finnst meira um þetta hér en heima og þó að fólk greinilega trúi þessu ekki þá á þetta einhver ítök í íslend- ingum. Það er eins og fólk hér hafi meira gaman af þessu því heima hrista allir höfuðið þegar ég fer að segja þessar sögur. íslendingar virðast hafa verið duglegir að segja afkomendum sínum þessar sögur og þó að þær breytist með tímanum þá lifa jtær mann fram af manni. Það er mjög gott.“ Jólakveðjur í útvarpi eins og auglýsingalestur Lene segir að íslendingar séu íita- glaðari í sambandi við jólin held- ur en Norðmenn. „Hér er meira um skraut, glimmer og marglit ljós. Ég er ekki vön þessu heiman Yerslið þar sem úrvalið er. „Mér fannst það auðvitað svolítið skrýtið að vera á ís- landi, fjarri heimabyggðinni yíir jólin. Ég man að það sem mér fannst leiðinlegast var að á bænum var jólatré úr plasti og ég var hreint ckki vön slíku. Mér þótti líka dálítið sérkennilegt að öllum jólapóstinum var safnað saman og ekkert opnað íyrr en á aðfangadagskvöld. Petta fannst mér slerýtinn siður en líka svolítið skemmtilegur,“ segir Lene Zachariassen, húsfreyja á bænuin Dæli í Svarfaðardal, þegar liún er beðin að lýsa sínum fyrstu jófum hér á fandi. Lene er Norðmaður að ætt og uppruna sem hingað kom fyrir 10 árum til að vinna á sveitabæ en örlögin gripu í taumana og nú býr hún ásamt manni sínum og tveimur bömum í Dæíi, nánast á næsta bæ við þann sem hún eyddi sínum fyrstu jólum á hér á landi. Lene í Dæli hefur mikinn áhuga á því hvernig landsmenn unnu úr sauðaullinni hér fyrr á tímum og þegar okkur ber að garði situr hún við rokk og spinnur, reyndar ekki úr sauðaull í þetta skiptið heldur kanínuull. Én það sem okkur fýsir að vita er hvernig hún hefur upplifað jólahaldið á ís- landi og hvernig fjölskyldan í Dæli blandar saman norskum og íslenskum jólasiðum. Fyrsta jólatré í minn- ingunni var pálmatré Lene er fædd og uppalin í bænum Tunsberg sem stendur við vestan- verðan Óslóarfjörð í Noregi, elsta kaupstað þar í landi. Sjálf orðar hún það svo að varla sé hægt að segja að hún sé þarna alin upp nema til helminga þar sem hún fór 6 ára gömul með for- eldrum sínum til Afríku þar sem fjölskyldan bjó næstu 6 árin. „Fyrsta jólatréð sem ég man eftir var því pálmatré og í staðinn fyrir jólaepli borðuðum við kókos- hnetur. Mínir jólasiðir úr bernsku eru því dálítið brenglað- ir þrátt fyrir að við höfum reynt að halda eins norsk jól og mögu- legt var,“ segir hún. Aðspurð um jólavenjur sínar heiman frá Noregi segir hún jóla- haldið hefjast strax í byrjun aðventu. „Þá brennum við kerti og setjum jólastjörnu út í glugga en það er gert á hverju einasta heimili. Síðan bökum við fyrir jólin og þá áðallega smákökur en líka kleinuhringi sem aðeins erú bakaðir fýrir þessa hátíð. Sama má segja um svokallaða „Lúsfu- ketti“ sem er gerbrauð með saffr- anfræi en þetta brauð er upp- runnið í Svíþjöð. Baksturinn er því svolítið öðruvísi en hér á landi þar sem mikið er bakað af tertuni og fínum kökunt fyrir jóla- hátíðina. Ég var dálítið hissa að sjá allar þessar tertur þegar ég kom fyrst því ég vil hafa þær á afmælum en ekki á jólununt. Heima er meira lagt upp úr mikl- um og góðum mat og heimatil- búnu konfekti frekar en tertum og slíku,“ segir hún. Möndlugrauturinn sterkastur í minningunni Lene ber saman ýmsa íslenska og norska jólasiði og segir að í báð- um löndunum tíðkist að senda jólakort en hins vegar sendi Norðmenn aldrei ættingjum eða nágrönnum kort heldur aðeins þeim sem fjær búi. Þó að ekki leggi hangikjötsilminn um hús foreldra hennar á Þorláksntessukvöld, eða „lille Juleaften", eins og sá dagur heitir á norsku, þá er það matarilmur sem minnir á nærveru jólanna engu að síður. „Þá steikj- um við það sem við köllum „medisterkaker" sem eru eins konar kjötbollur úr blöndu af svína- og nautakjöti. Þessar boll- ur eru síðan notaðar með mat yfir hátíðina eða í álegg ofan á brauð,“ segir hún. Á aðfangadagsmorgun var allt- af farið snemma á fætur í barn- æsku Lene í Dæli og þá borðaður morgunmatur sem ekki saman- stóð af kökum og tertum heldur aðallega af gerbrauði, þar á með- al brauði sem kallað er jólakaka, og sem álegg var notaður geita- ostur. „Síðan förum við alltaf í heimsókn á aðfangadag til afa og ömmu en eftir hádegi er venjan að borða möndlugrautinn og þá TRYGGVABRAUT 22 600 AKUREYRI SÍMI 96-25055 „Ilugsa míkið heim umjóliii“ — segir Lene Zachariassen í Dæli í Svarfaðardal

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.