Dagur - 14.12.1990, Side 9

Dagur - 14.12.1990, Side 9
Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - B 9 Úr Hrollcifsdal. Krákustaðir voru hinum megin í dalnum, gegnt manninum. Kotskálarfjall er lengst til hægri, þá Smjörskálarfjalf jörðin hefur verið í eyði síðan. Á Pverá var síðast búið 1928- 30. Jóhannes Skúlason og Sigur- laug Jónsdóttir bjuggu þar þau ár, en fóru búferlum að Geir- mundarhóli. Þar voru þau einnig síðustu ábúendurnir, frá 1930 til 1943. Á Krákustöðum var Jóhann Jónsson síðast búandi, ásamt ráðskonunni Rósu Jóakimsdótt- ur. Jóhann bjó á Krákustöðum frá 1925 til 1943, en það ár er hann sagður fara búferlum ásamt ráðskonu sinni að Mýrum. Pverá og Geirmundarhóll eru því síð- ustu jarðirnar í dalnum sem fóru í eyði, og gerðist það sama árið, 1943. Kvígan gerði ekki í blóð sitt Á árununt 1966 til 1971 voru endurminningar Sæmundar Dúa- sonar, síðast kennara á Siglu- firði, gefnar út á Akureyri. Pær fylla þrjú bindi, og ber ritverkið heitið „Einu sinni var.“ Ævisaga Sæmundar er um margt ákaflega merkileg, og fróðleg er hún aflestrar. Bækurnar eru ritaðar á meitluðu og kjarnyrtu máli, og víst er að með þeim munu varð- veitast heimildir um löngu liðna búskapar- og atvinnuhætti. Þar fyrir utan er frásögnin sterk og persónuleg, og grípur hún les- andann. Sæmundur fæddist 10. nóvember árið 1889. Foreldrar hans voru Dúi Grímsson, bóndi og smiður á Krakavöllum í Flókadal og víðar, og Eugenía Jónsdóttir. Dúi óx úr grasi á Minni-Reykjum, bóndi var hann í Langhúsum frá 1888-1904, en bjó ásamt Sæmundi syni sínum á Krakavöllum til 1924. Hann átti heima í Siglufirði og Ólafsfirði síðustu æviárin. Hann var mikill smiður, bæði á tré og járn, og stundaði framan af ævi sjósókn á opnum bátum ásamt landbúnað- arstörfum. Ævisaga Sæmundar Dúasonar verður ekki rakin hér. Aðeins skal tekinn upp úr henni örlítill kafli, sem gerðist þegar Særnund- ur var fimmtán ára að aldri, haustið 1904. Hún er á þessa leið: „Haustið fyrsta, sem pabbi bjó að Krakavöllum, urðu undarlega slæmar heimtur hjá honum og eins hjá Guðmundi Ásmunds- syni, sem bjó eftir í Langhúsum, þegar pabbi fluttist þaðan. Undarlegast þótti, hve margar kindur veturgamlar vantaði af fjalli. Um veturnætur eða seinna fékk Guðmundur orð frá Jóni hörgi, sent þá bjó á Klóni í Hrol- leifsdal, að hann hefði fundið veturgamlan hrút, sem Guð- ntundur átti. Hrúturinn fannst á einhverjum Seta á Hrolleifsdals- afrétt. Jón hafði skorið hrútinn, sagði Guðmundur gæti látið sækja skrokkinn og gæruna, hitt hefði liann (Jón hörgur) hirt. Þó að þessi aðferð Jóns við hrútinn hafi e.t.v. ekki verið lög- um samkvæm eða eftir ákvæðum fjallskilareglugerða, þá jtóttist Jón viss um, að þetta lá beinast við að gera, Hann þekkti Guðmund. Hann var búinn að eiga heima í Fljótum, á Minna- grindli, átti Sæunni systur Jóns Ásgrímssonar bónda þar. Þá hafði hann róið hjá Guð- mundi á Langhúsa bátnum. Hann vissi, að Guðmundur var allra manna ósýtnastur og hafði samúð með öllum, sem höfðu kuldablæ mannlífsins í fangið. - Jón var bláfátækur og ekki mikils metinn í sinni sveit. Guðmundur fékk mig til að fara nteð öðrum dreng inn að Klóni til að sækja skrokkinn og gæruna. Mig minnir að hinn pilt- urinn væri ðlafur Gottskálksson. Þessi piltur gisti á Krakavöllum nóttina, áður en við lögðum af stað inn eftir. Við fórum snemma um morguninn, vorurn reiddir yfir Flókadalsá hjá Reit. Við vor- um á skíðum. Við gengum suður og upp á Reitsöxlina, þaðan í Báshyrnu- skál. Sumir kölluðu hana Mós- selsskál. Úr Báshyrnuskál er drag yfir í Hrolleifsdalsafrétt. Urn það fórum við. Klón er fremsti bærinn í Hrol- leifsdal, að minnsta kosti af þeim, sem þá var búið á, þegar þetta var. Okkur þótti afréttin löng. Við gengum l'ram hjá Barnadal og Lambadal á vinstri hönd. Þá var enn langt eftir til bæja. Loksins komumst við að Klóni. Við tókum skrokkinn af hrútnum og hlutuðum sundur, jöfnuðum þessu svo og gærunni í byrðar á okkur. Jón hörgur sagði okkur, að um það leyti, er hann fann hrútinn, hefði hann slátrað kvígu, kvígan gcrði ekki í blóð sitt, og það hefði komið sér vel að fá mörinn úr hrútnum til að geta búið til slátur úr blóðinu. Við stönsuðum lítið á Klóni, héldum þaðan eins og leið liggur niður Hrolleifsdal. Við komumst að Arnarstöðum seint um kvöld- ið og gistum þar um nóttina." (Einu sinni var, I. bindi, bls. 108- 109.) Frá Jóni hörg Um Jón hörg er ekki margt vitað, en liann var þó ekki óþekklur á sinni tíð. Indriði Indriðason, ættfræðingur, sem ritað hefur Ættir Þingeyinga, segir að Jón Jónatansson hafi fæðst 20. júlí árið 1852, í Hörgsdal á Mývatns- heiði. Foreldrar hans voru Jóna- tan Jónsson og kona hans, Krist- ín Tómasdóttir. Jónatan var fæddur í Hörgsdal 15. apríl árið 1828, ólst þar upp og bjó þar árin 1864-1876 og 1879-1883. Hann var sonur Jóns Magnússonar, sem var talinn hörku- og dugnað- armaður. Jón byggði Hörgsdal úr auðn og bjó þar 1825-1864. Jón hörgur ólst upp í Hörgsdal. Hann þótti þverlyndur og harður í horn að taka, kom sér lítt við sveitunga sína og átti í úti- stöðum. Ævisaga hans var um margt raunaleg, og einkenndist af fátæktarbasli, a.m.k. síðari hluti hennar. Árið 1899, þann 24. júní, fæð- ist honum dóttir að Arnarvatni. Var hún skírð Unnur. Móðir hennar var Sæunn Ásgnmsdóttir, sem var hjú þar. Sæunn var skag- firsk að ætt, og telur Indriði Ind- riðason að hún hafi komið sem kaupakona austur í Bárðardal, og þar hafi tekist kynni með henni og Jóni hörg. Sæunn var fædd árið 1869, dóttir Ásgríms Þorkelssonar, bónda úr Minni Brekku í Fljótum, og konu hans, Sæunnar Jónsdóttur, sbr. Skag- firskar æviskrár V. bindi, árin 1850-1890. „í kirkjubók segir, að Sæunn fari með barn sitt árið 1900 á hrepp sinn, Holtshrcpp í Skaga- firði. Hún hcfur farið að Minna Grindli í Fljótum, en þar bjó Jón bróöir hennar það eina ár (1900- 1901). Árið 1901, við manntal í nóvember, eru þau Jón við bú á Kráksstöðum í Hrolleifsdal (Fellssókn), með Unni dóttur sína, sögð liafa komið á því ári frá Minna Grindli. Þau eru talin ógift. Ekki eru þau þar ncma árið. (Krákustaðir er bærinn nefndur í Jarða- og búendatali, en Kráksstaðir í Manntali 1901.) Árin 1902-5 búa þau á Klóni í Hrolleifsdal, en þá sögð hætta búskap. Þá höfðu þeim bæst tvær dætur í búið þessi árin, Sigríður og Þorgerður, og scndu sveitar- yfirvöld þau af höndum sér og á sveit hans, Skútustaðahrepp. Árið síðar, 30, maí 1906, t’æðist þeim fjórða dóttirin, María, og segir í athugasemd í kirkjubók um foreldra: Hjón á sveit í Syðri- Neslöndum. Send á kostnað Skútu- staðahrepps til Aineríku Tvcimur árum síðar, sumariö 1907, flytjast þau Jón og Sæunn til Vesturheims með dætur sínar fjórar, sú elsta var þá sjö ára. Voru þau send á kostnað Skútu- staðahrepps. Frá þeim ér’lítið að segja. Talið er að Jón yndi sér illa og legðist í drykkjuskap. Nokkrum árum síðar barst sú fregn heim að Jón hefði farið af dögum, drukknað eða fargað sér, snauður að öllu. Sumarið 1913 (júlí-ágúst), kom frétt í Lögbergi um að Jón hörgur hcfði fundist drukknaður. Það var liald manna heima í sveit (Mývatnssveit), að hann hefði fargað sér, og urðu ýmsir til að yrkja eftir hann. Jón hörgur var því nýlega orð- inn 47 ára gamall, þegar fyrsta dóttirin kont í heiminn. Sæunn var þá ntun yngri, þrítug að aldri. Aðstæður virðast ekki hafa verið góðar, þar sem þau hjónaleysin gátu ekki búið saman, og konan send til baka í heimasveit sína, Fljót, á hreppinn með barnið. Ekki er vitað hvort hún dvaldi á Arnarvatni með barnið veturinn 1899-1900, eða hjá manni sínum í Hörgsdal. Eins og áður sagði, hófu þau Jón og Sæunn búskap á Kráku- stöðum í Hrolleifsdal árið 1901, sennilega að vorinu. „Kráku- staðaland er fremur mjó land- spilda milli Geirmundarhóls og Bræðraár. Bærinn stóð framan í fjallshlíðinni, skammt frá Hrol- leifsdalsá," segir í Jarða- og bú- endatali. Krákustaðir voru land- minnsta jörðin í Hrolleifsdal, og vafalaust liefur vistin þar verið þcim erfiö. Á Krákustöðum eru þau Jón og Sæunn aðeins eitt ár. Næsta vor, 1902, fara þau búferlum að Klóni, sent „var eini bærinn í dalnum austan Hrolleifsdalsár - átti Klón land frá Geirmundar- hólsskógi fram dalinn austan verðan, fram til afréttar, er þar skjólsamt í norðaustanátt, gott land óg grösugt, en snjóþungt. Bærinn stóð á hól neðan við hlíð- arfótinn, efst í túninu, sem var í nesi viö Hrolleifsdalsá," segir í sömu heimild og áður var til vitnað. Dvölin á Klóni varð lengri en á Krákustöðum, enda landið betur til búskapar fallið. Þó mun Jón hörgur hafa verið bláfátækur, og sjálfsagt oft haft „kuldablæ mannlífsins í fangið," eins og Sæntundur Dúason kemst að oi;ði. Árið 1905 brugðu þau búi, og árið eftir eru þau til heimilis að Syöri Neslöndum við Mývatn, á framfærslu hreppsins. Þar fæðist þeim fjórða dóttirin. Eftir tveggja ára basl í Mývatnssveit var gripið til þess ráðs að borga farið fyrir þessa fátæku fjölskyldu til Ameríku, og hefur forvígis- mönnum Skútustaðahrepps örugglega þótt það ódýrari lausn en að greiða árlega. fyrir fram- færslu þessarar ómegðarfólks, eins og gjarnan var komist að orði. Auk þess mun Jón hörgur hafa átt í einhverjum útistöðum við einstaka menn, eins og hann var talinn hafa skaplyndi til. Ekki er ólíklegt að draga þá ályktun. að sumum hafi þótt þetta tilvalið tækifæri til að slá tvær flugur í sama högginu. En hvað um það, örlög hans voru að bera beinin fjarri ættjörðinni, sem sagan seg- ir að honurn hafi verið hlýtt til, þrátt fyrir allt andstreymi lífsins. EHB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.