Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - B 5 Garðskirkja eins og hún er í Jag. sinnum. Áriö 1904 er kirkjugarö- urinn stækkaður og lagður gang- stígur úr grjóti frá sáluhliði að kirkjudyrum. 1901 semur sóknarnefndin við Sveinunga Sveinungason vinnu- mann í Lóni um að mála nýja alt- aristöflu i Garðskirkju, og noti til fyrirmyndar gömlu töfluna sem orðin var mjög fornfáleg. Var hin nýja tafla tilbúin 1903, er það Kristsmynd, snoturt og vandað verk sem enn er í allgóðu standi. 1916 er kirkjugarðurinn stækk- aöur aftur og það sama ár sett nýtt fótstykki við norðurhlið, og nýjar þiljur neðan við glugga, kirkjan einnig máluð og settar á þakrennur. 1926-27 er sett ný girðing um kirkjugarðinn, úr vírneti á hvít- máluðum tréstólpum, endurnýj- að fótstykki og þiljur á austur- gafli og keypt nýtt orgel á kr. 700. Og það gamla selt á 100 kr. Árið 1937 er gerður nýr graf- reitur um 400 m noröaustur af kirkjunni, var hann girtur og frá- genginu á næsta ári, og rúmar 160 leiði. 1949 er steypt utan um alla kirkjuna, og árið eftir er steypt forkirkja og turn, múrhúðað og klætt marmaramulningi og hrafn- tinnu 1952. Rafmagn var leitt í kirkjuna til ljósa og upphitunar 1967. Steypt gólf 1970 og það teppalagt stuttu síðar. Garðskirkja eins og hún var um 1910. Þá átti kirkjan í sjóði frá undangengnum árum um 2700 kr. Á þessu tímabili þjónaði Garðskirkju séra Þorleifur Jóns- son er sat á Skinnastað frá 1881- 1911. Þann 9. sept. 1890 kemur sett- ur prófastur Halldór Bjarnason í Presthólum, að Garði til að skoða og taka út hina nýju kirkju, en séra Halldór er skipað- ur prófastur síðnr sam: ár. 1 úttektarbréfi er þess getið að prófastur luifi fundið að því að ekki var búið að festa kirkjuna niður á grunninn. Einnig er þess getiö að innan- klæðning hafi gisnað verulega og sums staðar gengin úr falsi, mest af kirkjunni var einmálað, hvelf- ingin blá, veggir hvítir ofan að brjóstlistum, en gulir neðan við glugga, listar og bekkir í sama lit, altari og predikunarstóll er gul- málað með hvítum spjöldum. Þá er byggingarkostnaður orð- inn 3.470 k'r. og 75 aurar, og eru smíðalaun og fæði og ferðakostn- aður smiða rúmur helmingur af þeirri upphæð eða 1.842 kr. Tveimur árum eftir að kirkjan er tekin í notkun eða 6. ágúst 1892 vísiteraði biskupinn Hall- grímur Sveinsson kirkju og söfn- uð í Garði, hafði þá ekki verið GarAskirkja eftir breytingarnar árið 1952. vísiterað þar síðan 1828 af Steingrími Jónssyni b;skupi, eða fyrir 64 árum, svo biskupsheim- sóknir hafa ekki vcrið mjög tíðar á þeim tímum. Þá hafði biskup gren..slast eftir kirkju- og kristilegu hugarfari safnaðarins, og var það taliö í góðu lagi, og sérstaklega tekið fram af presti og sóknarmönnum, að sá orðrómur sem um allmörg ár hcfði legið á þessari sveit, fyrir vantrú og trúarvillu, væri nú og hefði verið um mörg ár með öllu ástæðulaus. Þá kemur fram í sömu greinargerð að kirkjan skuldar vegna byggingarinnar 700 kr. og 53 aura. Fyrst maður er komrnn svo langt aftur í fortíðina, er rétt að geta þess, að til er heimild frá 1848, um að þáverandi prestur í Garði Magnús Jónsson hafi rað- að mönnum til sætis í kirkjunni, þar sem hver bóndi átti sinn sess, eftir efnum og ástæðum, á kon- urnar er hvcrgi minnst einu oröi. Þessi sætaskipun er vel þekkt víða, en hefur cf til vill haldist lengur við í Garðskirkju cn ann- ars staðar. Þó kirkjan sé tekin í notkun 1890 er samt margt ógert, og ver- ið að setja járnþak á hana í áföngum allt til 1901 eða 1902. Árið 1898 var byggt nýtt klukknaport í kirkjugarðshliði, og strax eftir aldamót byrjar viðhald, gallar komu fram í stein- lími við fótstykki kirkjunnar og þurfti það viðgerða við hvað eftir annað. Á fyrstu 10 árunum er kirkjan máluð utan og innan tvisvar Þá voru settir í hana nýir gluggar með lituðu gleri. Fastur söngkór var stofnaður við kirkjuna 1945 undir stjórn Bjargar Björnsdóttur Lóni sem starfar enn undir hennar stjórn. Björg hcfur verið organisti við kirkjuna síðan 1942. Áður höfðu Vilborg Þórarins- dóttir Kílakoti og Árni Björns- son Lóni verið organistar við kirkjuna og æft kóra er sungu við messugjörðir. Einnig Steinþór Þorgrímsson og fleiri. Orgel hefur verið í kirkjunni síðan fyrir eða um aldamót. Kirkjunni hafa verið gefnir marg- ir góðir gripir í gegnum árin og má þar nefna orgel, skírnarfont, kertastjaka, messuklæði, altaris- dúk, Kristsmynd og Ijósakross sem skartar á turni hennar, og margt fleira mætti til nefna. Þá hefur kirkjan fengið mikið af áheitum í gegnum árin, og fær enn. Hefur það þótt gefast vel að heita á Garðskirkju þegar mikið liggur við. Eins og stendur í dag er hið upprunalega kirkjuhús, með þeim endurbótum sem á því hafa verið gerðar, í allgóðu standi. Aftur á móti er að verða að- kallandi að gera við forkirkju og turn, vegna sigs á undirstöðu, leka og fúa í turni. Vonandi á Garðskirkja eftir að gegna sínu hlutverki enn um langa framtíð, eins og verið hefur hingað til, því: Er sem sterkur ofinn þrádur ítök kirkju á lífsins brautum. Hún verdur nú sem ætíd ádur okkar skjól í gleði og þrautum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.