Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 11
10 B - DAGUR - Föstudagur 14. desember 1990 Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - B 11 Þórey, Kristján og Kristín Hildur í útsýnisferð í Madison. Tvíburasysturnar. Los Angeles í baksýn. Þórey, Kristján og dætur um borð í 36 feta seglskútu á leið í Kyrrahafssiglingu. Fjölskyldan í Pasadena, „skiptineminn“ þriðji frá vinstri. Námsdvöl í Madison — þakkargjörð í IA— vetrarkuldi í Chicago memiingai’hei mi li í Detroit — jól í Columbus — áramót á Orlando Hvernig gerast ævintýri? Sumir sækjast eftir þeim, leggja á sig erflði og allskyns fyrirhöfn til að ganga á vit þeirra. Aðrir verða á vegi þcirra án þess að neitt sér- stakt sé hafst að til að kalla fram óvænt og ánægjuleg atvik eða lífsrcynslu sem síðan býr með fólki og það get- ur gripið til og nærst af síðar á lífsleiðinni. Pórey Eyþórsdóttir og Rristján Baldursson lögðu upp í ferð vestur um haf ásamt fjóruin dætrum sínum á aldrinum tíu til flmmtán ára í ágúst í fyrrasumar. Ferðinni var heitið til Madison í Wisconsin. Heimilisfaðirinn hafði áimnið sér þriggja mánaða orlof eftir störf hjá ríkinu í tilteldnn tírna. Pau hugðust bæta sumarfríinu við og dvefja vestanhafs þar til í desember. Pegar þau stigu upp í flugvélina á Kefla\ íkurflugy'clli óraði þau ekki fyr- ir því livað átti eftir að bíða þeirra en er fyrsti sunnu- dagur nú í desember var liðinn að ltvöldi var ljóst að fjölskyldan í Bakkahlíð 18 hafði endurnærst við að lifa upp þá atburði er gerst höfðu fyrir ári. Pað sem átti að verða nokkurra mánaða námsdvöl í hásltólabæ varð að ferðalögum og óvæntri lífsreynslu. - Hvað kom til að þið ákváðuð að verja þessum tíma í Banda- ríkjunum? „Við bjuggum í Ósló á árunum 1982 til 1984. í lok þeirrar dvalar tókum við ákvörðun um að leggja lykkju á leið okkar heim og dvelja fjórar vikur í Banda- ríkjunum. Dæturnar fóru beint heim til íslands og við vorum aðeins tvö þennan tíma í Amer- íku. Okkur líkaði þessi ferð mjög vel og eftir það dreymdi okkur alltaf um að geta dvalið nokkurn tíma vestra ásamt allri fjölskyld- unni. Ekkert varð þó úr því fyrr en um vorið 1989 að við fórum að huga að hvernig við ættum að verja þriggja mánaða orlofstím- anum. Eftir því sem við hugsuð- um meira um þetta komumst við að þeirri niðurstöðu að þarna væri ef til vill komið tækifærið til Ameríkudvalar, sem okkur hafði alltaf dreyint um. Við fórum að kanna málin. Leita eftir upplýsingum um háskóla. Hvar auðveldast væri að komast á einhverja kúrsa.“ Kristján var með ákveðið verk- efni í huga sem tengdist starfi hans sem byggingatæknifræðing- ur. Þórey hafði einnig áhuga á að kynnast nýjungum í sinni grein, talmeinafræðinni, auk þess að taka upp tuttugu og fjögurra ára gamlan þráð, er hún útskrifaðist úr Myndiista- og handíðaskólan- um, og stunda eitthvert nám í listrænni sköpun. „Næsta skref eftir að hafa aflað sér upplýsinga var að fá skólavist. Þótt margt sé í boði er ekki að sama skapi auðvelt að fá inni í bandarískum háskólum. Við leituðum fyrir okkur á nokkrum stöðum. Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akurey.ri, reyndist okkur hjálplcgur og á endanum varð háskólinn í Madi- son í Wisconsin fyrir valinu.“ Heppin með húsnæði - Hvernig gekk að fá húsnæði? „Þegar við fórum að heiman höfðum við ekkert loforð um húsnæði. Við höfðum haft sam- band við íslendinga sem eru búsettir þar áður en við fórum og okkur var tjáð að húsnæðismálin myndu örugglega leysast innan tíðar. Og þar má segja að fyrsta ævintýrið hafi átt sér stað. Tveim dögum eftir komuna vestur bauðst okkur stærðar einbýlishús með fallegum garði og tómatarn- ir voru að þroskast fram í nóvem- ber. Madison er um 170 þúsund manna bær, á stærð við höfuð- borgarsvæðið, og byggist að mestu upp utan um skólastarf því af þessum 170 þúsund manns eru um 45 þúsund háskólanemar. Öll borgin er sérlega snyrtileg og vel búið að fólki. Húsið sem við fengum var í sjálfu háskólahverf- inu þannig að við bjuggum í innsta hring ef svo má að orði komast. Annað ævintýri birtist okkur síðan næstum því við hús- dyrnar. Skömmu eftir að við komum urðum við vör við að í kringum okkur bjuggu margir Norðurlandabúar. Við kynnt- umst þvf fljótlega ýmsu fólki, einkum frá Norðurlöndunum. Mikil umhyggja borin fyrir börnum Við höfum búið alls í áratug í Noregi. Fyrst átta ár í Bergen og síðar tvö ár í Ósló. Það má vera að fólk frá Norðurlöndunum og þá sérstaklega Norðmennirnir hafi litið á okkur sem einskonar landa sína af þeim sökum. Við höfum trúlega kynnst fleiri Norðurlandabúum vegna þessara tengsla við Noreg. En að sjálf- sögðu bjó fólk frá öllum heims- hornum þarna. Göturnar voru fullar af ungu, fallegu og lífs- glöðu fólki. Nokkuð bar á fólki frá Austur-Asíu og var dugnaður einkennandi fyrir þaö. Margir af Austur-Asíubúunum voru í dokt- orsnámi.“ - Gengu dæturnar í skóla þarna úti? „Já, skólarnir í háskólahverfinu þar sem við bjuggum voru mjög góðir. Elsta dóttirin gekk í High School sem var um 2000 manna skóli. Mjög vel var búið að þess- um skólum og ekkert virtist til sparað til að nemendum liði vel. Einnig var áberandi hvað mikil umhyggja var borin fyrir börnun- um og fylgst með þeim öllum stundum. Eftirlaunaþegar sáu um vörslu og leiðbeindu þeim við gatnamót. Öllum verkefnum var svarað strax og kennarar settu sig fljótt í samband við foreldrana. Dæturnar hafa allar lært nokkuð á hljóðfæri og sú elsta þeirra spil- að á klarinett í blásarasveit hér heima. Hún komst strax að í skólahljómsveitinni.“ „Eins og einhver hefði undirbúið hvert smáatriði“ - Þannig að þetta hefur allt verið eins og best var á kosið. „Já, og við spurðum okkur stundum hvert við værum eiginlega komin. Hlutirnir voru um niargt svo óraunverulegir. Aðdragandinn að þessari ferð hafði verið nokk- uð langur. Við höfðum liaft mik- ið að gera heima og erfitt sumar var að baki. Lífið þarna var allt svo ólíkt. Allt hafði gengið að óskum. Eins og einhver hefði undirbúið hvert smáatriði. Við bjuggumst við að verða einangr- uð í margmenninu en vorum svo heppin að kynnast fólki sem bjó á háskólasvæðinu. Við upplifðum það næstum eins og hitta gamla vini. Okkur kom mjög mikið á óvart hvað þetta fólk var viljugt að bjóða heim til sín. Við fórum í nokkur matarboð til fjölskyldna þarna. En trúlega hefur okkur þótt þetta allt svo stórkostlegt því við gengum ekki út frá neinu vísu. Bjuggumst alveg eins við að vandamál kæmu upp sem þyrfti að takast á við. Þótt við færum til að vinna líktist þetta einna helst löngu fríi. Við vorum með skiptinema um sumarið áður en við fórum. Við höfðum áður tekið nenia til sumardvalar en í þetta skipti sótt- um við meðal annars um að hafa skiptinema til að leyfa stelpunum að kynnast erlendri stúlku og æfa sig dálítið í ensku áður en þær færu í amerískan skóla. Skipti- neminn okkar var indæl stúlka frá Pasadena í Kaliforníu. Hún var fremur dul og talaði lítið um forcldra sína og heimili. Við viss- um því lítið annað um þetta fólk en aö hún ætti tvær yngri systur og fjölskyldan væri með einhvern atvinnurekstur. Við höföum fengið á tilfinninguna að þau væru vel stæð meðal annars af því hvað þau virtust fara oft til Evr- ópu. En stúlkan bar engin merki um lífsstíl ríkidæmis. Ekki á nokkurn hátt. Hún varð sam- ferða okkur til Nevv York. Við kvöddum hana á Kennedyflug- velli og hún bað um við létum heyra frá okkur þegar við værum búin að fá heimilisfang og síma.“ Ákváðu að heimsækja skiptinemann - Kynni ykkar af stúlkunni voru sem sagt elcki á enda. „Nei, og þótt okkur hafi fundist lífið í Madison vera ævintýri þá leiddu kynni okkar af þessari stúlku til öllu mciri ævintýra. Hún skrifaði okkur og hringdi og fór fljótlega að ámálga við okkur að við kæm- um í hcimsókn til Pasadena með- an á Amcríkudvölinni stæði. Leiðin frá Wisconsin til Los Angeles er hins vegar löng, álíka og frá íslandi til Mílanó á ftalíu. Fjögurra tíma flug. Slík ferð stóð því nokkuð lengi í okkur. Ekki hafði verið gert ráð fyrir henni þegar fjárhagsáætlun var gerð fyrir þessa mánuði. Stúlkan hélt áfram að ítreka að við kæmum og síðan tóku foreldrar hennar að þrýsta á okkur. Þau lögðu ekki síður áherslu á þessa ferð. Við mættum ekki sleppa þessu tæki- færi. Þau gerðu orðið fastlega ráð fyrir okkur helgina sem Banda- ríkjamenn lialda þakkargerðar- hátíðina. Hún er eins konar uppskeruhátíð sem á rætur í landnámi Bandaríkjanna og taka flestir landsmenn þátt í henni. Hátíðin er ekki síður mikil á bandarískan mælikvarða en sjálf jólin, sem aðeins standa í einn dag, og auk þess taka margir Bandaríkjamenn ekki þátt í jóla- haldi. Þar er um margs konar trúarhópa að ræða sem hafa allt aðrar trúaráherslur og siði en kristnir menn. Eftir þennan þrýsting ákváðum við að slá til og boðuðum komu okkar á þakkar- gerðarhátíðina í Pasadena." Fengu stærðar einbýlishús með garði og sundlaug til afnota - Hvernig voru móttökurnar? „Við flugum með breiðþotu til vesturstrandarinnar og stelpurn- ar höfðu mjög gaman af því. Þeg- ar við vorum lent í Los Angeles beið fjölskyldan eftir okkur. Og eins og við bjuggumst við virtist um venjulegt en þó elskulegt fólk að ræða. Þegar við komum út úr flugstöðvarbyggingunni biðu tveir bílar eftir okkur. Stór Buick skutbíll og leðurklæddur Jagúar. Þau voru greinilega vel stæð. En þetta var aðeins byrjunin. Þau óku með okkur upp á hæð inn í Pasadena. Á hæðinni var stærðar einbýlishús með víðlendum garði. Við urðum ekki lítið hissa þegar okkur var sagt að hér ætt- um við að búa meðan á heim- sókninni stæði. Úr húsinu var útsýni yfir alla borgina. Inni voru sex svefnherbergi með baði, hvert á stærð við stofu, auk stórra stofa og garðstofu. I garðinum sem reyndist vera fimm til sex hektarar að stærð voru meðal annars dádýr og villihundar sem ráku upp ámátleg gól á nóttunni. Fyrir utan húsið var 16 metra sundlaug með flóðlýsingu. ís- skáparnir voru eins og forðabúr og ekki sýnilegur skortur á nokkrum hlut.“ - Hvernig varð ykkur við? „í fáum orðum sagt þá datt and- litið af okkur. I Ijós kom að hjón- in voru ekki aðeins vel stæð. Þau voru auðkýfingar á bandarískan mælikvarða. Húsið höfðu þau keypt af Japana fyrir sex mánuð- um og ætluðu það fyrir viðskipta- vini fyrirtækisins sem maðurinn rak. Nú kom einnig í Ijós hvers konar atvinnurekstur hann stundaði. Hann rak álver af svip- aðri stærðargráðu en nú er rætt um að byggja á Keilisnesi og muni setja allt Island á annan endann. Hann hafði keypt fyrir- tækið á erfiðum tímum og tekist að vinna það upp. Þrátt fyrir þessa stöðu í atvinnulífinu virk- uðu foreldrar skiptinemans okk- ar mjög alþýðleg. Hefðu alveg eins geta verið Islendingar. En þarna lifðum við eins og kvik- myndastjörnur í sjö daga.“ „Þau höfðu undirbúið dagskrá fyrir hvern dag“ - Eitthvað hljótið þiö að hafa gert ykkur til dægrastyttingar þessa daga. „Þau voru öll af vilja gerð að gera okkur þessa daga algerlega ógleymanlega. Þau höfðu undir- búið dagskrá fyrir hvern dag. Einn daginn var siglt á 36 feta seglskútu húsbóndans um Kyrra- hafið. Næsta dag fóru þau með okkur í kyikmyndaver Úniversal fyrirtækisins. Þá var Hollywood skoðuð og síðan Chinatown, sem er algjörlega byggð Kínverjum og aö lokum var farið í Disney- land. Þakkargerðarhátíðin fór svo fram með veislu á heimili þerra sjálfra 23. nóvember. Tví- burarnir okkar áttu afmæli dag- inn áður og héldum við upp á það í „ævintýralandinu" þar sem einnig var sólbaðsveður þessa nóvemberdaga. En öll ævintýri eru úti eins og segir í húsgangin- um gamla. Og einnig þetta með álauðkýfingunum í LA. Við flug- um til baka til Wisconsin og á þessum sjö dögum hafði orðið heldur betur breyting á veðurfar- inu. Veturinn hafði lagst yfir Norðurríkin síðast í nóvember. Ákveðið að seinka heim- förinni fram yfir áramót í nóvemberlokin var farið að styttast í dvölinni. Við fórum að huga að hvenær réttast væri að )---------------------------- halda heim á leið. Fljótlega kom okkur saman um að við myndum lenda beint í jólahaldinu á íslandi en ekki hafa neinn tíma til að undirbúa það. Því gældum við meir og meir við þá hugsun að dvelja vestra yfir hátíðarnar og halda heim í byrjun nýs árs. Eftir því sem við hugsuðum lengur um þetta urðum við ákveðnari og í desemberbyrjun var það afráðið. Við eigum nokkuð af skyldfólki, bæði í Detroit og Columbus í Ohio, og 15. desember var 11 ferðatöskum og sex manna ljöl- skyldu komið fyrir í gömlum Chevrolet sem við höfðum keypt og haldið í suður áleiðis til Chicago. Nú var kominn hörku- vetur vestan vatnanna miklu, ólíkt sumarblíðunni í Kaliforníu. Gainli Chevroletinn með kenjar Við komum síðdegis til Chicago og lögðum bílnum á þriðju hæð í bílageymsluhúsi skammt frá Marshall Field. Þótt frostið væri um 30 gráður var farið í búðarráp og síðan ætluðum við að gista á hóteli um nóttina. Þegar við komum úr verslunarleiðangrin- um vildi bíllinn ekki fara í gang. Startarinn bærði ekki á sér. Frostið óx og við héldum heim á hótel. Við höfðum gcrst félagar í samtökum sem skammstafast AAA, einskonar FÍB í Ameríku og áttum rétt á vissri þjónustu af þeirra hálfu. Við hringdum til þeirra um kvöldið en þeir sögðust að sjálfsögðu ekkert geta gert nema við værum sjálf á staðnum. Okkur leist ekki á að fara til bíla- geymsluhússins undir Chicago- nóttina í þrjátíu stiga frosti svo bíllinn var látinn bíða til morguns. Ekki vorum við nú alveg örugg þar sem allur farang- urinn var í bílnum. Gamall Chevrolet með ellefu ferðatöskur innanborðs yfirgefinn í drauga- legu bílageymsluhúsi í amerískri stórborg um vetrarnótt. Morguninn eftir hringdum við aftur í AAA og húsbóndinn og elsta dóttirin héldu til bíla- geytnsluhússins við Marshall Field. Þar biðu þau í eina þrjá eða fjóra klukkutíma í kuldan- um. Héldu á sér hita með því að hlaupa um bílastæðin og kveiktu á kertum inni í bílnum í bardag- anum við frostið. Aö lokum birt- ist tröllaukinn svartur náungi á kranabíl. Sá svarti hoppaði í kringum bílinn og sagði á tungu sem bar merki þess umhverfis er hann kom frá að hann mætti bara draga, bara draga. Hann reyndi síðan að koma kranabíln- um inn í bílageymsluhúsið en kraninn reyndist of hár. Hann komst ekki inn. Svertinginn hoppaði aftur í kringum bt'linn, barði sér til hita, hristi höfuðið og „sorry, sorry.“ AAA-menn mcga ekki reyna að fást við viðgerðir enda hafa þeir enga kunnáttu til þess. Þctta eru algjörlega ófag- lærðir strákar sem eru hafðir á þcssum dráttartrukkum og eiga að þjóna fólki sem lendir í erfið- leikum á ferðalögum. Sverting- inn settist því aftur upp í trukk- inn og hvarf á braut. Við stóðum eftir, enn í sömu sporum, en vor- um hálfvegis fegin að vera laus við kauða. Nú voru góð ráð dýr. Líklega kæmumst við ekki lengra á bílnum. Einhvern tímann höfð- um við hcyrt að gott væri að berja í startara sem stæði á sér. í nístingskulda og örvæntingu var næsta ráð því að skríða undir bíl- inn með felgulykilinn og berja í eitthvað sem líktist startara í hálfrökkrinu á bílaplaninu. Höggiö reið og það glumdi í málminum utan á vélinni. Og viti menn. Hið ólíklegasta gerðist. Bíllinn startaði og rauk í gang í frostinu. Það var fegið fólk sem kom heim á hótel eftir þessa nærri sex tíma ævintýralegu ferö í bílageymsluhúsið." „Annað eins menningar- heimili höfðum við aldrei séð“ - Voru einhver frekari vandræði með startarann? „Það reyndi ekki á það strax. Við þoröum ekki að drepa á bíln- um og héldum strax álciðis til Detroit. Á leiðinni urðum viö hins vegar að taka bensín og bensínafgreiðslumaðurinn sagð- ist ekki mega dæla á hann ef hann væri í gangi. Sekúndurnar liðu, droparnir runnu í tankinn og sex hjörtu böröust af ákafa inni í bílnum. Skyldi hann starta? Aft- ur gerðist kraftaverk í þessum ónýta startara og átta strokka vélin malaði þægilega það sem eftir var til næsta áfangastaðar. Húsbóndinn á frænku í Detroit sem við höfðum ákveðið að dvelja hjá í nokkra daga. Segja má að þarna hafi feröalangar komið inn úr kuldanum því viö vorum ekki komin nema hálfa leið inn úr dyrunum þegar næsta ævintýri beið okkar. Annað eins menningarheimili höfðum viö aldrei séð. Bókasafn hjónanna var á borð við hiö besta almenn- ingsbókasafn. Stórt hús var vegg- fóðrað með bókum í orðsins fyllstu merkingu. Þarna virtist að finna fróðleik um flest milli him- ins og jarðar. í cldhússkápunum og jafnvel á baðinu voru veglegir staflar af bókmenntum. Undir húsinu var stór kjallari og þar hafði kvikmyndasögunni verið raðað snyrtilega í hillur. Margar af helstu kvikmyndum liðinna ára voru þar á myndböndum. Viö dvöldum í viku hjá þessum heið- urshjónum og nutum vissulega lystisemdanna scm þetta einka- safn hafði upp á að bjóða. Viö kynntumst tveim heimum í Detroit. Heimi menningar og fágunar á heimili gestgjafa okkar. Heimi fáfræði og örbirgð- ar þegar við ókum um borgina. Detroit byggist að miklu leyti á bílaframleiðslu og um 80% íbú- anna eru svört. Borgin liggur á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Við landamærin er turn- bygging þar sem efsta hæðin snýst í hringi. Einhver hluti hennar virðist því yfir Kanada á hverju sekúndubroti þegar upp er komið þótt hún standi á árbakka Bandaríkjamegin. Því má segja að viö höfum farið nokkrum sinnum yfir til Kanada meðan við snæddum á veitinga- staðnum, sem er þarna uppi þótt viðdvölin hafi ekki verið löng í hvert skipti. En útsýnið var stór- kostlegt til beggja landanna.“ Á útsölu á annan í jólum - Og hvert lá leiðin næst? „Næst lá leiðin frá Illinois til Columbus í Ohio. Þar var fyrir- hugað að eyða sjálfum jólutium með frænku húsmóðurinnar. Bandaríkjamenn halda ekki aðfangadagskvöld hátíðlegt. Þótt þeir séu frægir fyrir mikið tilstand og skreytingar um jólin er hin eiginlega jólahátíð aðeins einn dagur, 25. desember, og síðan tekur hversdagsleikinn við. Stórmarkaðir eru opnir og útsöl- ur voru byrjaðar á annan í jólum. Á aðfangadag voru umræður á heimilinu um livort breyta ætti út af venjunni okkar vegna og taka pakkana upp um kvöldið. Að síðustu voru pakkarnir teknir upp bæði um kvöldiö og morgun- inn. Við fórum í kirkju á jóladag og á leiöinni heim var komiö viö í verslun. Ekki cru allir sem halda jól og eigendur þessarar verslunar voru múslimar. í kirkj- unni veittum við því athygli hvaö söfnuðurinn tók mikinn þátt í messugjörðinni. Sérstaklega börnin. Þetta var allt öðru vísi en hér heima og hlutverk prestsins aðeins brot af því sem við eigum að venjast." Úr 30 stiga frosti í 30 stiga hita - Þetta er orðið rnikið ferðalag. Var ekki farið að líða að heim- ferð? „Jú. síðasti viökomustaður okkar í Ameríku var Flórída. Við ókum yfir hálendið í gegnum Austur- og Vestur-Virginíu, síðan Norð- ur- og Suður-Karólínu, suður til Georgíu, framhjá Jacksonville á leiðinni til Orlando. Við höfðum fengið hús á leigu hjá Önnu Bjárnason og Atla Stcinarssvni og dvöldum við þar í góðu vfir- læti um áramótin. Á Flórída vor- um við kornin í baðstrandarveður á nýjan leik. Við fórum því úr 30 stiga frosti í 30 stiga hita á nokkr- um dögum og hcldum jólin í leið- inni. Stelpurnar gátu vcrið á bað- strönd á daginn og á gamlárs- kvöld skáluðum við í óáfengu kampavíni með Önnu og Atla. Chevroletinn hafði fengið nýjan startara í Detroit og alltaf hresst eftir þvt' sem sunnar dró. Þegar ferðatöskurnar voru teknar í síð- asta sinn úr lestinni lyftum við mottunni upp og þá blasti gatan við fyrir meðan. Málmurinn var eitthvað farinn að þynnast. Við höfðum ætlað að skilja bílinn eftir. Bjuggumst ekki við að finna kaupanda að honum þarna þegar Atli spuröi hvort við vild- um ekki selja sér hann þegar við færum. Hann sagðist hafa not fyrir hann við gestamóttökuna sem hann rekur. En ævintýrið var úti. Ameríkudvölin á enda og á 45. afmælisdegi húsbóndans sát- um við í Flugleiðaþotu yfir Atl- antshafinu og nálguðumst nýjan dag í austri." f>l — í ævlntýraferð með Þóreyju Byþórsdóttur, Krisþáni Baldtussyni og dætnun um Bandaríkin xun síðustu jól

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.