Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - B 13 Jullet Faulkner í Hafralækjarskóla: „I Icr cr svo rólegt og gaman uiii jólin“ Juliet og Robert Faulkner. í haust voru liðin íjögur ár síðan hjónin Juliet og Robert Faulkner hófu störf við tónlistardeild Haíralækjar- skóla. Pau eru frá London og cru vcl mcnntað tónlistar- fólk sexn eru nijög áberandi í tónlistarlííinu í Suður-Ping- eyjarsýslu. Robert hcfur starfað scni ltórstjóri og ein- söngvari á þessum árunx en Juliet sem undirleikari fyr- ir ltór, einsöngvara og Rangárbræður, auk þcss að lcoma fram sem píanóleikari. Við Hafralækjarsltóla hef- ur Robert sett upp söngleikina Jóscp og Jónas í hvaln- um og óperuna Amal og næturgestina, xneð dyggri að- stoð Juliet. Er íslcnslca ópcran kom með Brúðkaup Fíg- arós að Ýdölum beið hennar kór til að taka þátt í sýn- ingunum, en hann höfðu Robei't og Juliet æft. Robert stundaði söngnám við Guildhall School of Music and Drama og síðan kór- og hljóm- sveitarstjórn við Royal Academy of Music. Hann starfaði sem tón- listarstjóri við St. Bernards drengjaskólann í London þegar hann var ráðinn að Hafralækjar- skóla. Juliet stundaði nám í píanóleik, bæði sem einleikari og undirleikari, við Royal Academy of Music og einnig lærði hún hjá stjórnanda Royal Opera House Covent Garden. Hún starfaði sem undirleikari við Royal Academy of Music og hefur hald- ið tónleika víða á Englandi. Viðbrigði að keyra í snjó og klaka Dagur náði tali af Juliet eitt síð- degið á aðventunni og lá forvitni á að vita meira um hjónin sem komu frá London og norður í Aðaldalinn, á móti fólksstraumn- um suður og út. Hún var spurð hvernig þeim hjónum líkaði í sveitinni, þó að það segi sig auð- vitað sjálft að þeim hljóti að líka vel fyrst þau eru hér sinn fimmta vetur. „Okkur líkar mjög vel og finnst gaman að vera hér. Við erunt fyrst og fremst tónlistar- kennarar við Hafralækjarskóla og ég kenni bara við tónlistar- skólann en Robert kennir bæði við tónlistarskólann og grunn- skólann. Við vinnum þó mikið saman því mjög góð samvinna er með skólunum. Það er nóg að gera í tónlistar- lífinu og stundum of mikið." - Nú virðast þetta vera tveir ólíkir heimar, London og Aðal- dalurinn. Hvað finnst ykkur um tónlistarlífið hérna? „Það er mjög lifandi hér og er ekki eins mikið úti í sveitum á Bretlandi. Til dæmis karlakórinn Hreimur, þar eru 40-45 karlmenn og mjög fáir sem geta lesið nótur, þeir bara læra þetta og það finnst mér jákvætt. Það var mikil breyt- ing að koma hingað en við vissum talsvert um að hverju við gengum því Sigmar Ólafsson skólastjóri hafði boðið okkur í heimsókn og kynnt fyrir okkur starfið við skól- ann og sagt okkur mikið frá lífinu í sveitinni. Einnig þekktum við Rangárfjölskylduna mjög vel og höfðum hitt hana í London. Þótt breytingin væri mikil var samt bara gaman að fá þessa tilbreyt- ingu og við urðum ekki eins undrandi á hlutunum af því búið var að segja okkur frá þeim. Mér fundust þó mikil viðbrigði að fara að keyra hér í snjó og klaka, en það tókst." Ánægð með okkar vinnustað - Eruð þið alveg sest að á ís- landi? „Ég veit það ekki. Það er ekki gott að segja hvað við verðum hérna lengi og við höfunt bara ráðið okkur til eins árs í senn. Þetta er erfitt vegna þess að við eigum okkar skyldfólk í Bret- landi en það kemur bara í Ijós hvað við verðum hérna lengi, eins og íslendingar segja." - Fámennið, myrkrið á vet- urna, háir þetta ykkur ekki? „Nei, við erum svo ánægð með okkar vinnustað og svo erum við mikið fyrir fjölskyldu- og heimil- islíf. Við hugsuðum okkur að flytja frá London því okkur fannst það ekki góður staður fyrir krakka. Við eigum einn þriggja ára strák, James, sem fæddist á Húsavík. Hér er svo fallegur staður til að vera með barn.“ - Er ekkert hér á íslandi sem þú átt erfitt með að venjast? „Til að byrja nxeð fannst okkur ákaflega erfitt þegar við vorum búin að ákveða að hafa æfingu að kvöldlagi og búin að undirbúa okkur, þegar svo öllu var frestað vegna veðurs. Stundum fannst okkur þetta svolítið leiðinlegt og febrúar og mars geta verið sér- lega þreytandi að þessu leyti." - Hvað liafið þið gert um jólin, farið heitn til Englands? „Við fórum bara einu sinni heim en þá var systir mín veik. Stundum hafa gestir frá Bretlandi komið til okkar um jólin en stundum ekki. Okkur finnst mjög gaman á íslandi um jólin. í Bret- landi er þetta bara jóladagurinn og svo búið, þar er ekki haldið upp á aðfangadag. Hér er svo rólegt um jólin, svo gantan og mikið fjölskyldulíf. Hér í sveit- inni fer fólk niikið í heimsóknir urn jólin. Þegar við erum á ís- landi höldum við íslensk jól en höfum þó bresk jól á jóladag. Sonur okkar, James, fæddist í desember fyrir þremur árum og ég kom heim með hann rétt fyrir jólin. Fólk sem ég þekkti jafnvel ekki neitt kom á aðfangadag og færði okkur bæði lax og smákök- ur og hafði hugsað með sér að ég gæti ekki bakað fyrir jólin. Þetta var gaman og við vorum þakklát fyrir. Fólk veit að við eigum ekki okkar fjölskyldu á íslandi og liugsar til okkar. Mér finnst þetta notalegt og get nefnt mörg hlið- stæð dæmi." Langar fyrst og fremst að vera mamma þessi árin „Við erum svo heppin að hafa sveigjanleika í okkar vinnu við Hafralækjarskóla. Sigmar Ólafs- son, skólastjóri, vill allt fyrir okk- ur gera svo við getum t.d. unnið til skiptis eða saman, eftir því sem við kjósum helst. Við þurf- urn aldrei að hafa áhyggjur af pössun fyrir James. Alltaf þegar eru tónleikar býðst fólk til að passa James fyrir okkur. Þetta er öðruvísi í Bretlandi en þar er fólk ekki eins duglegt að bjóða frani hjálp sína. Nú fer James í leikskóla.tvisvar í viku hér í sveit- inni. Mér finnst ég mjög heppin að geta haldið áfram að vinna og okkur finnst mjög gott að vera hérna, þess vegna gætum við enn verið í Hafralækjarskóla eftir fjögur ár. Eg vinn þó öðruvísi hér en ég gerði í London. Þar vann ég mik- ið meira við að spila, kenndi kannski tvo daga í viku en starf- aöi síðan sem undirleikari. Hér vinn ég við að kenna en starfa sem undirleikari í tómstundum. Þetta hentar mér þó vel núna því ég mundi ekki nenna að þeytast út og suður allan daginn til að spila hér og þar. Nú þarf ég að hugsa um fjölskylduna og mig langar fyrst og fremst að vera mamma þessi árin.“ Juliet spilar á lágfiðlu en hefur ekki gert mikið af því eftir að hún kom til íslands, hún lék þó á lág- fiðluna með karlakórnum Hreim í vor þegar hann hafði tvö skosk lög á söngskránni. Það hefur mikið verið að gera í tónlistarlífinu hjá Juliet og Robert að undanförnu. Um miðj- an nóvember fóru þau með Hreim suður í söngferð, helgina eftir söng Hreimur í Hvammi, dvalarhcimili aldraðra á Húsavík, og þá hélt Juliet einnig tónleika á Akureyri með Hólmfríði S. Benediktsdóttur. Þær þurftu þó vegna veikinda að fresta tónleik- um sem halda átti á Húsavík 2. des, en 1. des. var árshátíð Hafralækjarskóla haldin og svo kom aðventan með öllu sínu jóla- tónlistarlffi. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.