Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 15
Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - B 15 — spjallað yið Bjama Har í Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki >i sem einnig var snætt í. Ætli ég hafi ekki verið nteð þeim yngstu í hópnum og þetta var mjög spennandi og gaman að mér fannst. Unnið var frá klukkan sjö á morgn- ana og til klukkan sjö á kvöldin og ég er hræddur um að fólki nú til dags þættu pásurnar hafa verið ansi fáar. Þarna voru alls konar persónur og ég man sérstaklega eftir einum karli sem mér eldri strákar voru alltaf að espa upp með því að snúa út úr fyrir o.fl. Frí var aðra hverja helgi og ansi gaman að koma heim á föstudegi. Seinnipart sunnudags var síðan hossast aftur norður í boddíbíl. Lífið í vegagerðinni var skemmtilegt og karlarnar voru oft að segja okkur strákunum hinar ótrúlegustu lyga- sögur." Dátar á Króknum Eftir vegavinnuna fór Bjarni að vinna á síldarplani á Króknum og kynntist þar allt öðrum handlegg. Hann segir stemmning- una á planinu hafa verið alveg jafnmikla og af er látið, þó að planið á Sauðárkróki hafi trúlega ekki verið það fjörugasta og aldrei dansað þar svo hann muni. En hvernig snertu hernámsárin Króksara? „Þá voru hér hermenn, en ekki ntargir og ekki lengi. Það voru einir tveir braggar úti á Eyri og þeir hertóku Hótel Tindastól. Dátarnir settu svip á bæjarlífið og myndar- strákar innan um, annars var ég nú svo ungur að ég man ekki hvort við bæjar- strákarnir höfðum einhverjar áhyggjur af því hvort stúlkurnar hlypu upp í fangið á dátunum. Þeir gengu stundum um bæinn með byssu um öxl, en héldu sig annars mest við braggana.“ - Hvernig var að alast upp á Króknum? „Það var ágætt og mér þykir alltaf vænt um Sauðárkrók. Þetta er orðinn byggileg- ur bær núna, en hér eins og annars staðar í litlum þorpum man ég eftir að fátækt var og litla vinnu að hafa. Menn fóru á suður á vertíð og gott þótti að komast í vega- vinnu.“ - Manstu eftir einhverjum eftirminni- legum persónum í bæjarlífinu frá þínunt uppvaxtarárum? „Þá voru margir góðir hér sem höfðu mikla frásagnargáfu. Ég man t.a.m. eftir Óskari Þorleifssyni, Húnvetningi að ætt, sem kom frá Skagaströnd og haföi frá mörgu að segja og sagði vel frá. Sumir sögðu að hann skáldaði sögurnar að stór- um hluta, m við krakkarnir höfðum samt gaman af að hlusta á þær. Hann var hér til sjós og sn íðaði einnig og sögurnar sem hann sagc/ voru aðallega af honum sjálf- um. Óskar \ar ekkert að ljúga upp á aðra og þótt sögurnar væru stundum ótrúlegar var gaman að hlýða á kallinn.“ Meiri barlómur í fólki en áður Bjarni tók við verslun föður síns árið 1959, en var búinn að hjálpa mikið til í henni áður. Hann segist litlar breytingar hafa gert frá því hann tók við henni, þó að auð- vitað hafi orðið þróun í viðskiptum eins og öðru. Þessu til staðfestingar rekur blaða- maður augun í forláta Mercedes ritvél sem er komin til ára sinna, en ennþá notuð til að fylla út ýmis plögg. „Búðin er að mestu leyti eins og hún var þegar ég tók við henni ’59. Nýr búðarkassi og nýtt búðarborð er nánast eina breyting- in. Núna er einnig meira af sauntuðum fatnaði, en hér áður fyrr var vefnaðarvara í metravís." Upphaflega var Verslun Haraldar Júlíus- sonar timburhús, en síðan var byggt utan um það steinhús og að lokum bætt við ann- arri hæð á það og þannig lítur húsið út í dag, en verslunin er bara í litlum hluta þess. - Er öðruvísi að vera kaupmaður nú til dags en fyrir þrjátíu árum? „Já, að vissu leyti. í dag er meiri velta og kúnninn hefur tryggari vinnu, en aö mínu mati er samt meiri barlómur í fólki núna en áður var.“ Bjarni segir vöruúrvalið hjá sér vera frekar hefðbundið. Plássið sé ekki það mikið að hægt sé að bæta við sig að ein- hverju ráði. Lengi hefur þó verið sagt að ýmislegt fáist hjá Bjarna Har sem ekki fáist annars staðar. Að eigin sögn segir hann þeim vörum samt fara fækkandi. En eru sömu viðskiptavinirnir í verslun hjá honum og fyrir þrjátíu árum? „Já, það má segja það. Margir af þeim sem þá versluðu við mig versla hér enn. Ungt fólk rekst einnig hér inn og aðallega er það nú olíusalan sem eykur viðkomu manna, en hér hefur verið selt bensín og olía svo lengi sem ég man eftir mér." Fjör á Sæluviku - Hcfur bæjarlífið á Sauðárkróki ekki tek- ið miklum breytingum á þessum árum frá því þú varst að alast upp? „Jú, það hefur gert það og t.d. er Sælu- vikan orðin allt önnur en þegar ég var yngri. Hér áður var hún veigamikill þáttur í lífi Skagfirðinga og stóð frá sunnudegi til sunnudags. Bíósýningar voru og mikið af sjónleikjunt, leikritum og revíum, og dansað á hverju kvöldi. Yfirleitt var byrj- að á dagskránni fljótlega upp úr hádegi, enda lítil vinna í þá daga. Fleira fólk var í sveitum þá en nú og skipti það með sér verkum þannig að einhverjir voru fyrstu dagana á Króknum, en fóru síðan heim og aðrir komu í staðinn. Fólk gisti á hótelinu eða hjá kunningjum og alltaf var glatt á hjalla. Ég man að þegar ég var að byrja að fara á böllin í Sæluviku stóð ballið til klukkan tvö á þriðjudegi og lengdist síðan um klukkutíma á hverju kvöldi. Dansað var í Bifröst, Gúttó og stundum í þriðja húsinu einnig, enda veitti ekki af því mig minnir að á einu laugardagskvöldi hafi selst 900 eða 1000 miðar. Oft voru ntenn kátir og heimilisiðnaðurinn entist vel. Nú er þessu viðbrugðið og asi hvers- dagsins virðist gera það að verkum að fólk hefur ekki tíma til neins og sjónvarpið glepur sjálfsagt eitthvað, enda Sæluvikur ekki orðnar merkilcgar miðað við það sem áður var.“ Jólaundirbúningurinn - Hver voru fyrstu jólin sem þú manst eftir? „Ætli ég hafi ekki verið fimm ára gamall á fyrstu jólunum sem ég man ennþá eftir. n Jójlatréð og annað sem glepur börn eins og gjafir er það sent lifir í minningunni og hér hjá mínum foreldrum átti ég alltaf góð jól. í sambandi við það að þótt mikið sælgæti væri í búðinni var alltaf reynt aö halda í við mig í sælgætisáti, jafnvel um jólin og ég fékk sko ekki að valsa í því eins og ég vildi." - Hvernig er undirbúningi kaupmanns- ins Bjarna Har háttað fyrir jól í dag? „Ég kaupi inn jólaglingur, bæði til gagns og gamans. Úrvalið er orðið það mikið að maður saknar ekki neins sem hætt hefur veriö að frantleiða og alltaf koma vörur í vöru stað. Sumt var erfitt að fá fyrir ára- tugum og ég man t.d. eftir því að ávextir sáust ekki í búðinni nema rétt fyrir jólin. Nú er þetta orðið allt annað og sumir kaupmenn setja upp jólaskraut og tilheyr- andi í nóvember. Ég læt mér hinsvegar nægja að byrja þetta 1. des. eins og siður var og hengi þá upp svipað skraut og ég hef alltaf gert. Það furðulegasta við þróun- ina er samt e.t.v. það, að fólk virðist vera seinna til að kaupa jólagjafirnar en áður var, en alltaf er samt verið að skoða." Tíminn líður hraðar - Heldurðu að það sé mikill munur á að koma inn í Verslun Haraldar Júiíussonar jólin ’90 og að koma þar inn fyrir fimmtíu árurn? „Já, ég held að ntunurinn sé nú dálítill. Núna er miklu meira úrval, en andrúms- loftið er e.t.v. það sama, að minnsta kosti ekkert betra. Oft komu hér sérkennilegar persónur sem lifa í minningunni þó að ég hafi bara verið krakki þegar ég sá þær og heyrði. í þá daga var allt miklu rólegra og verslanir mikið notaðar til að rabba saman um leið og innkaupin voru gerð. Ég sakna þessa dálítið, en ég er sjálfur farinn að eld- ast og tíminn líður þá hraðar, svo árið er runnið á enda áður en maður veit af.“ Tcxíi o«4 myndir: Skúli Bjöm Gunnarsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.