Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - B 7 Brytjið súkkulaðið niður. Hrærið öllu saman og rúllið í lengjur. Sneiðið þær niður og setjið kökurnar á ofnplötuna. Bakið við um 200 gráður. Sýnishom úr eld- húsi skólastjórans Haframjölið er greinilega vinsælt hráefni í jólakökubaksturinn. Benedikt Sigurðarson, skóla- stjóri Barnaskóla Akureyrar, gefur hér uppskrift að hafra- mjölskökum. Haframjölskökur 2 bollar haframjöl IV2 bolli hveiti 1 bolli rúsínur 1 bolli smjörlíki IV2 bolli sykur 2 tsk. natron 2 egg Hnoðið deigið eftir kúnstar- innar reglum. Benedikt mælir með því að brytja rúsínurnar. Mótið í litlar kökur á plötu og bakið í ofni við ca. 200 gráður. Auk þessarar ágætu uppskrift- ar gefur Benedikt lesendum hér uppskrift að dýrindis „Brúnsneiða- tertu“. Undirtitill uppskriftarinn- ar er „uppskrift Steingerðar1' og mun skólastjórinn hafa fengið hana úr smiðju móður sinnar. Brúnsneiðaterta 500 g hveiti 250 g sykur 250 g smjörlíki 1 tsk. hjartasalt 3 tsk. lyftiduft 2 msk. (ekki stór) síróp 1 tsk. kanill 2 skeiðar kakó 1 tsk. allrahanda e.t.v. mjólk e.t.v. egg Hnoðið saman (ekki í hræri- vél). Fletjið út á tvær plötur. Bakið eftir auganu! Ekki of mikið! Vanillukrem og sulta sett á milli laga. Látið brjóta sig. Margrét í marsipaninu Margrét Blöndal, dagskrárgerð- armaður á Útvarpi Norðurlands, sagðist ekki vera í vandræðum með að velja uppskrift fyrir les- endur Dags. Hún dró upp úr pússi sínu verðlaunauppskrift í smákökusamkeppni Rásar 2 árið 1984. „Ég hef bakað þessa uppskrift fyrir jólin síðustu sex ár. Mig minnir að dómnefndin hafi á sínum tíma borða sig á gat af þessum kökum," sagði Mar- grét. Hún sagðist ekki vera viss um hvaða nafn uppskriftin bæri, en ákvað að nefna hana „marsi- pannúgatkökur". Marsipannúgatkökur 1 kg marsipan (mælt með Odense renro) 6 eggjahvítur 250 g flórsykur 200 g núgat Setjið marsipan, egg og flór- sykur í pott. Hitið við vægan hita og hrærið saman. Kælið og setjið í sprautupoka. Skerið núgatið í litla teninga (ca. 1 cm á kant). Sprautið maripanhrærunni í litla hringi á plötuna (hafið bökunar- pappír á plötunni). Setjið núgat- teningana á hringina og síðan toppa af marsipanhræru ofan á. Bakið við 225 gráður í 5-7 mínút- ur. óþh Benedikt Sigurðarson. Óskum viðskiptavinum og starfsfólki okkar gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári K. Jónsson og Co. hf. Niðursuðuverksmiðja Akureyri. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla Pökkum viðskiptin á árinu. Bílaval Notað innbú Strandgötu 53 Hólabraut 11 Sími 21705 Sími 23250 Stjórnusól Stjörnuræktin Geislagötu 12 Geislagötu 12, Sími 25856 Sími 11041 Útgerðarfélag Akureyringa hf. óskar öllum viðskiptavinum sínum og starfsfólki gleðilegra jóla og góðs árs. Bestu jóla- og nýársóskir sendum við öllum viðskiptavinum okkar Þökkum viðskiptin. Bílaverkstæði Þ. Jónsson Frostagötu 1b, Akureyri Sími 26055. pottinum og látið aftur krauma í stutta stund. Kælið niður, en gleymið ekki að hræra annað slagið í pottinum. Setjið síðan appelsínubörkinn út í og appels- ínusafann ef vill. Hellið hrærunni í litlar konfektöskjur (sem fást í flestum matvöruverslunum) og geymið á köldum stað. í staðinn fyrir appelsínusafann má nota 2-3 matskeiðar af rommi, koníaki eða líkjör. t>á er ekki nauðsynlegt að hafa Nes- kaffið með í uppskriftinni. Haframjölskúlur (40-45 stk.) 125 g smjör 100 g haframjöl (3 dl) 35 g kókosmjöl (1 dl) 75 g flórsykur (IV2 dl) 3 msk. kakó 1 tsk. vanillusykur 2 msk. rúsínur 25 g hnetukjarnar 1 msk. kaffi Blandið saman smjörinu og haframjölinu. Bætið við flórsykr- inum, kakóinu, vanillusykrinum og rúsínunum. Brytjið hneturnar í smábita og blandið þeim saman við. Bætið síðan kaffinu út í, hnoðið „deigið" og mótið litlar kúlur. Að lokurn er þeim velt upp úr kókosmjöli eða annarri skreytingu sem fólki dettur í hug. Dórukonfekt (úr smiðju Halldóru Bjarnadótt- ur, starfsmanns Krabbameinsfé- lags Akureyrar og nágrennis.) 500 g Odense-marsipan 1 kg Renro-marsipan 300 g Blöd-nougat Súkkulaði (suðu- eða hjúpsúkku- laði) 100-150 g kókosmjöl 2 glös (125 g) rauð kokteilber Döðlur (smátt saxaðar) Hnoðið saman marsipanteg- undunum og bleytið með safan- um af kokteilberjunum. Bætið síðan kókosmjölinu, nougatinu, kokteilberjunum og suðusúkku- laðinu út í. Síðan er öllu hnoðað saman og mótað í lengjur og settar í frysti. Lengjurnar skornar niður í bita og settar í lítil pappírsform. Síð- asta stigið er að hjúpa bitana með Linduhjúp. Óskum Húsvíkingum svo og landsmönnum öllum gkðilegra jók ogfarsœls komandi árs Þökkum samstarfið á árinu. Bæjarstjórn Húsavíkur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.